Bæjarstjórn

1012. fundur 09. mars 2010 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Forseti las upp bréf frá Ásthildi Helgadóttur, þar sem hún biðst lausnar sem bæjarfulltrúi í Kópavogi. Forseti færði henni þakkir fyrir samstarfið.

1.1002009 - Leikskólanefnd 2/3

3. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

2.1002015 - Umhverfisráð 22/2

486. fundur

Til máls tók Margrét Björnsdóttir um lið 9, 4 og 2.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

3.1001157 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. 26/2

133. fundur

Til máls tóku Gunnar Ingi Birgisson, Sigurrós Þorgrímsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Flosi Eiríksson, Gunnar Ingi Birgisson og Sigurrós Þorgrímsdóttir um liði 3, 4 og 5.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

4.1001157 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. 22/2

132. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

5.1001155 - Fundargerð slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 19/2

90. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

6.1001154 - Fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 3/2

302. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

7.1002026 - Skólanefnd 1/3

5. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

8.1002022 - Skólanefnd 25/2

4. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

9.1002016 - Lista- og menningarráð 18/2

351. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

10.1002023 - Bæjarráð 25/2

2539. fundur

Til máls tóku Guðríður Arnardóttir um liði 8, 10, 15 og 26, Ólafur Þór Gunnarsson um lið 10, og lagði fram eftirfarandi bókun undir þeim lið:

"Einkavæðingarstefnan hefur beðið enn eitt skipbrotið  í Kópavogi. Bærinn þarf að koma einkaframtakinu til bjargar, og taka á sig skuldbindingar þess vegna. VG fagna því að kennslu- og íþróttamannvirki við Kórinn komist í eigu bæjarins en hafnar alfarið þeirri stefnu sem leiddi bæinn á þessa braut.

Ólafur Þór Gunnarsson"

Þá ræddi Ólafur Þór um liði 15 og 9. Því næst tóku til máls Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, um liði 8, 10, 9 og Gunnar Ingi Birgisson, um liði 8, 9, 10, 15 og 26. Óskaði Gunnar Ingi eftir að fá eftirfarandi fært til bókar:

"Undirritaður beinir því til bæjarstjóra að hann skrifi samgönguráðherra og Vegamálastjóra bréf, þar sem ýtt verði við samgönguyfirvöldum um framkvæmdir við Arnarnesveg og ítrekað að ríkið geri upp við bæjarfélagið vegna framkvæmda við undirgöng austan Reykjanesbrautar.

Gunnar Ingi Birgisson"

Því næst tóku  til máls Ármann Kr. Ólafsson um liði 10, 15 og 26, Ólafur Þór Gunnarsson um liði 10 og 15, Guðríður Arnardóttir um liði 8, 9, 10 og 26, Gunnar Ingi Birgisson um liði 8 og 9, Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, um liði 9 og 10 og Hafsteinn Karlsson um liði 10 og 8.

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

11.1002017 - Íþrótta- og tómstundaráð 22/2

245. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

12.1001160 - Fundargerð hafnarstjórnar 24/2

64. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

13.1002027 - Félagsmálaráð 2/3

1279. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

14.1002012 - Atvinnu- og upplýsinganefnd 17/2

323. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

15.1003045 - Ráðning í starf forstöðumanns almannatengsla.

Forseti bar undir fundinn tillögu Gunnars Inga Birgissonar um að vísa tillögu Ólafs Þórs Gunnarssonar til bæjarráðs og bæjarstjóra til úrvinnslu. Var hún samþykkt með tíu atkvæðum gegn einu.

16.811349 - Glaðheimar, leiga á hesthúsum.

Forseti bar undir fundinn lið 19, tillögu varðandi greiðslur fyrir afnot af hesthúsum í Glaðheimum, sem ágreiningur var um í bæjarráði 4/3.

Forseti bar tillöguna undir fundinn og var hún samþykkt með sex atkvæðum en fimm bæjarfulltrúar sátu hjá.

 

Þá bar forseti undir fundinn tillögu Hafsteins Karlssonar, Guðríðar Arnardóttur, Jóns Júlíussonar, Flosa Eiríkssonar og Ólafs Þórs Gunnarssonar um uppbyggingu á Kjóavöllum og leiguverð í Glaðheimum. Fimm greiddu atkvæði með tillögunni og jafnmörg atkvæði voru greidd gegn henni. Einn bæjarfulltrúi sat hjá. Var tillagan því felld.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Í ljósi þess að nú þegar, eins og bæjarstjóri hefur gert grein fyrir í bæjarráði, er unnið að heildarlausn fyrir hestamannafélagið Gust er óþarfi að hafa sérstaka samþykkt þar að lútandi.

Ármann Kr. Ólafsson, Sigurrós Þorgrímsdóttir, Gunnsteinn Sigurðsson, Gunnar Ingi Birgisson, Margrét Björnsdóttir."

17.1003035 - Sameining skóla

Forseti bar undir fundinn lið 13, tillögu um sameiningu Hjallaskóla og Digranesskóla, sem vísað var til afgreiðslu bæjarstjórnar á fundi bæjarráðs 4/3.

Forseti bar undir fundinn tillögu bæjarstjóra um að tillögu um sameiningu skóla verði vísað til bæjarráðs til frekari úrvinnslu. Bæjarstjórn samþykkti tillöguna með tíu samhljóða atkvæðum en einn bæjarfulltrúi sat hjá.

18.1003003 - Bæjarráð 4/3

2540. fundur

Til máls tók Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, um liði 13 og lagði til að tillögunni yrði vísað til bæjarráðs að nýju til frekari úrvinnslu. Þá tók til máls Ólafur Þór Gunnarsson um liði 3, 13, 19 og lagði fram eftirfarandi bókun:

"VG telja mikilvægt að náð verði samkomulagi við Hestamannafélagið Gust um lausn á þeim vanda sem hlýst tímabundið af því að félagið er með starfsemi á tveimur stöðum. Í slíku samkomulagi væri m.a. tekið á þáttum eins og afgjaldi vegna leigu hesthúsa í Glaðheimum, tímasetningum vegna flutnings og bygginga á Kjóavöllum, og öðrum þeim ágreiningsefnum sem kunna að vera vegna fyrri samninga við félagið.

Ólafur Þór Gunnarsson"

Þá lagði Ólafur Þór fram eftirfarandi tillögur:

"Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að ákvörðun um ráðningu í starf almannatengils, þ.m.t. starfskjörum og ráðningartíma, verði frestað þar til við endurskoðun fjárhagsáætlunar bæjarins.

Ólafur Þór Gunnarsson"

"Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að ákvörðun um gjaldtöku vegna sundferða eldri borgara verði afturkölluð.

Ólafur Þór Gunnarsson"

Þá tók til máls Gunnar Ingi Birgisson um lið 37 og lagði til að tillögu Ólafs Þórs um ráðningu í starf forstöðumanns almannatengsla yrði vísað til bæjarráðs og bæjarstjóra til frekari úrvinnslu. Þá ræddi Gunnar Ingi lið 3 og lagði fram eftirfarandi fyrirspurn til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs:

"A) Hver var umferð á Kársnesbraut árin 1990, 2000 og 2009.

B) Hve stór hluti voru stórir bílar.

Gunnar Ingi Birgisson"

Þá ræddi Gunnar Ingi liði 6, 13, 14, 18 og 19.

Því næst tók til máls Hafsteinn Karlsson um lið 37, 3 og 19 og lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarstjórn samþykkir að ganga nú þegar til samninga við Hestamannafélagið Gust um uppbyggingu á hesthúsasvæðinu á Kjóavöllum, leiguverð fyrir hesthús í Glaðheimum og hversu lengi hestamenn geta verið með hesta sína þar.

Hafsteinn Karlsson, Guðríður Arnardóttir, Jón Júlíusson, Flosi Eiríksson, Ólafur Þór Gunnarsson"

Því næst tóku til máls Guðríður Arnardóttir um liði 6, 13, 18, 19, 24 og 37, Samúel Örn Erlingsson um liði 6, 13, 19 og 37 og Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, um liði 13, 18, 19 og 37, og lagði til að tillögu Ólafs Þórs um sundferðir eldri borgara verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Þá tóku til máls Gunnar Ingi Birgisson um liði 3, 18, 19 og 37, Hafsteinn Karlsson um liði 19 og 37, Guðríður Arnardóttir um lið 37 og Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, um lið 37 og 18.

Hlé var gert á fundi kl. 19.15. Fundi var fram haldið kl. 19.24.

Jón Júlíusson vék af fundi kl. 19.24 og tók Ingibjörg Hinriksdóttir sæti hans.

Til máls tóku Flosi Eiríksson um lið 37 og Ármann Kr. Ólafsson um lið 37.

Forseti bar undir fundinn tillögu bæjarstjóra um að vísa tillögu Ólafs Þórs Gunnarssonar um gjaldtöku vegna sundferða eldri borgara til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Var það samþykkt með níu samhljóða atkvæðum en tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

Fundi slitið - kl. 18:00.