Bæjarstjórn

1209. fundur 11. febrúar 2020 kl. 16:00 - 20:37 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen E. Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Elvar Páll Sigurðsson varafulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

Dagskrármál

1.2001800 - Úttekt á starfsemi Sorpu bs.

Lögð fram skýrsla um úttekt á Sorpu bs.
Lagt fram.

Fundargerð

2.2001015F - Bæjarráð - 2987. fundur frá 30.01.2020

Fundargerð í 22 liðum.
Lagt fram.

Fundarhlé hófst kl. 18:35, fundi fram haldið kl. 19:14
  • 2.5 1811071 Jafnréttisáætlun Kópavogs 2018-2022
    Frá jafnréttisráðgjafa, lögð fram jafnréttisáætlun Kópavogsbæjar ásamt aðgerðaáætlun. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á síðasta fundi þann 16. janúar. Niðurstaða Bæjarráð - 2987 Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir jafnréttisáætlun, ásamt aðgerðaráætlun með 1l atkvæðum.

    Bókun:
    Undirritaðir fagna að jafnréttisáætlun sé komin fram.

    Í aðgerðaráætlun, verkefni nr. 12 er gert ráð fyrir að “Við úthlutun verkefna, tilfærslur í störfum og uppsagnir skal þess gætt að starfsmönnum sé ekki mismunað eftir kyni. Hér er mikilvægt að bæta við , trúarbragða, uppruna, aldurs o.s.frv.

    Við verkefni nr. 18 þá þarf að taka tillit til bæði starfsmanna og nemenda þannig að setningin verði "Gera viðhorfskönnun meðal starfsmanna og nemenda á því hvort það telji brotið á sér.."

    Pétur Hrafn Sigurðsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar
    Elvar Páll Sigurðsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar

Fundargerð

3.2001021F - Bæjarráð - 2988. fundur frá 06.02.2020

Fundargerð í 17 liðum.
Lagt fram.
  • 3.3 2001260 Málefni skíðasvæðanna
    Frá fjármálastjóra, dags. 4. febrúar, lögð fram umsögn um viðauka við samkomulag um endurnýjun og uppbyggingu á mannvirkjum skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Jafnframt lögð fram uppfærð umsögn fjármálastjóra vegna málsins frá 10. febrúar. Niðurstaða Bæjarráð - 2988 Lagt fram. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir erindið með 11 atkvæðum.

Fundargerð

4.2001014F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 283. fundur frá 17.01.2020

Fundargerð í 7 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Fundargerð

5.2001025F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 284. fundur frá 30.01.2020

Fundargerði í 9 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Fundargerð

6.2001012F - Barnaverndarnefnd - 100. fundur frá 22.01.2020

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.2001777 - Fundargerð 252.fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27.01.2020

Fundargerð í 59 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

8.2001008F - Leikskólanefnd - 115. fundur frá 16.01.2020

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

9.2001013F - Lista- og menningarráð - 109. fundur frá 21.01.2020

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

10.2001018F - Lista- og menningarráð - 110. fundur frá 24.01.2020

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

11.2001011F - Menntaráð - 54. fundur frá 21.01.2020

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

12.2001005F - Skipulagsráð - 68. fundur frá 03.02.2020

fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.
  • 12.4 2001204 Smárinn vestan Reykjanesbrautar. Bílastæðahús. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga ASK arkitekta að þriggja hæða bílastæðahúsi fyrir 310 bíla norðan Smáralindar að Hagasmára 1. Í tillögunni felst jafnframt að lóðamörk Hagasmára 1 breytist við aðkomugötu frá Fífuhvammsvegi að Smáralind og aðkomugatan hliðrast að hluta til vesturs næst Smáralind og fyrirkomulag bílastæða og gatnatengingar næst norðurhlið Smáralindar breytast. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 28. janúar 2019.
    Ennfremur lagt fram erindi Helga S. Gunnarssonar, forstjóra Regins hf. dags. 24. janúar 2020 varðandi fyrirhugað bílastæðishús norðan Smáralindar.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 68 Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 12.8 2001835 Lundur 22. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga Guðmundar Gunnlaugssonar arkitekts dags. 24. janúar 2020 fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina Lund 22. Í breytingunni felst að íbúð á 3. hæð hússins er stækkuð til suðurs í átt að Nýbýlavegi. Uppdrættir ásamt skýringarmyndum í mkv. 1:100 dags. 24. janúar 2020. Niðurstaða Skipulagsráð - 68 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 12.9 2001897 Naustavör 44-50. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi Gunnars Páls Kristinssonar arkitekts dags. 16. október 2018 fh. lóðarhafa Naustavarar 44-50 þar sem óskað er eftir að stækka íbúð á 4. hæð þannig að stofa stækkar um 10 m2 og þaksvalir stækka til austurs. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. í janúar 2020 ásamt skýringarmyndum. Niðurstaða Skipulagsráð - 68 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 12.13 19081140 Hlíðarvegur 31 og 31a. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Jóns H. Hlöðverssonar arkitekts dags. 9. ágúst 2019 fh. lóðarhafa Hlíðarvegar 31 þar sem óskað er eftir að skipta lóðinni upp og reisa nýtt íbúðarhús á nýrri lóð, Hlíðarvegi 31a. Um er að ræða byggingu á einni hæð án bílskúrs og gert ráð fyrir þremur bílastæðum á lóð. Ný lóð væri 466 m2 og íbúðarhúsið 128,3 m2, nýtingarhlutfall 0,28. Á fundi skipulagsráðs 4. nóvember 2019 samþykkti skipulagsráð með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum við Hlíðarveg 28, 29, 30, 31, 32, 33, 34, 35, 36, 37, 38, 39, 40 og 72, Hrauntungu 48, 50, 52 og Grænutungu 8. Kynningartíma lauk 10. desember 2019. Ábendingar og athugasemdir bárust á kynningartímanum. Á fundi skipulagsráðs 16. desember 2019 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 28. janúar 2020. Niðurstaða Skipulagsráð - 68 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
Fundarhlé hófst kl. 20:26, fundi fram haldið kl. 20:29

Önnur mál fundargerðir

13.2001739 - Fundargerð 417.fundar stjórnar Sorpu bs. frá 22.01.2020

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.2001772 - Fundargerð 315.fundar stjórnar Strætó frá 10.01.2020

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.2001888 - Fundargerð 91. fundar svæðissikiplagsnefndar frá 24.02.2020

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.2001001F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 123. fundur frá 21.01.2020

Fundargerði í 9. liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

17.2001009F - Ungmennaráð - 14. fundur frá 22.01.2020

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

18.2001019F - Velferðarráð - 57. fundur frá 27.01.2020

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

19.2002003F - Forsætisnefnd - 150. fundur frá 06.02.2020

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 20:37.