Bæjarstjórn

1183. fundur 23. október 2018 kl. 16:00 - 17:50 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Elvar Páll Sigurðsson varafulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Hákon Helgi Leifsson varafulltrúi
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Önnur mál fundargerðir

1.1810008F - Bæjarráð - 2929. fundur frá 11.10.2018

Fundargerð í 15. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

2.1810017F - Bæjarráð - 2930. fundur frá 18.10.2018

Fundargerð í 14. liðum.
Lagt fram.
  • 2.2 16091082 Notendaráð vegna málefna fatlaðs fólks
    Frá deildarstjóra í þjónustu- og ráðgjafardeild fatlaðra, dags. 19. september, lagðar fram til samþykktar reglur um notendaráð í málefnum fatlaðs fólks, ásamt erindi um stofnun notendaráðs sem verði skipað fulltrúum fatlaðs fólks. Niðurstaða Bæjarráð - 2930 Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um notendaráð í málefnum fatlaðs fólks og að stofnað verði notendaráð sem verði skipað fulltrúum fatlaðs fólks með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

3.1810011F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 253. fundur frá 12.10.2018

Fundargerð í 6. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

4.1810019F - Forsætisnefnd - 124. fundur frá 18.10.2018

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

5.1810010F - Íþróttaráð - 85. fundur frá 11.10.2018

Fundargerð í 9. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.1808013F - Leikskólanefnd - 96. fundur frá 23.08.2018

Fundargerð í 7. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.1809019F - Menntaráð - 31. fundur frá 02.10.2018

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

8.1810001F - Skipulagsráð - 36. fundur frá 15.10.2018

Lagt fram.
  • 8.3 18081159 Íþróttasvæði Kórsins. Vallakór 12-16. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga VSÓ Ráðgjafar fh. Kópavogsbæjar að breyttu deiliskipulagi á íþróttasvæði Kórsins, Vallarkór 12-16. Í breytingunni felst að ljósmöstrum, allt að 25 m háum fyrir fljóðljós er komið fyrir við gervigrasvöll (æfingavöll) vestan við Kórinn. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum með útreikningum á ljósdreifingu dags. 20. ágúst 2018.
    Kynningartíma lauk 10. október 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 36 Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum. Hákon Helgi Leifsson greiddi ekki atkvæði.
  • 8.12 1712918 Akrakór 5. Breyting á deiliskipulagi.
    Lögð fram að nýju tillaga Krark arkitekta fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 5 við Akrakór. Í tillögunni felst að í stað einbýlishúss verði byggt parhús á lóðinni, byggingarmagn er aukið úr 400 m2 í 544 m2, heimilaðar verði útbygging á efri hæð út fyrir byggingarreit 2,5 x 7,5 m á hvorri hlið, hámarkshæð verði 6,6 m miðað við aðkomuhæð í stað 6,3m og heimilaðar verði svalið á suðuhlið hússins 1,7 m út fyrir byggingarreit. Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1.500 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 13. desember 2017. Kynningartíma lauk 12. mars 2018. Athugasemdir bárust. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 16. apríl 2018. Þá lögð fram ný og breytt tillaga dags. 26. apríl 2018 þar sem komið er til móts við athugasemdir þannig að byggingarreitur haldist óbreyttur.Þá lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar dags. 12. september 2018 og leiðréttur uppdráttur dags. 15. október 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 36 Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 8.13 1810503 Bæjarlind 5. Breytt deiliskipulag
    Lögð fram tillaga Hornsteina arkitekta fh. lóðarhafa Bæjarlindar 5 að breyttu deiliskipulagi á lóðinni. Í breytingunni felst 20 m2 stækkun á austurhlið þakhæðar nýbyggingar á lóðinni. Uppdrættir og greinargerð dags. 18. ágúst 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

9.1810277 - Fundargerð 863. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26.09.2018

Fundargerð í 23. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.1810026 - Fundargerð 395. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 21.09.2018

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.1810223 - Fundargerð 396. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 03.10.2018

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.1806009F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 100. fundur frá 04.09.2018

Fundargerð í 9. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.1809021F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 102. fundur frá 09.10.2018

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.1810005F - Ungmennaráð - 5. fundur frá 08.10.2018

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.1810006F - Velferðarráð - 34. fundur frá 08.10.2018

Fundargerð í 10. liðum.
Lagt fram.

Kosningar

16.18051281 - Kosningar í jafnréttis- og mannréttindaráð 2018-2022

Kosning varamanns í jafnréttis- og mannréttindaráð.
Einar Örn Þorvarðarson kjörinn varamaður í stað Margrétar Ágústsdóttur.

Fundi slitið - kl. 17:50.