Bæjarstjórn

1201. fundur 24. september 2019 kl. 16:00 - 18:20 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
  • Karen E. Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Fundargerð

1.1909003F - Bæjarráð - 2969. fundur frá 12.09.2019

Fundargerð í 20 liðum.
Lagt fram.
  • 1.1 1909161 Tónahvarf 12. Umsókn um lóð undir atvinnuhúsnæði
    Frá bæjarlögmanni, dags. 9. september, lögð fram umsókn um lóðina Tónahvarf 12 frá Byggingarfélaginu Bestlu ehf. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda. Niðurstaða Bæjarráð - 2969 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að úthluta lóðinni Tónahvarfi 12 til Byggingarfélags Bestlu ehf.

Fundargerð

2.1909010F - Bæjarráð - 2970. fundur frá 19.09.2019

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

3.1908013F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 274. fundur frá 30.08.2019

Fundargerð í 11 liðum
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum

Önnur mál fundargerðir

4.1908014F - Barnaverndarnefnd - 95. fundur frá 05.09.2019

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

5.1909140 - Fundargerð 18. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 26.08.2019

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.1909312 - Fundargerð 19. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 02.09.2019

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

7.1909018F - Forsætisnefnd - 142. fundur frá 19.09.2019

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.
  • 7.2 1806578 Ungmennaráð Kópavogs - erindisbréf
    Erindisbréf ungmennaráðs og þóknun fyrir fundarsetu. Niðurstaða Forsætisnefnd - 142 Forsætisnefnd samþykkir með þremur atkvæðum að leggja til við bæjarstjórn að greitt verði 1% af viðmiðunarfjárhæð greiðslna til kjörinna fulltrúa fyrir setinn fund í ungmennaráði Kópavogs. Greitt verði að hámarki fyrir sex fundi á ári. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu forsætisnefndar með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

8.1909416 - Fundargerð 128. fundar framkvæmdastjórnar vatnsverndarsvæða

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Bæjarstjórn samþykkti eftirfarandi ályktun með 11 atkvæðum:
"Bæjarstjórn Kópavogs tekur undir bókanir og tillögur framkvæmdastjórnar um vatnsvendarsvæði höfuðborgarsvæðisins sem fram komu á fundi þann 4. september síðastliðinn er varða mengunarhættu gagnvart vatnsbólum höfuðborgarsvæðisins."

Fundargerð

9.1909008F - Lista- og menningarráð - 104. fundur frá 12.09.2019

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

10.1908010F - Menntaráð - 46. fundur frá 03.09.2019

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

11.1908012F - Skipulagsráð - 58. fundur frá 16.09.2019

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.1909158 - Fundargerð 872. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 21. júní 2019

Fundargerð í 19 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.1909159 - Fundargerð 873. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30. ágúst 2019

Fundargerð í 38 liðum.
Lagt fram.

Karen Halldórsdóttir og Guðmundur Geirdal lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Undirrituð vilja taka undir eftirfarandi bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitafélaga um urðunarskatt:
"Stjórnin telur að frumvarp um urðunarskatt sé ótímabært, óútfært og án nauðsynlegrar tengingar við stefnumótun í úrgangsmálum og loftslagsmálum.
Stjórnin leggst því eindregið gegn því að frumvarp um urðunarskatt verði lagt fram á haustþingi og kallar eftir víðtæku samráði um mögulega útfærslu slíkrar skattheimtu áður en ákvörðun er tekin um lagabreytingar."
Guðmundur Gísli Geirdal, Karen Elísabet Halldórsdóttir"

Önnur mál fundargerðir

14.1909391 - Fundargerð 474. fundar stjórnar SSH frá 02.09.2019

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.1909007F - Velferðarráð - 49. fundur frá 09.09.2019

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.
  • 15.5 1901896 Endurskoðun á reglum um ferðaþjónustu fatlaðra
    Drög að reglum lögð fram til afgreiðslu. Niðurstaða Velferðarráð - 49 Velferðarráð samþykkti reglurnar fyrir sitt leyti. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um ferðaþjónustu fatlaðs fólks með 11 atkvæðum.
  • 15.6 1905602 Endurskoðun á reglum um akstursþjónustu aldraðra
    Drög að reglum lögð fram til afgreiðslu. Niðurstaða Velferðarráð - 49 Velferðarráð samþykkti reglurnar fyrir sitt leyti. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um akstursþjónustu aldraðra með 11 atkvæðum.
  • 15.8 16082183 Reglur um félagslega heimaþjónustu. Breyting á 2.gr.
    Lögð fram tillaga deildarstjóra dags. 2. september 2019 um reglubreytingu. Niðurstaða Velferðarráð - 49 Velferðarráð samþykkti breytingatillöguna fyrir sitt leyti. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um félagslega heimaþjónustu með 11 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:20.