Bæjarstjórn

1179. fundur 26. júní 2018 kl. 13:00 - 17:40 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
 • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
 • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
 • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
 • Jón Finnbogason varafulltrúi
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
 • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
 • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
 • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Áður en gengið var til dagskrár lagði Theódóra Þorsteinsdóttir fram eftirfarandi bókun:
"Ég geri verulegar athugasemdir við boðun þessa bæjarstjórnarfundar út frá umboði forsætisnefndar til að ákveða nýjan fundartíma. Stjórnsýslan hér er óskýr og það veldur mér vonbrigðum að nýsamþykktur tími bæjarstjórnarfundar hafi verið hundsaður með þessum hætti. Samkvæmt 11. gr. bæjarmálasamþykktar þá ber bæjarstjórn að taka ákvörðun í upphaf kjörtímabils um fundartíma. Á síðasta bæjarstjórnarfundi var einmitt upphaf kjörtímabils og bæjarstjórn ákvað á þeim fundi að bæjarstjórnarfundirnir ættu að vera kl. 16 að Hábraut 2. Það var ekkert orðalag "að jafnaði" þar og ekkert svigrúm til neins. Þetta var ákvörðun bæjarstjórnar. Í sveitarstjórnarlögum er tiltekið að það er bæjarstjórn sem ákveður valdsvið nefnda og ráða og hafi nefnd ekki verið falið að ákveða eitthvað þá teljast ályktanir hennar eingöngu tillögur, enda þótt þær séu orðaðar sem ákvarðanir. Því geri ég miklar athugasemdir um gildi þessarar ákvörðunar um að færa tíma.
Theódóra Þorsteinsdóttir"

Dagskrármál

1.1806736 - Málefnasamningur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Kópavogs 2018-2022

Frá bæjarstjóra, lagður fram málefnasamningur um meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi.
Lagt fram.

Fulltrúar Samfylkingar lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Málefnasamningur Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sem liggur hér frammi er frekar gamaldags samningur gerður af gamaldags og íhaldssömum flokkum. Mörg atriða sem tiltekin eru í samningnum eru þegar komin af stað, önnur eru á valdi ríkisins að framkvæma. Fátt nýtt, frumlegt eða snjallt er að finna í málefnasamningnum.
Pétur Hrafn Sigurðsson, Bergljót Kristinsdóttir"

Fulltrúar BF Viðreisnar lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Málefnasamningurinn er listi yfir ágætis verkefni. Flest verkefni eru framhald af þeirri vinnu sem þegar var verið að vinna í á síðasta kjörtímabili og mörg hver búið að samþykkja og komin í ferli. Nokkur eru háð vilja og valdi ríkisins. Áhyggjuefni er skortur á stefnumörkun og framtíðarsýn í málaflokkunum.
Theódóra Þorsteinsdóttir, Einar Þorvarðarson"

Hlé var gert á fundi kl. 14:40. Fundi var fram haldið kl. 14:43.

Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Málefnasamningurinn er verkefnalisti kjörtímabilsins sem allir bæjarfulltrúar eiga að geta átt gott samstarf um.
Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen Halldórsdóttir, Guðmundur Geirda, Jón Finnbogason, Birkir Jón Jónsson"
Hlé var gert á fundi kl. 14:45. Fundi var fram haldið kl. 15:25.

Dagskrármál

2.1806997 - Verkefni nýkjörinna fulltrúa við upphaf kjörtímabils. Dagskrármál frá Theódóru Þorsteinsdóttur.

Yfirferð á verkefnum nýkjörinna fulltrúa við upphaf kjörtímabils.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

3.1806006F - Bæjarráð - 2918. fundur frá 14.06.2018

Fundargerð í 13. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

4.1806010F - Bæjarráð - 2919. fundur frá 21.06.2018

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

5.1805017F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 242. fundur frá 25.05.2018

Fundargerð í 15. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

6.1806011F - Forsætisnefnd - 118. fundur frá 21.06.2018

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.
 • 6.2 1806763 Starfskjör bæjarstjóra 2018
  Frá forseta, samningur við bæjarstjóra um starfskjör bæjarstjóra. Forsætisnefnd frestaði afgreiðslu á síðasta fundi. Niðurstaða Forsætisnefnd - 118 Forsætisnefnd vísar málinu til bæjarstjórnar. Niðurstaða Tillaga frá Ármanni Kr. Ólafssyni:
  "Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að lækka laun kjörinna fulltrúa og laun bæjarstjóra um 15% við upphaf nýs kjörtímabils.
  Greinargerð:
  Í kjölfar úrskurðar kjararáðs um kjör þingmanna samþykkti bæjarstjórn Kópavogs á nýliðnu kjörtímabili að hækka laun kjörinna fulltrúa og bæjarstjóra hjá Kópavogsbæ. Hækkunin tók þó ekki mið af úrskurði kjararáðs heldur var hækkunin lægri en þar var kveðið á um og tók þess í stað mið af þróun launavísitölu á vinnumarkaði. Engu að síður hefur komið fram gagnrýni á launaþróun þessara aðila sem og kjör annarra kjörinna fulltrúa í landinu m.a. af hálfu forystufólks á vinnumarkaði. Því er lagt til að launin lækki í upphafi kjörtímabils um 15% frá því sem þau eru nú."

  Margrét Friðriksdóttir lagði til að tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar verði vísað til úrvinnslu forsætisnefndar. Var það samþykkt með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

7.1806001F - Menntaráð - 27. fundur frá 05.06.2018

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.1806003F - Skipulagsráð - 30. fundur frá 18.06.2018

Fundargerð í 13. liðum.
Lagt fram.
 • 8.7 1804088 Fífuhvammur 21. Endurbætur á sólstofu.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Ragnheiðar Sverrisdóttur innanhússarkitekts fyrir hönd lóðarhafa Fífuhvamms 21 þar sem óskað er eftir að endurgera sólstofu ofan á bílskúr alls 28,7 m2. Áætlað er að sólstofna hækki um 20 sm miðað við núverandi þakhæð. Á fundi skipulagsráðs 16. apríl 2018 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að tillagan verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Fífuhvamms 19, 23 og Víðihvamms 12, 14 og 16. Athugasemdafresti lauk 18. júní 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 30 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 8.10 1802571 Vogatunga 22-34. Sameignalóð botnlangans.
  Lagt fram að nýju erindi húsfélagsins í Vogatungu 22-34, dags. 20. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir breyttum mörkum sameignarlóðar húsfélagsins við endurnýjun lóðaleigusamnings frá 1967. Á fundi skipulagsráðs 5. mars 2018 var erindinu frestað og vísað til umsagnar umhverfissviðs Kópavogsbæjar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar Kópavogsbæjar dags. 15. júní 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 30 Skipulagsráð hafnar erindinu og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 10 atkvæðum. Theódóra Þorsteinsdóttir greiddi ekki atkvæði.
 • 8.11 1806643 Tónahvarf 7. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram tillaga ASK akritekta fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 7 við Tónahvarf. Í breytingunni felst að byggt er út úr gildandi byggingarreit í norður og vestur, fyrirhuguð bygging verði á einni hæða án kjallara, nýtingarhlutfall lóðarinnar lækkar úr 0,6 í 0,4 og fyrirkomulagi bílastæða á lóð er breytt. Samþykki lóðarhafa Tónahvarfs 5 dags. 15. júní 2018 liggur fyrir. Uppdráttur í mkv. 1:500 ásmt skýringarmyndum dags. 6. júní 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 30 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

9.1806885 - Fundargerð 173. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 15.06.2018

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.1805015F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 99. fundur frá 07.06.2018

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.
 • 10.1 18051067 Hjólabrettaskál í Kópavogi
  Lagt fram erindi Bréttafélag Kópavogs varðandi hjólabrettaskál í Kópavogi dags. 26. mars 2018. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 99 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir á framlagðar tillögur og vísar erindinu til Umhverfissviðs til afgreiðslu. Hreiðar Oddsson bókar að hann fagnar því að frumkvæði íbúa séu nýtt og vonar að hjólabrettaskál rísi í Kópavogi von bráðar. Kostnaðarliðum erindisins vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar og gerðar næstu fjárhagsáætlunar.
  Umhverfisfulltrúa falið að skoða mögulegar staðsetningar.
  Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2019 með 10 samhljóða atkvæðum. Pétur Hrafn Sigurðsson greiddi ekki atkvæði.
 • 10.2 18051314 Umhverfisviðurkenningar 2018
  Lögð fram tillaga að umhverfisviðurkenningum og götu ársins 2018. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 99 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillögur að Umhverfisviðurkenningum og götu ársins 2018.
  Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum tillögur að Umhverfisviðurkenningum og götu ársins 2018.

Önnur mál

11.1709733 - Digranesvegur 12. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Móheiðar HH. Obel, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttri notkun húsnæðis við Digranesvegi 12. Í breytingunni felst að atvinnuhúsnæði er beytt í 45 m2 íbúð. Uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 22. ágúst 2017. Á fundi skipulagsráðs 16. október 2017 var málinu hafnað. Lóðarhafi óskaði eftir endurupptöku byggingarleyfis vegna synjunar með bréfi, dags. 20. desember 2017. Bæjarráð samþykkti að endurupptaka málið og vísaði því til skipulagsráðs. Á fundi skipulagsráðs 5. mars 2018 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Digranesvegar 7, 8, 10, 12, 14, 16 og 16a, Vogatungu 22, 24, 26, 28, 30, 32 og 34, Vallartröð 1 og Neðstutröð 2. Athugasemdafresti lauk 7. maí 2018. Athugasemdir bárust. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 29. maí 2018.

Skipulagsráð hafnaði tillögunni og vísaði til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Á fundi bæjarstjórnar þann 12. júní sl. lagði Theódóra Þorsteinsdóttir fram eftirfarandi afgreiðslutillögu ásamt bókun:
"Ég óska eftir því að málinu verði frestað og óska ég eftir minnisblaði frá bæjarlögmanni um lögmæti þessarar afgreiðslu.
Bókun:
Þar til deiliskipulag svæðisins liggur fyrir, þá ræðst landnotkun af ákvæðum aðalskipulags Kópavogs. Samkvæmt aðalskipulagi er Digranesvegur 12 íbúðarsvæði, "nokkuð fastmótuð byggð" og að "um sé að ræða þéttustu byggð Kópavogs með mjög blönduðum húsagerðum, þó mest fjölbýli". Breyting á notkun húsnæðisins við Digranesveg 12 úr skrifstofuhúsnæði í íbúðarhúsnæði telst því ekki í andstöðu við aðalskipulag, miklu frekar þá samræmist umrædd ósk um breytingu algjörlega gildandi aðalskipulagi. Undirritaðri þykir ómálefnalegt að hafna breytingum á notkun hússins við Digranesveg 12.
Theódóra Þorsteinsdóttir"

Bæjarstjórn samþykkti með 11 atkvæðum afgreiðslutillöguna og frestaði málinu.

Lagt fram minnisblað lögfræðideildar dags. 19. júní.
Bæjarstjórn hafnar afgreiðslu skipulagsráðs með sjö atkvæðum þeirra Ármanns Kr. Ólafssonar, Margrétar Friðriksdóttur, Theódóru Þorsteinsdóttur, Einars Þorvarðarsonar, Péturs Hrafns Sigurðssonar, Bergljótar Kristinsdóttur og Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur en Karen Halldórsdóttir, Guðmundur Geirdal, Birkir Jón Jónsson og Jón Finnbogason greiddu atkvæði með afgreiðslu skipulagsráðs.um að hafna tillögunni.

Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum Ármanns Kr. Ólafssonar, Margrétar Friðriksdóttur, Theódóru Þorsteinsdóttur, Einars Þorvarðarsonar, Péturs Hrafns Sigurðssonar, Bergljótar Kristinsdóttur og Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur tillögu að breyttri notkun húsnæðisins við Digranesveg 12. Atkvæði gegn tillögunni greiddu Karen Halldórsdóttir, Guðmundur Geirdal, Birkir Jón Jónsson og Jón Finnbogason.

Kosningar

12.18051232 - Kosningar í almannavarnanefnd höfuðb.sv. 2018-2022

Kosning tveggja aðalmanna og jafnmargra til vara í almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista:
Ármann Kr. Ólafsson
Birkir Jón Jónsson
Varamenn:
Af A-lista:
Margrét Friðriksdóttir
Einar Þorvarðarson

Kosningar

13.18051233 - Kosningar í barnaverndarnefnd 2018-2022

Kosning fimm varamanna í barnaverndarnefnd.
Kosningu hlutu:
Af A-lista:
Karen E. Halldórsdóttir
Bragi Michaelsson
Guðrún Viggósdóttir
Af B-lista:
Magnús Norðdahl
Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir

Kosningar

14.18051243 - Kosningar í Brunabótafélag Íslands 2018-2022

Kosning varamanns í fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands.
Kosningu var frestað.

Kosningar

15.18051244 - Kosningar í forsætisnefnd 2018-2022

Kosning þriggja varamanna í forsætisnefnd.
Kosningu hlutu:
Af A-lista:
Karen Halldórsdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Af B-lista:
Bergljót Kristinsdóttir

Kosningar

16.18051245 - Kosningar í hafnarstjórn 2018-2022

Kosning fimm varamanna í hafnarstjórn.
Kosningu hlutu:
Af A-lista:
Helga Guðný Sigurðardóttir
Pétur Halldórsson
Magnús Guðjónsson
Af B-lista:
Elvar Páll Sigurðsson
Af C-lista:
Elvar Bjarki Helgason

Kosningar

17.18051279 - Kosningar í heilbrigðisnefnd 2018-2022

Kosning tveggja varamanna í heilbrigðisnefnd.
Kosningu hlutu:
Af A-lista:
Kristinn Þór Ingvason
Af B-lista:
Steingrímur Steingrímsson

Kosningar

18.18051280 - Kosningar í íþróttaráð 2018-2022

Kosning fimm varamanna í íþróttaráð.
Signý Skúladóttir kjörin aðalmaður af A-lista í stað Höllu Karí Hjaltested.

Kosningu sem varamenn hlutu:
Af A-lista:
Sunna Svanhvít Söebeck
Lárus Axel Sigurjónsson
Hjörtur Sveinsson
Af B-lista:
Hlín Bjarnadóttir
Sigvaldi Einarsson

Hákon Helgi Leifsson kjörinn varaáheyrnarfulltrúi.

Kosningar

19.18051281 - Kosningar í jafnréttis- og mannréttindaráð 2018-2022

Kosning fimm varamanna í jafnréttis- og mannréttindaráð.
Kosningu hlutu:
Af A-lista:
Ólöf Pálína Úlfarsdóttir
Þorvaldur Sigmarsson
Karen Halldórsdóttir
Af B-lista:
Margrét Ágústsdóttir
Eva Sjöfn Helgadóttir

Róbert Gíslason kjörinn varaáheyrnarfulltrúi.

Kosningar

20.18051282 - Kosningar í leikskólanefnd 2018-2022

Kosning fimm varamanna í leikskólanefnd.
Kosningu hlutu:
Af A-lista:
Kristbjörg Þórisdóttir
Margrét Friðriksdóttir
Andri Steinn Hilmarsson
Af B-lista:
Vallý Helgadóttir
Eva Sjöfn Helgadóttir

Ingibjörg A. Guðmundsdóttir kjörin varaáheyrnarfulltrúi.

Kosningar

21.18051283 - Kosningar í lista- og menningarráð 2018-2022

Kosning fimm varamanna í lista- og menningarráð.
Kosningu hlutu:
Af A-lista:
Björg Baldursdóttir
Margrét Friðriksdóttir
Örn Thorstensen
Af B-lista:
Þóra Marteinsdóttir
Bergþór Skúlason

Hákon Helgi Leifsson kjörinn varaáheyrnarfulltrúi.

Kosningar

22.18051300 - Kosningar í samstarfsnefnd um rekstur skíðasvæða hbsv. 2018-2022

Kosning eins aðalmanns og eins til vara í samstarfsnefnd um rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
Halla Karí Hjaltested kjörin aðalmaður og Guðmundur G. Geirdal varamaður hennar.

Kosningar

23.18051299 - Kosningar fulltrúa á landsþing Sambands ísl. sveitarfél. 2018-2022

Kosning sjö fulltrúa á Landsþing Sambandsins og jafnmargra til vara.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista:
Margrét Friðriksdóttir
Karen E. Halldórsdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Birkir Jón Jónsson
Af B-lista:
Pétur Hrafn Sigurðsson
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Varamenn:
Guðmundur G. Geirdal
Bergljót Kristinsdóttir
Einar Þorvarðarson
Hákon Helgi Leifsson

Kosningar

24.18051286 - Kosningar í skólanefnd MK 2018-2022

Tilnefning tveggja aðalmanna og jafnmargra til vara í skólanefnd Menntaskólans í Kópavogi.
Tilnefndir voru:
Aðalmenn:
Af A-lista:
Guðmundur Birkir Þorkelsson
Af B-lista:
Flosi Eiríksson
Varamenn:
Af A-lista:
Jón Guðlaugur Magnússon
Af B-lista:
Anna María Bjarnadóttir

Kosningar

25.1806586 - Kosningar í stjórn Markaðsstofu Kópavogs 2018-2022

Tilnefning fjögurra aðalmanna og jafnmargra til vara í stjórn Markaðsstofu Kópavogs.
Tilnefningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista:
Helga Hauksdóttir
Sigurður Sigurbjörnsson
Af B-lista:
Tómas Þór Tómasson
Af C-lista:
Elvar Bjarki Helgason
Varamenn:
Af A-lista:
Halla Karí Hjaltested
Magnús Guðjónsson
Af B-lista:
Skafti Halldórsson
Af C-lista:
Anna María Bjarnadóttir

Kosningar

26.18051297 - Kosningar í stjórn Reykjanesfólkvangs 2018-2022

Kosning eins aðalmanns og eins til vara í stjórn Reykjanesfólkvangs.
Andri Steinn Hilmarsson kjörinn aðalmaður og Kristín Hermannsdóttir varamaður hans.

Kosningar

27.18051298 - Kosningar í stjórn SSH 2018-2022

Kjörnir voru Ármann Kr. Ólafsson sem aðalmaður og Birkir Jón Jónsson sem varamaður hans.

Kosningar

28.18051301 - Kosningar í stjórn Slökkviliðs hbsv. 2018-2022

Kjörnir voru Ármann Kr. Ólafsson sem aðalmaður og Birkir Jón Jónsson sem varamaður hans.

Kosningar

29.18051302 - Kosningar í stjórn Sorpu bs. 2018-2022

Hjördís Ýr Johnson kjörin varamaður í stjórn Sorpu.

Kosningar

30.18051303 - Kosningar í stjórn Strætó bs. 2018-2022

Kosning varamanns í stjórn Strætó bs.
Margrét Friðriksdóttir kjörin varamaður í stjórn Strætó.

Kosningar

31.18051304 - Kosningar í stjórn Tónlistarskóla Kópavogs 2018-2022

Kosning tveggja aðalmanna og jafnmargra til vara í stjórn Tónlistarskóla Kópavogs.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista:
Ísól Fanney Ómarsdóttir
Af B-lista:
Þóra Marteinsdóttir
Varamenn:
Af A-lista:
Margrét Friðriksdóttir
Af B-lista:
Ása Richardsdóttir

Kosningar

32.18051305 - Kosningar í stjórn Tónlistarskólans Tónsala 2018-2022

Kosning eins aðalmanns og eins til vara í stjórn tónlistarskólans Tónsala.
Kosningu hlutu:
Aðalmaður:
Af A-lista:
Margrét Friðriksdóttir
Af B-lista:
Pétur Steinn Guðmundsson
Varamaður:
Af A-lista:
Guðmundur Geirdal
Af B-lista:
Ragnheiður Bóasdóttir

Kosningar

33.18051306 - Kosningar í svæðisskipulagsnefnd hbsv. 2018-2022

Kosning tveggja aðalmanna og jafnmargra til vara í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista:
Helga Hauksdóttir
Af B-lista:
Bergljót Kristinsdóttir
Varamenn:
Af A-lista:
Hjördís Ýr Johnson
Af B-lista:
Pétur Hrafn Sigurðsson

Kosningar

34.18051287 - Kosningar í yfirkjörstjórn v. sveitarstjórnarkosninga, alþingiskosninga og forsetakosninga 2018-2022

Kosning þriggja aðalmanna og jafnmargra til vara í yfirkjörstjórn vegna sveitarstjórnarkosninga, alþingiskosninga og forsetakosninga.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista:
Ingibjörg Ingvadóttir
Snorri Tómasson
Af B-lista:
Pétur Steinn Guðmundsson
Varamenn:
Af A-lista:
Jón Guðlaugur Magnússon
Helgi Magnússon
Af B-lista:
Una Björg Einarsdóttir

Kosningar

35.1806584 - Kosningar í hverfakjörstjórnir 2018-2022

Kosning þiggja manna og jafnmargra til vara í hverfiskjörstjórn í Smáranum.
Kosning þriggja mannna og jafnmargra til vara í hverfiskjörstjórn í Kórnum.
Kosningu var frestað.

Kosningar

36.18051308 - Kosningar í umhverfis- og samgöngunefnd 2018-2022

Kosning fimm varamanna í umhverfis- og samgöngunefnd.
Sigurður Sigurbjörnsson kjörinn aðalmaður af A-lista í stað Signýjar Skúladóttir.

Kosningu sem varamenn hlutu:
Af A-lista:
Guðjón Ingi Guðmundsson
Hjördís Ýr Johnson
Guðmundur G. Geirdal
Af B-lista:
Margrét Ágústsdóttir
Hákon Helgi Leifsson

Bergljót Kristinsdóttir kjörin varaáheyrnarfulltrúi.
Hlé var gert á fundi kl. 17:25. Fundi var framhaldið kl. 17:30.
Bæjarstjóri lagði til að fundir bæjarstjórnar í júlí og ágúst falli niður. Sumarleyfi bæjarstjórnar hefjist að loknum yfirstandandi fundi og fari bæjarráð með störf bæjarstjórnar í sumarleyfi skv. 35. gr. laga nr. 138/2011 og 32. gr. samþykktar um stjórn Kópavogsbæjar

Tillagan var samþykkt með níu atkvæðum. Theódóra Þorsteinsdóttir og Einar Þorvarðarson greiddu ekki atkvæði.

Fundi slitið - kl. 17:40.