Bæjarstjórn

1230. fundur 26. janúar 2021 kl. 16:35 - 20:33 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen E. Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.2101223 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2021

Frá fjármálastjóra, lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2021. Viðaukinn er lagður fram út af máli nr. 3.12 í fundargerð.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagðan viðauka.

Dagskrármál

2.2101123 - Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um umræðu um skipulagsmál, húsnæðismál, samgöngur og lýðheilsu

Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um umræðu um skipulagsmál, húsnæðismál, samgöngur og lýðheilsu í Kópavogi í samræmi við framlagt erindi.
Umræður.

Fundargerð

3.2101001F - Bæjarráð - 3031. fundur frá 14.01.2021

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.
  • 3.12 2101128 Stofnun Atvinnu- og nýsköpunarseturs í Kópavogi
    Frá Markaðsstofu Kópavogs, dags. 5. janúar, lagt fram erindi um stofnun Atvinnu- og nýsköpunarseturs í Kópavogi. Bæjarráð frestaði málinu á fundi sínum þann 7. janúar sl. Niðurstaða Bæjarráð - 3031 Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum og felur bæjarritara að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun til framlagningar í bæjarstjórn. Niðurstaða Sjá afgreiðslu bæjarstjórnar undir lið 1.

Fundargerð

4.2101006F - Bæjarráð - 3032. fundur frá 21.01.2021

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.
  • 4.1 2101228 Urðarhvarf 10. Umsókn um lóð undir atvinnuhúsnæði
    Frá bæjarritara, dags. 18. janúar, lögð fram umsókn Klettás ehf. um atvinnuhúsalóðina Urðarhvarf 10. Lagt er til að bæjarráð samþykki að vísa úthlutun lóðarinnar til umsækjanda til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð - 3032 Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að Klettási ehf. verði úthlutað lóðinni Urðarhvarfi 10. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að úthluta Klettási ehf. atvinnuhúsalóðinni Urðarhvarfi 10.
  • 4.2 2101281 Lóðarleigusamningar, tilkynningarskylda vegna framsals í eldri samningum.
    Frá bæjarlögmanni, dags. 12. janúar, lagt fram erindi um niðurfellingu ákvæða í eldri lóðarleigusamningum Kópavogsbæjar um tilkynningarskyldu. Niðurstaða Bæjarráð - 3032 Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að tilkynna þinglýsingardeild Sýslumanns að fallið sé frá ákvæði í eldri lóðarleigusamningum Kópavogsbæjar, um tilkynningarskyldu skv. 17. gr. lóðarleigusamninga og í tilfellum skv. 16. gr. til bæjarverkfræðings.
  • 4.4 1801275 Umsókn um stofnun þjóðlendu í lögsögu Kópavogs. Sandskeið, Bláfjöll, Þríhnúkar.
    Frá lögfræðideild, dags. 18. janúar, lögð fram umsókn Forsætisráðuneytis um stofnun þjóðlendu í lögsögu Kópavogsbæjar. Niðurstaða Bæjarráð - 3032 Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum umsókn Forsætisráðuneytisins um stofnun þjóðlendu í lögsögu Kópavogsbæjar.

Fundarger?

5.2101018F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 307. fundur frá 15.01.2021

Fundargerð í 19 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Fundarger?

6.2101023F - Forsætisnefnd - 170. fundur frá 21.01.2021

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundarger?

7.2101004F - Lista- og menningarráð - 121. fundur frá 14.01.2021

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.

Fundarger?

8.2101019F - Menntaráð - 72. fundur frá 19.01.2021

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

9.2012019F - Skipulagsráð - 90. fundur frá 18.01.2021

Fundargerð í 17 liðum.
Lagt fram.
  • 9.5 2009374 Melgerði 34. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Stefáns Ingólfssonar arkitekts dags. 6. ágúst 2020 fh. lóðarhafa Melgerðis 34. Á lóðinni stendur steinsteypt einbýlishús byggt 1958 og bílskúr byggður 5 árum síðar. Húsið er 98,8 m2 að stærð og er nú óskað eftir að reisa 36,8 m2 ris ofan á húsið og koma þar fyrir tveimur herbergjum og baðherbergi. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 6. ágúst 2020. Á fundi skipulagsráðs 7. desember 2020 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Melgerðis 29, 31, 32, 33, 36, Borgarholtsbrautar 45, 47 og 49. Kynningartíma lauk 18. janúar 2021. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum. Niðurstaða Skipulagsráð - 90 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 9.6 18061057 Fífuhvammur 9. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju erindi Svövu Jónsdóttur arkitekts dags. 20. júní 2018 fyrir hönd lóðarhafa Fífuhvamms 9 þar sem óskað er eftir að hækka útveggi til norðurs og suðurs þannig að þakhalli minnkar niður 14° og bæta við gluggum auk breytinga á innra skipulagi. Á fundi skipulagsráðs 16. júlí 2018 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fífuhvammi 7, 11, Víðihvammi 2, 4, Lindarhvammi 3. Athugasemdafresti lauk 10. september 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Erindið er lagt fram að nýju þar sem byggingarleyfið er útrunnið.
    Á fundi skipulagsráðs 21. desember 2020 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu að nýju fyrir lóðarhöfum Fífuhvamms 7 og 11, Víðihvamms 2 og 4 og Lindarhvamms 3. Fyrir liggur undirritað samþykki lóðarhafa í grennd og því er kynningartími styttur.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 90 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 9.8 2011556 Urðarbraut 7. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Sævars Geirssonar tæknifræðings dags. 29. október 2020 fh. lóðarhafa Urðarbrautar 7. Á lóðinni stendur einbýlishús byggt 1949 og stakstæð bílgeymsla byggð 1968. Óskað er eftir að breyta einbýlishúsinu í tvíbýli og fá samþykkta íbúð á eigin fastanúmeri í kjallara hússins. Eftir breytingu væri íbúð á 1. hæð með risi 123,8 m2 og íbúð í kjallara 74,2 m2. Á lóðinni eru 3 bílastæði en mögulegt er að fjölga þeim. Upprættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 29. október 2020. Á fundi skipulagsráðs 7. desember 2020 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Urðarbrautar 9, Kastalagerðis 2 og 4, Hófgerðis 30 og Borgarholtsbrautar 18 og 20. Kynningartíma lauk 14. janúar 2021. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum. Niðurstaða Skipulagsráð - 90 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 9.10 2101232 Hlíðarvegur 31 og Grænatunga 9. Breyting á staðföngum.
    Lagt fram erindi lóðarhafa Hlíðarvegar 31a og 31b, dags. 6. janúar 2021, þar sem óskað er eftir breytingu á staðföngum. Á fundi skipulagsráðs 3. febrúar 2020 var samþykkt að skipta lóðinni Hlíðarvegi 31 upp í tvær lóðir; Hlíðarveg 31 og 31a. Afgreiðsla skipulagsráðs var staðfest í bæjarstjórn 11. febrúar 2020. Nú er óskað eftir að efri lóðin, með staðfangið Hlíðarvegur 31 fái staðfangið Grænatunga 9 og ný lóð sem liggur neðar og við Hlíðarveg fái staðfangið Hlíðarvegur 31. Niðurstaða Skipulagsráð - 90 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 9.13 2005445 Álfhólsvegur 105. Breytt aðkoma að bílastæði.
    Lagt fram að nýju erindi lóðarhafa Álfhólsvegar 105 þar sem óskað er eftir að koma fyrir 4 bílastæðum framan við húsið, þar af tveimur með hleðslustöð fyrir rafbíla. Húsið við Álfhólsveg 105 er tvíbýli og eru 2 bílastæði meðfram austurhlið hússins. Á fundi skipulagsráðs 7. desember 2020 var afgreiðslu málsins frestað. Þá lögð fram ný tillaga, dags. 14. janúar 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 90 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

Önnur mál fundargerðir

10.2101166 - Fundargerð 440. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 08.12.2020

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.2101167 - Fundargerð 441. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 16.12.2020

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.2101168 - Fundargerð 442. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 30.12.2020

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.2101438 - Fundargerð 518. fundar stjórnar SSH frá 18.01.2021

Fundargerð í 21 lið.
Lagt fram.

Fundarger?

14.2101005F - Velferðarráð - 76. fundur frá 11.01.2021

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 20:33.