Bæjarstjórn

1223. fundur 13. október 2020 kl. 16:10 - 18:00 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen E. Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.2003639 - Viðbrögð við Covid-19 faraldrinum

Lagt fram

Fundargerð

2.2009017F - Bæjarráð - 3016. fundur frá 24.09.2020

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

3.2009023F - Bæjarráð - 3017. fundur frá 01.10.2020

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.
  • 3.4 2004314 Framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum í Kópavogi árin 2019-2022
    Frá barnaverndarnefnd, lögð fram framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum árin 2019-2022 sem var samþykkt á fundi barnaverndar þann 22. apríl sl. og vísað til bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar velferðarráðs og ungmennaráðs á fundi sínum þann 7. maí sl. Ungmennaráð og velferðarráð veita áætluninni jákvæða umsögn og gera engar athugasemdir. Niðurstaða Bæjarráð - 3017 Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarsstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum árin 2019 - 2022.

Önnur mál fundargerðir

4.2009028F - Bæjarráð - 3018. fundur frá 08.10.2020

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.
  • 4.2 2005977 Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020
    Frá fjármálastjóra, lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun 2020 til að mæta hækkun á áætluðum sérstökum húsnæðisstuðningi. Niðurstaða Bæjarráð - 3018 Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun.

Fundargerð

5.2009025F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 300. fundur frá 24.09.2020

Fundargerð í 12 liðum.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

6.2009439 - Fundargerðir Barnaverndarnefndar

Fundur nr. 110.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.2009019F - Embættisafgreiðslur skipulagsstjóra - 5. fundur frá 28.09.2020

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.
  • 7.1 20061268 Víghólastígur 13. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Jóns Eiríks Guðmundsonar byggingafræðings dags. 23. júní 2020 fh. lóðarhafa Víghólastígs 13. Í erindinu er óskað eftir að lagfæra og breyta þakformi hússins. Breytingin felur í sér að þeir kvistir sem nú eru á húsinu verða fjarlægðir, þakið endurbyggt og nýjir einhalla kvistir byggðir í þeirra stað. Auk þess verður byggt skyggni yfir inngang á suðurhlið. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 23. júní 2020. Á fundi skipulagsráðs 7. júlí 2020 var samþykkt að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Víghólastígs 11 a-b, 12, 14, Bjarnhólastígs 12, 12a og 14. Kynningartíma lauk 10. september 2020. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Embættisafgreiðslur skipulagsstjóra - 5 Embætti skipulagsstjóra samþykkir framlagt erindi.Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsfulltrúa með 11 atkvæðum.
  • 7.2 2007822 Reynihvammur 16. Kynning á byggingarleyfi.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Ragnars Más Ragnarssonar byggingafræðings dags. 23. júní 2020 fh. lóðarhafa Reynihvamms 16. Í tillögunni felst að reisa viðbyggingu við húsið sem staðsett verður á núverandi svölum á suðurhlið hússins og stækka með því stofuna um 18,2 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. í júní 2020. Á fundi skipulagsráðs 17. ágúst 2020 var samþykkt
    með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Reynihvamms 14, 18, Birkihvamms 13, 15 og 17. Kynningartíma lauk 28. september 2020. Engar ábendingar eða athugasemdir bárust á byggingartímanum.
    Niðurstaða Embættisafgreiðslur skipulagsstjóra - 5 Embætti skipulagsstjóra samþykkir framlagt erindi.Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsfulltrúa með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

8.2010002F - Forsætisnefnd - 163. fundur frá 08.10.2020

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.
  • 8.3 1906196 Siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa og stjórnenda hjá Kópavogsbæ, hagsmunaskráning - Framhaldsmál
    Lögð fram tillaga að eyðublaði um hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa hjá Kópavogsbæ. Forsætisnefnd fólk forstöðumanni UT-deildar að ljúka vinnu við tæknilega framsetningu fyrir næsta fund forsætisnefndar. Uppfært hagsmunaskráningareyðublað kynnt. Forsætisnefnd frestaði erindinu til næsta fundar á fundi sínum þann 17. september sl. Niðurstaða Forsætisnefnd - 163 Forsætisnefnd samþykkir að vísa tillögu að eyðublaði um hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að fresta erindinu og vísa því til forsætisnefndar að nýju.

Fundargerð

9.2009011F - Hafnarstjórn - 116. fundur frá 15.09.2020

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.2009812 - Fundargerð 259. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 28.09.2020

Fundargerð í 26 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

11.2009014F - Leikskólanefnd - 121. fundur frá 15.09.2020

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

12.2009020F - Lista- og menningarráð - 117. fundur frá 01.10.2020

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

13.2010001F - Menntaráð - 67. fundur frá 06.10.2020

Fundargerð í 5 liðum.
Lögð fram.

Önnur mál fundargerðir

14.2008035F - Skipulagsráð - 82. fundur frá 21.09.2020

Fundargerð í 14 liðum.
  • 14.5 2009392 Bláfjallavegur (417-01.02). Umsókn um framkvæmdaleyfi.
    Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar dags. 3. september 2020 um framkvæmdaleyfi fyrir lagfæringu vegfláa á Bláfjallavegi frá Suðurlandsvegi að skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Lögð fram tillaga skipulagsstjóra að framkvæmdaleyfi sbr. framangreind. Er tillagan dags. 17. september 2020. Niðurstaða Skipulagsráð - 82 Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 14.6 19081242 Kársnesbraut 104. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu breytt erindi Guðjóns Magnússonar arkitekts, dags. 22. maí 2019, breytt 7. september 2020, f.h. sælgætisverksmiðjunnar Freyju þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir að hluta með því að draga úr byggingarmagni og lækka vegghæð fyrirhugaðrar viðbyggingar. Í erindinu dags. 22. maí og breytt 7. september 2020 er óskað eftir að reisa tvær viðbyggingar við húsið. Önnur viðbyggingin verður á suðurhlið hússins og snýr að Kársnesbraut, samtals 80 m2. Hin viðbyggingin verður við norður hlið hússins og snýr að Vesturvör, hún verður þrjár hæðir með lyftu í stigahúsi samtals 1,060 m2. Stækkun í heild verður 1,140 m2 og húsið eftir breytingu verður 3,845 m2 og nýtingahlutfallið 1,09.
    Á fundi skipulagsráðs 2. september 2019 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kársnesbraut 102A, Kársnesbraut 106, Hafnarbraut 12, Vesturvör 22, 24 og 26-28. Kynningartíma lauk 3. febrúar 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum.
    Á fundi skipulagsráðs 3. febrúar 2020 var afgreiðslu frestað og erindinu vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.
    Ásamt erindinu með áorðnum breytingum er lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 3. febrúar 2020 og uppfærð 21. september 2020 m.t.t. uppfærðra teikninga vegna athugasemda. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 22. maí 2019 og breytt 7. september 2020.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 82 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 14.9 1912293 Borgarholtsbraut 39. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju erindi Aðalheiðar Atladóttur arkitekts fh. lóðarhafa Borgarholtsbrautar 39 þar sem óskað var eftir leyfi til að fjarlægja núverandi einbýlishús á lóðinni og reisa þar nýbyggingu með fjórum íbúðum. Á fundi skipulagsráðs 6. janúar 2020 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum borgarholtsbrautar 37, 38 40, 41, 42, Melgerðis 20, 22, 24 og 26. Kynningartíma lauk 5. febrúar 2020, athugasemdir og ábendingar bárust. Þá lögð fram breytt tillaga þar sem komið er til móts við sjónarmið í innsendum athugasemdum og undirskriftir lóðarhafa Borgarholtsbrautar 37 og 41 sem gera ekki athugasemdir við breytta tillögu. Einnig er lögð fram uppfærð umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 14. september 2020. Niðurstaða Skipulagsráð - 82 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 14.14 2008291 Hraunbraut 1-16. Ósk íbúa um að loka götunni við Ásbraut.
    Lagt fram að nýju erindi lóðarhafa Hraunbrautar 1-16 þar sem óskað er eftir að loka aðkomu inn í götuna frá Ásbraut og með því gera þennan hluta Hraunbrautar að botnlangagötu. Á fundi skipulagsráðs 17. ágúst 2020 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar. Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 25. ágúst 2020 var afgreiðsla málsins á þá leið að umhverfis- og samgöngunefnd telur jákvætt að Hraunbraut verði gerð að botnlangagötu og að götunni verði lokað við Ásbraut. Um er að ræða bætt umferðaröryggi fyrir gangandi og hjólandi. Niðurstaða Skipulagsráð - 82 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

15.2008036F - Skipulagsráð - 83. fundur frá 05.10.2020

Fundargerð í 16 liðum.
  • 15.11 2006762 Þorrasalir 37. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Vilhjálms Hjálmarssonar arkitekts dags. 29. maí 2020 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi á lóðinni Þorrasalir 37. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar um 145 m2 til vesturs í átt að sveitafélagamörkum Kópavogs og Garðabæjar og 105 m2 viðbygging á einni hæð við núverandi einbýlishús á lóðinni. Þá er gert ráð fyrir þakverönd ofaná fyrirhugaðri viðbyggingu. Við breytinguna eykst byggingarmagn á lóðinni úr 287 m2 í 392 m2 og nýtingarhlutfall úr 0,48 í 0,53 mv. stækkun lóðarinnar. Á fundi skipulagsráðs 15. júní 2020 var samþykkt að auglýsa framlagða tillögu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 23. júní 2020 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 7. september 2020. Athugasemdir bárust á kynningartímanum. Á fundi skipulagsráðs 7. september 2020 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar, dags. 5. október 2020. Niðurstaða Skipulagsráð - 83 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 15.12 1902260 Langabrekka 5. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Verkfræðistofu Ívars Haukssonar f.h. lóðarhafa dags. 27. september 2016 þar sem óskað er eftir að byggja 21,7 m2 bílgeymslu sem verður áföst vesturhlið hússins að Löngubrekku 5 sbr. framlagða uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 27.9.2016. Þá lögð fram undirrituð yfirlýsing lóðarhafa um að hann standi straum af öllum kostnaði við að færa fráveitulögn sem er staðsett þar sem bílgeymslan á að rísa. Einnig samþykkir hann að starfsmenn umhverfissviðs hafi eftirlit með framkvæmdinni. Á fundi skipulagsráðs 15. júní 2020 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt lóðarhöfum Löngubrekku 1-13, Laufbrekku 1 og 3, Álfhólsvegar 59 og 61. Kynningartíma lauk 27. júlí 2020. Ábendingar og athugasemdir bárust á kynningartímanum. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsstjóra 7. ágúst 2020 var málinu frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 5. október 2020.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 83 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

Önnur mál fundargerðir

16.2009783 - Fundargerð nr. 887 fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25.08.2020

Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.2010012 - Fundargerð 888. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29.09.2020

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.2009505 - Fundargerð 25. eigendafundar Sorpu frá 07.09.2020

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

19.2009594 - Fundargerð 432. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 29.08.2020

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

20.2009504 - Fundargerð 24. eigendafundar Strætó frá 07.09.2020

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

21.2009696 - Fundargerð 327. fundar stjórnar Strætó frá 04.09.2020

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

22.2009438 - Fundargerðir Velferðarráðs

Fundur nr. 70.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:00.