Bæjarstjórn

1218. fundur 23. júní 2020 kl. 16:00 - 20:32 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen E. Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
  • Andri Steinn Hilmarsson varafulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Elvar Páll Sigurðsson varafulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.20061023 - Tillaga um breytingar á skipuriti Kópavogsbæjar

Lögð fram úttekt Bjarna Snæbjörns Jónssonar á skipulagi Kópavogsbæjar. Úttekt Jóhanns Ísleifssonar um fyrirkomulag innkaupa hjá Kópavogsbæ. Auk tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra um breytingar á skipuriti Kópavogsbæjar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarstjóra um breytingar á skipuriti Kópavogsbæjar með 10 atkvæðum og hjásetu Bergljótar Kristinsdóttur.
Fundarhlé hófst kl. 18:11, fundi fram haldið kl. 18:35.

Önnur mál fundargerðir

2.2006001F - Bæjarráð - 3006. fundur frá 11.06.2020

Fundargerð í 20 liðum.
Lagt fram.
  • 2.9 2004085 Forsetakosningar 2020
    Frá formanni kjörstjórnar, dags. 8. júní, lagt fram erindi vegna forsetakosninga sem eru fyrirhugaða þann 27. júní nk. Lagt er til við bæjarráð að tveir kjörstaðir verði í Kópavogi, íþróttahúsinu Smáranum með 17 kjördeildir og íþróttahúsinu Kórnum með 7 kjördeildir, og að aðsetur kjörstjórnar verði í Smáranum. Einnig lagður fram listi yfir undirkjörstjórnir með fyrirvara um breytingar. Niðurstaða Bæjarráð - 3006 Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

3.2006007F - Bæjarráð - 3007. fundur frá 18.06.2020

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.
  • 3.1 2006877 Lántökur Kópavogsbæjar 2020
    Frá fjármálastjóra, dags. 15. júní, lagt fram erindi um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 2.000.000.000 til allt að 20 ára sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins. Einnig lögð fram fundargerð af fundi lánanefndar dags. 15. júní vegna málsins. Niðurstaða Bæjarráð - 3007 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrir sitt leyti að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 2.000.000.000 til allt að 20 ára sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Einnig samþykkir bæjarráð fyrir sitt leyti að veita Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjór og Ingólfi Arnarsyni fjármálastjóra fullt og ótakmarkað umboð til að undirrita f.h. Kópavogsbæjar lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út eða afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynnigar sem tengjast lántökunni, þ.m.t. útborgun láns. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

Fundargerð

4.2005022F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 292. fundur frá 29.05.2020

Fundargerð í 15 liðum
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Fundargerð

5.2006013F - Forsætisnefnd - 159. fundur frá 18.06.2020

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

6.2004006F - Leikskólanefnd - 118. fundur frá 19.05.2020

Fundargerð í 29 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.2005014F - Lista- og menningarráð - 114. fundur frá 04.06.2020

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

8.2005021F - Menntaráð - 63. fundur frá 02.06.2020

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.
  • 8.4 20051187 Arnarskóli-Reglur um innritun og útskrift
    Endurskoðaðar reglur um innritun og útskrift nemenda fyrir Arnarskóla lagðar fram. Niðurstaða Menntaráð - 63 Menntaráð samþykkir reglur Arnarskóla um innritun og útskrift nemenda með öllum greiddum atkvæðum og vísar þeim til bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn vísar reglum um innritun og útskrift nemenda í Arnarskóla til seinni umræðum með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

9.2006206 - 18. fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 18.05.2020

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.2006002F - Skipulagsráð - 78. fundur frá 15.06.2020

Fundargerð í 20 liðum.
Lagt fram.
  • 10.4 2005626 Tillaga frá Pírötum, BF Viðreisn og Samfylkingunni um íbúakönnun og árangursmat.
    Lagt fram að nýju minnisblað Sigrúnar Maríu Kristinsdóttur, verkefnastjóra íbúatengsla: Íbúakönnun um ný hverfi í Kópavogs. Í minnisblaðinu sem dags. er 14. maí 2020 kemur m.a. fram mögulega útfærsla á íbúakönnun meðal íbúa í nýjum hverfum bæjarins þar sem reynt verður að vega og meta nýju hverfin út frá viðhorfi íbúanna sjálfra sem nýta má við áframhaldandi skipulagsgerð og framkvæmdir í Kópavogi. Sigrún María gerir grein fyrir málinu. Niðurstaða Skipulagsráð - 78 Skipulagsráð samþykkir að gerð verði íbúakönnun í Glaðheimahverfi í samræmi við framlagt erindi. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 10.6 2002329 Dalvegur 20-28. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga skipulags-og byggingardeildar dags. 27. febrúar 2020 að breytt deiliskipulagi við Dalveg 20 til 28 og tillögu að nýrri legu tengibrautar milli Dalvegar og Reykjanesbrautar með nýju hringtorgi við Dalveg. Deiliskipulagssvæðið sem er um 4.5 ha að stærð, afmarkast af Dalvegi 30 til austurs, Kópavogsdal til norðurs, Dalvegi 18 til vesturs og Reykjanesbraut til suðurs. Nánar tiltekið er gert ráð fyrir að: 1) Á lóð nr. 20 við Dalveg er núverandi atvinnuhúsnæði á einni hæð, 158 m2 að stærð og er ekki gert ráð fyrir auknu byggingarmagni á lóð. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað um 0.04. Bílastæði á lóð verða 5. Lóðamörk og aðkoma breytist og stækkar lóð um 150 m2 og verður 3.420 m2.Lóðarmörk og aðkoma breytist og stækkar lóð um 150 m2. 2) Á lóð nr. 22 við Dalveg er núverandi atvinnuhúsnæði á einni hæð 1.100 m2 að stærð og er ekki gert ráð fyrir auknu byggingarmagni á lóð. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað um 0.19. Bílastæði á lóð verða 65 þar af 35 stæði fyrir stærri bíla. Lóðamörk og aðkoma breytist og stækkar lóð um 9 m2 og verður 6.376 m2. 3) Á lóð nr. 24 við Dalveg er núverandi atvinnuhúsnæði að hluta til á tveimur hæðum, 2.721 m2 að stærð og er gert ráð fyrir í gildandi deiliskipulagi að fjarlægja allar núverandi byggingar á lóðinni og reisa í þeirra stað verslunar- og þjónustuhús á 4 hæðum auk inndreginnar þakhæðar og niðurgrafinnar bílageymslu á tveimur hæðum. Grunnflötur byggingar er inndreginn á sama hátt og þakhæð um tvo metra. Heildarflatarmál eykst frá núverandi byggingarmagni sem er skráð 2.721 m2 í um 9,800 m2 án bílageymslu en hún er áætlað 5.000 m2 að stærð. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað um 1,6 án bílageymslu en 2.38 með bílageymslu. Bílastæði verða 270 stæði þar af 180 neðanjarðar. Lóðarstærð er áætluð 6.198 m2. Lóðamörk og aðkoma breytist. Lóð minnkar um 1.338 m2. Vegna breyttra lóðamarka færist byggingarreitur færist til vesturs. 4) Á lóð nr. 26 við Dalveg er núverandi atvinnuhúsnæði á einni og tveimur hæðum, 2.423 m2 að stærð. Ekki er gert ráð fyrir auknu byggingarmagni á lóðinni en gert ráð fyrir endurnýjun húsnæðis að hluta til. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað um 0.5. Bílastæði á lóð verða 25. Lóðarstærð er áætluð 4.420 m2. Lóðamörk og aðkoma breytist. Lóðin minnkar um 285 m2. 5) Á lóð nr. 28 við Dalveg er núverandi atvinnuhúsnæði að hluta til á tveimur hæðum, 844 m2 að stærð. Ekki er gert ráð fyrir auknu byggingarmagni á lóð en gert ráð fyrir endurnýjun húsnæðis að hluta til. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað um 0.26. Bílastæði á lóð verða 27. Lóðarstærð er áætluð 3.280 m2. Lóðamörk og aðkoma breytist og minnkar lóð um 285 m2. Uppdrættir dags. 27. febrúar 2020 í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð, skipulagsskilmálum, minnisblaði; Deiliskipulag Dalvegar 20-32 og breytingar á Dalvegi - umhverfismat dags. 12. febrúar 2020 ásamt hljóðskýrslu dags. í janúar 2020. Á fundi skipulagsráðs 2. mars 2020 var samþykkt að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 10. mars 2020 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 11. maí 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum.
    Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15. júní 2020. Eftirfarandi breytingar dags. 15. júní 2020 eru lagðar fram og koma til móts við hluta innsendra athugasemda:
    A)Ekki verða gerðar breytingar á núverandi aðkomu frá Dalvegi inná lóðirnar að Dalvegi 16 og 18.
    B)Kvöð er sett um gegnumakstur á lóðinni að Dalvegi 24.
    C)Aðkoma að bílastæðum Dalvegar 22 breytist.
    D)Smáspennistöð færist frá lóð Dalvegar 30 inn á opið svæði bæjarins.
    E)Sett inn kvöð um rykbindingu á framkvæmdartíma.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 78 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Einar Örn Þorvarðarson og Sigurbjörg Erla Egilsdóttirt sitja hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Tillaga:
    "Undirrituð leggur til frestun málsins og að boðað verði til auka kynningarfundar um breytt deiliskipulag og heildarsýn um uppbyggingu á lóðum 20 til 32 við Dalveg."
    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir

    Fundarhlé hófst kl. 19:05, fundi fram haldið kl. 19:29

    Frestunartillagan er felld með sex atkvæðum gegn fimm atkvæðum Elvars Páls Sigurðssonar, Bergljótar Kristinsdóttur, Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, Einars Arnar Þorvarðarsonar og Theódóru Sigurlaugar Þorsteinsdóttur.

    Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með sex atkvæðum gegn þrem atkvæðum Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, Einars Arnar Þorvarðarsonar og Theódóru Sigurlaugar Þorsteinsdóttur og hjásetu Elvars Páls Sigurðssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

    Bókun:
    "Undirrituð harma að ekki hafi þótt tilefni til að halda aukakynningu á breyttu deiliskipulagi við Dalveg 20 til 32. Um er að ræða þrjár breytingar sem ætti að kynna sem eina, enda samhangandi. Vegna Covid var aðeins um rafrænar kynningar að ræða fyrir bæjarbúa sem telja sér ekki hafa verið veitt raunhæft tækifæri til að koma mótbárum sínum á framfæri. Frestun á afgreiðslu málsins og boð á opinn samráðsfund með íbúum væri til þess fallin að auka gegnsæi og eyða tortryggni."

    Bergljót Kristinsdóttir
    Elvar Páll Sigurðsson
    Theodóra Þorsteinsdóttir
    Einar Örn Þorvarðarson
    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir

    Bókun:
    "Með uppbyggingu á Dalvegi er ljóst að loka þarf endurvinnslustöð Sorpu að Dalvegi. Undirrituð leggja áherslu á að bæjarstjóri hefji vinnu í samráði við eigendavettvanginn um að loka stöðinni áður en uppbyggingunni lýkur og að jafnframt verði farið yfir aukna bæjarvernd/hverfisvernd á Kópavogsdalnum í tengslum við endurskoðun aðalskipulags."

    Ármann Kr. ólafsson
    Birkir Jón Jónsson
    Margrét Friðriksdóttir
    Karen E. Halldórsdóttir
    Jón Finnbogason
    Andri Steinn Hilmarsson

    Fundarhlé hófst kl. 19:45, fundi fram haldið kl. 19:54.

    Bókun:
    "Lengi hefur staðið til að loka endurvinnslustöð Sorpu við Dalveg og er það ótengt umræddum skipulagstillögum. Eigendavettvangur Sorpu hefur í talsverðan tíma unnið að því að finna endurvinnslustöðinni nýja staðsetningu.
    Vinnubrögð meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar valda vonbrigðum og eru ekki í samræmi við stefnu Kópavogsbæjar og málefnasamnings meirihlutans um að stuðla að auknu íbúalýðræði í Kópavogi."

    Bergljót Kristinsdóttir
    Elvar Páll Sigurðsson
    Theodóra Þorsteinsdóttir
    Einar Örn Þorvarðarson
    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir

  • 10.8 2002330 Dalvegur 30. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga skipulags-og byggingardeildar dags. 27. febrúar 2020 að deiliskipulagi lóðarinnar nr. 30 við Dalveg. Deiliskipulagssvæðið sem er um 3 ha að stærð og afmarkast af Dalvegi 32 til austurs, Kópavogsdal ásamt Skógar,- og Lækjarhjalla til norðurs, Dalvegi 22 og 28 og opnu bæjarlandi til vesturs og Reykjanesbrautar til suðurs. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir að fjarlægja núverandi byggingar á lóðinni (gróðurhús) og reisa í þeirra stað þrjár byggingar fyrir verslun og þjónustu á 3-5 hæðum auk niðurgrafinnar bílageymslu. Heildarflatarmál fyrirhugaðra bygginga er áætlað um 16,500 m2 án bílageymslu en hún er áætluð um 3,500 til 4,000 m2 að flatarmáli. Hámarksnýtingarhlutfall lóðarinnar er áætlað um 0.8 en um 1.0 með bílageymslu. Gert er ráð fyrir 1 bílastæða í hverja 35 m2 í verslunarrými, 1 stæði á hverja 50 m2 í skrifstofurými og 1 stæði á hverja 100 m2 í geymslurými. Samkvæmt tillögunni verða um 470 bílastæði á lóðinni þar af um 140 neðanjarðar. Gert er ráð fyrir spennistöð á lóðinni á norðvestur hluta hennar. Aðkoma að lóðinni verður frá Dalvegi annars vegar og hins vegar frá nýrri húsagötu sem verður milli lóða við Dalvega 22 og 28. Nýir göngu- og hjólastígar verða lagðir samhliða götum. Samfelld akstursleið verður austast á lóðum við Dalveg 6-8 að Dalvegi nr. 32 Í minnisblaði frá verkfræðistofunni Mannvit dags. 27. febrúar 2020 er nánar fjallað um möguleg umhverfisáhrif af uppbyggingu á Dalvegi frá 18 til 32 m.a. um umferð, umferðarhávaða og loftgæði Nánar er gert ráð fyrir eftirfarandi breytingum: 1) Á byggingarreit nr. 30 a við Dalveg er gert ráð fyrir verslun- þjónustu og atvinnuhúsnæði á þremur til fimm hæðum. Hámarkshæð er áætluð 21,2 m. og hámarks byggingarmagn er áætlað 10,500 m2 2) Á byggingarreit nr. 30 b við Dalveg er gert ráð fyrir verslun- þjónustu og atvinnuhúsnæði á þremur hæðum. Hámarkshæð er áætluð 14 metrar og hámarks byggingarmagn er áætlað 3,000 m2. 3) Á byggingarreit nr. 30 c við Dalveg er gert ráð fyrir verslun- þjónustu og atvinnuhúsnæði á þremur hæðum. Hámarkshæð er áætluð 14 metrar og hámarks byggingarmagn er áætlað 3,000 m2. Stærð lóðar er 20,688 m2 að flatarmáli. Uppdrættir dags. 27. febrúar 2020 í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð, skipulagsskilmálum, minnisblaði; Deiliskipulag Dalvegar 20-32 og breytingar á Dalvegi - umhverfismat dags. 27. febrúar 2020 ásamt hljóðskýrslu dags. í janúar 2020. Á fundi skipulagsráðs 2. mars 2020 var samþykkt að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 10. mars 2020 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 11. maí 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum.
    Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15. júní 2020. Eftirfarandi breytingar dags. 15. júní 2020 eru lagðar fram og koma til móts við innsendar athugasemdir.
    A) Smáspennistöð færist frá lóð Dalvegar 30 inn á opið svæði bæjarins.
    B) Sett inn kvöð um rykbindingu á framkvæmdartíma.
    C) Vegstæði sunnan Dalvegar 30c færist til suðurs.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 78 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Helga Hauksdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Júlíus Hafstein og Kristinn Dagur Gissurarson samþykkja erindið.

    Bergljót Kristinsdóttir, Einar Örn Þorvarðarson, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Tillaga:
    "Undirrituð leggur til frestun málsins og að boðað verði til auka kynningarfundar um breytt deiliskipulag og heildarsýn um uppbyggingu á lóðum 20 til 32 við Dalveg."
    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir

    Frestunartillagan er felld með sex atkvæðum gegn fimm atkvæðum Elvars Páls Sigurðssonar, Bergljótar Kristinsdóttur, Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, Einars Arnar Þorvarðarsonar og Theódóru Sigurlaugar Þorsteinsdóttur.

    Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með sex atkvæðum gegn þrem atkvæðum Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, Einars Arnar Þorvarðarsonar og Theódóru Sigurlaugar Þorsteinsdóttur og hjásetu Elvars Páls Sigurðssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

    Bókun:
    "Undirrituð harma að ekki hafi þótt tilefni til að halda aukakynningu á breyttu deiliskipulagi við Dalveg 20 til 32. Um er að ræða þrjár breytingar sem ætti að kynna sem eina, enda samhangandi. Vegna Covid var aðeins um rafrænar kynningar að ræða fyrir bæjarbúa sem telja sér ekki hafa verið veitt raunhæft tækifæri til að koma mótbárum sínum á framfæri. Frestun á afgreiðslu málsins og boð á opinn samráðsfund með íbúum væri til þess fallin að auka gegnsæi og eyða tortryggni."

    Bergljót Kristinsdóttir
    Elvar Páll Sigurðsson
    Theodóra Þorsteinsdóttir
    Einar Örn Þorvarðarson
    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir

    Bókun:
    "Með uppbyggingu á Dalvegi er ljóst að loka þarf endurvinnslustöð Sorpu að Dalvegi. Undirrituð leggja áherslu á að bæjarstjóri hefji vinnu í samráði við eigendavettvanginn um að loka stöðinni áður en uppbyggingunni lýkur og að jafnframt verði farið yfir aukna bæjarvernd/hverfisvernd á Kópavogsdalnum í tengslum við endurskoðun aðalskipulags."

    Ármann Kr. ólafsson
    Birkir Jón Jónsson
    Margrét Friðriksdóttir
    Karen E. Halldórsdóttir
    Jón Finnbogason
    Andri Steinn Hilmarsson

    Bókun:
    "Lengi hefur staðið til að loka endurvinnslustöð Sorpu við Dalveg og er það ótengt umræddum skipulagstillögum. Eigendavettvangur Sorpu hefur í talsverðan tíma unnið að því að finna endurvinnslustöðinni nýja staðsetningu.
    Vinnubrögð meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar valda vonbrigðum og eru ekki í samræmi við stefnu Kópavogsbæjar og málefnasamnings meirihlutans um að stuðla að auknu íbúalýðræði í Kópavogi."

    Bergljót Kristinsdóttir
    Elvar Páll Sigurðsson
    Theodóra Þorsteinsdóttir
    Einar Örn Þorvarðarson
    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir

    Bókun:
    "Ég tel að bæjaryfirvöld þurfi að tryggja fjármagn til gerðar brúar á milli lóða 28 og 30 við Dalveg svo tryggja megi óhindraðan akstur innan lóða nr. 30 og 32 að Reykjanesbraut og að sú leið verði tilbúin þegar nýjar byggingar á lóðum nr. 30 og 32 verða teknar í notkun."

    Bergljót Kristinsdóttir
  • 10.13 2006376 Kórsalir 1. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi Aðalsteins Guðmundssonar eins lóðarhafa Kórsala 1 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi á lóðinni. Í breytingunni felst að 40,7 m2 rými í kjallara hússins sem nú er skráð sem föndur- og vinnurými verði skráð sem íbúð með sér fastanúmer. Íbúðum í húsinu verði þannig fjölgað um eina og heildarfjöldi íbúða eftir breytingu verði alls 23. Þá er gert ráð fyrir breytingum á útliti norðvesturhliðar hússins þar fyrirhugað er að koma fyrir hurð og verönd. Sjá nánar á teikningum dags. 10. maí 2020. Þá lagt fram samþykki meðeigenda. Niðurstaða Skipulagsráð - 78 Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Kristinn Dagur Gissurarson situr hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 10.15 2006762 Þorrasalir 37. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi á lóðinni. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar um 145 m2 til vesturs í átt að sveitafélagamörkum Kópavogs og Garðabæjar og 105 m2 viðbygging á einni hæð við núverandi einbýlishús á lóðinni. Þá er gert ráð fyrir þakverönd ofaná fyrirhugaðri viðbyggingu. Við breytinguna eykst byggingarmagn á lóðinni úr 287 m2 í 392 m2 og nýtingarhlutfall úr 0,48 í 0,53 mv. stækkun lóðarinnar. Niðurstaða Skipulagsráð - 78 Skipulagsráð samþykkir að auglýsa framlagða tillögu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

11.2006172 - Fundargerð 23. eigendafundar stjórnar Strætó frá 25.05.2020

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.2006763 - Fundargerð 23. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 02.06.2020

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.2006922 - Fundargerð 428. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 02.06.2020

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.2006764 - Fundargerð nr. 498 stjórnarfundar SSH frá 08.06.2020

Fundargerð í 16 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.2006357 - Fundargerð 324. fundar stjórnar Strætó frá 29.05.2020

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.2006168 - Fundargerð 93. fundar svæðisskipulagsnefndar frá 08.05.2020

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

17.2005008F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 128. fundur frá 02.06.2020

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.2006005F - Velferðarráð - 65. fundur frá 08.06.2020

Fundargerð í 14 liðum.
Lagt fram.
  • 18.11 2006261 Búsetu- og stuðningsúrræði fyrir börn og ungmenni með fjölþættan vanda
    Greinargerð deildarstjóra dags. 4.6.2020 ásamt þar til greindu fylgiskjali lögð fram til afgreiðslu. Niðurstaða Velferðarráð - 65 Hlé var gert á fundi kl.18:02.
    Fundur hófst að nýju kl.18:09.

    Velferðarráð samþykkir framlagða tillögu að uppbyggingu búsetu- og stuðningsúrræðis fyrir sitt leyti. Því til viðbótar kallar velferðarráð eftir samræmdri stefnumótun í málefnum barna og ungmenna með fjölþættan vanda þar sem ljóst er að um flókin mál er að ræða.

    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu velferðarráðs
  • 18.13 2003212 Reglur um félagslega heimaþjónustu. Tillaga að breytingu.
    Regludrög ásamt umsögn öldungaráðs lögð fram til afgreiðslu. Niðurstaða Velferðarráð - 65 Velferðarráð samþykkir framlagða breytingu fyrir sitt leyti. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu velferðarráðs.

Önnur mál

19.1406406 - Sumarleyfi bæjarstjórnar

Frá bæjarstjóra, tillaga að sumarleyfi bæjarstjórnar. Með vísan til 8. gr. samþykkta Kópavogsbæjar er lagt til að bæjarstjórnarfundir í júlí og ágúst falli niður vegna sumarleyfis bæjarstjórnar. Samkvæmt 35. gr. laga nr. 138/2011 og 32. gr. bæjarmálasamþykktar Kópavogsbæjar fari bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella í sumarleyfi hennar.
Breytingartillaga BF Viðreisnar:

"Sumarleyfi bæjarstjórnar verði til þriðjudagsins 25. ágúst 2020 og þann dag fari fram fyrsti fundur í bæjarstjórn Kópavogs þannig að sumarfrí bæjarstjórnar styttist um tvær vikur frá fyrri tillögu."

Einar Örn Þorvarðarson
Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna svo breytta með 11 atkvæðum.

Kosningar

20.18051215 - Kosningar í bæjarráð, forseta bæjarstjórnar, varaforseta og skrifara 2018-2022

Kosning forseta bæjarstjórnar.
Margrét Friðriksdóttir var kosin forseti með 11 atkvæðum.

Kosningar

21.18051215 - Kosningar í bæjarráð, forseta bæjarstjórnar, varaforseta og skrifara 2018-2022

Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar.
Bergljót Kristinsdóttir kosinn 1. varaforseti með 11 atkvæðum.
Birkir Jón Jónsson kosinn 2. varaforseti með 11 atkvæðum.

Kosningar

22.18051215 - Kosningar í bæjarráð, forseta bæjarstjórnar, varaforseta og skrifara 2018-2022

Kosning fimm bæjarfulltrúa í bæjarráð sem aðalmenn og tilnefning áheyrnarfulltrúa. Kosning formanns og varaformanns bæjarráðs.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista:
Birkir Jón Jónsson
Hjördís Ýr Johnson
Karen E Halldórsdóttir
Af B-lista:
Pétur Hrafn Sigurðsson
Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Varamenn:
Af A-lista:
Ármann Kr.Ólafsson
Guðmundur G. Geirdal
Margrét Friðriksdóttir
Helga Hauksdóttir

Af B-lista:
Bergljót Kristinsdóttir
Einar Örn Þorvarðarson
Hákon Helgi Leifsson varaáh.


Skipan áheyrnarfulltrúa skv. 43. gr. bæjarmálasamþykktar: Sigubjörg Erla Egilsdóttir tilnefndur áheyrnarfulltrúi.

Kosning formanns bæjarráðs. Tillaga kom fram um Birki Jón Jónsson. Samþykkt með 10 atkvæðum gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur.
Kosning varaformanns bæjarráðs. Tillaga kom fram um Karen Halldórsdóttur. Ekki komu fram aðrar tillögur og var hún því sjálfkjörin.

Kosningar

23.18051215 - Kosningar í bæjarráð, forseta bæjarstjórnar, varaforseta og skrifara 2018-2022

Kosning tveggja skrifara og jafnmargra til vara úr hópi bæjarfulltrúa.
Kosningu hlutu:

Aðalskrifarar:
Guðmundur Gísli Geirdal
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir

Varaskrifarar:
Hjördís Ýr Johnson
Einar Örn Þorvarðarson

Kosningar

24.18051307 - Kosningar í velferðarráð 2018-2022

Kosning sjö aðalmanna og jafnmargra til vara.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista:
Karen E. Halldórsdóttir
Halla Karí Hjaltested
Baldur Þór Baldvinsson
Björg Baldursdóttir
Af B-lista:
Donata H. Bukowska
Kristín Sævarsdóttir
Andrés Pétursson

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir tilnefnd áheyrnarfulltrúi.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að Karen E. Halldórsdóttir verði kjörinn formaður og Björg Baldursdóttir verði kjörinn varaformaður.

Varamenn:
Af A-lista:
Margrét Friðriksdóttir
Jón Finnbogason
Guðrún Viggósdóttir
Helga María Hallgrímsdóttir

Af B-lista:
Jón Magnús Guðjónsson
Pétur Hrafn Sigurðsson
Einar Örn Þorvarðarson

Vigdís Ásgeirsdóttir tilnefndur varaáheyrnarfulltrúi.

Kosningar

25.18051284 - Kosningar í menntaráð 2018-2022

Kosning 7 aðalmanna og jafnmargra til vara.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista:
Margrét Friðriksdóttir
Guðmundur G. Geirdal
Helgi Magnússon
Birkir Jón Jónsson
Af B-lista:
Elvar Páll Sigurðsson
Ragnhildur Reynisdóttir
Ingibjörg A. Guðmundsdóttir

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir tilnefndur áheyrnarfulltrúi.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að Margrét Friðriksdóttir verði kjörin formaður og Birkir Jón Jónsson verði kjörinn varaformaður.

Varamenn:
Af A-lista:
Gunnsteinn Sigurðsson
Hjördís Ýr Johnson
Bergþóra Þórhallsdóttir
Ólöf Pálína Úlfarsdóttir
Af B-lista:
Pétur H. Sigurðsson
Fjóla B. Svavarsdóttir
Jóhanna Pálsdóttir

Eva Sjöfn Helgadóttir tilnefndur varaáheyrnarfulltrúi.

Kosningar

26.18051285 - Kosningar í skipulagsráð 2018-2022

Kosning sjö aðalmanna og jafnmargra til vara.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista:
Hjördís Ýr Johnson
Júlíus Hafstein
Helga Hauksdóttir
Kristinn D. Gissurarson
Af B-lista:
Bergljót Kristinsdóttir
Einar Örn Þorvarðarson
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir


Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur að Helga Hauksdóttir verði kjörin formaður og
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæum að Hjördís Ýr Johnson verði kjörin varaformaður.

Varamenn:
Af A-lista:
Guðmundur G. Geirdal
Sigríður Kristjánsdóttir
Birkir Jón Jónsson
Jónas Skúlason

Af B-lista:
Pétur Hrafn Sigurðsson
Hreiðar Oddson
Ásmundur Almar Guðjónsson

Fundi slitið - kl. 20:32.