Bæjarstjórn

1176. fundur 08. maí 2018 kl. 16:00 - 21:25 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
 • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
 • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
 • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir varafulltrúi
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
 • Jón Finnbogason varafulltrúi
 • Kristinn D Gissurarson varafulltrúi
 • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
 • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
 • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
 • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
 • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.1712208 - Ársreikningur Kópavogsbæjar 2017

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir helstu niðurstöðum samantekins ársreiknings Kópavogsbæjar 2017, A-hluta fyrirtækja samstæðunnar, sem eru Eignasjóður Kópavogsbæjar, Byggingarsjóður MK og Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, svo og B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar; Fráveitu Kópavogsbæjar, Vatnsveitu Kópavogsbæjar og Húsnæðisnefndar Kópavogsbæjar ásamt ársreikningum B-hluta fyrirtækjanna Tónlistarhúss Kópavogs og Hafnarsjóðs Kópavogs, sem höfðu verið samþykktir í viðkomandi stjórn/nefnd. Einnig var lagður fram samþykktur ársreikningur Vatna ehf., Fjarskiptafélagsins Rjúpnahæð ehf. og félagsins Músik og saga ehf. Þá var lögð fram skýrsla löggiltra endurskoðenda bæjarins. Lagði bæjarstjóri til að samantekinn ársreikningur Kópavogsbæjar 2017 ásamt fylgigögnum yrði samþykktur. Bæjarstjóri lagði fram til staðfestingar bæjarstjórnar ársreikning Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar, sem þegar hefur verið samþykktur í stjórn sjóðsins.
Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks og VG lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Ársreikningur Kópavogs lítur vel út enda hafa aðstæður í þjóðfélaginu verið sveitarfélögum á öllu landinu mjög hagfelldar og er Kópavogur engin undantekning þar á. Skuldaviðmið hefur lækkað niður í 133% en skuldir eru enn mjög háar eða rúmlega 43 milljarðar króna. Það er áhyggjuefni og mikilvægt að áhersla sé lögð á niðurgreiðslu skulda Kópavogsbæjar.
Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir, Kristinn Dagur Gissurarson, Margrét Júlía Rafnsdóttir"

Hlé var gert á fundi kl. 17.20. Fundi var fram haldið kl. 17.26.

Fulltúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Fulltrúar meirihlutans taka undir að mikilvægt er að halda áfram að greiða niður skuldir. Ársreikningur Kópavogsbæjar sýnir góðan rekstrarafgang sem hljóðar upp á rúma 2 milljarða króna sem undirstrikar sterka stöðu bæjarsjóðs. Veltufé frá rekstri er tæpir 3,8 milljarðar sem eru um 600 milljónum krónum meira en áætlað var. Þetta sýnir að hæfni bæjarins til að takast á við niðurgreiðslu skulda, ásamt mikilli getu til framkvæmda. Þá má geta þess að langtímaskuldir á hvern íbúa bæjarins lækka um 8% milli ára. Á verðlagi ársins 2017 hafa vaxtaberandi skuldir lækkað jafnvirði 8 milljarða króna á kjörtímabilinu. Ef haldið verður áfram á sömu braut agaðrar fjármálastjórnunar og ráðdeildar, skapast fjölmörg tækifæri til að efla grunnþjónustu, halda áfram að lækka álögur og ráðast af krafti í ný verkefni.
Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Gísli Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Sverrir Óskarsson"

Forseti bar undir fundinn til staðfestingar ársreikning Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Bæjarstjórn staðfestir ársreikninginn með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Aðalsjóðs Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Eignasjóðs Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Byggingarsjóðs MK. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Húsnæðisnefnd Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Tónlistarhúss Kópavogs. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Hafnarsjóðs Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Fráveitu Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Vatnsveitu Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning Vatna ehf. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning Fjarskiptafélagsins Rjúpnahæð ehf. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning félagsins Músik og saga ehf. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði í heild sinni samantekinn ársreikning Kópavogsbæjar, þ.e. ársreikning Kópavogsbæjar, A- og B-hluta fyrirtækja hans ásamt framlögðum ársreikningum B-hluta fyrirtækja og öðrum fylgigögnum. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.
Hlé var gert á fundi kl. 18.15. Fundi var fram haldið kl. 18.50.

Önnur mál fundargerðir

2.1804019F - Bæjarráð - 2912. fundur frá 26.04.2018

Fundargerð í 17 liðum.
Lagt fram.

Sverrir Óskarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Besta framtíðarsýn fyrir almenningsvagna á Íslandi er að nota vistvæna orkugjafa.
Sverrir Óskarsson"

Margrét Júlía Rafnsdóttir tók undir bókun Sverris Óskarssonar.

Önnur mál fundargerðir

3.1804024F - Bæjarráð - 2913. fundur frá 03.05.2018

Fundargerð í 23 liðum.
Lagt fram.
 • 3.2 1804227 Menntasvið-daggæslumál
  Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 11. apríl, lagt fram erindi er varðar aðgerðir í daggæslumálum 2018. Niðurstaða Bæjarráð - 2913 Bæjarráð vísar tillögunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

  Margrét Júlía Rafnsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
  "Ég fagna þessum tillögum, ekki síst að það eigi að jafna sem mest stöðu þeirra foreldra sem eiga börn í leikskólum og hjá dagforeldrum, hvað varðar kostnað. Mikill mismunur hefur verið á kostnaði foreldra vegna vistunar barna í leikskólum og hjá dagforeldrum og er það óásættanlegt.
  Margrét Júlía Rafnsdóttir"
  Niðurstaða Bæjarráð samþykkir tillögur um aðgerðir í daggæslumálum með 11 atkvæðum.
 • 3.3 1611147 Fannborg 2, 4 og 6, sala fasteigna.
  Bæjarlögmaður mun gera grein fyrir stöðu mála. Niðurstaða Bæjarráð - 2913 Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar. Niðurstaða Lagt fram.
 • 3.4 18031085 Arnarsmári 36/Nónhæð - samkomulag um uppbyggingu á svæðinu
  Frá lögfræðideild, lagður fram viðauki við samkomulag Kópavogsbæjar og Nónhæðar um uppbyggingu lóðarinnar Arnarsmára. Niðurstaða Bæjarráð - 2913 Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir viðauka við samkomulag Kópavogsbæjar og Nónhæðar með átta atkvæðum þeirra Margrétar Friðriksdóttur, Sverris Óskarssonar, Theódóru Þorsteinsdóttur, Hjördísar Johnson, Guðmundar Geirdal og Kristins Dags Gissurarsonar en Jón Finnbogason, Margrét Júlía Rafnsdóttir, Pétur Hrafn Sigurðsson og Kristín Sævarsdóttir greiddu ekki atkvæði.

Önnur mál fundargerðir

4.1804009F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 239. fundur frá 12.04.2018

Fundargerð í 16 liðum.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

5.1804016F - Lista- og menningarráð - 89. fundur frá 26.04.2018

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.1804008F - Menntaráð - 25. fundur frá 17.04.2018

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.1803013F - Skipulagsráð - 27. fundur frá 16.04.2018

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.
 • 7.4 1804314 201 Smári. Reitir A03 og A04 (Sunnusmári 2-14). Byggingaráform.
  Með tilvísan í skipulagsskilmála fyrir Smárann vestan Reykjanesbrautar frá 25. nóvember 2016 kafla 5 um "Sérstöðu svæðisins og byggingaráform" er lögð fram tillaga Arkís og Tark arkitekta fh. lóðarhafa að byggingaráformum á reitum A03 og A04 (Sunnusmára 2-14) í 201 Smári. Samkvæmt framlögðum byggingaráformum er ráðgert að byggja á reitunum um 33.000 m2, 269 íbúðir og þjónustuhúsnæði auk bílageymslna í kjallara. Fulltrúar Arkís, Tark og Klasa mæta á fundinn og gera grein fyrir tillögunni. Niðurstaða Skipulagsráð - 27 Skipulagsráð telur framlögð byggingaráform vera í samræmi við þau viðmið sem sett eru fram í skipulagsskilmálum fyrir reiti A03 og A04 í deiliskipulagi Smárans vestan Reykjanesbrautar og veitir lóðarhafa heimild til að skila gögnum til byggingarfulltrúa. Skipulagsráð samþykkir framlögð áform með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með tíu samhljóða atkvæðum. Margrét Júlía Rafnsdóttir greiddi ekki atkvæði.
 • 7.5 1804367 Smáralind. Flutningur á sjálfvirkum eldsneytisdælum.
  Lagt fram erindi Regins hf. og Eignarhaldsfélags Smáralindar ehf. dags. 12. apríl 2018 þar sem óskað er eftir breytingum á deiliskipulagi Hlíðarsmára 1 vegna flutnings á sjálfvirkum eldsneytisdælum sem staðsettar eru í sv-horni lóðarinnar. Deiliskipulagsbreytingin er áfangi í undirbúningi og uppbyggingu svæðisins sunnan Smáralindar. Eftir flutning verða dælurnar staðsettar fyrir miðri Smáralind nálægt meginaðkomu úr suðri frá Hagasmára. Deiliskipulagsuppdráttur í mkv. 1:2000 dags. 12. apríl 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 27 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

  Ása Richardsdóttir greiðir atkvæði gegn tillögunni.
  Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með sjö atkvæðum þeirra Margrétar Friðriksdóttur, Ármanns Kr. Ólafssonar, Theódóru Þorsteinsdóttur, Jóns Finnbogasonar, Hjördísar Johnson, Guðmundar Geirdal og Kristins Dags Gissurarsonar. Sverrir Óskarsson, Margrét Júlía Rafnsdóttir, Pétur Hrafn Sigurðsson og Kristín Sævarsdóttir greiddu ekki atkvæði.
 • 7.6 1710174 Fossvogsbrún, íbúðakjarni fyrir fatlaða. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi við Fossvogsbrún. Í gildi er deiliskipulag Fossvogsdals, austurhluta, samþykkt í bæjarráði/bæjarstjórn 14. maí 1996. Breytingin tekur til svæðis norðaustan Fossvogsbrúnar 2. Í breytingunni felst að þar verði ný lóð, Fossvogsbrún 2a, með byggingarreit fyrir íbúðakjarna fyrir fatlaða með allt að sjö íbúðum ásamt þjónusturými. Stærð lóðarinnar er áætluð 1200 m2 og stærð byggingarreits 600 m2. Hámark nýtingarhlutfalls á lóðinni verður 0,5 ofanjarðar. Aðkoma er frá Fossvogsbrún og þar sem fyrir eru tíu bílastæði, ráðgert er að fjölga þeim um fimm. Á fundi skipulagsráðs 15. janúar 2018 var samþykkt með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa tillöguna. Samþykktin var staðfest í bæjarstjórn 23. janúar 2018. Athugasemdarfresti lauk 3. apríl 2018. Athugasemdir og ábendingar bárust. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar. Niðurstaða Skipulagsráð - 27 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 7.7 1711735 Brekkuhvarf 1-7. Breytt deiliskipulag
  Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Rafaels Pinho dags. 29. nóvember 2017 fh. lóðarhafa Brekkuhvarfs 1-5 að breyttu deiliskipulagi á lóðunum. Í breytingunni felst að á lóðunum Brekkuhvarf 1a-1b, 3 og 5 verði reist raðhúsabyggð í þremur áföngum með samtals 22 íbúðum sem fá heimilisföngin Brekkuhvarf 1a-1p og Brekkuhvarf 7a-7f. Uppdrættir í mkv. 1:500 dags. 11. janúar 2018 ásamt greinargerð og skýringarmyndum. Á fundi skipulagsráðs 29. janúar 2018 var samþykkt með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa tillöguna. Samþykktin var staðfest í bæjarstjórn 13. febrúar 2018. Athugasemdafresti lauk 3. apríl 2018. Athugasemdir og ábendingar bárust.
  Lögð fram samantekt skipulags- og byggingardeildar um athugasemdir sem bárust er tillagan var kynnt ásamt umsögn dags. 12. apríl 2018.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 27 Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.
 • 7.11 1804366 Hrauntunga 62. Kynning á byggingarleyfi.
  Lagt fram að nýju erindi Ragnheiðar Aradóttur, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 19.6.2015 vegna fyrirhugaðrar stækkunar við Hrauntungu 62. Í breytingunni felst að reist verði 25 m2 viðbygging við vesturhlið hússins sbr. uppdráttum dags. 8. mars 2018.
  Ennfremur lagt fram samþykki aðliggjandi lóðarhafa.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 27 Skipulagsráð samþykkir tillöguna með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum.

  Kristín Sævarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
 • 7.15 1802241 Dalvegur 32. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram tillaga Krark f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 32 við Dalveg. Í breytingunni felst að byggingarreitur annars áfanga færist um 3,4 m til suðurs. Gert er ráð fyrir kjallara undir hluta annars áfanga húsins. Fyrirkomulag bílastæða breytist. Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag samþykkt í bæjarstjórn 26. september 2017 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 6. desember 2017. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. í apríl 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 27 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

  Ása Richardsdóttir greiðir atkvæði gegn tillögunni.
  Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 8 atkvæðum þeirra Margrétar Friðriksdóttur, Sverris Óskarssonar, Ármanns Kr. Ólafssonar, Theódóru Þorsteinsdóttur, Jóns Finnbogasonar, Hjördísar Johnson, Guðmundar Geirdal og Kristins Dags Gissurarsonar. Margrét Júlía Rafnsdóttir, Pétur Hrafn Sigurðsson og Kristín Sævarsdóttir greiddu atkvæði gegn tillögunni.
 • 7.16 1804094 Markavegur 5. Breytt deiliskipulag.
  Lagt fram erindi lóðarhafa að Markavegi 5 dags. 27. mars 2017 um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að byggð er reiðskemma 28,0 x 12,3 m á lóðinni sem tengd verður núverandi hesthúsi að Markavegi 3-4 (sami lóðarhafi). Gólfkóti skemmunar yrði sami og í núvernadi hesthúsi 101,6 m í stað 102,5 m h.y.s. Einnig er sótt um að hækka mænishæð reiðskemmunar úr 4,5 m í 5,1 m miða við aðkomuhæð. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 28. janúar 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 27 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagað tillögu og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

8.1803009F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 98. fundur frá 23.04.2018

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.
 • 8.15 1704446 Bílastæðasjóður Kópavogsbæjar
  Lögð fram tillaga að gjaldskrá bílastæðasjóð Kópavogsbæjar. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 98 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagðar tillögur að gjaldskrá bílastæðasjóðs Kópavogsbæjar.
  Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
  Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir tillögu að gjaldskrá með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

9.1804462 - Fundargerð 366. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 05.04.2018

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.1804675 - Fundargerð 389. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 25.04.2018

Fundargerð í 5 liðum.
Jafnframt eru lögð fram 4 fylgigögn : "Kynning á grænu bókhaldi", "Yfirlýsing stjórnar SORPU bs. á grænu bókhaldi", "Kvörtun til Eftirlitsstofnunar ESA vegna meintra ríkisstyrkja til SORPU bs." og "Lokadrög af svari við kvörtun".
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.1804579 - Fundargerð 285. fundar stjórnar Strætó frá 13.4.2018

Fundargerð í 7 liðum.
Jafnframt eru lögð fram 5 fylgiskjöl : "Innri endurskoðun - Greinargerð til endurskoðunarnefndar og stjórnar 2018, 11. apríl 2018", "Endurskoðunarnefnd - Um greinargerð innri endurskoðenda 2018, 12. apríl 2018", "Framvindumat vegna samnings um eflingu almenningssamganga, apríl 2018", "Vinnustaðagreining 2018" og "Mælaborð Strætó janúar til mars 2018".
Lagt fram.
Hlé var gert á fundi kl. 21.05. Fundi var fram haldið kl. 21.15.

Skipulagsmál

12.1706372 - Kópavogsgöng. Dalvegur 30.

Lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og samgöngunefnd, frá 97. fundi nefndarinnar þann 12. mars 2018, um að farið verði í hönnun á útfærslu og legu Dalvegar sem fyrst.
Tillögunni var vísað til umagnar skipulagsstjóra á fundi bæjarstórnar þann 27. mars 2018.
Tillagan lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra, dags. 2. maí 2018.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Kosningar

13.1406247 - Kosningar í hverfakjörstjórnir Kóp.

Kosning í hverfiskjörstjórn
Anný Berglind Thorstensen kjörin varamaður í hverfiskjörstjórn í Kórnum í stað Jóhönnu Heiðdal Sigurðardóttur.

Fundi slitið - kl. 21:25.