Bæjarstjórn

1189. fundur 29. janúar 2019 kl. 16:00 - 16:50 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Elvar Páll Sigurðsson varafulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Önnur mál fundargerðir

1.1811397 - Útboð Vallarlýsing Kópavogs- og Kóravöllur

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 7. janúar, lagðar fram niðurstöður útboðs um vallarlýsingu á æfingavöll við Kórinn og Kópavogsvöll. Lagt er til að samið verði við Metatron ehf. um uppsetningu á 200 LUX lýsingu á Kóravöll og 500 LUX lýsingu á Kópavogsvöll.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum gegn atkvæði Péturs Hrafns Sigurðssonar að samið verði við Metatron ehf. um uppsetningu á 200 LUX lýsingu á Kóravöll og 500 LUX lýsingu á Kópavogsvöll.
Þar sem ágreiningur er um málið í bæjarráði kemur það til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Hlé var gert á fundi kl. 16.25. Fundi var framhaldið kl. 16.43.

Fulltrúar BF Viðresnar, Samfylkingar og Pírata lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Nú liggur fyrir þessum bæjarstjórnarfundi að taka tilboði þar sem kveðið er á um 500 lux lýsingu og 25 metra möstur við Kópavogsvöll. Við höfum bent á þann möguleika að setja upp 27 metra möstur þó kastarar yrðu hafðir í 25 metra hæð.
Við höfum áhyggjur af því að í framtíðinni gæti komið upp krafa um meiri lýsingu og þá yrði til viðbótarkostnaður við að skipta um möstur. Með því að setja upp 27 metra möstur tryggðum við að fjárfestingin sem bærinn er að fara í vegna flóðlýsingar á Kópavogsvelli skilaði sér til framtíðar.
Þegar um umfangsmikla og mikilvæga fjárfestingu er að ræða, sem gæti tekið töluverðum breytingum í takt við tækniframþróun og kröfur alþjóðlegra regluverka, þá er mikilvægt að rýna gögnin vel. Við hörmum að ekki sé horft til framtíðar.
Theódóra Þorsteinsdóttir, Einar Þorvarðarson, Sigurbjörg Egilsdóttir, Bergljót Kristinsdóttir, Elvar Páll Sigurðsson"

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 10 atkvæðum og samþykkir að samið verði við Metatron ehf. um uppsetningu á 200 LUX lýsingu á Kóravöll og 500 LUX lýsingu á Kópavogsvöll. Bergljót Kristinsdóttir greiddi ekki atkvæði.
Í samræmi við 16. gr. bæjarmálasamþykktar Kópavogsbæjar samþykkir bæjarstjórn með 11 atkvæðum að taka málið inn á dagskrá fundarins með afbrigðum.

Kosningar

2.18051284 - Kosningar í menntaráð 2018-2022

Elvar Páll Sigurðsson kjörinn aðalmaður í stað Péturs Hrafns Sigurðssonar.
Pétur Hrafn Sigurðsson kjörinn varamaður í stað Ásu Richardsdóttur.

Kosningar

3.18051280 - Kosningar í íþróttaráð 2018-2022

Hlín Bjarnadóttir kjörin aðalmaður í stað Elvars Páls Sigurðssonar.
Bergljót Kristinsdóttir kjörin varamaður í stað Hlínar Bjarnadóttur.

Fundi slitið - kl. 16:50.