Bæjarstjórn

1180. fundur 11. september 2018 kl. 16:00 - 18:00 í Fagralundi, Furugrund 83
Fundinn sátu:
 • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
 • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
 • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
 • Andri Steinn Hilmarsson varafulltrúi
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
 • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
 • Elvar Páll Sigurðsson varafulltrúi
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
 • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
 • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.1701668 - Stefnumótun Kópavogsbæjar

Frá bæjarstjóra, tillaga um að stefnumótun Kópavogsbæjar verði formlega samþykkt.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum tillögu um hlutverk, framtíðarsýn, gildi og yfirmarkmið Kópavogsbæjar.
Forseti bar undir fundinn dagskrártillögu um að tillaga um starfskjör bæjarstjóra verði rædd sérstaklega að lokinni umræðu um fundargerðir nefnda. Var það samþykkt með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

2.1808018F - Bæjarráð - 2925. fundur frá 06.09.2018

Fundargerð í 18. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

3.1808016F - Forsætisnefnd - 120. fundur frá 29.08.2018

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

4.1809003F - Forsætisnefnd - 121. fundur frá 06.09.2018

Fundargerð í 2 liðum.
 • 4.1 1806763 Starfskjör bæjarstjóra 2018
  Á fundi bæjarstjórnar þann 26. júní sl. var tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar um lækkun launa kjörinna fulltrúa og bæjarstjóra um 15% vísað til úrvinnslu forsætisnefndar. Forsætisnefnd frestaði afgreiðslu málsins til næsta fundar þann 29. ágúst sl. Niðurstaða Forsætisnefnd - 121 Forsætisnefnd vísar afgreiðslu á starfskjörum bæjarstjóra til afgreiðslu bæjarstjórnar. Tillaga um lækkun launa kjörinna fulltrúa mun forsætisnefnd taka til frekari úrvinnslu í samráði við alla bæjarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

5.18082015 - Fundargerð 237. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27.08.2018

Fundargerð í 84. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.1807004F - Lista- og menningarráð - 91. fundur frá 23.08.2018

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.1808010F - Menntaráð - 28. fundur frá 21.08.2018

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.1808014F - Skipulagsráð - 33. fundur frá 03.09.2018

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.18081176 - Fundargerð 174. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 17.08.18

Fundargerð í 12. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.18081345 - Fundargerð 393. fundar stjórnar Sorpu 17.08.2018

Fundargerð í 7. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.18081156 - Fundargerð 458. stjórnar SSH frá 04.06.2018

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.18081453 - Fundargerð 289. fundar stjórnar Strætó bs. frá 17.08.2018

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.1808017F - Velferðarráð - 31. fundur frá 27.08.2018

Fundargerð í 14. liðum.
Lagt fram.

Kosningar

14.1806584 - Kosningar í hverfakjörstjórnir 2018-2022

Kosning þiggja manna og jafnmargra til vara í hverfiskjörstjórn í Smáranum. Kosning þriggja mannna og jafnmargra til vara í hverfiskjörstjórn í Kórnum. Kosningu var frestað á fundi bæjarstjórnar þann 26. júní sl.
Kosningu var frestað.

Kosningar

15.1808528 - Tilnefningar í fulltrúaráð SSH

Tilnefning fimm fulltrúa Kópavogsbæjar í fulltrúaráð Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Kosningu var frestað.

Kosningar

16.1809142 - Kosningar í ungmennaráð 2018-2022

Kosning tveggja fulltrúa sem skulu vera tengiliðir bæjarstjórnar við ungmennaráð.
Kosningu var frestað.

Kosningar

17.1809143 - Kosningar í öldungaráð 2018-2022

Kosning þriggja aðalfulltrúa og jafnmargra til vara í öldungaráð.
Kosningu var frestað.
Kl. 17:10 vék Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, af fundi.

Önnur mál

18.1806763 - Starfskjör bæjarstjóra 2018

Forsætisnefnd vísaði afgreiðslu á starfskjörum bæjarstjóra til afgreiðslu bæjarstjórnar á fundi sínum þann 6. september sl.
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar geta ekki samþykkt fyrirliggjandi ráðningarsamning bæjarstjóra.
Samkvæmt samningi á samningurinn að taka gildi 12. júní og á bæjarstjóri að fá 1.890 þúsund krónur í laun á mánuði. 1. júlí fær bæjarstjóri svo hækkun samkvæmt launavísitölu. Það hlýtur að teljast óeðlilegt að laun hækki eftir aðeins 18 daga í starfi.
Bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar þætti eðlilegt að laun bæjarstjóra taki mið af launum ráðherrra sveitastjórnarmála sem eru 1.830.0000 krónur á mánuði samanber tillögu bæjarstjórans sjálfs í kosningabaráttunni.
Bergljót Kristinsdóttir, Elvar Páll Sigurðsson"

Kl. 17.38 tók Júlíus Hafstein sæti Ármanns Kr. Ólafssonar á fundinum.

Bæjarfulltrúar BF-Viðreisnar lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Kópavogsbær er stærsta sveitarfélagið á Íslandi fyrir utan höfuðborgina. Við í bæjarstjórn Kópavogs eigum að sýna gott fordæmi og leiðrétta með sannfærandi hætti þá óeðlilegu launaþróun sem hefur átt sér stað hjá stjórnendum í opinberri stjórnsýslu á Íslandi og einnig hjá okkur kjörnum fulltrúum í Kópavogi. Heildarlaun bæjarstjóra voru í upphafi kjörtímabilsins 1.400.000. Launaþróunin hefur heyrt fram úr öllu hófi en þrátt fyrir það er verið að leggja til að laun bæjarstjóra verði 2.150.000 eða hækki um 750.000.- frá því í upphafi síðasta kjörtímabils.
Theódóra Þorsteinsdóttir, Einar Þorvarðarson"

Hlé var gert á fundi kl. 17.41. Fundi var fram haldið kl. 17.53.

Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Með nýjum ráðningarsamningi er verið að lækka laun bæjarstjóra Kópavogs um 350.000 kr. á mánuði frá því sem hann hafði við lok síðasta kjörtímabils. Lækkunin er afturvirk til 12. júní en þá tók nýr meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks til starfa.
Margrét Friðriksdóttir, Birkir Jón Jónsson, Júlíus Hafstein, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Andri Steinn Hilmarsson"

Bæjarstjórn samþykkir tillögu um starfskjör bæjarstjóra með sex samhljóða atkvæðum þeirra Margrétar Friðriksdóttur, Birkis Jóns Jónssonar, Karenar Halldórsdóttur, Hjördísar Ýr Johnson, Andra Steins Hilmarssonar og Júlíusar Hafstein"

Fundi slitið - kl. 18:00.