Bæjarstjórn

1190. fundur 12. febrúar 2019 kl. 16:00 - 17:45 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Donata Honkowicz Bukowska varafulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.1403522 - Starfsumhverfi bæjarfulltrúa og valdmörk nefnda

Tillaga um að lækka laun kjörinna fulltrúa og laun bæjarstjóra um 15% við upphaf nýs kjörtímabils, sem vísað var til úrvinnslu forsætisnefndar í júní sl. Forsætisnefnd tók tillöguna til umfjöllunar og vísaði henni til afgreiðslu bæjarstjórnar á síðasta fundi sínum þann 11. febrúar sl.
Tillagan var eftirfarandi:
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að lækka laun kjörinna fulltrúa og laun bæjarstjóra um 15% við upphaf nýs kjörtímabils.
Margrét Friðriksdóttir lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:
"Út falli: "og laun bæjarstjóra um 15% við upphaf nýs kjörtímabils" og í stað þess komi: "fyrir setu í bæjarstjórn um 15% frá samþykktardegi."

Breytingartillagan var samþykkt með 11 atkvæðum. Fyrirliggjandi tillaga var samþykkt svo breytt með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

2.1901031F - Bæjarráð - 2943. fundur frá 24.01.2019

Fundargerð í 14. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

3.1901040F - Bæjarráð - 2944. fundur frá 31.01.2019

Fundargerð í 17. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

4.1902003F - Bæjarráð - 2945. fundur frá 07.02.2019

Fundargerð í 18. liðum.
Lagt fram.
  • 4.1 1810889 Fjárhagsáætlun 2019
    Frá fjármálastjóra, dags. 5. febrúar, lögð fram til samþykktar breyting á tekjuviðmiðum vegna afsláttar á fasteignaskatti. Niðurstaða Bæjarráð - 2945 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu um breytingu á tekjuviðmiðum vegna afsláttar á fasteignaskatti. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir framlagða breytingu um hækkun á tekjuviðmiðum vegna afsláttar á fasteignaskatti úr 4,7% í 7,5% með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

5.1901034F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 260. fundur frá 25.01.2019

Fundargerð í 15. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

6.1901029F - Barnaverndarnefnd - 90. fundur frá 23.01.2019

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.1901036F - Forsætisnefnd - 131. fundur frá 25.01.2019

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.1902004F - Forsætisnefnd - 132. fundur frá 07.02.2019

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.1901849 - Fundargerð 242. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 28.01.2019

Fundargerð í 86. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.1901014F - Íþróttaráð - 89. fundur frá 10.01.2019

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.1901032F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 66. fundur frá 24.01.2019

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.1901024F - Leikskólanefnd - 103. fundur frá 17.01.2019

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.1812009F - Lista- og menningarráð - 97. fundur frá 17.01.2019

Fundargerð í 65. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.1901038F - Menntaráð - 36. fundur frá 29.01.2019

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.1901017F - Skipulagsráð - 43. fundur frá 21.01.2019

Fundargerð í 14. liðum.
Lagt fram.
  • 15.5 1803193 Brú yfir Fossvog. Deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga að deiliskipulagi brúar yfir Fossvog. Tillagan, dags. 1. október 2018, er unnin af Alta fh. Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar og í samvinnu við Vegagerðina. Í tillögunni er gert ráð fyrir um 270 m langri brú yfir voginn frá Kársnesi, nánar tiltekið frá norðurenda Bakkabrautar að flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. Markmið tillögunar er að bæta samgöngutengingar milli Reykjavíkur og Kópavogs og styðja við vistvæna samgöngukosti. Brúin verður fyrir umferð gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur. Á fundi skipulagsráðs 1. október 2018 var samþykkt að tillagan yrði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 9. október 2018 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Athugasemdafresti lauk 8. janúar 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust. Þá lögð fram umsögn Alta f.h. skipulags- og byggingardeildar, um athugasemdir sem bárust á kynningartíma, dags. 21. janúar 2019.
    Þóra Kjarval frá Alta gerir grein fyrir erindinu.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 43 Skipulagsráð samþykkir erindið ásamt áorðnum breytingum dags. 21. janúar 2019 með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 15.8 1809231 Tónahvarf 3. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga KRark fh. lóðarhafa að 160 m2 viðbyggingu við Tónahvarf 3. Á fundi skipulagsráðs 17. september 2018 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Tónahvarfs 4, 5, 6 og 8. Athugasemdafresti lauk 14. janúar 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 43 Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 15.9 1809686 Þinghólsbraut 27. Kynning á byggingarleyfi.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Sturlu Þórs Jónssonar, arkitekts fh. lóðarhafa Þinghólsbrautar 27 um að breyta einbýli í tvíbýli sbr. teikningar í mkv. 1:100 og 1:500 dags. Á fundi skipulagsráðs 1. október 2018 var málinu frestað þar sem ekki var gert grein fyrir fjölgun bílastæða á lóð. Þá lögð fram ný tillaga þar sem gert er grein fyrir fjölgun bílastæða á lóð. Í breytingunni felst að íbúð á efri hæð hússins og hluta neðri hæðar verði 223 m2 og íbúð á neðri hæð verði 94 m2, sameign verði 35 m2. Jafnframt er gert ráð fyrir þremur bílastæðum á lóð.
    Á fundi skipulagsráðs 3. desember 2018 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 19, 22, 23, 24, 25, 26, 27, 28, 29, 30, 31, 32, 33, 34, 35, 36, 37 og 38. Athugasemdafresti lauk 10. janúar 2019. Engar ábendingar eða athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 43 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 15.10 1810455 Digranesheiði 39. Kynning á byggingaleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Andrésar Narfa Andréssonar arkitekts f.h. lóðarhafa Digranesheiðar 39 um breytingar á núverandi íbúðarhúsi á lóðinni. Í breytingunni felst að núverandi anddyri er fjarlægt og viðbygging til suðurs reist við húsið. Byggingarmagn á lóðinni eykst úr 202 m2 í 219,4 m2 við breytinguna eða um 17,4 m2. Nýtingarhlutfall á lóðinni eftir breytingu verður 0,33. Á fundi skipulagsráðs 15. október 2018 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að tillagan yrði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Digranesheiði 26, 28, 30, 37, 41, Lyngheiði 18 og 20. Athugasemdafresti lauk 11. janúar 2019. Engar ábendingar eða athugasemdir bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 43 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 15.11 1804615 Hlíðarvegur 40. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Hildar Bjarnadóttur arkitekts ásamt nýjum teikningum dags. 16. október 2018 fh. lóðarhafa Hlíðarvegs 40 þar sem óskað er eftir að fá skráningu á einbýli breytt í tvíbýli. Í breytingunni felst að íbúðum á lóðinni er fjölgað úr einni í tvær (ein íbúð sé á hvorri hæð hússins). Íbúð á efri hæð verður 150,5 m2 og íbúðkjallaraverður 76.8 m2. Jafnframt er gert ráð fyrir einu bílastæði á lóðinni. Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 16. október 2018. Á fundi skipulagsráðs 19. nóvember 2018 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að tillagan yrði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Hlíðarvegs 33, 35, 36, 37, 38, 39 42 og Reynihvamms 25, 27. Kynningartíma lauk 7. janúar 2019, athugasemdir bárust. Þá er lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18. janúar 2019. Niðurstaða Skipulagsráð - 43 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

Önnur mál fundargerðir

16.1901025F - Skipulagsráð - 44. fundur frá 04.02.2019

Fundargerð í 13. liðum.
Lagt fram.
  • 16.3 1811007 Vesturvör. Gatnaskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Umhverfissviðs að deiliskipulagi göturýmis við Vesturvör milli Hafnarbrautar og Kársnesbrautar, Litluvör og Naustavör. Í tillögunni felst breytt skipulag göturýmisins. Vegtengingar eru bættar, tveimur hringtorgum er komið fyrir við gatnamót Vesturvarar og Naustavarar annarsvegar og við gatnamót Vesturvarar, Naustavarar og Litluvarar hinsvegar. Við austara hringtorgið er gert ráð fyrir nýrri tengingu til suðurs við Litluvör, undirgöngum vestan hringtorgsins og nýrri gönguleið milli lóðanna við Litluvör 17 og 19 sem tengir saman gönguleiðir sunnan og norðan Vesturvarar. Þá er gert ráð fyrir nýjum hljóðvörnum norðan Vesturvarar milli gatnamóta Vesturvarar og Naustavarar og bæði norðan og sunnan Vesturvarar milli gatnamóta Vesturvarar Naustavarar og Litluvarar.
    Uppdrættir, greinargerð og skýringarmyndir dags. 3. desember 2018.
    Athugasemdafresti lauk 1. febrúar 2019. Ein athugasemd barst á kynningartíma.
    Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 1. febrúar 2019.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 44 Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 16.4 1811696 Kársnesbraut 76-84 og Vesturvör 7. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Kársnesbrautar 76-84 og Vesturvör 7. Í breytingunni felst að Litlavör lengist til vesturs um u.þ.b. 95 metra og tengist fyrirhuguðu nýju hringtorgi á gatnamótum Vesturvarar, Naustavarar og Litluvarar. Gert er ráð fyrir undirgöngum vestan hringtorgsins ásamt nýrri gönguleið milli Litluvarar 15 og 17. Lóðamörk og götuheiti við Litluvör og Kársnesbraut breytast. Lóðirnar Kásnesbraut 76-82a verða Litlavör 15-23. Norðurmörk lóðanna við Litluvör 15-17 færast sunnar, fyrirkomulag aðkeyrslna og byggingarreitur bílageymslu breytist.
    Uppdráttur, greinargerð og skýringarmynd dags. 3. desember 2018.
    Athugasemdafresti lauk 1. febrúar 2019. Ein athugasemd barst á kynningartíma.
    Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 1. febrúar 2019.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 44 Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 16.5 1811695 Naustavör 1, 3 og 5. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Naustavarar 1-3(áður Vesturvör 10). Í breytingunni felst að lóðarmörk breytast og minnkar lóðin til allra átta um 2.670 m2 og verður eftir breytingu um 2.100 m2. Lega Naustavarar austan lóðar breytist með tilkomu nýs hringtorgs og aðkoma að lóð ásamt fyrirkomulagi bílastæða breytist. Í stað tveggja fjölbýlishúsa með 9 og 8 íbúðum eins og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir kemur einn byggingarreitur á 4 hæðum og kjallara með 17 íbúðum. Að öðru leiti er vísa í gildandi deiliskipulagsuppdrátt Bryggjuhverfis í Kópavogi, samþykkt í bæjarstjórn 22. mars 2005 m.s.br. birt í B- deild Stjórnartíðinda 7. september 2016.
    Athugasemdafresti lauk 1. febrúar 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 44 Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 16.6 1901696 Breytingar á Vesturvör. Matskylda fyrirhugaðra framkvæmda.
    Lögð fram, í samræmi við lög nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum, afstaða Skipulagsstofnunar til matsskyldu vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Vesturvör, dags. 28. desember 2018. Stofnunin telur að fyrirhugaðar framkvæmdir séu C-flokks framkvæmd sbr. tl. 10.10 í viðauka 1 við lög um mat á umhverfisáhrifum. Ennfremur lögð fram fundargerð Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 28. janúar 2019 þar sem m.a. kemur fram í lið 5.4 í fundargerðinni að heilbrigðisnefnd geri ekki athugasemd um tillögu að deiliskipulagi göturýmis við Vesturvör milli Hafnarbrautar og Kársnesbrautar, Litluvör og Naustavör. Þá lögð fram tillaga ásamt minnisblaði skipulagsstjóra dags. 31. janúar 2019 vegna matsskyldu fyrirhugaðra framkvæmda við Vesturvör. Niðurstaða Skipulagsráð - 44 Í samræmi við 4. mgr. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum og greinargerð skipulagstjóra dags. 31. janúar 2019, telur skipulagsráð að áformaðar breytingar á Vesturvör, sem heyra undir tl. 10.10 í 1. viðauka laganna séu ekki líklegar til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háðar mati á umhverfisáhrifum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 16.7 18061056 Grenigrund 1. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Finns Björgvinssonar arkitekts dags. 11. júní 2018 fyrir hönd lóðarhafa Grenigrundar 1 þar sém óskað er eftir leyfi til að reisa 38 m2 stakstæða bílgeymslu á norðaustur hluta lóðarinnar. Á fundi skipulagsráðs 16. júlí 2018 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Grenigrund 2a, 3, Furugrund 6, 8 og 10. Athugasemdafresti lauk 13. september 2018. Athugasemdir og ábendingar bárust.
    Þá lögð fram ný og breytt tillaga dags. 28. janúar 2019 þar sem komið er til móts við sjónarmið athugasemdaaðila. Gólfkóti fyrirhugaðrar viðbyggingar lækkaður um 0,25 m og heildarhæð lækkuð í 3,128 m. Einnig lagt fram skriflegt samþykki athugasemdaaðila.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 44 Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 16.9 1901587 Austurkór, sparkvöllur og stígur. Framkvæmdaleyfi.
    Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs að framkvæmdaleyfi fyrir sparkvelli og stíg í Rjúpnahæð norðan og vestan við Austurkór 76 til 92 sbr. uppdrætti og skýringarmyndir Hermanns Georgs Gunnlaugssonar landslagsarkitekts í mkv. 1:200 dags. 31. janúar 2019. Niðurstaða Skipulagsráð - 44 Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 16.10 1901910 Urðarhvarf 8. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi Krark arkiteka fh. lóðarhafa um breytt deiliskipulag á lóðinni Urðarhvarfi 8.
    Í breytingunni felst að breyta hluta niðurgrafinnar bílageymslu þar sem fyrir eru 26 bílastæði í geymslurými alls 967 m2. Núverandi fjöldi bílastæða á lóð uppfyllir kröfur um fjölda bílastæða á lóð miðað við 1 stæði á hverja 50 m2 í geymslum og 1 stæði á hverja 35 m2 í verslunar og skrifstofuhúsnæði.
    Heildarfjöldi bílastæða á lóð eftir breytingu eru 390 stæði.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 44 Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

17.1901906 - Fundargerð 866. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 14. desember 2018

Fundargerð í 20. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.1901904 - Fundargerð 867. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. janúar 2019

Fundargerð í 40. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

19.1901559 - Fundargerð 178. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 18.01.2019

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

20.1901580 - Fundargerð 403. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 18.01.2019

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

21.1901765 - Fundargerð 466. fundar stjórnar SSH frá 14.01.2019

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

22.1901693 - Fundargerð 298. fundar stjórnar Strætó bs. frá 11.01.2019

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

23.1901035F - Velferðarráð - 39. fundur frá 28.01.2019

Fundargerð í 9. liðum.
Lagt fram.
  • 23.2 1812768 Endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð janúar 2019
    Lagt fram til afgreiðslu Niðurstaða Velferðarráð - 39 Velferðarráð samþykkti framlagðar tillögur um breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð fyrir sitt leyti og vísaði þeim til afgreiðslu bæjarráðs.
    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagðar tillögur um breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð.

Önnur mál fundargerðir

24.1901011F - Öldungaráð - 6. fundur frá 17.01.2019

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:45.