Bæjarstjórn

1210. fundur 25. febrúar 2020 kl. 16:00 - 17:20 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Fundargerð

1.2002001F - Bæjarráð - 2989. fundur frá 13.02.2020

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.
  • 1.1 1804779 Markavegur 8. Umsókn um lóð undir hesthús
    Frá bæjarlögmanni, dags. 5. febrúar, lagt fram erindi um afturköllun lóðarinnar Markavegur 8 þar sem lóðargjöld hafa ekki verið greidd þrátt fyrir ítrekun þar um. Niðurstaða Bæjarráð - 2989 Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afturköllun lóðarinnar.

Fundargerð

2.2002008F - Bæjarráð - 2990. fundur frá 20.02.2020

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

3.2001024F - Barnaverndarnefnd - 101. fundur frá 03.02.2020

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

4.2002018F - Forsætisnefnd - 151. fundur frá 20.02.2020

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

5.2002006F - Íþróttaráð - 100. fundur frá 12.02.2020

Fundargerð í 9 liðum.

Fundargerð

6.2001027F - Menntaráð - 55. fundur frá 03.02.2020

Fundargerð í 3 liðum.
Lögð fram.

Fundargerð

7.2001020F - Skipulagsráð - 69. fundur frá 17.02.2020

Fundargerð í 17 liðum.
Lagt fram.
  • 7.6 1904103 Nónhæð. Arnarsmári 36-40, Nónsmári 9-15 og Nónsmári 1-7. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga Basalt arkitekta fh. lóðarhafa dags. 12. febrúar 2020 um breytingu á deiliskipulagi á kolli Nónhæðar sem samþykkt var í bæjarstjórn 12. desember 2017 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 4. maí 2018 nr. 438.
    Nánar tiltekið nær breytingin til Arnarsmára 36-40 (hús A), Nónsmára 9-15 (hús B) og Nónsmára 1-7 (hús C). Í breytingunni felst eftirfarandi:
    1) Arnarsmári 36-40: Í tillögunni er gert ráð fyrir bílakjallara vestan við fjölbýlishúsið allt að 950 m2 að flatarmáli með 22 stæðum (undir fyrirhuguðum bílastæðum á yfirborði). Bílastæði innan lóðar verða alls 61 stæði. Fjöldi bílastæða á íbúð verður 1,5 í stað 1,2.
    2) Nónsmári 9-15: Stærð bílakjallara við fyrirhugað fjölbýlishús verður um 1.000 m2 í stað 1.400 m2 með 27 bílastæðum. Fjöldi bílastæða innan lóðar verður 66 stæði. Fjöldi bílastæða á íbúð verður 1,5 í stað 1,7.
    3) Nónsmári 1-7: Stærð bílastæðakjallara við fyrirhugað fjölbýlishús verður um 950 m2 í stað 1.500 m2 með 33 bílastæðum. Fjöldi bílastæða innan lóðar verður 80 stæði. Fjöldi bílastæða á íbúð verður 1,5 í stað 1,6.
    Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð, skipulagsskilmálum og skýringarmyndum dags. 12. febrúar 2020.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 69 Skipulagsráð samþykkir að auglýsa framlagða tillögu með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 7.11 2001008 Sæbólsbraut 40. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Guðrúnar Stefánsdóttur arkitekts dags. í desember 2019 fh. lóðarhafa að Sæbólsbraut 40. Í erindinu er óskað eftir að stækka bílgeymslu um 6 m2 til suðurs og stækka anddyri um 3.6 m2 og með því stækka svalir ofan á anddyri um það sama. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 26. nóvember 2019. Samþykki aðliggjandi lóðarhafa liggur fyrir. á fundi skipulagsráðs 6. janúar 2020 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Sæbólsbrautar 38, 42, 51 og 55. Kynningartíma lauk 4. febrúar 2020. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum. Niðurstaða Skipulagsráð - 69 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 7.13 2001088 Fífuhjalli 11. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju erindi Hildar Bjarnadóttur arkitekts dags. 29. nóvember 2019 fh. lóðarhafa Fífuhjalla 11. Í erindinu er óskað eftir að breyta skráningu hússins úr einbýli í tvíbýli auk þess að koma fyrir svölum á efri hæð hússins, sunnanmegin. Íbúð á neðri hæð verður 171,3 m2 eftir breytingu og íbúð á efri hæð veður 166,2 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 29. nóvember 2019. Á fundi skipulagsráðs 20. janúar 2020 var afgreiðslu málsins frestað. Niðurstaða Skipulagsráð - 69 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur.
  • 7.15 2002332 Kópavogsbraut 69. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga Sigurðar Hallgrímssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 69 við Kópavogsbraut. Á lóðinni stendur íbúðarhús og bílskúr úr steinsteypu og timbri, byggt 1950, samtals 164,9 m2. Í gildandi deiliskipulagi, samþykkt í bæjarstjórn 28. september 2010 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 28. október 2019, er heimilt að byggja einbýlishús á einni hæð auk kjallara og innbyggði bílgeymslu samtals um 220 m2, hámarkshæð 7,5 m miðað við aðkomuhæð og tvö bílastæði á lóð. Í framlagðri tillögu felst að á lóðinni verði reist tveggja hæða hús á pöllum, auk kjallara með samtals þremur íbúðum. Hámarks flatarmál er áætlað 450 m2 og nýtingarhlutfall lóðar því 0,68, hámarks hæð miðað við aðkomuhæð er áætluð 8,0 m og fimm bílastæði á lóð. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. í febrúar 2020. Niðurstaða Skipulagsráð - 69 Skipulagsráð samþykkir að auglýsa framlagða tillögu með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 7.16 2002333 Kópavogsbraut 71. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga Sigurðar Hallgrímssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 71 við Kópavogsbraut. Á lóðinni stendur óskráður geymsluskúr samkvæmt fasteignamati. Í gildandi deiliskipulagi, samþykkt í bæjarstjórn 28. september 2010 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 28. október 2019, er heimilt að byggja einbýlishús á einni hæð auk kjallara og innbyggði bílgeymslu samtals um 220 m2, hámarkshæð 7,5 m miðað við aðkomuhæð og tvö bílastæði á lóð. Í framlagðri tillögu felst að á lóðinni verði reist tveggja hæða hús á pöllum, auk kjallara með samtals þremur íbúðum. Hámarks flatarmál er áætlað 450 m2 og nýtingarhlutfall lóðar því 0,68, hámarks hæð miðað við aðkomuhæð er áætluð 8,0 m og fimm bílastæði á lóð. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. í febrúar 2020. Niðurstaða Skipulagsráð - 69 Skipulagsráð samþykkir að auglýsa framlagða tillögu með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

8.2002427 - 14. fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 31.10.19

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.2002428 - 15. fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 21.01.20

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.2002139 - Fundargerð 878. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 31.01.2020

Fundargerð í 49 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.2002373 - Fundargerð 418.fundar stjórnar Sorpu bs. frá 30.01.2020

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.2002374 - Fundargerð 419. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 07.02.2020

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.2002376 - Fundargerð 420. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 12.02.2020

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.2002271 - Fundargerð 481. fundar stjórnar SSH frá 03.02.2020

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.2002226 - Fundargerð 316. fundar stjórnar Strætó frá 30.01.2020

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

16.2002004F - Velferðarráð - 58. fundur frá 10.02.2020

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:20.