Bæjarstjórn

1193. fundur 26. mars 2019 kl. 16:00 - 17:45 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
 • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
 • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
 • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
 • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
 • Ragnhildur Reynisdóttir varafulltrúi
 • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
 • Helga Hauksdóttir varafulltrúi
 • Hákon Helgi Leifsson varafulltrúi
Starfsmenn
 • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

Önnur mál fundargerðir

1.1903006F - Bæjarráð - 2950. fundur frá 14.03.2019

Fundargerð í 16. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

2.1903014F - Bæjarráð - 2951. fundur frá 21.03.2019

Fundargerð í 21. lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

3.1903008F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 263. fundur frá 08.03.2019

Fundargerð í 2. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

4.1903015F - Forsætisnefnd - 135. fundur frá 21.03.2019

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

5.1903158 - Fundargerð 243.fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 04.03.2019

Fundargerð í 42. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.1903009F - Íþróttaráð - 91. fundur frá 14.03.2019

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.1902009F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 67. fundur frá 12.02.2019

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.1902024F - Menntaráð - 39. fundur frá 05.03.2019

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.1903552 - Fundargerð 373. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 12.03.2019

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.1903004F - Skipulagsráð - 47. fundur frá 18.03.2019

Fundargerð í 16. liðum.
Lagt fram.
 • 10.4 1901050 Auðbrekka 25-27. Kynning á byggingarleyfi.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Orra Árnasonar arkitekts dags. 5. desember 2018 fh. lóðarhafa Auðbrekku 25-27. Í erindinu er óskað eftir breytingu á innra skipulagi hússins og koma fyrir 11 gistirýmum á 3. hæð hússins í samræmi við reglugerð nr. 1277/2016 8. gr. um stærri gistiheimili. Lóðamörk breytast og stækkar lóð til suðurs um 5 metra og verður eftir breytingu 2.110 m2. Bílastæðum fjölgar um 16 stæði. Á fundi skipulagsráðs 7. janúar 2019 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Auðbrekku 16, 17, 18, 19, 20, 22, 23, 24, 26, 28, 30, 32, 34, 36 og 38, Laufbrekku 23, 24, 25, 26, 27, 28 og 30, Dalbrekku 29, 30, 32, 34 og 36 og Nýbýlavegs 8 og 10. Kynningartíma lauk 12. febrúar 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma. Á fundi skipulagsráðs 18. febrúar 2019 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 4. mars 2019. Niðurstaða Skipulagsráð - 47 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
  Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.
 • 10.6 1804616 Borgarholtsbraut 21. Kynning á byggingarleyfi.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Björns Gústafssonar byggingartæknifræðings dags. 12. apríl 2018 fh. lóðarhafa að Borgarholtsbraut 21 þar sem óskað er eftir að endurbyggja bílskúr á lóðinni. Í breytingunni felst að núverandi bílskúr á lóðinni verður breikkaður og hækkaður og settir á hann þakgluggar. Bílskúrinn stækkar úr 50,3 m2 í 63,7 m2, samtals stækkun um 13,1 m2. Þá lagt fram undirritað samþykki lóðarhafa Borgarholtsbrautar 19. Á fundi skipulagsráðs 7. maí 2018 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Borgarholtsbrautar 19, 23 og Meðgerði 2, 4, 6. Athugasemdafresti lauk 5. mars 2019. Engar ábendingar eða athugasemdir bárust á kynningartímanum. Niðurstaða Skipulagsráð - 47 Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 10.12 1903534 Lækjarbotnaland 15. Kynning á byggingarleyfi.
  Lagt fram erindi Sveins Ívarssonar arkitekts, dags. í ágúst 2018, fh. hönd lóðarhafa Lækjarbotnalands 15 þar sem óskað er eftir að reisa viðbyggingu við húsið, alls 27 m2 til austurs. Uppdráttur og skýringarmyndir í mkv. 1:50 dags. í ágúst 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 47 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

  Kristinn Dagur Gissurarson situr hjá við afgreiðslu málsins.
  Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

Önnur mál fundargerðir

11.1903320 - 9. fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 20. febrúar 2019

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.1903399 - Fundargerð 405. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 01.03.2019

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.1903493 - Fundargerð 468. fundar stjórnar SSH frá 04.03.2019

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.1903230 - Fundargerð 300. fundar stjórnar Strætó bs. frá 22.02.2019

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.1903002F - Ungmennaráð - 9. fundur frá 11.03.2019

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.1901001F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 109. fundur frá 15.01.2019

Fundargerð í 10. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.1901004F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 112. fundur frá 11.03.2019

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.1903007F - Velferðarráð - 42. fundur frá 11.03.2019

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Kosningar

19.18051307 - Kosningar í velferðarráð 2018-2022

Halla Karí Hjaltested komi sem aðalmaður í stað Ragnheiðar Dagsdóttur.

Fundi slitið - kl. 17:45.