Bæjarstjórn

1219. fundur 25. ágúst 2020 kl. 16:00 - 18:25 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen E. Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.2003639 - Viðbrögð við Covid-19 faraldrinum

Lagt fram.

Dagskrármál

2.2008738 - Sex mánaða uppgjör Kópavogsbæjar 2020

Frá fjármálastjóra, lagt fram sex mánaða uppgjör.
Lagt fram.

Fundargerð

3.2008001F - Bæjarráð - 3011. fundur frá 20.08.2020

Lagt fram.
  • 3.8 1701668 Stefnumótun Kópavogsbæjar - Heimsmarkmiðavísitala
    Frá verkefnastjóra stefnumótunar, lögð fram til samþykktar tillaga að heimsmarkmiðavísitölu Kópavogs. Bæjarráð frestaði málinu á fundi sínum þann 2. júlí sl. Niðurstaða Bæjarráð - 3011 Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Fundarhlé hófst kl. 17:23, fundi fram haldið kl. 17:33

    Frestað til næsta fundar með 10 atkvæðum og hjásetu Karenar E. Halldórsdóttur.

Fundargerð

4.2008011F - Forsætisnefnd - 160. fundur frá 20.08.2020

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

5.2007002F - Skipulagsráð - 80. fundur frá 17.08.2020

Fundargerð í 19 liðum.
Lagt fram.
  • 5.13 2007819 Naustavör 52-58. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi Guðmundar Gunnlaugssonar arkitekts dags. 23. júní 2020 fh. lóðarhafa Naustavarar 52-58. Í erindinu er óskað eftir breytingu á deiliskipulagi sem heimilar fjölgun íbúða í húsinu úr 44 í 45. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 26. júní 2020. Niðurstaða Skipulagsráð - 80 Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 5.14 2007569 Birkigrund 60. Ósk um stækkun lóðar.
    Lögð fram tillaga lóðarhafa Birkigrundar 60 að breyttu deiliskipulagi á lóðinni. Í breytingunni felst að annarsvegar stækki lóðin um 2 metra í norður og vestur inn á sameignarlóð og hinsvegar eru tillögur að byggingarreitum fyrir bílgeymslur fyrir Birkigrund 60 og 64. Þá lagðar fram skýringarmyndir og undirritað samþykki lóðarhafa Birkigrundar 56-74. Niðurstaða Skipulagsráð - 80 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 5.15 2008277 Ekrusmári 6. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi lóðarhafa Ekrusmára 6 dags. í júlí 2020 þar sem óskað er eftir að breyta einbýlishúsi á lóðinni í tvíbýlishús með tveimur fastanúmerum. Eftir breytingu verður íbúð á efri hæð um 165 m2 með bílskúr en íbúð á neðri hæð rúmlega 60 m2. Þá lögð fram skýringarmynd ásamt undirrituðu samþykki lóðarhafa í gennd, að hluta.

    Niðurstaða Skipulagsráð - 80 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 9 atkvæðum, hjásetu Jóns Finnbogasonar og mótatkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

Fundi slitið - kl. 18:25.