Bæjarstjórn

1143. fundur 11. október 2016 kl. 16:00 - 18:06 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
 • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
 • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
 • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
 • Hreiðar Oddsson varafulltrúi
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
 • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
 • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
 • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
 • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
 • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
 • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1610051 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar þann 11. október 2016.

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 29. september og 6. október, afgreiðslna byggingarfulltrúa frá 15. september, barnaverndarnefndar frá 23. júní, 7. júlí og 22. september, félagsmálaráðs frá 20. september og 3. október, forsætisnefndar frá 28. september og 7. október, heilbrigðisnefndar frá 26. september og 3. október, íþróttaráðs frá 29. september, jafnréttis- og mannréttindaráðs frá 21. september, leikskólanefndar frá 26. september, skipulagsnefndar frá 3. október, skólanefndar frá 3. október og stjórnar Sorpu frá 21. september.
Lagt fram.

Birkir Jón Jónsson óskaði fært til bókar:
"Vek athygli á bókun minni frá fundi bæjarráðs þann 29. september sl. um málefni leikskólans Austurkór sem var svohljóðandi:
"Ég vil þakka starfsfólki Austurkórs og menntasviðs fyrir góða frammistöðu í starfi við erfiðar aðstæður. Mikilvægt er að menntasvið móti tillögur með það að markmiði að koma í veg fyrir mönnunarvanda í leikskólum bæjarins í náinni framtíð." Bæjarráð tók einróma undir bókunina.
Birkir Jón Jónsson"

Sverrir Óskarsson tók undir bókun Birkis Jóns Jónssonar og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Þakka starfsfólki leikskóla Kópavogs fyrir góð störf, enda er staða mála í leikskólamálum góð í Kópavogi.
Sverrir Óskarsson"

Birkir Jón Jónsson tók undir bókun Sverris Óskarssonar.

Ása Richardsdóttir og Pétur Hrafn Sigurðsson lögðu fram eftirfarandi bókun vegna kynningarferðar vegna borgarlínu:
"Við þökkum kynningu á borgarlínum í þremur löndum og vinnu SSH þar að lútandi. Borgarlína höfuðborgarsvæðsiins og nýtt gjörbreytt almenningssamgöngukerfi er gríðarlega mikilvæg samgöngumiðuð uppbygging.
Ekkert verkefni mun hafa eins mikil áhrif á hegðun, kúltúr, ásýnd, framþróun og umhverfi höfuðborgarsvæðsins á komandi áratugum.
Ása Richardsdóttir, Pétur Hrafn Sigurðsson"

Guðmundur Gísli Geirdal, Ólafur Þór Gunnarsson, Birkir Jón Jónsson, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson og Margrét Friðriksdóttir taka undir bókun Ásu Richardsóttur og Péturs Hrafns Sigurðssonar.

2.1609026 - Bæjarráð, dags. 29. september 2016.

2839. fundur bæjarráðs í 16. liðum.
Lagt fram.

3.16082183 - Reglur um félagslega heimaþjónustu. Breyting á 2.gr.

Frá deildarstjóra þjónustu- og ráðgjafadeildar aldraðra, dags. 26. september, lögð fram til samþykktar breyting á reglum um félagslega heimaþjónustu (2. gr.) sem samþykkt var í félagsmálaráði á fundi þann 20. september sl. Bæjarráð samþykkti breytinguna fyrir sitt leyti á fundi þann 29. september sl.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagða breytingu á 2. gr. reglna um félagslega heimaþjónustu hjá Kópavogsbæ.

4.1610002 - Bæjarráð, dags. 6. október 2016.

2840. fundur bæjarráðs í 13. liðum.
Lagt fram.

5.1605924 - Kársnesbraut 123. Viðbygging. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 4. október, lagt fram að nýju frá byggingarfulltrúa að lokinni kynningu erindi VSB verkfræðistofu, dags. 28.4.2016, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir heimild fyrir breytingum á Kársnesbraut 123. Í breytingunni felst að byggt verði við húsið á norðvestur horni þess, tæpa 36 m2 viðbyggingu. Nýtt mænisþak verður sett ofan á núverandi þakflöt. Hæsti punktur nýs mænisþak verður 1,6 metrum hærri en núverandi þak sbr. uppdráttum dags. 28.4.2016. Á fundi skipulagsnefndar 30. maí 2016 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 121 og 125; Holtagerðis 66, 68 og 70. Kynningartíma lauk 5. september 2016. Athugasemdir bárust frá Holtagerði 70, dags. 5.9.2016. Með bréfi dags. 26.9.2016 var framangreind athugasemd dregin til baka. Lagt fram að nýju. Skipulagsnefnd samþykkti erindið og vísaði til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

6.1609015 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 15. september 2016.

197. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 14. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

7.1606015 - Barnaverndarnefnd, dags. 23. júní 2016.

57. fundur barnaverndarnefndar í 2. liðum.
Lagt fram.

8.1607003 - Barnaverndarnefnd, dags. 7. júlí 2016.

58. fundur barnaverndarnefndar í 5. liðum.
Lagt fram.

9.1609018 - Barnaverndarnefnd, dags. 22. september 2016.

59. fundur barnaverndarnefndar í 5. liðum.
Lagt fram.

10.1609019 - Félagsmálaráð, dags. 20. september 2016.

1417. fundur félagsmálaráðs í 6. liðum.
Lagt fram.

11.1609024 - Félagsmálaráð, dags. 20. september 2016.

1418. fundur félagsmálaráðs.
Lagt fram.

12.1609031 - Félagsmálaráð, dags. 3. október 2016.

1419. fundur félagsmálaráðs í 3. liðum.
Lagt fram.

13.1609028 - Forsætisnefnd, dags. 28. september 2016.

78. fundur forsætisnefndar í 3. liðum.
Lagt fram.

14.1610004 - Forsætisnefnd, dags. 7. október 2016.

79. fundur forsætisnefndar í 1. lið.
Lagt fram.

15.16011137 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 26. september 2016.

216. fundur heilbrigðisnefndar í 62. liðum.
Lagt fram.

16.16011137 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 3. október 2016.

217. fundur heilbrigðisnefndar í 4. liðum.
Lagt fram.

17.1609025 - Íþróttaráð, dags. 29. september 2016.

63. fundur íþróttaráðs í 3. liðum.
Lagt fram.

18.1609017 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, dags. 21. september 2016.

50. fundur jafnréttis- og mannréttindaráðs í 2. liðum.
Lagt fram.

19.1609020 - Leikskólanefnd, dags. 26. september 2016.

74. fundur leikskólanefndar í 1. lið.
Lagt fram.

20.1609027 - Skipulagsnefnd, dags. 3. október 2016,

1284. fundur skipulagsnefndar í 3. liðum.
Lagt fram.

21.1609030 - Skólanefnd, dags. 3. október 2016.

108. fundur skólanefndar í 6. liðum.
Lagt fram.

22.16011142 - Fundargerðir stjórnar Sorpu, dags. 21. september 2016.

366. fundur stjórnar Sorpu í 6. liðum.
Lagt fram.

23.1609076 - Alþingiskosningar 2016

Frá bæjarritara, lagður fram listi yfir tilnefningar í undirkjörstjórnir vegna alþingiskosninga 29. október 2016.
Bæjarstjórn samþykkir einróma að fela bæjarráði að kjósa í undirkjörstjórnir vegna alþingiskosninga 29. október 2016.

Fundi slitið - kl. 18:06.