Bæjarstjórn

1175. fundur 24. apríl 2018 kl. 16:00 - 18:25 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir varafulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Andri Steinn Hilmarsson varafulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir varafulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

Dagskrármál

1.1712208 - Ársreikningur Kópavogsbæjar 2017

Frá fjármálastjóra, lagðir fram ársreikningar Kópavogsbæjar og stofnana bæjarins fyrir árið 2017. Bæjarráð samþykkti ársreikning Kópavogsbæjar fyrir árið 2017 ásamt ársreikningi stofnana bæjarins skv. 3. mgr. 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Ársreikningur Kópavogsbæjar fyrir árið 2017 er undirritaður og tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir helstu niðurstöðum ársreiknings Kópavogsbæjar, A og B hluta. Greindi hann frá rekstrarniðurstöðum og helstu frávikum. Þannig skýrði hann út sjóðsstreymi og niðurstöður efnahagsreiknings. Einnig var lagður fram ársreikningur LSK til kynningar. Þá lagði bæjarstjóri til að ársreikningi Kópavogsbæjar yrði vísað til seinni umræðu. Bæjarstjórn vísar afgreiðslu ársreiknings Kópavogsbæjar fyrir árið 2017 ásamt ársreikningum stofnana bæjarins til seinni umræðu með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

2.1804006F - Bæjarráð - 2910. fundur frá 12.04.2018

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.
  • 2.2 1804182 Markavegur 7, umsókn um hesthúsalóð.
    Frá bæjarlögmanni, dags. 9. apríl, lagt fram erindi er varðar umsókn um hesthúsalóðina við Markaveg 7. Niðurstaða Bæjarráð - 2910 Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

3.1804010F - Bæjarráð - 2911. fundur frá 18.04.2018

Fundargerð í 20 liðum.
Lagt fram.
  • 3.2 1804213 Tónahvarf 4, umsóknir um lóð.
    Frá lögfræðideild, dags. 16. apríl, lagt fram erindi er varðar lóðaúthlutun á lóðinni Tónahvarfi 4. Átta umsækjendur sóttu um lóðina og lagt er til dregið verði milli þeirra tveggja umsækjenda sem koma til greina við úthlutun lóðarinnar, en það eru Litluvellir efh., kt. 570513-0520 og Þarfaþing ehf., kt. 450193-3059. Niðurstaða Bæjarráð - 2911 Fulltrúi Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu var boðaður til fundarins til að sjá um útdrátt á milli umsækjenda. Útdráttur var færður í gerðarbók sýslumanns. Dregin var umsókn Litluvalla ehf., kt. 570513-0520. Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umsókn Litluvalla ehf. um lóðina Tónahvarf 4 með vísan til niðurstöðu útdráttar og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum umsókn Litluvalla ehf. um lóðina Tónahvarf 4 með vísan til niðurstöðu útdráttar.
  • 3.5 18031087 Vesturvör 40-42 og 44-48 - samkomulag um uppbyggingu á svæðinu
    Frá lögfræðideild, lögð fram drög að samkomulagi um lóðirnar Vesturvör 40-48. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum 22. mars sl. Niðurstaða Bæjarráð - 2911 Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar með fimm atkvæðum. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir framlagt samkomulag um lóðirnar Vesturvör 40-48 með 9 atkvæðum gegn einu atkvæði Kristínar Sævarsdóttur og hjásetu Bergljótar Kristinsdóttur.

Önnur mál fundargerðir

4.1803016F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 238. fundur frá 22.03.2018

Fundargerð í 13 liðum.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

5.1804012F - Forsætisnefnd - 114. fundur frá 18.04.2018

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.1804007F - Leikskólanefnd - 93. fundur frá 12.04.2018

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.1803020F - Lista- og menningarráð - 88. fundur frá 12.04.2018

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.
  • 7.2 1804186 Reglur um tilnefningu bæjarlistamanns Kópavogs. Reglur um tilnefningu heiðurslistamanns Kópavogs
    Drög að nýjum reglum um bæjarlistamann Kópavogs og heiðurslistamann Kópavogs Niðurstaða Lista- og menningarráð - 88 Lista- og menningarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur forstöðumanni menningarmála að ganga frá reglunum til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir reglur um tilnefningu bæjarlistamanns Kópavogs með 11 atkvæðum.

    Bæjarstjórn samþykkir reglur um tilnefningu heiðurslistamanns Kópavogs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

8.1804001F - Velferðarráð - 27. fundur frá 09.04.2018

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.1804215 - 4. fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 21. mars 2018

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.1804041 - Fundargerð 855. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15.12.2017

Fundargerð í 20 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.1804043 - Fundargerð 856. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26.02.2018

Fundargerð í 32 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.1804044 - Fundargerð 857. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 23.02.2018

Fundargerð í 22 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.1804026 - Fundargerð 858. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 23.03.2018

Fundargerð í 30 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.1804402 - Fundargerð 388. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 13.04.2018

Fundargerð í 8 liðum.
Jafnframt eru lögð fram þrjú fylgiskjöl : "Bréf Umhverfisstofnunar vegna starfsleyfis fyrir urðun", "Viljayfirlýsing undirrituð" og "SOS samningur - framlenging".
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.1804403 - Fundargerð 456. fundar stjórnar SSH frá 09.04.2018

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:25.