Bæjarstjórn

1212. fundur 24. mars 2020 kl. 16:00 - 18:08 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen E. Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.2003639 - Covid 19

Fjallað um stöðu mála vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum.
Lagt fram.

Bókun:
"Kópavogur á að sjá sóma sinn í því að veita innflytjendum í Kópavogi upplýsingar um helstu málefni bæjarins á máli sem þeir skilja. Við teljum afar mikilvægt að bæjaryfirvöld komi upp tilkynningasíðum á vef bæjarins bæði á ensku og pólsku til að tryggja að nauðsynlegar upplýsingar komist rétt til skila.
Bergljót Kristinsdóttir
Pétur Hrafn Sigurðsson"

Fundargerð

2.2003005F - Bæjarráð - 2993. fundur frá 12.03.2020

Fundargerð í 17 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

3.2003010F - Bæjarráð - 2994. fundur frá 19.03.2020

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.
  • 3.1 2003535 Hækkun á lánalínum Kópavogsbæjar
    Frá fjármálastjóra, dags. 17. mars, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar til þess hækka yfirdráttarheimild bæjarins í ljósi efnahagslegra afleiðinga Covid-heimsfaraldurs. Niðurstaða Bæjarráð - 2994 Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að veita fjármálastjóra heimild til þess að taka skammtímalán í formi yfirdráttarheimildar á veltureikningi í Íslandsbanka hf. Fjárhæð yfirdráttarheimildarinnar verði 1.600.000.000 kr. Um er að ræða hækkun á núverandi skammtímaláni hjá Íslandsbanka hf. (yfirdráttarheimild) um 800.000.000 kr.

    Jón Finnbogason vék af fundi undir afgreiðslu neðangreindrar tillögu:
    Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum að veita fjármálastjóra heimild til þess að taka skammtímalán í formi yfirdráttarheimildar á veltureikningi í
    Arion banka hf. Fjárhæð yfirdráttarheimildarinnar verði 1.800.000.000 kr. Um er að ræða hækkun á núverandi skammtímaláni hjá Arion banka hf. (yfirdráttarheimild) um 900.000.000 kr.

    Jón Finnbogason sneri aftur til fundar.
    Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að veita fjármálastjóra heimild til þess að taka skammtímalán í formi yfirdráttarheimildar á veltureikningi í Landsbanka hf. Fjárhæð yfirdráttarheimildarinnar verði 1.360.000.000 kr. Um er að ræða hækkun á núverandi skammtímaláni hjá Landsbanka hf. (yfirdráttarheimild) um 680.000.000 kr.

    Gildistími/lánstími heimilda verði til loka árs 2020 en með möguleika á framlengingu til 20. mars 2021.

  • 3.3 2003505 Rýmkaðar heimildir til að halda fjarfundi
    Frá lögfræðideild, dags. 16. mars, lögð fram tillaga vegna rýmkaðra heimilda skv. frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum til að halda fjarfundi í ljósi Covid19 faraldursins. Niðurstaða Bæjarráð - 2994 Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum tillögu um að bæjarstjórn og nefndum Kópavogsbæjar sé heimilt að funda í fjarfundi á gildistíma undanþágu sveitarstjórnarráðherra.

Önnur mál fundargerðir

4.2002024F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 286. fundur frá 27.02.2020

Fundargerð í 11 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Fundargerð

5.2003020F - Forsætisnefnd - 153. fundur frá 19.03.2020

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.
  • 5.3 2003054 Reglur um birtingu fylgigagna með fundargerðum á vef Kópavogsbæjar
    Frá bæjarlögmanni, lögð fram drög að reglum um birtingu fylgigagna með fundargerðum á vef Kópavogsbæjar. Forsætisnefnd frestaði málinu á fundi sínum þann 5. mars sl. og hvatti bæjarfulltrúa til að kynna sér regludrögin og gera athugasemdir fyrir næsta fund nefndarinnar. Niðurstaða Forsætisnefnd - 153 Forsætisnefnd samþykkir að vísa drögum að reglum um birtingu fylgigagna til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum reglur um birtingu fylgigagna með fundargerðum og að þær taki gildi eftir fyrsta fund bæjarstjórnar eftir sumarfrí.

Fundargerð

6.2003003F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 76. fundur frá 05.03.2020

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

7.2001022F - Lista- og menningarráð - 111. fundur frá 12.03.2020

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

8.2002025F - Menntaráð - 57. fundur frá 03.03.2020

Fundargerð í 3 liðum.
Lögð fram.

Fundargerð

9.2003011F - Menntaráð - 58. fundur frá 12.03.2020

Fundargerð í 1 lið.
Lögð fram.

Önnur mál fundargerðir

10.2003083 - Fundargerð 380. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 22.01.2020

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.2003186 - Fundargerð 879. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28.02.2020

Fundargerð í 31 lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.2002731 - Fundargerð 381. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 26.02.2020

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

13.2002015F - Skipulagsráð - 71. fundur frá 16.03.2020

Fundargerð í 14 liðum.
Lagt fram.
  • 13.3 2003236 Borgarlínan. Ártún - Hamraborg. Verk- og matslýsing aðalskipulagsbreytinga í Reykjavík og Kópavogi.
    Lögð fram, í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006, verk- og matslýsing aðalskipulagsbreytinga í Reykjavík og Kópavogi dags. í febrúar 2020. Í lýsingunni sem nær til fyrstu lotu Borgarlínu frá Ártúni í Reykjavík að Hamraborg í Kópavogi er gerð grein fyrir þeim áherslum sem verða í komandi skipulagsvinnu, forsendum sem skipulagið byggir á, fyrirliggjandi stefnu, umfang umhverfismats, framsetningu skipulagsgagna og fyrirhuguðum kynningum og samráði við skipulagsgerðina. Hrafnkell Á. Proppé og Stefán Gunnar Thors hjá Borgarlínuteymi gera grein fyrir tillögunni. Niðurstaða Skipulagsráð - 71 Skipulagsráð samþykkir að framlöð tillaga að verk- og matlýsingu verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Kristinn Dagur Gissurarson situr hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.
  • 13.5 1903010 Traðarreitir. B29. Tillaga að breyttu aðalskipulagi.
    Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 fyrir Traðarreit - eystri (B29). Breytingin nær til svæðis sem afmarkast af Álftröð í austur, Digranesvegi í suður, Skólatröð í vestur og Hávegi í norður. Í gildandi aðalskipulagi er umrætt svæði skilgreint sem íbúðarsvæði. Stærð skipulagssvæðisins er um 7.800 m2 og á því standa nú 8 íbúðarhús með samtals 12 íbúðum sem byggð eru á árunum 1952 til 1955. Í framlagði tillögu er gert ráð fyrir óbreyttri landnotkun en svæðið verði skilgreint sem þróunarsvæði þar sem byggðar verði allt að 180 íbúðir í tveggja til fjögurra hæða fjölbýlishúsum með kjallara og inndreginni þakhæð. Gert er ráð fyrir allt að 200 m2 atvinnuhúsnæðis á jarðhæð með aðkomu frá Álftröð. Samkvæmt tillögunni er áætlað nýtingarhlutfall svæðisins ofanjarðar 2,45 og með kjallara 3,70. Í tillögunni er miðað við 1,3 bílastæði á íbúð og 1 bílastæði á hverja 50 m2 atvinnuhúsnæðis. Tillagan er sett fram í greinargerð ásamt umhverfisskýrslu dags. í mars 2020. Niðurstaða Skipulagsráð - 71 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að vísa tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar og að hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. ofangreindra laga. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

    Leiðrétting er gerð á ofangreindum texta í 2. mgr. skipulagstillögunnar og er hún samþykkt svohljóðandi: "Breytingin nær til svæðis sem afmarkast af Álftröð í austur, Digranesvegi til suðurs, lóðarmörkum Kópavogsskóla í vestur og Hávegi í norður."
  • 13.6 1901024 Traðarreitur - eystri. Reitur B29. Deiliskipulag.
    Lögð fram að tillaga að deiliskipulagi Traðarreits - eystri, reits B29 sem unnin er af Tark-arkitektum fh. lóðarhafa. Nánar tiltekið afmarkast deiliskipulags-svæðið af Digranesvegi í suður, Skólatröð í vestur, Hávegi í norður og Álftröð í austur. Stærð skipulagssvæðisins er um 7.800 m2 og á því standa nú 8 íbúðarhús með samtals 12 íbúðum sem byggð eru á árunum 1952 til 1955. Í framlagði tillögu er gert ráð fyrir að byggðar verði allt að 180 íbúðir í tveggja til fjögurra hæða fjölbýlishúsum með kjallara og inndreginni þakhæð. Gert er ráð fyrir allt að 200 m2 atvinnuhúsnæðis á jarðhæð með aðkomu frá Álftröð. Samkvæmt tillögunni er áætlað nýtingarhlutfall svæðisins ofanjarðar 2,45 og með kjallara 3,70. Í tillögunni er miðað við 1,3 bílastæði á íbúð og 1 bílastæði á hverja 50 m2 atvinnuhúsnæðis. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000, ásamt greinargerð og skipulagsskilmálum dags. 16. mars 2020. Þá lagt fram minnisblað VSÓ Ráðgjöf, Traðarreitir, - umferðargreining dags. 23. september 2019; minnisblað VSÓ Ráðgjöf Traðarreitur B29, Hljóðvistarreikningar, dags, 31. október 2019; Digranes í Kópavogi; Traðarreitur B29 áður Álftröð 1-7 og Skólatróð 2-8, Húsakönnun, dags. í nóvember 2019 unnin af Tark-arkitektum og Digranes í Kópavogi - Traðarreitur B29, Nágrannabyggð Digranesvegur og Hávegur, nóvember 2019 unnin af Tark-arkitektum. Niðurstaða Skipulagsráð - 71 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að Traðarreit eystri. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

    Leiðrétting er gerð á ofangreindum texta í 2. mgr. skipulagstillögunnar og er hún samþykkt svohljóðandi: "Nánar tiltekið afmarkast deiliskipulagssvæðið af Digranesvegi í suður, lóðarmörkum Kópavogsskóla í vestur, Hávegi í norður og Álftröð í austur".
    Leiðrétting er gerð á ofangreindum texta í 7. mgr. skipulagstillögunnar og er hún samþykkt svohljóðandi: "Í tillögunni er miðað við 1,3 bílastæði á íbúð og 1 bílastæði á hverja 50 fm. atvinnuhúsnæðis og að Skólatröð milli Digranesvegar og Hávegar verði lokað fyrir almenna umferð ökutækja".
  • 13.8 2001590 Kársnesbraut 71. Kynning á byggingarleyfi.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Valgeirs Bergs Steindórssonar byggingartæknifræðings dags. í desember 2019 fh. lóðarhafa Kársnesbrautar 71. Í tillögunni er óskað eftir að stækka íbúðarhús á lóðinni, byggt 1960, til vesturs um 65,6 m2. Húsið er í dag 115 m2 en auk þess er á lóðinni stakstæð 48,8 m2 bílgeymsla. Eftir breytingu verður íbúðarhúsið 180,6 m2. Útlit viðbyggingar verður eins og eldra hús og þak og halli sömuleiðis. Á fundi skipulagsráðs 3. febrúar 2020 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 69 og 75, Holtagerðis 20, 22, 26. Litluvör 9, 11 og 13. Kynningartíma lauk 9. mars 2020. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum. Niðurstaða Skipulagsráð - 71 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.
  • 13.11 1911866 Grundarhvarf 10. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga Þorgeirs Þorgeirssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 10 við Grundarhvarf. Í gildandi deiliskipulagi lóðarinnar, samþykkt í bæjarstjórn 2007 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 29. mars 2007 nr. 271, er gert ráð fyrir einbýlishúsi á einni hæð á lóðinni allt að 290 m2 að grunnfleti. Flatarmál lóðarinnar er 1.120 m2 og nýtingarhlutfall 0,26. Miðað er við þrjú bílastæði á lóð og hámarkshæð 4,0 m miðað við aðkomuhæð.

    Í tillögu að breyttu deiliskipulagi er gert ráð fyrir að á lóðinni rísi einnar hæðar parhús, Grundarhvarf 10b og 10c, samtals um 350 m2 að grunnfleti auk kjallara (tæknirými og geymslur) um 37 m2 að flatarmáli. Áætlað nýtingarhlutfall lóðarinnar er 0,34 og fyrirhuguð hámarkshæð er áætluð 3,9 m miðað við aðkomuhæð. Gert er ráð fyrir bílskýlum undir Grundarhvarfi 10b og 10c ´samt fjórum bílastæðum áa lóð. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. í mars 2020.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 71 Skipulagsráð samþykkir með tilvían til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.
  • 13.13 2001090 Kársnesbraut 64. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram erindi Jakobs Líndal arkitekts dags. 21. nóvember 2019 fh. lóðarhafa Kársnesbrautar 64. Í erindinu er óskað eftir að breyta nýtingu hússins úr einbýlishúsi í gistiheimili í flokki II, gr. 12 samkv. reglugerð um gististaði 1277/2016. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 21. nóvember 2019. Á fundi skipulagsráðs 20. janúar 2020 var afgreiðslu málsins frestað. Þá lagt fram minnisblað skipulags- og byggingardeildar dags. 12. mars 2020. Niðurstaða Skipulagsráð - 71 Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.

Önnur mál fundargerðir

14.2003215 - Fundargerð 483. fundar stjórnar SSH frá 02.03.2020

Fundargerð í 14 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.2003267 - Fundargerð 484. fundar stjórnar SSH frá 06.03.2020

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

16.2002019F - Velferðarráð - 59. fundur frá 24.02.2020

Fundargerð í 16 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

17.2003007F - Velferðarráð - 60. fundur frá 09.03.2020

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fyrir.

Kosningar

18.18051282 - Kosningar í leikskólanefnd 2018-2022

Eva Sjöfn Helgadóttir er kjörin aðalmaður í stað Hákonar Helgar Leifssonar.
Vigdís Ásgeirsdóttir er kjörin varamaður í stað Evu Sjafnar Helgadóttur.

Kosningar

19.18051281 - Kosningar í jafnréttis- og mannréttindaráð 2018-2022

Ásmundur Almar Guðjónsson kjörinn aðalmaður í stað Hákonar Helga Leifssonar.

Kosningar

20.18051284 - Kosningar í menntaráð 2018-2022

Eva Sjöfn Helgadóttir er kjörin varamaður í stað Hákonar Helga Leifssonar.

Kosningar

21.18051307 - Kosningar í velferðarráð 2018-2022

Vigdís Ásgeirsdóttir er kjörin varamaður í stað Hákonar Helga Leifssonar.

Kosningar

22.18051285 - Kosningar í skipulagsráð 2018-2022

Ásmundur Almar Guðjónsson er kjörinn varamaður í stað Hákonar Helga Leifssonar.

Fundi slitið - kl. 18:08.