Bæjarstjórn

1172. fundur 13. mars 2018 kl. 16:00 - 17:35 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Önnur mál fundargerðir

1.1801028F - Skipulagsráð - 24. fundur frá 19.02.2018

Fundargerð í 19 liðum.
Lagt fram.
  • 1.5 1705613 Lundur 24-26 og 28-30. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Guðmundar Gunnlaugssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi fyrir Lund 24-26 og 28-30. Í breytingunni felst að vegna landhalla verði byggð pallaskipt hús í stað tveggja hæða húsa með óbreyttri hámarkshæð og byggingarreitur stækkar til suðurs um 8 m2 fyrir Lund nr 24 og 28. Einnig er óskað eftir því að lóðarmörk Lundar 24 og 28 stækki um 3 m til suðurs og lóða Lundar nr. 22 minnki sem því nemur. Á fundi skipulagsráðs 29. maí 2017 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Birkigrundar 9b, 11, 11a, Lundar 8-12, 14-18 og 20. Athugasemdafresti lauk 29. desember 2017. Athugasemdir bárust.
    Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir og ábendingar dags. 29. janúar 2018.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 24 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

2.1802696 - Fundargerð 282. fundar stjórnar Strætó bs. frá 16.02.2018

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

3.1802488 - Fundargerð 454. fundar stjórnar SSH frá 12.02.2018

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

4.1802563 - Fundargerð 385. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 21.02.2018

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

5.1802568 - Fundargerð 169. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 21.02.2018

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.1802566 - Fundargerð 168. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 19.01.2018

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.1802565 - Fundargerð 162. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 10.04.2017

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.1802702 - 3. fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 14. febrúar 2018

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.1802701 - Fundargerð 231. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 26.02.2018

Fundargerð í 38 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.1802019F - Öldungaráð - 4. fundur frá 01.03.2018

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.1802014F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 96. fundur frá 20.02.2018

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.1802012F - Skipulagsráð - 25. fundur frá 05.03.2018

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.
  • 12.7 1802765 Kópavogsbraut 59. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga Noland arkitekta, dags. 28. febrúar 2018, fh. lóðarhafa Kópavogsbrautar 59 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Samkvæmt gildandi skipulagi er heimild fyrir byggingu parhúss á tveimur hæðum með innbyggðum bílageymslum á lóðinni, hármarksfermetrafjöldi 440 m2. Í breytingunni felst að núverandi einbýlishús á lóðinni, byggt árið 1959, verði rifið og reist í þess stað 6 íbúða fjölbýli á 2 hæðum auk kjallara að hluta með 1,3 bílastæði á íbúð. Hámarks grunnflötur hússins er 275 m2. Kjallari er að hámarki 150 m2 og lóðin er 1015 m2. Samanlagður gólfflötur hússins er 700 m2, heildarnýtingarhlutfall verður 0,69. Hámarkshæð hússins er 7,5 m miðað við aðkomuhæð. Uppdráttur í mkv. 1:200, 1:500 og 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum. Niðurstaða Skipulagsráð - 25 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 12.8 1802766 Kópavogsbraut 69 og 71. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga Noland arkitekta, dags. 28. febrúar 2018, fh. lóðarhafa Kópavogsbrautar 69 og 71 um breytingu á deiliskipulagi lóðanna. Í tillögunni felst heimild til að rífa núverandi íbúðarhús á lóðunum og reisa tvö 4 íbúða fjölbýli á 2 hæðum auk kjallara að hluta. Á báðum lóðum yrði hámarks grunnflötur húss 220 m2 á lóðum sem eru 660 m2. Samanlagður gólfflötur hvors húss er 462 m2, nýtingarhlutfall ofanjarðar er 0,60 og heildarnýtingarhlutfall á hvorri lóð er 0,70. Gert er ráð fyrir 6 bílastæðum við hvort hús, 1,3 stæði á íbúð. Hámarkshæð húsa er 6,2 miðað við aðkomuhæð. Uppdrættir í mkv. 1:200, 1:500 og 1:1000 ásamt greinargerðum, skýringarmyndum og húsakönnun. Niðurstaða Skipulagsráð - 25 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 12.11 1704266 Hafnarbraut 17-23. Bakkabraut 12, 14, 16. Svæði 9. Tillaga að breyttu deiliskipulagi.
    Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi við Hafnarbraut 17-19 og 21-23. Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi atvinnuhúsnæði á lóðunum, samtals um 1.800 m2 að flatarmáli, byggt á árunum 1968, 1974, 1983 og 1985 verði rifið og tvö fjölbýlishús byggð í þeirra stað. Húsið að Hafnarbraut 17-19 verður fjórar hæðir með fimmtu hæðina inndregna með alls 45 íbúðum, 50 bílastæði í kjallar og 7 stæði á lóð eða 1.2 stæði á íbúð. Húsið að Hafnarbraut 21-23 verður fjórar hæðir með fimmtu hæðina inndregna með alls 47 íbúðum og um 160 m2 verslunarrými á jarðhæð, 50 bílastæði í kjallara og 7 stæði á lóð eða 1.2 stæði á íbúð. Uppdráttur dags. 5. mars 2018 í mkv. 1:1000 ásamt tillögu að skipulagsskilmálum dags. 5. mars 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 25 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

13.1802025F - Bæjarráð - 2905. fundur frá 01.03.2018

Fundargerð í 23 liðum.
Lagt fram.
  • 13.13 1802305 Hafnarsvæði - minnkun
    Frá lögfræðideild, dags. 27. febrúar, lögð fram tillaga að breytingu á hafnarreglugerð fyrir Kópavogshöfn, nr. 983/2005. Niðurstaða Bæjarráð - 2905 Bæjarráð samþykkir tillöguna með fimm atkvæðum fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

14.1802023F - Menntaráð - 22. fundur frá 26.02.2018

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.1801024F - Lista- og menningarráð - 86. fundur frá 01.03.2018

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.1802018F - Leikskólanefnd - 91. fundur frá 22.02.2018

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.1803006F - Forsætisnefnd - 111. fundur frá 08.03.2018

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.1802017F - Forsætisnefnd - 110. fundur frá 22.02.2018

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

19.1802024F - Barnaverndarnefnd - 77. fundur frá 01.03.2018

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

20.1802015F - Barnaverndarnefnd - 76. fundur frá 22.02.2018

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

21.1803002F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 237. fundur frá 02.03.2018

Fundargerð í 10 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

22.1802013F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 236. fundur frá 16.02.2018

Fundargerð í 8 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

23.1803004F - Bæjarráð - 2906. fundur frá 08.03.2018

Fundargerð í 29 liðum.
Lagt fram.
  • 23.3 1802191 Sérstakur húsnæðisstuðningur. Breyting á reglum.
    Frá deildarstjóra rekstrardeildar velferðarsviðs, dags. 13. febrúar, lagt fram erindi er varðar breytingu á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning. Niðurstaða Bæjarráð - 2906 Bæjarráð vísar tillögu að breytingu á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum tillögu að breytingu á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.
  • 23.4 1802202 Reglur um stuðningsþjónustu
    Frá deildarstjóra í þjónustudeild fatlaðra, dags. 20. febrúar, lagt fram erindi um endurskoðun á 8. gr. reglna um stuðningsþjónustu fyrir fatlað fólk hjá Kópavogsbæ.
    Jafnframt eru lögð fram tvö fylgiskjöl, annars vegar greinargerð fyrir velferðarráð dags. 8. febrúar 2018 og hins vegar reglur um stuðningsþjónustu með breytingum.
    Niðurstaða Bæjarráð - 2906 Bæjarráð samþykkir tillögu um breytingu á reglum um stuðningsþjónustu fyrir fatlað fólk með fimm atkvæðum. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum tillögu um breytingu á reglum um stuðningsþjónustu fyrir fatlað fólk.

    Sverrir Óskarsson vék af fundi undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 17:35.