Bæjarstjórn

1178. fundur 12. júní 2018 kl. 16:00 - 18:30 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Samkvæmt 6. gr. samþykktar um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar boðar sá fulltrúi í nýkjörinni bæjarstjórn sem á baki lengsta setu í bæjarstjórn til fyrsta fundar og stýrir fundi þar til forseti hefur verið kjörin.
Ármann Kr. Ólafsson, starfsaldursforseti, setti fundinn, bauð nýkjörna fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs velkomna til starfa og greindi frá dagskrá. Samkvæmt 2. mgr. 95. gr. laga um kosningar til sveitarstjórnar nr. 5/1998 skal yfirkjörstjórn senda nýkjörinni sveitarstjórn greinargerð um úrslit kosninga.

Dagskrármál

1.1801320 - Sveitarstjórnarkosningar 2018

Formaður yfirkjörstjórnar, Snorri Tómasson, tók til máls með leyfi fundarins og flutti skýrslur kjörstjórnar, skv. 2. mgr. 96. gr. laga um kosningar til sveitarstjórnar nr. 5/1998.
Á kjörskrá í kosningum voru 25.790. Alls kusu á kjörstað 14.291 og untankjörfundaratkvæði voru 2.064. Kosningaþátttaka var 16,4%.

Atkvæði féllu þannig:

B listi Framsóknarflokks 1.295 atkvæði eða 7,92% og 1 fulltrúa.
C listi BF Viðreisnar 2.144 atkvæði eða 13,11% og 2 fulltrúa.
D listi Sjálfstæðisflokks 5.722 atkvæði eða 34,98% og 5 fulltrúa.
J listi Sósíalistaflokks Íslands 507 atkvæði eða 3,10% og engan fulltrúa.
K listi Fyrir Kópavog 676 atkvæði eða 4,13% og engan fulltrúa.
M listi Miðflokksins 933 atkvæði eða 5,70% og engan fulltrúa.
P listi Pírata 1.080 atkvæði eða 6,60% og 1 fulltrúa.
S listi Samfylkingarinnar 2.575 atkvæði eða 15,74% og 2 fulltrúa.
V listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs 910 atkvæði eða 5,56% og engan fulltrúa.
Auðir seðlar 443.
Ógildir seðlar 72.
Gildir seðlar 15.842.
Samtals seðlar 16.357.

Eftirtaldir hlutu kosningu sem aðal- og varafulltrúar í bæjarstjórn Kópavogs:
Kjörnir aðalfulltrúar:
Birkir Jón Jónsson B listi Framsóknarflokks
Theódóra S. Þorsteinsdóttir C listi BF Viðreisnar
Einar Örn Þorvarðarson C listi BF Viðreisnar
Ármann Kr. Ólafsson D listi Sjálfstæðisflokks
Margrét Friðriksdóttir D listi Sjálfstæðisflokks
Karen Elísabet Halldórsdóttir D listi Sjálfstæðisflokks
Hjördís Ýr Johnson D listi Sjálfstæðisflokks
Guðmundur G. Geirdal D listi Sjálfstæðisflokks
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir P listi Pírata
Pétur Hrafn Sigurðsson S listi Samfylkingarinnar
Bergljót Kristinsdóttir S listi Samfylkingarinnar
Kjörnir varafulltrúar:
Helga Hauksdóttir B listi Framsóknarflokks
Ragnhildur Reynisdóttir C listi BF Viðreisnar
Hreiðar Oddsson C listi BF Viðreisnar
Jón Finnbogason D listi Sjálfstæðisflokks
Andri Steinn Hilmarsson D listi Sjálfstæðisflokks
J. Júlíus Hafstein D listi Sjálfstæðisflokks
Halla Karí Hjaltested D listi Sjálfstæðisflokks
Davíð Snær Jónsson D listi Sjálfstæðisflokks
Hákon Helgi Leifsson P listi Pírata
Elvar Páll Sigurðsson S listi Samfylkingarinnar
Donata H. Bukowska S listi Samfylkingarinnar


Lagt fram.

Kosningar

2.18051215 - Kosning forseta bæjarstjórnar 2018

Kosning forseta bæjarstjórnar.
Margrét Friðriksdóttir var kosin forseti með 11 atkvæðum.

Kosningar

3.18051215 - Kosning 1. og 2. varaforseta 2018

Tillaga um 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar.
Pétur Hrafn Sigurðsson kosinn 1. varaforseti með 11 atkvæðum.
Birkir Jón Jónsson kosinn 2. varaforseti með 11 atkvæðum.

Kosningar

4.18051215 - Kosning skrifara 2018

Kosning tveggja skrifara og jafnmargra til vara úr hópi bæjarfulltrúa.
Kjörin voru Guðmundur Gísli Geirdal og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir.
Til vara:
Hjördís Ýr Johnson og Einar Örn Þorvarðarson.

Kosningar

5.18051312 - Ráðning bæjarstjóra 2018-2022

Fram var lögð eftirfarandi tillaga:
"Með vísan til 54. gr. sveitarstjórnarlaga leggja undirrituð til að Ármann Kr. Ólafsson verði ráðinn í starf bæjarstjóra Kópavogsbæjar.
Margrét Friðriksdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Gísli Geirdal, Birkir Jón Jónsson"

Hlé var gert á fundi kl 16.30. Fundi var fram haldið kl. 16.43.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu um að ráða Ármann Kr. Ólafsson í stöðu bæjarstjóra Kópavogs með átta samhljóða atkvæðum. Þrír bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði. Atkvæðagreiðslan var leynileg.

Kosningar

6.18051215 - Kosningar í bæjarráð 2018

Kosning fimm fulltrúa í bæjarráð sem aðalmenn og jafnmargra til vara. Einnig tilnefndur áheyrnarfulltrúi fyrir framboðslista Pírata.
Kosning formanns og varaformanns bæjarráðs.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista:
Birkir Jón Jónsson
Hjördís Ýr Johnson
Karen E Halldórsdóttir
Af B-lista:
Pétur Hrafn Sigurðsson
Einar Örn Þorvarðarson

Skipan áheyrnarfulltrúa skv. 43. gr. bæjarmálasamþykktar: Sigubjörg Erla Egilsdóttir tilnefndur áheyrnarfulltrúi.

Kosning formanns bæjarráðs. Tillaga kom fram um Birki Jón Jónsson. Ekki komu fram aðrar tillögur og var hann því sjálfkjörinn.
Kosning varaformanns bæjarráðs. Tillaga kom fram um Karen Halldórsdóttur. Ekki komu fram aðrar tillögur og var hún því sjálfkjörin.

Kosningar

7.18051232 - Kosningar í almannavarnanefnd höfuðb.sv. 2018-2022

Kosning tveggja aðalmanna og jafnmargra til vara í almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins.
Kosningu var frestað.

Kosningar

8.18051233 - Kosningar í barnaverndarnefnd 2018-2022

Kosning fimm aðalmanna og jafnmargra til vara í barnaverndarnefnd.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista:
Matthías Björnsson
Unnur Friðriksdóttir
Sigurbjörg Vilmundardóttir
Af B-lista:
Steini Þorvaldsson
Af C-lista:
Friðrik Sigurðsson

Kosningu varamanna var frestað.

Kosningar

9.18051243 - Kosningar í Brunabótafélag Íslands 2018-2022

Kosning eins aðalmanns og eins til vara í fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands.
Kosningu hlaut:
Aðalmaður:
Margrét Friðriksdóttir

Kosningu varamanns var frestað.

Kosningar

10.18051244 - Kosningar í forsætisnefnd 2018-2022

Aðalmenn eru forseti bæjarstjórnar ásamt varaforsetum. Kosning þriggja varamanna í forsætisnefnd.
Kosningu varamanna var frestað.

Kosningar

11.18051245 - Kosningar í hafnarstjórn 2018-2022

Kosning fimm aðalmanna og jafnmargra til vara í hafnarstjórn, auk bæjarstjóra sem gegnir embætti hafnarstjóra.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista:
Kristján Friðþjófsson
Kristín Bára Alfreðsdóttir
Jón Guðlaugur Magnússon
Af B-lista:
Tómas Tómasson
Af C-lista:
Friðrik Sigurðsson

Kosningu varamanna er frestað.

Kosningar

12.18051279 - Kosningar í heilbrigðisnefnd 2018-2022

Kosning tveggja aðalmanna og jafnmargra til vara í Heilbrigðiseftirlit Kópavogs- og Hafnarfjarðarsvæðis.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista:
Jón Haukur Ingvason
AF B-lista:
Sigurður Grétarsson

Kosningu varamanna er frestað.

Kosningar

13.18051280 - Kosningar í íþróttaráð 2018-2022

Kosning fimm aðalmanna og jafnmargra til vara í íþróttaráð.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista:
Jón Finnbogason
Halla Karí Hjaltested
Sverrir Kári Karlsson
Af B-lista:
Elvar Páll Sigurðsson
Af C-lista:
Einar Þorvarðarson

Matthías Hjartarson tilnefndur áheyrnarfulltrúi.

Kosningu varamanna var frestað.

Kosningar

14.18051281 - Kosningar í jafnréttis- og mannréttindaráð 2018-2022

Kosning fimm aðalmanna og jafnmargra til vara í jafnréttis- og mannréttindaráð.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista:
Valdís Gunnarsdóttir
Davíð Snær Jónsson
Gunnar Sær Ragnarsson
Af B-lista:
Hákon Helgi Leifsson
Af C-lista:
Soumia I. Georgsdóttir

Jón Magnús Guðjónsson tilnefndur áheyrnarfulltrúi.

Kosningu varamanna var frestað.

Kosningar

15.18051282 - Kosningar í leikskólanefnd 2018-2022

Kosning fimm aðalmanna og jafnmargra til vara í leikskólanefnd.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista:
Bergþóra Þórhallsdóttir
Hannes Þórður Þorvaldsson
Sverrir Kári Karlsson
Af B-lista:
Guðrún Arna Kristjánsdóttir
Af C-lista:
Hákon Helgi Leifsson

Valeria Kretovicová tilnefndur áheyrnarfulltrúi.

Kosningu varamanna var frestað.

Kosningar

16.18051283 - Kosningar í lista- og menningarráð 2018-2022

Kosning fimm aðalmanna og jafnmargra til vara í lista- og menningarráð.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista:
Karen E. Halldórsdóttir
Guðmundur G. Geirdal
Páll Marís Pálsson
Af B-lista:
Þórunn Sigurðardóttir
Af C-lista:
Auður Sigrúnardóttir

Vigdís Ásgeirsdóttir tilnefndur áheyrnarfulltrúi.

Kosningu varamanna var frestað.

Kosningar

17.18051284 - Kosningar í menntaráð 2018-2022

Kosning sjö aðalmanna og jafnmargra til vara í menntaráð.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista:
Margrét Friðriksdóttir
Guðmundur G. Geirdal
Helgi Magnússon
Helga María Hallgrímsdóttir
Af B-lista:
Pétur Hrafn Sigurðsson
Ragnhildur Reynisdóttir
Ingibjörg A. Guðmundsdóttir

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir tilnefndur áheyrnarfulltrúi.

Varamenn:
Af A-lista:
Gunnsteinn Sigurðsson
Hjördís Ýr Johnson
Bergþóra Þórhallsdóttir
Ólöf Pálína Úlfarsdóttir
Af B-lista:
Ása Richardsdóttir
Fjóla B. Svavarsdóttir
Jóhanna Pálsdóttir

Hákon Helgi Leifsson tilnefndur varaáheyrnarfulltrúi.

Kosningar

18.18051285 - Kosningar í skipulagsráð 2018-2022

Kosning sjö aðalmanna og jafnmargra til vara í skipulagsráð.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista:
Hjördís Ýr Johnson
Júlíus Hafstein
Helga Hauksdóttir
Baldur Þór Baldvinsson
Af B-lista:
Bergljót Kristinsdóttir
Einar Örn Þorvarðarson
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir

Varamenn:
Af A-lista:
Guðmundur G. Geirdal
Sigríður Kristjánsdóttir
Birkir Jón Jónsson
Jónas Skúlason

Af B-lista:
Pétur Hrafn Sigurðsson
Hreiðar Oddson
Hákon Helgi Leifsson

Kosningar

19.18051300 - Kosningar í samstarfsnefnd um rekstur skíðasvæða hbsv. 2018-2022

Kosning eins aðalmanns og eins til vara í samstarfsnefnd um rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
Kosningu hlutu:
Aðalmaður:
Sigurður Sigurbjörnsson

Kosningu varamanns er frestað.

Kosningar

20.18051299 - Kosningar fulltrúa á landsþing Sambands ísl. sveitarfél. 2018-2022

Kosning sjö fulltrúa á landsþing Sambandsins og jafnmargra til vara.
Kosningu var frestað.

Kosningar

21.18051286 - Kosningar í skólanefnd MK 2018-2022

Tilnefning tveggja aðalmanna og jafnmargra til vara í skólanefnd Menntaskólans í Kópavogi.
Afgreiðslu frestað.

Kosningar

22.1806586 - Kosningar í stjórn Markaðsstofu Kópavogs

Tilnefning fjögurra aðalmanna og tveggja til vara í stjórn Markaðsstofu Kópavogs.
Hlá var gert á fundi kl. 17.05. Fundi var fram haldið kl. 17.08.

Afgreiðslu frestað.

Kosningar

23.18051297 - Kosningar í stjórn Reykjanesfólkvangs 2018-2022

Kosning eins aðalmanns og eins til vara í stjórn Reykjanesfólkvangs.
Kosningu var frestað.

Kosningar

24.18051298 - Kosningar í stjórn SSH 2018-2022

Kosningu hlaut: Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri.
Kosningu varamanns var frestað.

Kosningar

25.18051301 - Kosningar í stjórn Slökkviliðs hbsv. 2018-2022

Kosningu hlaut: Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri.
Kosningu varamanns var frestað.

Kosningar

26.18051302 - Kosningar í stjórn Sorpu bs. 2018-2022

Kosning eins aðalmanns og eins til vara í stjórn Sorpu bs.
Kosningu hlaut: Birkir Jón Jónsson.
Kosningu varamanns var frestað.

Kosningar

27.18051303 - Kosningar í stjórn Strætó bs. 2018-2022

Kosning eins aðalmanns og eins til vara í stjórn Strætó bs.
Kosningu hlaut: Karen Elísabet Halldórsdóttir.
Kosningu varamanns var frestað.

Kosningar

28.18051304 - Kosningar í stjórn Tónlistarskóla Kópavogs 2018-2022

Kosning tveggja aðalmanna og jafnmargra til vara í stjórn Tónlistarskóla Kópavogs.
Kosningu var frestað.

Kosningar

29.18051305 - Kosningar í stjórn Tónlistarskólans Tónsala 2018-2022

Kosning eins aðalmanns og eins til vara í stjórn tónlistarskólans Tónsala.
Kosningu var frestað.

Kosningar

30.18051306 - Kosningar í svæðisskipulagsnefnd hbsv. 2018-2022

Kosning tveggja aðalmanna og jafnmargra til vara í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins.
Kosningu var frestað.

Kosningar

31.18051287 - Kosningar í yfirkjörstjórn v. sveitarstjórnarkosninga, alþingiskosninga og forsetakosninga 2018-2022

Kosning þriggja aðalmanna og jafnmargra til vara í yfirkjörstjórn vegna sveitarstjórnarkosninga, alþingiskosninga og forsetakosninga.
Kosningu var frestað.

Kosningar

32.1806584 - Kosningar í hverfakjörstjórnir 2018-2022

Kosning þriggja manna og jafnmargra til vara í hverfiskjörstjórn í Smáranum.
Kosning þriggja manna og jafnmargra til vara í hverfiskjörstjórn í Kórnum.
Kosningu var frestað.

Kosningar

33.18051307 - Kosningar í velferðarráð 2018-2022

Kosning sjö aðalmanna og jafnmargra til vara í velferðarráð.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista:
Guðmundur G. Geirdal
Ragnheiður Dagsdóttir
Baldur Þór Baldvinsson
Björg Baldursdóttir
Af B-lista:
Donata H. Bukowska
Kristín Sævarsdóttir
Andrés Pétursson

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir tilnefnd áheyrnarfulltrúi.

Varamenn:
Af A-lista:
Karen E. Halldórsdóttir
Jón Finnbogason
Guðrún Viggósdóttir
Helga María Hallgrímsdóttir

Af B-lista:
Tómas Tómasson
Pétur Hrafn Sigurðsson
Theodór Júlíusson

Hákon Helgi Leifsson tilnefndur varaáheyrnarfulltrúi.

Kosningar

34.18051308 - Kosningar í umhverfis- og samgöngunefnd 2018-2022

Kosning fimm aðalmanna og jafnmargra til vara í umhverfis- og samgöngunefnd.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista:
Andri Steinn Hilmarsson
Signý Skúladóttir
Kristín Hermannsdóttir
Af B-lista:
Heiðar Oddsson
Af C-lista:
Indriði Stefánsson

Erlendur Geirdal tilnefndur áheyrnarfulltrúi.

Kosningu varamanna var frestað.

Önnur mál

35.1806626 - Fundarsköp - dagskrá bæjarstjórnarfunda 2018-2022

Samkvæmt 11. gr. samþykkta um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarfstjórnar ber bæjarstjórn að taka ákvörðun í upphafi kjörtímabils um hvar og hvenær bæjarstjórnarfundir eru haldnir. Forseti leggur til að bæjarstjórn staðfesti ákvæði 8. gr. samþykktanna um að fundir bæjarstjórnar á kjörtímabilinu fari fram 2. og 4. hvern þriðjudag hvers mánaðar kl. 16:00 að Hábraut 2.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Önnur mál

36.0809008 - Siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa

Lagðar fram gildandi siðareglur Kópavogsbæjar sem samþykktar voru í bæjarstjórn þann 27. janúar 2015. Forseti leggur til að forsætisnefnd fari yfir gildandi siðareglur og geri tillögu til bæjarstjórnar um staðfestingu þeirra eða tillögur til breytinga.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

37.1805013F - Bæjarráð - 2915. fundur frá 24.05.2018

Fundargerð í 14. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

38.1805016F - Bæjarráð - 2916. fundur frá 31.05.2018

Fundargerð í 14. liðum.
Lagt fram.
  • 38.8 1804553 Markavegur 8. Umsókn um lóð undir hesthús
    Frá bæjarlögmanni, dags. 28. maí, lögð fram umsókn um hesthúsalóðina Markaveg 8 frá Valsteini Stefánssyni. Lagt er til við bæjarráð að dregið verði á milli þeirra tveggja umsækjenda sem uppfylla skilyrði fyrir úthlutun. Niðurstaða Bæjarráð - 2916 Fulltrúi Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu var boðaður til fundarins til að sjá um útdrátt á milli umsækjenda. Útdráttur var færður í gerðarbók sýslumanns. Dregin var umsókn Rafns Einarssonar.

    Bæjarráð hafnar umsókninni með vísan til niðurstöður útdráttar og vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.
  • 38.9 1804779 Markavegur 8. Umsókn um lóð undir hesthús
    Frá bæjarlögmanni, dags. 28. maí, lögð fram umsókn um hesthúsalóðina Markaveg 8 frá Rafni Einarssyni. Lagt er til við bæjarráð að dregið verði á milli þeirra tveggja umsækjenda sem uppfylla skilyrði fyrir úthlutun. Niðurstaða Bæjarráð - 2916 Fulltrúi Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu var boðaður til fundarins til að sjá um útdrátt á milli umsækjenda. Útdráttur var færður í gerðarbók sýslumanns. Dregin var umsókn Rafns Einarssonar.

    Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

39.1806002F - Bæjarráð - 2917. fundur frá 07.06.2018

Fundargerð í 13. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

40.1805006F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 241. fundur frá 09.05.2018

Fundargerð í 13. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

41.1804004F - Barnaverndarnefnd - 79. fundur frá 10.04.2018

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

42.18051196 - Fundargerð 234. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis 28. maí 2018

Fundargerð í 49. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

43.1805010F - Leikskólanefnd - 94. fundur frá 17.05.2018

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

44.1805007F - Menntaráð - 26. fundur frá 15.05.2018

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

45.1805008F - Skipulagsráð - 29. fundur frá 04.06.2018

Lagt fram.
  • 45.4 1802510 Ögurhvarf 6. Hækkun á viðbyggingu. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Önnu Margrétar Hauksdóttur arkitekts, dags. 20. október 2015 f.h. Styrktarfélagsins Ás þar sem óskað er eftir leyfi til að hækka nýlega samþykkta viðbyggingu við húsið. Í breytingunni felst að viðbygging á húsnæðinu til suðurs er hækkuð í sömu hæð og núverandi hús, snyrting í viðbyggingu stækkuð og hvíldarherbergi bætt við. Á fundi skipulagsráðs 5. mars 2018 var samþykkt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Dimmuhvarfs 19, 21, 23 og 25. Athugasemdafresti lauk 7. maí 2018. Athugasemdir og ábendingar bárust. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 4. júní 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 29 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 45.5 1709733 Digranesvegur 12. Kynning á byggingarleyfi.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Móheiðar HH. Obel, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttri notkun húsnæðis við Digranesvegi 12. Í breytingunni felst að atvinnuhúsnæði er beytt í 45 m2 íbúð. Uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 22. ágúst 2017. Á fundi skipulagsráðs 16. október 2017 var málinu hafnað. Lóðarhafi óskaði eftir endurupptöku byggingarleyfis vegna synjunar með bréfi, dags. 20. desember 2017. Bæjarráð samþykkti að endurupptaka málið og vísaði því til skipulagsráðs. Á fundi skipulagsráðs 5. mars 2018 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Digranesvegar 7, 8, 10, 12, 14, 16 og 16a, Vogatungu 22, 24, 26, 28, 30, 32 og 34, Vallartröð 1 og Neðstutröð 2. Athugasemdafresti lauk 7. maí 2018. Athugasemdir bárust. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 29. maí 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 29 Skipulagsráð hafnar tillögunni og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Theódóra Þorsteinsdóttir lagði fram eftirfarandi afgreiðslutillögu ásamt bókun:
    "Ég óska eftir því að málinu verði frestað og óska ég eftir minnisblaði frá bæjarlögmanni um lögmæti þessarar afgreiðslu.
    Bókun:
    Þar til deiliskipulag svæðisins liggur fyrir, þá ræðst landnotkun af ákvæðum aðalskipulags Kópavogs. Samkvæmt aðalskipulagi er Digranesvegur 12 íbúðarsvæði, "nokkuð fastmótuð byggð" og að "um sé að ræða þéttustu byggð Kópavogs með mjög blönduðum húsagerðum, þó mest fjölbýli". Breyting á notkun húsnæðisins við Digranesveg 12 úr skrifstofuhúsnæði í íbúðarhúsnæði telst því ekki í andstöðu við aðalskipulag, miklu frekar þá samræmist umrædd ósk um breytingu algjörlega gildandi aðalskipulagi. Undirritaðri þykir ómálefnalegt að hafna breytingum á notkun hússins við Digranesveg 12.
    Theódóra Þorsteinsdóttir"

    Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum afgreiðslutillöguna og frestar málinu.
  • 45.7 1803970 Urðarhvarf 16. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Kristins Ragnarssonar arkitekts, fh. lóðarhafa, um breytt deiliskipulag á lóðinni við Urðarhvarf 16.
    Í breytingunni felst að byggingarmagn er aukið úr 6.048 m2 í 8.000 m2. Við það eykst nýtingarhlutfall ofanjarðar úr 1,26 í 1,7. Jafnframt er byggingarreitur hækkaður um 3,5 m að hluta til á norðvesturhluta lóðarinnar. Gert er ráð fyrir einu stæði á hverja 50 m2 í atvinnuhúsnæði þar af helmingur í niðurgrafinni bílageymslu. Á fundi skipulagsráðs 19. mars 2018 var samþykkt að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Athugasemdafresti lauk 4. júní 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 29 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Kl. 18.16 vék Karen Halldórsdóttir af fundi.

    Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum.
  • 45.10 18051288 Fífuhvammur 47 (Hlíðarvegur 62a). Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga Jakobs Líndals arkitekts dags. 29. maí 2018 fyrir hönd lóðarhafa Fífuhvamms 47, áður Hlíðarvegur 62a, að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar. Á lóðinni stendur íbúðarhús byggt 1932, 50 m2 að stærð. Óskað eftir að byggja við húsið 25 m2 til norðurs svo hægt sé að koma fyrir nýju salerni og stiga. Auk þess er óskað eftir að byggja nýtt íbúðarhús vestan við núverandi hús, alls 230 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100, 1:1000 og 1:2000 dags. Niðurstaða Skipulagsráð - 29 Skipulagsráð samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Ása Richardsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 8 atkvæðum. Pétur Hrafn Sigurðsson og Bergljót Kristinsdóttir greiddu ekki atkvæði.
  • 45.16 1708010 Umferðaröryggi við Skálaheiði.
    Lagt fram erindi Vals Arnarsonar fh. íbúa við Hlíðarhjalla 41 og varðar umferðaröryggi yfir Skálaheiði neðan við íþróttahúsið Digranes og gönguleið milli húsa við Hlíðarhjalla 41c og 41d. Þá lagt fram erindi Atla Más Guðmundsonar fh. íbúa og húsfélags Hlíðarhjalla 41, dags. 30. apríl 2018 þar sem m.a. kemur fram samþykki íbúa Hlíðarhjalla 41 um að sett verði kvöð á lóðina um göngustíg. Niðurstaða Skipulagsráð - 29 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

46.18051148 - Fundargerð 367. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins frá 09.05.2018

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

47.18051246 - Fundargerð 860. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 18.05.2018

Fundargerð í 25. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

48.18051046 - Fundargerð 391. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 23.05.2018

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

49.1805606 - Fundargerð 286. fundar stjórnar Strætó bs. frá 27.04.2018

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

50.1805596 - Fundargerð 287. fundar stjórnar Strætó bs. frá 04.05.2018

Fundargerð í 7. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

51.18051059 - Fundargerð 288. fundar stjórnar Strætó bs. frá 18.05.2018

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

52.1805014F - Velferðarráð - 29. fundur frá 24.05.2018

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:30.