Bæjarstjórn

1197. fundur 28. maí 2019 kl. 16:00 - 18:25 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Ragnhildur Reynisdóttir varafulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
  • Andri Steinn Hilmarsson varafulltrúi
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.1905611 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2019

Frá fjármálastjóra, lagður fram viðauki I við fjárhagsáætlun 2019 vegna aukinna útgjalda við kaup á Ögurhvarfi 4a, sjá mál 3.2 á dagskrá fundarins.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum framlagðan viðauka I við fjárhagsáætlun 2019 vegna kaupa á húsnæðinu að Ögurhvarfi 4a að fjárhæð 99 m.kr. og lagfæringum á því að fjárhæð 21 m.kr. eða samtals 120 m.kr. Kaupin verða fjármögnuð með ádrætti á lánalínu bæjarins.

Jón Finnbogason vék af fundi undir þessum lið.
Hlé var gert á fundi kl. 18.04. Fundi var fram haldið kl. 18.08.
Kl. 18.08 vék Margrét Friðriksdóttir af fundi og tók Andri Steinn Hilmarsson sæti hennar á fundinum. Pétur Hrafn Sigurðsson tók við stjórn fundarins.

Önnur mál fundargerðir

2.1905010F - Bæjarráð - 2958. fundur frá 16.05.2019

Fundargerð í 19. liðum.
Lagt fram.
  • 2.2 1902025 Menntasvið-framlög vegna frístundar í einkaskólum
    Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 2. maí, lögð fram til samþykktar tillaga að gjaldskrá um framlög vegna frístundar í einkaskólum. Niðurstaða Bæjarráð - 2958 Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagða tillögu að gjaldskrá um framlög vegna frístunda í einkaskólum.
  • 2.10 1905135 Borgarlína. Samkomulag um tæknilegan og fjárhagslegan undirbúning 2019-2020 vegna lagningar Borgarlínu
    Frá SSH, dags. 7. maí, lögð fram tillaga að samkomulagi aðildarsveitarfélaga SSH um tæknilegan og fjárhagslegan undirbúning vegna lagningar Borgarlínu, sem var samþykkt á fundi stjórnar SSH þann 6. maí sl. og vísað til afgreiðslu aðildarsveitarfélaga. Niðurstaða Bæjarráð - 2958 Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir með 11 atkvæðum samkomulag um tæknilegan og fjárhagslegan undirbúning 2019-2020 vegna lagningu Borgarlínu enda liggi fyrir samkomulag allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Framlag sveitarfélaganna kr. 500 m.kr. er með fyrirvara, sbr. 5. tl. samkomulagsins þar sem fram kemur að gert er ráð fyrir sama framlagi frá ríki og að samkomulag náist milli ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2033.

    Bæjarstjórn bókar eftirfarandi við afgreiðslu málsins:

    "Bæjarstjórn Kópavogs fagnar fyrirliggjandi samningum um undirbúning að lagningu Borgarlínunnar. Um er að ræða tæknilegan og fjárhagslegan undirbúning að hágæða almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu og fyrirkomulag og verkefnaskiptingu Vegagerðarinnar og SSH vegna þessa. Verkefnið er mikilvægur liður í því samkomulagi sem unnið er að á milli ríkisins og sveitarfélaganna um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2033. Samkvæmt erindisbréfi starfshóps sem vinnur að því er markmiðið að komast að samkomulagi um fjármögnun 102 milljarða fjárfestingaráætlunar í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu, eða um 7 milljarða á ári í 15 ár. Uppbygging samgangna á höfuðborgarsvæðinu, stofnbrauta, almenningssamgangna og hjóla- og göngustíga, er afar brýnt viðfangsefni til að ná fram markmiðum um betra umferðarflæði, meira öryggi vegfarenda og til að draga úr mengun á svæðinu. Samþykkt á fyrirliggjandi samkomulagi um næstu skref hvað almenningssamgöngurnar varðar er mikilvæg en framhald heildaruppbyggingar samgöngumannvirkjanna ræðst síðan af því hvort ásættanlegt samkomulag náist á milli ríkis og sveitarfélaga."

Önnur mál fundargerðir

3.1905017F - Bæjarráð - 2959. fundur frá 23.05.2019

Fundargerð í 23. liðum.
Lagt fram.
  • 3.2 1905057 Tónlistarskólinn Tónsalir, húsnæðismál
    Frá bæjarstjóra, dags. 21. maí, lagt fram erindi um kaup á Ögurhvarfi 4a. Einnig lagt fram upphaflegt erindi frá fjármálastjóra og rekstrarstjóra menntasviðs, dags. 7. maí, um húsnæðismál tónlistarskólans Tónsala þar sem lögð voru til kaup á Ögurhvarfi 4a og útleigu til tónlistarskólans í kjölfarið, ásamt minnisblaði sviðsstjóra menntasviðs um umferðaröryggi og samgöngur vegna aðgengis að Ögurhvarfi 4a frá 14. maí. Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Tónlistarskólann Tónsali um fyrirkomulag húsnæðismála skólans og að málið skyldi koma að nýju fyrir næsta fund bæjarráðs. Niðurstaða Bæjarráð - 2959 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita bæjarstjóra umbeðna heimild til að undirrita kauptilboð í fasteignina Ögurhvarf 4a. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum að veita bæjarstjóra heimild til að undirrita kaupsamning vegna kaupa á Ögurhvarfi 4a.

    Jón Finnbogason vék af fundi undir þessum lið.
  • 3.3 1804418 Skógræktarfélag Kópavogs, samstarfssamningur 2019.
    Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, lögð fram drög að samstarfssamningi við Skógræktarfélag Kópavogs um skógrækt og rekstur í Guðmundarlundi. Niðurstaða Bæjarráð - 2959 Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagðan samstarfssamning við Skógræktarfélag Kópavogs um skógrækt og rekstur í Guðmundarlundi.
  • 3.4 1901845 Sunnubraut 30. Óskað eftir lækkun gatnagerðargjalda
    Frá bæjarlögmanni, dags. 13. maí, lögð fram umsögn um beiðni lóðarhafa Sunnubrautar 30 um lækkun gatnagerðargjalda. Niðurstaða Bæjarráð - 2959 Bæjarráð hafnar erindinu með þremur atkvæðum þeirra Birkis Jóns Jónssonar, Karenar Halldórsdóttur og Hjördísar Johnson en Theódóra Þorsteinsdóttir og Bergljós Kristinsdóttir greiddu atkvæði með erindinu. Niðurstaða Bæjarstjórn hafnar afgreiðslu bæjarráðs með atkvæðum þeirra Péturs Hrafns Sigurðssonar, Theódóru Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur og Ragnhildar Reynisdóttur en atkvæði með afgreiðslu bæjarráðs greiddu þau Birkir Jón Jónsson, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal og Jón Finnbogason. Ármann Kr. Ólafsson og Andri Steinn Hilmarsson greiddu ekki atkvæði.

    Bæjarstjórn samþykkir erindi lóðarhafa Sunnubrautar 30 um lækkun gatnagerðargjalda með fimm atkvæðum þeirra Péturs Hrafns Sigurðssonar, Theódóru Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur og Ragnhildar Reynisdóttur gegn fjórum atkvæðum þeirra Birkis Jóns Jónssonar, Hjördísar Ýr Johnson, Guðmundar Geirdal og Jóns Finnbogasonar. Ármann Kr. Ólafsson og Andri Steinn Hilmarsson greiddu ekki atkvæði.

Önnur mál fundargerðir

4.1905008F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 267. fundur frá 09.05.2019

Fundargerð í 11. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

5.1904002F - Hafnarstjórn - 110. fundur frá 08.04.2019

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.1905005F - Íþróttaráð - 92. fundur frá 09.05.2019

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.1905006F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 70. fundur frá 09.05.2019

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.1905011F - Leikskólanefnd - 107. fundur frá 16.05.2019

Fundargerð í 22. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.1905002F - Menntaráð - 42. fundur frá 07.05.2019

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

10.1904020F - Skipulagsráð - 52. fundur frá 20.05.2019

Lagt fram.
  • 10.7 1902337 Naustavör 13-15, 52-58 og 60-68. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Archus arkitekta fh. lóðarhafa tillaga að breyttu deiliskipulagi Naustarvarar 13-66 (áður 13-84).
    Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Naustavör 13 og 15.
    Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir 4 hæða fjölbýlishúsi auk kjallara á lóðinni Naustavör 13 með alls 12 íbúðum. Í deiliskipulaginu er jafnframt gert ráð fyrir leikskóla á lóð Naustavarar 15.
    Í breytingunni felst að lóðirnar Naustavör 13 og 15 eru sameinaðar og þar ráð gerður byggingarreitur fyrir fjögurra deilda leikskóla á 4.600 m2 lóð, en byggingarreitur fyrir fjölbýlishúsið að Naustavör 13 er felldur niður. Aðkoma, bílastæði og byggingarreitur breytist. Leikskólinn mun þjóna Bryggjuhverfi sem og vesturhluta Kársnes.
    Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Naustavör 52 til 58.
    Í breytingunni felst að aðkoma að Naustavör 52 til 58 breytist á þann hátt að vesturhluti Naustavarar liggur nú beint norður af gatnamótum Vesturvarar og Naustavarar. Bílastæði færast til vesturs og lóðarmörk breytast.
    Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Naustavör 60 til 68 (áður 70-84).
    Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir tveimur 4 hæða fjölbýlishúsum auk kjallara á lóðinni Naustavör 60-66 (áður 76-84) með alls 33 íbúðum.
    Í breytingunni felst að koma fyrir á lóðinni byggingarreit á 3 og 4 hæðum með kjallara. Gert er ráð fyrir 54 íbúðum. Lóðarmörk og aðkoma að Naustavör 60-66 breytist á þann hátt að vesturhluti Naustavarar liggur nú beint norður af gatnamótum Vesturvarar og Naustavarar. Bílastæðum á lóð og í kjallara fjölgar. Bílastæðakrafa helst óbreytt. Fallið er frá kennileyti á byggingarreit. Heildarbyggingarmagn eykst um 4.230 m2 og verður 7.020 m2 eftir breytingu.
    Opið svæði.
    Göngu og hjólaleið norðan Vesturvarar nr. 12-20 breytist sem og kvöð um skógrækt.
    Á fundi skipulagsráðs 18. febrúar 2019 var samþykkt með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Kynningartíma lauk 13. maí 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 52 Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 10.8 1903606 Gulaþing 3. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju erindi Andra Gunnars Andréssonar arkitekts, dags. 15. mars 2019 fh. lóðarhafa Gulaþings 3 þar sem óskað er eftir að að húsið fari út fyrir byggingarreit á jöðrum þannig að húsið færi þá 2 m. út fyrir byggingarreit suðurhliðar hússins ásamt því að norðaustur horn bílgeymslu fer 2x 1,6 m. út fyrir byggingarreit norðurhliðar. Þakkantur norðurhliðar hússins fer 61 cm. upp úr byggingarreit og suðurhorn austurhliðar fer 41 cm. upp fyrir byggingarreit ásamt því að öll suðurhliðin nær 2m. út fyrir upprunalegan byggingarreit. Á fundi skipulagsráðs 18. mars 2019 var samþykkt með tilvísan í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Gulaþings 1, 2 og 5, Hólmaþings 1, 2, 4 og Heiðaþings 2, 4, 6 og 8. Kynningartíma lauk 2. maí 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum.
    Á fundi skipulagsráðs 6. maí 2019 var afgreiðslu málsins frestað og vísað í umsögn skipulags- og byggingardeildar. Á fundi skipulagsráðs 20. maí 2019 var lagt fram breytt erindi dags. 13. maí 2019 þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir og hæð fyrirhugaðs húss er lækkuð um 61 cm. Þá lagðir fram tölvupóstar frá Guðmundi G. Haraldssyni dags. 16. maí; Halldóri Sveinssyni dags. 16. maí; Ragnhildi Geirsdóttur, dags. 14. maí og Maríu Valdimarsdóttur dags. 14. maí 2019 þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við breytt erindi dags. 13. maí 2019 og lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 20. maí 2019
    Niðurstaða Skipulagsráð - 52 Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

11.1905293 - 10. fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 08.05.2019

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.1905286 - Fundargerð 375. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 14.05.2014

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.1905119 - Fundargerð 470. fundar stjórnar SSH frá 06.05.2019

Fundargerð í 7. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.1905253 - Fundargerð 303. fundar stjórnar Strætó bs. frá 03.05.2019

Fundargerð í 7. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.1901006F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 115. fundur frá 06.05.2019

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.1905009F - Velferðarráð - 45. fundur frá 13.05.2019

Fundargerð í 14. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:25.