Bæjarstjórn

1199. fundur 25. júní 2019 kl. 16:00 - 18:30 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen E. Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

Fundargerð

1.1906003F - Bæjarráð - 2961. fundur frá 13.06.2019

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

2.1906004F - Bæjarráð - 2962. fundur frá 20.06.2019

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.
  • 2.2 1906259 Tónahvarf 10. Umsókn um lóð undir atvinnuhúsnæði
    Frá bæjarlögmanni, dags. 18. júní, lögð fram umsókn um lóðina Tónahvarf 10 frá Sérverk ehf. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda. Niðurstaða Bæjarráð - 2962 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrir sitt leyti úthlutun lóðarinnar Tónahvarf 10 til umsækjanda. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að úthluta lóðinni Tónahvarfi 10 til Sérverks ehf.
  • 2.6 1211011 Granaholt 7. Innlausn.
    Frá lögfræðideild, lagður fram til samþykktar kaupsamningur og afsal vegna kaupa á fasteigninni Granaholt 7. Niðurstaða Bæjarráð - 2962 Bæjarráð samþykkir framlagðan kaupsamning með þremur atkvæðum þeirra Birkis Jóns Jónssonar, Karenar Halldórsdóttur og Hjördísar Johnson gegn atkvæði Theódóru Þorsteinsdóttur. Pétur Hrafn Sigurðsson greidd ekki atkvæði. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir erindið með sex atkvæðum gegn fjórum atkvæðum þeirra Theodóru Sigurlaugar Þorsteinsdóttur, Einars Arnars Þorvarðarsonar, Bergljótar Kristinsdóttur og Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur og hjásetu Péturs Hrafns Sigurðssonar.

    Bókun:
    "Bæjarfulltrúar Samfylkingar, Pírata og BF Viðreisnar geta ekki samþykkt uppkaup á ónýtu hesthúsi á Glaðheimasvæðinu fyrir einbýlishúsaverð. Hér er verið að setja endapunkt á glórulausa vegferð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem hófst með því að bjarga uppkaupsmönnum á hesthúsum á svæði hestamannafélagsins Gusts á árinu 2006. Þessi vegferð hefur vægt áætlað, kostað Kópavogsbæ tæplega 6 milljarða króna á verðlagi dagsins í dag, fyrir kaup á landi sem var þrátt fyrir allt í eigu Kópavogsbæjar. Er leitun að annarri framkvæmd sveitarfélags á Íslandi sem hefur skilað álíka tapi. Gagnrýnin snýr að því að hesthúsin voru keypt fyrir allt of háar fjárhæðir á sínum tíma sem endurspeglar verðið í dag. Ef faglega hefði verið staðið að málum hefði kostnaður orðið minni en Glaðheimalandið samt sem áður skilað Kópavogsbæ tekjum til framtíðar.
    Pétur Hrafn Sigurðsson, Bergljót Kristinsdóttir, Theódóra Þorsteinsdóttir, Einar Örn Þorvarðarson, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir"

    Bókun:
    Glaðheimasvæðið er miðsvæðis í bænum og á öllu höfuðborgarsvæðinu og hentar því einstaklega vel til þéttingar byggðar og gott framlag í að stytta vegalengdir og minnka kolefnisfótsporið. Mikil verslun og þjónusta er í næsta nágrenni auk þess sem aðrir innviðir bæjarins á þessu svæði eru mjög góðir. Það hefur líka sýnt sig að hverfið er vinsælt en nú þegar hafa risið, eða eru að rísa í um 330 íbúðir á svæðinu og reikna má með að svipaður fjöldi verði í næsta áfanga. Þeim mun því fjölga umtalsvert sem njóta góðs af því að búa í Glaðheimum. Að öðru leyti er vísað í bókun í bæjarstjórn frá 14. maí sl.
    Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen E. Halldórsdóttir, Jón Finnbogason og Birkir Jón Jónsson

    Bókun:
    "Réttlæting Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna um kolefnisfótspor og þéttingu byggðar eru eftirá skýringar. Hesthúsin, sem kostuðu skattgreiðendur í Kópavogi að minnsta kosti 6 milljarða króna á verðlagi dagsins í dag, voru keypt á allt of háu verði. Þess vegna sitja sömu flokkar nú uppi með það að greiða 95 milljónir króna fyrir ónýtt hesthús."
    Pétur Hrafn Sigurðsson, Bergljót Kristinsdóttir, Theódóra Þorsteinsdóttir, Einar Örn Þorvarðarson, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir"

Fundargerð

3.1906006F - Forsætisnefnd - 140. fundur frá 20.06.2019

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.
  • 3.2 1705174 Stofnun öldungaráðs
    Frá lögfræðideild, dags. 18. júní, lögð fram umsögn um breytingar á erindisbréfi öldungaráðs. Forsætisnefnd vísaði tillögu að breytingum á erindisbréfinu til bæjarritara til umsagnar þann 21. febrúar sl. Niðurstaða Forsætisnefnd - 140 Forsætisnefnd samþykkir með þremur atkvæðum að leggja til við bæjarstjórn að samþykkt verði framlagt erindisbréf fyrir öldungaráð og felld verði úr gildi samþykkt um öldungaráð Kópavogs, dags. 9. maí 2017.

    Með vísan til 51. gr. sveitarstjórnarlaga um að sveitarstjórn sé skylt að ákveða kjörnum fulltrúum í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum sveitarfélags hæfilega þóknun fyrir þau störf leggur forsætisnefnd til að greiðslur taki mið af greiðslum til minni fastanefnda.
    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagt erindisbréf fyrir öldungaráð og að samþykkt um öldungaráð Kópavogs falli úr gildi.

    Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum tillögu um að nefndarmönnum verði greidd þóknun fyrir störf sín.
  • 3.3 16091082 Notendaráð vegna málefna fatlaðs fólks
    Frá lögfræðideild, dags. 19. júní, lögð fram umsögn um breytingar á erindisbréfi notendaráðs um málefni fatlaðs fólks, sem áður hafa verið samþykktar í velferðarráði og forsætisnefnd. Bæjarstjórn frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 11. júní sl. Niðurstaða Forsætisnefnd - 140 Forsætisnefnd samþykkir með þremur atkvæðum að vísa til afgreiðslu bæjarstjórnar erindisbréfi samráðshóps um málefni fatlaðs fólks, óbreytt frá samþykkt velferðarráðs á fundi þess dags. 13. maí sl.

    Með vísan til 51. gr. sveitarstjórnarlaga um að sveitarstjórn sé skylt að ákveða kjörnum fulltrúum í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum sveitarfélags hæfilega þóknun fyrir þau störf leggur forsætisnefnd til að greiðslur taki mið af greiðslum til minni fastanefnda.
    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagt erindisbréf samráðshóps um málefni fatlaðs fólks.

    Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum tillögu um að nefndarmönnum verði greidd þóknun fyrir störf sín.

Fundargerð

4.1905024F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 71. fundur frá 04.06.2019

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

5.1905015F - Menntaráð - 43. fundur frá 21.05.2019

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

6.1905023F - Menntaráð - 44. fundur frá 04.06.2019

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.1906122 - Fundargerð 871. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. maí 2019

Fundargerð í 45 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.1906428 - Fundargerð 376. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 13.06.2019

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.1906406 - Fundargerð 182. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 14.06.2019

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.1906195 - Fundargerð 471. fundar stjórnar SSH frá 03.06.2019

Fundargerð í 14 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál

11.1406406 - Sumarleyfi bæjarstjórnar

Frá bæjarstjóra, tillaga að sumarleyfi bæjarstjórnar. Með vísan til 8. gr. samþykkta Kópavogsbæjar er lagt til að sumarleyfi bæjarstjórnar hefjist að afloknum yfirstandandi fundi og standi fram að fundi bæjarstjórnar annan þriðjudag í september. Samkvæmt 35. gr. laga nr. 138/2011 og 32. gr. bæjarmálasamþykktar Kópavogsbæjar fari bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella í sumarleyfi hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu um sumarleyfi með 8 atkvæðum og hjásetu Theodóru S. Þorsteinsdóttur, Einars Arnars Þorvarðarsonar og Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur.

Kosningar

12.18051215 - Kosningar í bæjarráð, forseta bæjarstjórnar, varaforseta og skrifara 2018-2022

Kosning forseta bæjarstjórnar.
Tillaga:
Margrét Friðriksdóttir

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Kosningar

13.18051215 - Kosningar í bæjarráð, forseta bæjarstjórnar, varaforseta og skrifara 2018-2022

Kosning um 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar.
Tillaga um 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar:
Theódóra S. Þorsteinsdóttir 1. varaforseti
Birkir Jón Jónsson 2. varaforseti

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Kosningar

14.18051215 - Kosningar í bæjarráð, forseta bæjarstjórnar, varaforseta og skrifara 2018-2022

Kosning tveggja skrifara og jafnmargra til vara úr hópi bæjarfulltrúa.
Tillaga:
Guðmund Gísla Geirdal og Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur sem aðalmenn
Hjördísi Ýr Johnson og Einar Örn Þorvarðarson til vara

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Kosningar

15.18051215 - Kosningar í bæjarráð, forseta bæjarstjórnar, varaforseta og skrifara 2018-2022

Kosning fimm fulltrúa í bæjarráð sem aðalmenn. Einnig tilnefndur áheyrnarfulltrúi fyrir framboðslista Pírata. Kosning formanns og varaformanns bæjarráðs.
Tillaga:
Aðalmenn
Af A-lista:
Birkir Jón Jónsson
Hjördís Ýr Johnson
Karen E. Halldórsdóttir
Af B-lista:
Pétur H. Sigurðsson
Theódóra S. Þorsteinsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Skipan áheyrnarfulltrúa skv. 43. bæjarmálasamþykktar: Tillaga um Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Tillaga:
Birkir Jón Jónsson formaður
Karen E. Halldórsdóttir varaformaður

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Kosningar

16.1906475 - Kosningar í notendaráð um málefni fatlaðs fólks

Kosning fjögurra fulltrúa í notendaráð vegna málefna fatlaðs fólks.
Tillaga:
Aðalmenn
Af A-lista, Guðmundur Gísli Geirdal og Björg Baldursdóttir
Af B-lista, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir

Til vara
Af A-lista, Halla Karí Hjaltested og Baldur Baldvinsson
Af B-lista, Bergljót Kristinsdóttir

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:30.