Bæjarstjórn

1213. fundur 14. apríl 2020 kl. 16:00 - 18:29 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen E. Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.2003639 - Viðbrögð við Covid-19 faraldrinum

Fjallað um stöðu mála vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum.
Lagt fram.

Fundargerð

2.2003021F - Bæjarráð - 2995. fundur frá 26.03.2020

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

3.2003025F - Bæjarráð - 2996. fundur frá 02.04.2020

Fundargerð í 20 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

4.2003027F - Bæjarráð - 2997. fundur frá 03.04.2020

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

5.2003017F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 287. fundur frá 13.03.2020

Fundargerð í 12 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Fundargerð

6.2004001F - Forsætisnefnd - 154. fundur frá 02.04.2020

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

7.2003008F - Íþróttaráð - 101. fundur frá 18.03.2020

Fundargerð í 1 lið
Lagt fram.

Fundargerð

8.2003018F - Menntaráð - 59. fundur frá 17.03.2020

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

9.2003009F - Velferðarráð - 61. fundur frá 23.03.2020

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.2003739 - Fundargerð fundar Reykjanesfólkvangs frá 11.03.2020

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

11.2003002F - Skipulagsráð - 72. fundur frá 23.03.2020

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

12.2003016F - Skipulagsráð - 73. fundur frá 06.04.2020

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.
  • 12.5 1910460 Fagraþing 1 og Glæsihvarf 4. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Jakobs Líndal arkitekts dags. 16. október 2019 fh. lóðarhafa Fagraþings 1 og Glæsihvarfs 4 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Í tillögunni felst að þessar tvær samliggjandi lóðir verði deilt upp í þrjár lóðir. Glæsihvarf 4 er í dag óbyggð lóð en á Fagraþingi 1 er 186 m2 einbýlishús úr timbri, byggt 1999. Til samans eru þessar tvær lóðir 4235 m2. Gert er ráð fyrir að reisa tvö ný einbýlishús á lóðunum, bæði um 300 m2 á tveimur hæðum. Á fundi skipulagsráðs 4. nóvember 2019 var samþykkt að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Kynningartíma lauk 13. mars 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma. Á fundi skipulagsráðs 16. mars var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 3. apríl 2020. Niðurstaða Skipulagsráð - 73 Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 12.7 2002609 Kleifakór 20. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Björgvins Snæbjörnssonar, arkitekts dags. 25. febrúar 2020 fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina Kleifakór 20. Í breytingunni felst að reisa 37 m2 bílskúr á norðurhlið hússins. Ofan á bílskúrnum verður komið fyrir verönd með handriði. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:150 dags. í febrúar 2020. Á fundi skipulagsráðs 16. mars 2020 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kleifakór 18, 21, 22, 23 og 25. Fyrir liggur undirritað samþykki lóðarhafa Kleifakórs 18, 21, 22, 23 og 25 fyrir breytingunni og því er kynningartími styttur. Niðurstaða Skipulagsráð - 73 Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 12.9 1910490 Fífuhvammur 25. Kynning á byggingarleyfi. Sólstofa ofan á bílskúr.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Sævars Geirssonar tæknifræðings dags. 7. október 2019 fh. lóðarhafa Fífuhvamms 25. Í erindinu er óskað eftir að reisa 8,1 m2 sólstofu ofan á bílgeymslu. Á fundi skipulagsráðs 4. nóvember 2019 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fífuhvamms 23, 27 og Víðihvamms 16, 18 og 20. Kynningartíma lauk 3. janúar 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum. Þá lagt fram erindi Sævars Geirssonar dags. 14. janúar 2020. Á fundi skipulagsráðs 6. janúar 2020 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 2. apríl 2020 ásamt uppfærðri teikningu þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir. Niðurstaða Skipulagsráð - 73 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 12.10 1906334 Skjólbraut 3a. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Sævars Geirssonar tæknifræðings dags. 7. október 2019 fh. lóðarhafa að Skjólbraut 3a. Í erindinu er óskað eftir að reisa 63 m2 stakstæða bílgeymslu með tómstundaherbergi og salernisaðstöðu á suðausturhlið lóðarinnar. Auk þess er óskað eftir reisa 17,5 m2 viðbyggingu á suðurhlið íbúðarhússins sem nýtist sem svalir fyrir efri hæð hússins. Á fundi skipulagsráðs 4. nóvember 2019 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Skjólbrautar 3 og 5 og Meðalbrautar 6, 8 og 10. Kynningartíma lauk 3. janúar 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum. Á fundi skipulagsráðs 6. janúar 2020 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Lagt fram erindi Sævars Geirssonar dags. 14. janúar 2020. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 2. apríl 2020 ásamt uppfærðri teikningu þar sem fyrirhugaður bílskúr er færður fjær lóðarmörkum Meðalbrautar 8 og er hann fyrirhugaður því þremur metrum frá lóðamörkum Skjólbrautar 3a og Meðalbrautar 8 og í hæðakóta 27.4 sbr. uppfærð teikning. Samþykki lóðarhafa Skjólbrautar 3 liggur fyrir sbr. erindi dags. 9. mars 2020. Niðurstaða Skipulagsráð - 73 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.


    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.
  • 12.11 2001871 Digranesvegur 48. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Einars Ólafssonar arkitekts dags. 10. janúar 2020 fh. lóðarhafa Digranesvegi 48 þar sem óskað er eftir að reisa 27 m2 stakstæða bílgeymslu á vesturhluta lóðarinnar. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 10.janúar 2020. Á fundi skipulagsráðs 3. febrúar 2020 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Digranesvegi 44, 46, 50 og Hrauntungu 41. Kynningartíma lauk 20. mars 2020. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum. Niðurstaða Skipulagsráð - 73 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

13.2003839 - Fundargerð 421. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 17.02.2020

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.2003840 - Fundargerð 422. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 03.03.2020

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.2003841 - Fundargerð 423. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 13.03.2020

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.2003857 - Fundargerð 424. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 23.03.2020

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.2003930 - Fundargerð 22. eigendafundar stjórnar Strætó frá 25.03.2020

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.2003741 - Fundargerð 318. fundar stjórnar Strætó frá13.03.2020

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:29.