Bæjarstjórn

1203. fundur 22. október 2019 kl. 16:00 - 20:05 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
 • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
 • Jón Finnbogason varafulltrúi
 • Karen E. Halldórsdóttir aðalfulltrúi
 • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
 • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
 • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
 • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
 • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.1910132 - Samkomulag ríkis og SSH um uppbyggingu á samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu - seinni umræða

Frá SSH, lagt fram til samþykktar samkomulag ríkis og SSH um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu 2019-2033 ásamt fylgigögnum.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum samkomulag ríkis og SSH um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir greiddi ekki atkvæði.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Markmið samkomulagsins eru góð, uppbygging innviða sem stuðlar að aukinni notkun virkra ferðamáta er eitt mikilvægasta verkefnið sem við stöndum frammi fyrir. Það varðar bæði loftslagið, lýðheilsu og lífsgæði íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Margt er þó enn óútfært í samkomulaginu og óljóst hvað samþykki þess felur í sér, enda höfðu bæjarfulltrúar enga aðkomu að gerð þess og leynd ríkir um feril þess og áherslur þeirra sem komu að því. Opnara ferli hefði gefið fleirum tækifæri á aðkomu, sem hefði líklega leitt til betri afurðar ásamt því að auka traust, bæði til samkomulagsins og stjórnmála í heild. Mikilvægt er að útfærsla "sérstakrar fjármögnunar"! í samkomulaginu verði opnari og aðgengilegri en samningaferlið var. Gert er ráð fyrir að þessi hluti fjármögnunarinnar geti verið með ýmsum hætti eftir því hver vilji Alþingis kann að vera, að því gefnu að það samræmist markmiðum samkomulagsins. Mestu máli skiptir að í þeirri útfærslu verði ekki vegið að þeim tekjulægstu í samfélaginu né að friðhelgi einkalífs.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir"

Undirritaðir bæjarfulltrúar lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Undirrituð styðja samkomulag ríkis og sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu sem mun hraða nauðsynlegum framkvæmdum á öllu höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að stuðla að auknum lífsgæðum með skilvirkum samgöngubótum. Tekið er undir það sjónarmið sem kemur fram í samkomulaginu að álögur verði ekki umfram almennan ávinning notanda af þessari hröðun uppbyggingar. Það vekur sérstaklega ánægju að vegna þessa samkomulags að lúkning Arnarnesvegar er áætluð fyrir árslok 2021 samkvæmt tillögu að nýrri samgönguáætlun. Áhersla verður lögð á að íbúar Kópavogs verði upplýstir í ferlinu öllu sem framundan er.
Theódóra Þorsteinsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Ármann Kr. Ólafsson, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Jón Finnbogason, Einar Örn Þorvarðarson"

Dagskrármál

2.1909607 - Heildarlausn í úrgangsmálum á höfuðborgarsvæðinu

Umræður um niðurstöður starfshóps um heildarlausn úrgangsmála á höfuðborgarsvæðinu að beiðni Samfylkingar, BF Viðreisnar og Pírata, þar sem markmiðið er að draga fram stefnu höfuðborgarsvæðisins við meðhöndlun úrgangs, stefnu Kópavogs um sama efni og hvort þær áherslur séu í samræmi við nýja stefnu umhverfis- og auðlindaráðherra er varðar hringrásarhagkerfið sem nú er í umsagnarferli. Jafnframt að ræða hvaða leið sé fær til þess að mótuð verði sameiginleg stefna á höfuðborgarsvæðinu fyrir meðhöndlun úrgangs.
Lagt fram.

Bæjarstjórn Kópavogs felur bæjarstjóra að leggja til við stjórn SSH að skipulögð verði ráðstefna um sameiginlegt flokkunarkerfi fyrir sorp á höfuðborgarsvæðinu þar sem boðið verður til þátttöku bæjarfulltrúum, borgarfulltrúum og sérfræðingum í málaflokknum.
Hlé var gert á fundi kl. 18:40. Fundi var fram haldið kl. 19:23.

Fundargerð

3.1910001F - Bæjarráð - 2973. fundur frá 10.10.2019

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

4.1910004F - Bæjarráð - 2974. fundur frá 17.10.2019

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.
 • 4.6 1910214 Gjaldskrá fyrir matvæla-, heilbrigðis og mengunareftirlits og gjaldskrá fyrir eftirlit með hundahaldi.
  Frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 3. október, lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2020, ásamt tillögum að gjaldskrám fyrir eftirlit með hundahaldi og matvæla-, heilbrigðis- og mengunareftirlit til samþykktar. Niðurstaða Bæjarráð - 2974 Bæjarráð vísar tillögu að gjaldskrám heilbrigðiseftirlitsins fyrir eftirlit með hundahaldi og matvæla-, heilbrigðis- og mengunareftirlit til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum tillögur að gjaldskrám fyrir eftirlit með hundahaldi og matvæla-, heilbrigðis- og mengunareftirlit.

Fundargerð

5.1909024F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 276. fundur frá 27.09.2019

Fundargerð í 6 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Fundargerð

6.1910017F - Forsætisnefnd - 144. fundur frá 17.10.2019

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.1910054 - Fundargerð 249. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 30.09.2019

Fundargerð í 44 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

8.1909027F - Íþróttaráð - 95. fundur frá 03.10.2019

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

9.1909016F - Lista- og menningarráð - 105. fundur frá 10.10.2019

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.
 • 9.4 1502338 Menningarstyrkir 2015-2016
  Reglur sjóðs lista- og menningarráðs lagðar fyrir. Niðurstaða Lista- og menningarráð - 105 Lista- og menningarráð samþykkir drög að nýjum reglum fyrir lista- og menningarsjóð. Í næstu úthlutun verður lögð áhersla á að styrkja verkefni og viðburði sem tengjast Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Reglum er vísað til afgreiðslu og staðfestingar bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu lista- og menningarráðs með 11 atkvæðum.

Fundargerð

10.1909023F - Menntaráð - 48. fundur frá 01.10.2019

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

11.1909002F - Skipulagsráð - 59. fundur frá 07.10.2019

Fundargerð í 23 liðum.
Lagt fram.
 • 11.3 1907234 Vesturvör 50. Kársneshöfn. Breytt deiliskipulag.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Hjalta Brynjarssonar arkitekts fyrir hönd lóðarhafa Vesturvarar 50 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að stækka byggingarreitinn um 3,7 m. til norðurs og 4,8 m. til austurs. Hámarks byggingarmagn eykst úr 1500 m2 í 2200 m2, hámarksstærð grunnflatar stækkar úr 1000 m2 í 1350 m2 og mesta hæð hússins fer úr 9 m. í 12 m. Gert er ráð fyrir inndreginni 3 hæð, allt að 300 m2. Á fundi skipulagsráðs 15. júlí 2019 var samþykkt að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarráðs 25. júlí var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 18. september 2019. Engar ábendingar eða athugasemdir bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 59 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 11.4 1908477 Vesturvör 9. Kynning á byggingarleyfi.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Vífils Magnússonar, arkitekts fh. lóðarhafa Vesturvarar 9 þar sem óskað er heimildar til að reisa geymslu 43 m2 að flatarmáli við austurhlið hússins. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 4. júlí 2017. Á fundi skipulagsráðs 19. ágúst 2019 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt lóðarhöfum Vesturvara 9 og Kársnesbrautar 84 og 86. Kynningartíma lauk 26. september 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 59 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 11.6 1904921 Álfhólsvegur 37. Kynning á byggingarleyfi.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Kristins Ragnarssonar dags. 7. nóvember 2017 fh. lóðarhafa Álfhólsvegar 37 þar sem óskað er eftir að byggja viðbyggingu við núverandi hús. Á lóðinni stendur einbýlishús ein hæð með kjallara og risi um 180 m2 að samanlögðum gólffleti byggt 1955. Lóðin er 1.021 m2 að flatarmáli og núverandi nýtingarhlutfall er 0,18. Í framlagðri byggingarleyfisumsókn er gert ráð fyrir að lyfta þaki núverandi húss um 1,0 m og byggja við húsið kjallara, hæð og ris samtals 212 m2 með þremur íbúðum. Samtals verða því fjórar íbúðir á lóðinni eftir breytingu, nýtingarhlutfall 0,38 og 6 bílastæði á lóð eða 1,5 stæði á íbúð. Á fundi skipulagsráðs 15. júlí 2019 var samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 24, 24a, 26, 28, 28a, 30, 30a, 35, 39 og Löngubrekku 33, 35 og 37. Kynningartíma lauk 22. ágúst 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust. Á fundi skipulagsráðs 2. september 2019 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 7. október 2019. Niðurstaða Skipulagsráð - 59 Skipulagsráð hafnar framlagðri tillögu með tilvísan til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

  Kristinn Dagur Gissurarson greiðir atkvæði gegn því að hafna tillögunni.
  Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.
 • 11.7 1902260 Langabrekka 5. Kynning á byggingarleyfi.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Verkfræðistofu Ívars Haukssonar f.h. lóðarhafa dags. 27. september 2016 þar sem óskað er eftir að byggja 21,7 m2 bílgeymslu sem verður áföst vesturhlið hússins að Löngubrekku 5 sbr. framlagða uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 27.9.2016. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa á aðliggjandi lóð, Löngubrekku 7. Á fundi skipulagsráðs 18. febrúar var afgreiðslu frestað. Þá lögð fram undirrituð yfirlýsing lóðarhafa um að hann standi straum af öllum kostnaði við að færa fráveitulögn sem er staðsett þar sem bílgeymslan á að rísa. Einnig samþykkir hann að starfsmenn umhverfissviðs hafi eftirlit með framkvæmdinni. Á fundi skipulagsráðs 20. maí 2019 var afgreiðslu málsins frestað. Á fundi skipulagsráðs 29. júlí 2019 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt lóðarhöfum Löngubrekku 1-13, Laufbrekku 1 og 3 og Álfhólsvegar 59 og 61. Kynningartíma lauk 30. ágúst 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust. Á fundi skipulagsráðs 2. september 2019 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 7. október 2019.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 59 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

  Fundarhlé kl. 17:15
  Fundi fram haldið kl. 17:22
  Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.
 • 11.9 1909365 Akrakór 12. Breytt deiliskipulag.
  Lagt fram erindi Ellerts Hreinssonar arkitekts dags. 11. september 2019 fh. lóðarhafa Akrakórs 12 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi þannig að á lóðinni rísi parhús í stað einbýlishúss eins og gildandi deiliskipulag segir til um. Húsið verður á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúrum og tveimur bílastæðum á íbúð. Stærð íbúða er áætluð 200m2 og 207 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:200 dags. í september 2019. Niðurstaða Skipulagsráð - 59 Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi Akrakórs 12 verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
  Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

12.1910254 - Fundargerð 20. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 7.10.2019

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.1910256 - Fundargerð 20. eigendafundar Strætó bs. 7.10.2019

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.1910115 - Fundargerð 847. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27.09.2019

Fundargerð í 20 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.1910069 - Fundargerð 184. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 20.09.2019

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.1910288 - Fundargerð 414. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 7.10.2019

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

17.1910005F - Velferðarráð - 51. fundur frá 14.10.2019

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.
 • 17.8 1712764 Áfangaheimilið D-27
  Þjónustusamningur við Samhjálp 2019-2021 lagður fram. Niðurstaða Velferðarráð - 51 Velferðarráð samþykkti framlögð samningsdrög fyrir sitt leyti. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum þjónustusamning við Samhjálp.

Kosningar

18.18051284 - Kosningar í menntaráð 2018-2022

Birkir Jón Jónsson kjörinn aðalmaður í stað Helgu Maríu Hallgrímsdóttur.

Kosningar

19.18051280 - Kosningar í íþróttaráð 2018-2022

Guðmundur Þór Jóhannesson kjörinn varamaður í stað Hjartar Sveinssonar.

Fundi slitið - kl. 20:05.