Bæjarstjórn

1225. fundur 10. nóvember 2020 kl. 16:00 - 18:21 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
 • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
 • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
 • Karen E. Halldórsdóttir aðalfulltrúi
 • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
 • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
 • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
 • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
 • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

Dagskrármál

1.2011060 - Fjárhagsáætlun 2021 - Fyrri umræða

Frá bæjarstjóra, lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar og stofnana fyrir árið 2021 og tillaga að þriggja ára fjárhagsáætlun 2022-2024.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2022-2024 til seinni umræðu.

Bókun:
"Undirrituð telur veigamikil rök fyrir því að Kópavogsbær sæki um fullan frest til framlagningar og afgreiðslu fjárhagsáætlunar í samræmi við erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins."
Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Fundargerð

2.2010019F - Bæjarráð - 3021. fundur frá 29.10.2020

Fundargerð í 31 lið.
Lagt fram.

Bókun:
"Undirritaður telur ófært að Kópavogsbær taki aukinn fjölda undirbúningstíma sérkennara í leikskólum sem samið var um í kjarasamningum af úthlutuðum sérkennslutímum barna. Þetta verður til þess að börn sem þurfa á sérkennsluúrræðum að halda í leikskólum bæjarins munu fá færri tíma en áður. Það verða því þau sem síst skyldi, börnin sem þurfa á sérkennsluúrræðum að halda, sem í raun niðurgreiða kostnað Kópavogsbæjar vegna kjarasamninga."
Pétur H. Sigurðsson.

Bókun:
"Ég tek undir bókun Péturs H. Sigurðssonar."
Bergljót Kristinsdóttir
 • 2.1 2006877 Lántökur Kópavogsbæjar 2020
  Frá fjármálastjóra, dags. 26. október, lögð fram beiðni um heimild til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 3,9 milljarða króna vegna endurfjármögnunar á verðtryggðum húsnæðislánum sem bera meira en 1% vexti. Einnig lögð fram fundargerð lána- og skuldastýringar frá 19. október sl. Niðurstaða Bæjarráð - 3021 Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 3.900.000.000, til allt að 30 ára.
  Bæjarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
  Er lánið tekið til að endurfjármagna eldri lán sem upphaflega voru tekin vegna framkvæmda sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
  Jafnframt er Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra, kt. 170766-5049 og Ingólfi Arnarsyni, fjármálastjóra kt. 050656-3149 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Kópavogsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
 • 2.30 2009385 Reglur um fjárhagsaðstoð. Endurskoðun 2020
  Velferðarráð samþykkti framlagðar tillögur að breyttum reglum fyrir sitt leyti þann 26.10.2020 og vísaði til afgreiðslu bæjarráðs. Niðurstaða Bæjarráð - 3021 Bæjarráð samþykkir framlagðar breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir málið með 11 atkvæðum.

Fundargerð

3.2010025F - Bæjarráð - 3022. fundur frá 05.11.2020

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.
 • 3.4 1812353 Kársnesskóli við Skólagerði - Hönnun
  Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 3. nóvember, lögð fram skýrsla VSÓ Ráðgjafar ehf. um áhættumat vegna byggingar Kársnesskóla. Niðurstaða Bæjarráð - 3022 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa heimild til útboðs til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir að veita umbeðna heimild með 11 atkvæðum.

Fundarger?

4.2010023F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 302. fundur frá 23.10.2020

Fundargerð í 7 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

5.2009439 - Fundargerðir Barnaverndarnefndar

Fundur nr. 112.
Lagt fram.

Fundarger?

6.2011004F - Forsætisnefnd - 165. fundur frá 05.11.2020

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.2010478 - Fundargerð 260. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 19.10.2020

Fundargerð í 25 liðum.
Lagt fram.

Fundarger?

8.2009021F - Lista- og menningarráð - 118. fundur frá 22.10.2020

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.2010510 - Fundargerð 385. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 14.10.20

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

10.2010012F - Skipulagsráð - 85. fundur frá 02.11.2020

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.2010527 - Fundargerð 889. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16.10.20

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.2011038 - Fundargerð 890. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30.10.2020

Fundargerð í 33 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.2010477 - Fundargerð 434. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 09.10.2020

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.2010626 - Fundargerð 435. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 15.10.2020

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.2010475 - Fundargerð 507. fundar stjórnar SSH frá 05.10.2020

Fundargerð í 16 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.2010476 - Fundargerð 508. fundar stjórnar SSH frá 12.10.2020

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.2010547 - Fundargerð 509. stjórnarfundar SSH frá 19.10.2020

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.2009438 - Fundargerðir Velferðarráðs

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

Kosningar

19.18051284 - Kosningar í menntaráð 2018-2022

Erlendur Geirdal kjörinn aðalmaður í menntaráð í stað Elvar Páls Sigurðssonar.

Kosningar

20.18051308 - Kosningar í umhverfis- og samgöngunefnd 2018-2022

Jón Magnús Guðjónsson kjörinn aðalmaður í stað Erlends Geirdals.
Einar Örn Þorvarðarson kjörinn varamaður í stað Margrétar Ágústsdóttur.

Kosningar

21.18051281 - Kosningar í jafnréttis- og mannréttindaráð 2018-2022

Björn Þór Rögnvaldsson kjörinn aðalmaður í stað Jóns Magnúsar Guðjónssonar.

Lovísa Björk Júlíusdóttir kjörin varamaður í stað Björns Þór Rögnvaldssonar.

Kosningar

22.18051245 - Kosningar í hafnarstjórn 2018-2022

Pétur Hrafn Sigurðsson kjörinn varamaður í stað Elvars Páls Sigurðssonar.

Fundi slitið - kl. 18:21.