Bæjarstjórn

1098. fundur 10. júní 2014 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Margrét Björnsdóttir forseti
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Hafsteinn Karlsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varafulltrúi
  • Kjartan Sigurgeirsson varafulltrúi
  • Elfur Logadóttir varafulltrúi
  • Arnþór Sigurðsson varafulltrúi
  • Tjörvi Dýrfjörð varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1401098 - Stjórn Sorpu bs., 26. maí

336. fundargerð í 6 liðum.

Lagt fram.

2.1401118 - Stjórn Strætó bs., 2. júní

196. fundargerð í 3 liðum.

Lagt fram.

3.1401100 - Svæðisskipulagsnefnd hbsv., 26. maí

48. fundargerð í 3 liðum.

Lagt fram.

4.1405017 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 2. júní

50. fundargerð í 8 liðum.

Lagt fram.

5.1404440 - Hugmyndasamkeppni um framtíðarnýtingu Vallargerðisvallar. Tillaga.

Tekin fyrir tillaga um hugmyndasamkeppni um framtíðarnýtingu Vallargerðisvallar, ásamt umsögnum íþróttaráðs og skipulagsnefndar.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Legg til að tillögu Hjálmars og Aðalsteins varðandi framtíðarnýtingu Vallargerðisvallar verði vísað til næstu bæjarstjórnar.

Ómar Stefánsson"

Arnþór Sigurðsson lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:

"Við síðustu málsgrein bætist: "í vesturbæ."

Arnþór Sigurðsson"

Hlé var gert á fundi kl. 16:43. Fundi var fram haldið kl. 16:44.

Tillaga Ómars Stefánssonar var samþykkt með sex atkvæðum gegn þremur. Einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði.

6.1406148 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 10. júní 2014

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 30. maí og 5. júní, byggingarfulltrúa frá 13. og 27. maí og 3. júní, barnaverndarnefndar frá 2. júní, félagsmálaráðs frá 3. júní, forsætisnefndar frá 5. júní, framkvæmdaráðs frá 6. júní, heilbrigðisnefndar frá 2. júní, íþróttaráðs frá 3. júní, leikskólanefndar frá 3. júní, skipulagsnefndar frá 5. júní, stjórnar Sorpu bs. frá 26. maí, stjórnar Strætó bs. frá 2. júní, svæðisskipulagsnefndar frá 26. maí og umhverfis- og samgöngunefndar frá 2. júní.

Lagt fram.

7.1405021 - Bæjarráð, 30. maí

2733. fundargerð í 5 liðum.

Lagt fram.

8.1310464 - Ungmennaráð Kópavogs

Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir Ungmennaráð Kópavogs. Drögin voru samþykkt á fundi forvarna- og frístundanefndar og lagt til að stofnað yrði Ungmennaráð Kópavogs sem tæki til starfa haustið 2014 samkvæmt erindisbréfi. Bæjarráð vísaði afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir erindisbréf fyrir Ungmennaráð Kópavogs með 11 atkvæðum.

9.1406002 - Bæjarráð, 5. júní

2734. fundargerð í 19 liðum.

Lagt fram.

10.1405331 - Tímatöflur íþróttamannvirkja Kópavogs - veturinn 2014-2015

Lagðar fram æfingatöflur íþróttamannvirkja í Kópavogi frá 2013. Gert er ráð fyrir að þær verði óbreyttar milli ára. Formenn knattspyrnudeilda Breiðabliks og HK óskuðu eftir breytingum og lagt er til að komið verði til móts við óskir þeirra frá haustinu 2014. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði til að afgreiðslu málsins væri frestað.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu Ármanns Kr. Ólafsson með níu atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæðum.

11.1205409 - Kópavogsfélagið. Hressingarhælið, Kópavogsbærinn og Kópavogstún.

Lögð fram tillaga stjórnar Kópavogsfélagsins, dags. 4. júní, um starfsemi í byggingum á Kópavogstúni. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu stjórnar Kópavogsfélagsins með 11 atkvæðum.

12.1405011 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 13. maí

116. fundargerð í 11 liðum.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa með níu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði.

Ómar Stefánsson vék af fundi undir þessum lið.

13.1405020 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 27. maí

117. fundargerð í 6 liðum.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa með níu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði.

Ómar Stefánsson vék af fundi undir þessum lið.

14.1406001 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 3. júní

118. fundargerð í 13 liðum.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa með níu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði.

Ómar Stefánsson vék af fundi undir þessum lið.

15.1405024 - Barnaverndarnefnd, 2. júní

38. fundargerð í 5 liðum.

Lagt fram.

16.1405025 - Félagsmálaráð, 3. júní

1372. fundargerð í 11 liðum.

Lagt fram.

17.1406006 - Forsætisnefnd, 5. júní

25. fundargerð í 1 lið.

Lagt fram.

18.1406003 - Framkvæmdaráð, 6. júní

64. fundargerð í 5 liðum.

Lagt fram.

19.1405624 - Almannakór 2. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Borist hefur umsókn um lóðina Almannakór 2 frá Dverghömrum ehf., kt. 610786-1629. Umsækjandi uppfyllir skilyrði úthlutunarreglna. Lóðin hefur verið auglýst í tilskilinn tíma á heimasíðu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að umsækjanda verði úthlutað lóðinni Almannakór 2.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að gefa Dverghömrum ehf., kt. 610786-1629, kost á byggingarrétti á lóðinni Almannakór 2.

20.1405622 - Almannakór 4. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Borist hefur umsókn um lóðina Almannakór 4 frá Dverghömrum ehf., kt. 610786-1629. Umsækjandi uppfyllir skilyrði úthlutunarreglna. Lóðin hefur verið auglýst í tilskilinn tíma á heimasíðu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að umsækjanda verði úthlutað lóðinni Almannakór 4.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að gefa Dverghömrum ehf., kt. 610786-1629, kost á byggingarrétti á lóðinni Almannakór 4.

21.1405623 - Almannakór 6. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Borist hefur umsókn um lóðina Almannakór 6 frá Dverghömrum ehf., kt. 610786-1629. Umsækjandi uppfyllir skilyrði úthlutunarreglna. Lóðin hefur verið auglýst í tilskilinn tíma á heimasíðu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að umsækjanda verði úthlutað lóðinni Almannakór 6.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að gefa Dverghömrum ehf., kt. 610786-1629, kost á byggingarrétti á lóðinni Almannakór 6.

22.1401094 - Heilbrigðiseftirlitið, 2. júní

190. fundargerð í 6 liðum.

Lagt fram.

23.1405022 - Íþróttaráð, 3. júní

37. fundargerð í 33 liðum.

Lagt fram.

24.1405023 - Leikskólanefnd, 3. júní

49. fundargerð í 10 liðum.

Lagt fram.

25.1406004 - Skipulagsnefnd, 5. júní

1240. fundargerð í 9 liðum.

Lagt fram.

26.1403199 - Laxalind 15. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Tómasar Þorvaldssonar hdl. dags. 17. mars 2014 f.h. lóðarhafa Laxalindar 15 að breyttu deiliskipulagi Laxalindar 15. Á fundi skipulagsnefndar 20.5.2014 var erindinu vísað til umsagnar bæjarlögmanns.
Lagt fram að nýju ásamt umsögn bæjarlögmanns dags. 5.6.2014.
Með vísan í umsögn bæjarlögmanns samþykkir skipulagsnefnd framlagt erindi. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi með 10 atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði.

27.1403263 - Kópavogsgerði 5-7. Breytt deiliskipulag.

Á fundi bæjarstjórnar 28.5.2014 var samþykkt að vísa erindinu aftur til úrvinnslu skipulagsnefndar. Skipulagsnefnd staðfestir afgreiðslu sína frá 20. maí 2014 og samþykkir framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Elfur Logadóttir lagði til að erindinu verði vísað að nýju til skipulagsnefndar til úrvinnslu.

Hlé var gert á fundi kl. 18:36. Fundi var fram haldið kl. 18:44.

Forseti lagði til að afgreiðslu erindisins verði frestað til næsta fundar bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu forseta bæjarstjórnar um að fresta afgreiðslu erindisins með 10 atkvæðum gegn einu.

28.1406131 - Austurkór 155. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts, dags. 5.6.2014 f.h. lóðarhafa vegna breytts deiliskipulags Austurkórs 55. Í breytingunni felst að í stað einbýlishúss á einni hæð og kjallara (á þremur pöllum) verði reist einbýlishús á einni hæð. Gólfkóti aðalhæðar lækkar um 30cm sbr. uppdráttum dags. 20.6.2014.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Forseti lagði til að afgreiðslu erindisins verði frestað til næsta fundar bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu forseta bæjarstjórnar um að fresta afgreiðslu erindisins með níu atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.

29.1406120 - Austurkór 167-169. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Benjamíns Magnússonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Austurkórs 163-165. Í breytingunni felst að í stað tveggja hæða parhúss verði reist einnar hæðar parhús sbr. erindi og uppdráttum dags. 4.6.2014. Í gildandi skipulagsskilmálum segir að ef komi í ljós við gerð hæða- og mæliblaða að hægt sé að koma fyrir húsi á einni hæð með eða án kjallara veiti skipulagsnefnd það leyfi og tæknideild Kópavogs ákveður þá hæðarsetningu húss. Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Forseti lagði til að afgreiðslu erindisins verði frestað til næsta fundar bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu forseta bæjarstjórnar um að fresta afgreiðslu erindisins með níu atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.

30.1403302 - Furugrund 3. Nýbygging

Skipulagsnefnd samþykkir með vísan í 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 vegna breyttrar landnotkunar lóðar númer 3 við Furugrund. Einnig samþykkir skipulagsnefnd að auglýsa samhliða framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar númer 3 við Furugrund með vísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Samþykkt með fimm atkvæðum, tveir eru á móti tillögunni.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði til að erindinu verði vísað til skipulagsnefndar að nýju til úrvinnslu.

 

Bæjarstjórn samþykkir með tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra, með níu atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.

Fundi slitið - kl. 18:00.