Bæjarstjórn

1235. fundur 13. apríl 2021 kl. 16:00 - 19:31 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen E. Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.2101185 - Ársreikningur Kópavogsbæjar 2020 - fyrri umræða

Frá fjármálastjóra, lagðir fram ársreikningar Kópavogsbæjar og stofnana bæjarins fyrir árið 2020. Bæjarráð samþykkti fyrir sitt leyti ársreikning Kópavogsbæjar fyrir árið 2020 ásamt ársreikningi stofnana bæjarins skv. 3. mgr. 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Bæjarstjórn vísar afgreiðslu ársreiknings Kópavogsbæjar fyrir árið 2020, ásamt ársreikningum stofnana bæjarins, til seinni umræðu með 11 atkvæðum.

Dagskrármál

2.2101223 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2021

Frá fjármálastjóra, lagður fram viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2021.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagðan viðauka.

Dagskrármál

3.2003630 - Menntasvið-skólaþjónusta, starfsreglur sérdeilda, sérúrræða og sérfræðinga

Frá menntaráði, lagðar fram til samþykktar starfsreglur og inn- og útskriftareglur sérdeilda við grunnskóla Kópavogs. Menntaráð samþykkti með öllum greiddum atkvæðum starfsreglur sérdeilda við grunnskóla Kópavogs, inn- og útskriftarreglur fyrir einhverfudeildir í Álfhóls- og Salaskóla sem og inn- og útskriftarreglur fyrir sérdeild í Kópavogsskóla og inn- og útskriftarreglur í sérdeild Snælandsskóla. Bæjarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum framlagðar starfsreglur og inn- og útskriftarreglur sérdeilda við grunnskóla Kópavogs og vísaði málinu til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum starfreglur sérdeilda við grunnskóla Kópavogs, innritunar- og útskriftarreglur fyrir einhverfudeildir í Álfhóls- og Salaskóla, innritunar- og útskriftarreglur fyrir sérdeild í Kópavogsskóla og innritunar- og útskriftarreglur í sérdeild Snælandsskóla.

Fundargerð

4.2103012F - Bæjarráð - 3041. fundur frá 25.03.2021

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.
  • 4.2 2103891 Álfhólsvegur 120, Álfhólsskóli Hjalli - endurnýjun álmu 5
    Frá sviðsstjórum umhverfis- og menntasviðs, dags. 22. mars, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í útboð á endurgerð álmu 5 í Álfhólsskóla. Einnig er óskað eftir viðbótarfjárveitingu til verksins. Niðurstaða Bæjarráð - 3041 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðna heimild og vísar fjármögnun verkefnisins til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Sjá afgreiðslu 2. dagskrárliðar fundargerðarinnar.

Fundargerð

5.2103021F - Bæjarráð - 3042. fundur frá 08.04.2021

Fundargerð í 24 liðum.
Lagt fram.
  • 5.4 2102298 Þjónustuapp - samningur um þróun þjónustuapps
    Frá forstöðumanni upplýsingatæknideildar, dags. 16. mars, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild til að ganga til samninga við Stefnu ehf. um þróun á þjónustuappi. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á síðasta fundi. Niðurstaða Bæjarráð - 3042 Fundarhlé hófst kl. 9:33, fundi fram haldið kl. 9:49

    Bæjarráð samþykkir framlagðan samning, að viðbættu uppsagnarákvæði 10. gr., með þremur atkvæðum gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur og hjásetu Péturs H. Sigurðssonar.

    Bókun:
    "Undirritaður bendir á að flest af því sem er í appinu á að vera aðgengilegt annarstaðar fyrir íbúa Kópavogs. Undirritaður telur að farsælla sé að fara með þetta verkefni inn í samstarfsvettvang um stafrænt ráð sveitarfélaganna sem verið er að koma á laggirnar."
    Pétur H. Sigurðsson

    Bókun:
    "Samningurinn ber með sér að verið sé að koma sér undan útboðsskyldu. Upphafleg samningsdrög tilgreindu kostnað sem var langt yfir opinberum viðmiðunarmörkum fyrir útboð. Nú hefur verkið verið bútað niður auk þess sem vísað er til möglegrar aðkomu fleiri sveitarfélaga, þó ekkert sé staðfest í þeim efnum. Engin verðkönnun var heldur gerð þegar þjónustusali var valinn, líkt og ber að gera samkvæmt lögum. Ennfremur er samningurinn ótímasettur sem er óheimilt, bæði samkvæmt innkaupareglum Kópavogsbæjar og lögum. Verkefnalýsingin er óljós, og ekki liggur fyrir þarfagreining á hvaða liðum ætti að forgangsraða til að bæta þjónustu við íbúa Kópavogs. Þá telja undirritaðar að farsælast væri að vinna verk sem þetta í samráði og samstarfi við önnur sveitarfélög. Kópavogsbær er þegar þátttakandi í samstarfsvettvangi á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og hefur greitt háar fjárhæðir til þeirrar vinnu."
    Theódóra S. Þorsteinsdóttir og Sigurbjörg E. Egilsdóttir
    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir framlagðan samning með sex atkvæðum, hjásetu Péturs H. Sigurðssonar og Bergljótar Kristinsdóttur, gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Einars Ö. Þorvarðarsonar og Sigurbjargar E. Egilsdóttur.

Fundargerð

6.2103023F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 312. fundur frá 26.03.2021

Fundargerð í 11 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Fundargerð

7.2103018F - Barnaverndarnefnd - 118. fundur frá 24.03.2021

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Fundargerð

8.2104003F - Forsætisnefnd - 175. fundur frá 09.04.2021

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.
  • 8.2 2012337 Reglur um styrki til stjórnmálaflokka í formi kaupa á auglýsingum
    Frá lögfræðideild, dags. 10. mars, lögð fram umsögn um styrki til stjórnmálaflokka í formi kaupa á auglýsingum í tilefni af framlögðum drögum að reglum um auglýsingastyrki til stjórnmálaflokka. Niðurstaða Forsætisnefnd - 175 Um framlög til stjórnmálaflokka fer skv. lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra, nr. 162/2006. Í 5. gr. framangreindra laga er mælt fyrir um skyldu fjölmennari sveitarfélaga til að veita framboðum til sveitarstjórnar fjárstuðning. Ríkisendurskoðun hefur gefið út leiðbeiningar um reikningshald stjórnmálaflokka, sbr. IV.kafla framangreindra laga. Þá hefur Samband íslenskra sveitarfélaga gefið út viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka á grundvelli sömu laga. Fyrirkomulag framlaga bæjarstjórnar Kópavogs hefur verið í samræmi við framangreint lagaumhverfi um fjármál stjórnmálaflokka.
    Þrátt fyrir heimild samkvæmt framangreindum lögum og leiðbeiningum settum á grundvelli þeirra, leggur forsætisnefnd til við bæjarstjórn að auglýsingum á vegum Kópavogsbæjar verði hætt í útgáfum á vegum stjórnmálaflokka. Þá leggur forsætisnefnd jafnframt til að endurskoðun á fjárframlögum til stjórnmálaflokka verði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum tillögu forsætisnefndar og vísar endurskoðun á fjárframlögum til stjórnmálaflokka til gerðar fjárhagsáætlunar.

Önnur mál fundargerðir

9.21031118 - Fundargerð 264. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 29.03.2021

Fundargerð í 48 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.2103011F - Leikskólanefnd - 127. fundur frá 18.03.2021

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

11.2103022F - Lista- og menningarráð - 124. fundur frá 25.03.2021

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

12.2103010F - Skipulagsráð - 95. fundur frá 29.03.2021

Fundargerð í 23 liðum.
Lagt fram.
  • 12.4 1905126 Dalaþing 13. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram breytt tillaga Einars Ólafssonar arkitekts að breyttu deiliskipulagi á lóðinni. Í gildandi deiliskipulagi er á lóðinni gert ráð fyrir einbýlishúsi á tveimur hæðum, stakstæðum bílskúr og hesthúsi ásamt gerði. Í breyttri tillögu felst að komið verði fyrir tveimur einbýlishúsum á einni hæð ásamt parhúsi á tveimur hæðum auk þess sem aðkoma að húsunum breytist með vegi og bílastæðum miðlægt á lóðinni. Parhús Dalaþing 13a og 13b er áætlað 400 m2 að flatarmáli á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr og fjórum bílastæðum á lóð. Einbýlishús Dalaþing 13c er áætlað um 220 m2 að flatarmáli á einni hæð með innbyggðum bílskúr og þremur bílastæðum á lóð. Einbýlishús Dalaþing 13d er áætlað um 210 m2 að flatarmáli á einni hæð með þremur bílastæðum á lóð. Lóðin er 3.349 m2 að flatarmáli og verður nýtingarhlutfall eftir breytingu 0,25. Á fundi skipulagsráðs 15. júlí 2019 var samþykkt með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar yrði auglýst. Kynningartíma lauk 18. september 2019 og bárust ábendingar og athugasemdir við tillöguna. Tillagan sem nú er lögð fram er breytt að því leiti að byggingarreitum fyrirhugaðra húsa hefur verið breytt og staðsetning þeirra endurskoðuð til að koma til móts við sjónarmið athugasemdaaðila. Breytt tillaga er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum dags. 26. mars 2021.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 95 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu með áorðnum breytingum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 12.6 2011714 Vatnsendahvarf. Deiliskipulagslýsing.
    Lögð fram að nýju tillaga skipulagsdeildar að deiliskipulagslýsingu með tilvísan til 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir nýtt deiliskipulag í Vatnsendahvarfi dags. 26. mars 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 95 Skipulagsráð samþykkir framlagða lýsingu og að hún verði kynnt í samræmi við 40. gr. skipulaglaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur.
  • 12.7 2011485 Arnarnesvegur frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Deiliskipulagslýsing.
    Lögð fram tillaga verkfræðistofunnar Eflu fh. Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar, dags. 19. mars 2021, að deiliskipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag Arnarnesvegar 3. áfanga. Fyrirhugað deiliskipulag nær til hluta Arnarnesvegar frá gatnamótum Arnarnesvegar og Rjúpnavegar að fyrirhuguðum gatnamótum Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar og veghelgunarsvæða hans sem nær að jafnaði 30 metra út frá miðlínu vegarins. Hluti veghelgunarsvæðis Arnarnesvegar er innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkur, en stærsti hluti vegarins liggur innan sveitarfélagsmarka Kópavogs. Arnarnesvegur sem liggur innan marka skipulagssvæðisins er um 1,9 km að lengd og liggur frá suðaustur hluta Leirdals að grænu opnu svæði norðan Breiðholtsbrautar.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 95 Skipulagsráð samþykkir framlagða lýsingu og að hún verði kynnt í samræmi við 40. gr. skipulaglaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 12.10 2103946 Hraunbraut 14. Kynning á byggingarleyfi. Umsókn um auka íbúð.
    Lagt fram erindi Luigi Bartolozzi arkitekts dags. 11. mars 2021 fh. lóðarhafa Hraunbrautar 14. Á lóðinni er steinsteypt þriggja hæða hús með þremur íbúðum og sambyggðum bílskúr, byggt 1968. Í erindinu er óskað eftir að breyta 57,6 m2 rými, staðsett undir tvöföldum bílskúr á lóðinni í íbúð á eigin fastanúmeri. Á upphaflegum teikningum af húsinu er þetta rými merkt sem geymsla en frá árinu 1985 hefur rýmið verið notað sem íbúð. Samþykki meðeiganda og lóðarhafa í grennd liggur fyrir. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 11. mars 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 95 Skipulagsráð hafnar famlögðu erindi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Einar Örn Þorvarðarson og Bergljót Kristinsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 6 atkvæðum og hjásetu Einars A. Þorvarðarsonar, Bergljótar Kristinsdóttur og Sigurbjargar E. Egilsdóttur gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Péturs H. Sigurðssonar og hafnar erindinu.
  • 12.12 2011563 Hlíðarvegur 26. Kynning á byggingarleyfi.
    Á fundi skipulagsráðs 1. febrúar 2021 var erindi Páls Poulsen byggingarfræðings dags. 5. október 2020 fh. lóðarhafa Hlíðarvegar 26 hafnað. Í framlögðu erindi var óskað eftir að fjölga íbúðum í húsinu og fá jarðhæðina samþykkta sem íbúð á eigin fastanúmeri. Með breytingunni væru þrjár íbúðir í húsinu; íbúð á jarðhæð 76,3 m2, íbúð á 1. hæð: 148,6 m2 og íbúð á 2. hæð: 143,4 m2. Samþykki meðeigenda lá fyrir.
    Á fundi bæjarráðs 25. febrúar 2021 var tekin fyrir beiðni Hjalta Steinþórssonar lögmanns, fh. lóðarhafa, um endurupptöku máls. Bæjarráð samþykkti að vísa málinu til bæjarlögmanns til umsagnar. Á fundi bæjarráðs 25. mars 2021 var samþykkt endurupptaka málsins og vísað til nýrrar málsmeðferðar. Þá lögð fram umsögn lögfræðideildar dags. 17. mars 2021.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 95 Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 12.13 2011091 Vatnsendablettur 1b. Breytt aðalskipulag.
    Lagt fram erindi Jakobssona ehf. dags. 3. nóvember 2020 þar sem óskað er eftir breytingu á landnotkun Vatnsendabletts 1b sem er 7.088 m2 að flatarmáli. Samkvæmt aðalskipulagi Kópavogs er landið skilgreint sem opið óbyggt svæði en óskað er eftir að Kópavogsbær samþykki að breyta landnotkun á svæðinu þannig að þar verði heimilt að byggja 7 íbúðarhús. Þá lagt fram minnisblað lögfræðideildar dags. 25. mars 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 95 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.
  • 12.18 2103928 Markavegur 7. Beytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi Jódísar Ástu Gísladóttir byggingarfræðings, dags. 3. mars 2021 fh. lóðarhafa Markarvegar 7 með ósk um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að á lóðinni verði reist reiðskemma á lóðarmörkum sem sameinast hesthúsum sem fyrirhugað er að byggja á Markavegi 7 og 8 þannig að reiðskemman verði sameiginleg. Eins er óskað eftir að gólfkóti á báðum lóðum verði jafnaður þannig að gólfkóti Markavegar 7 fari úr 104,5 í 105,0 og gólfkóti Markavegar 8 fari úr 105,5 í 105,0. Nýtingarhlutfall eftir breytingu verður 0.32. Uppdráttur í mkv. 1:500 og 1:1000 dags. 25. febrúar 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 95 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 12.19 2103929 Markavegur 8. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi Jódísar Ástu Gísladóttir byggingarfræðings, dags. 3. mars 2021 fh. lóðarhafa Markarvegar 8 með ósk um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að á lóðinni verði reist reiðskemma á lóðarmörkum sem sameinast hesthúsum sem fyrirhugað er að byggja á Markavegi 7 og 8 þannig að reiðskemman verði sameiginleg. Eins er óskað eftir að gólfkóti á báðum lóðum verði jafnaður þannig að gólfkóti Markavegar 7 fari úr 104,5 í 105,0 og gólfkóti Markavegar 8 fari úr 105,5 í 105,0. Nýtingarhlutfall eftir breytingu verður 0.32. Uppdráttur í mkv. 1:500 og 1:1000 dags. 25. febrúar 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 95 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 12.20 2103898 Kópavogsbraut 69. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi Sigurðar Hallgrímssonar arkitekts fh. lóðarhafa Kópavogsbrautar 69 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að hús sem stendur á lóðinni verður rifið og í stað þess reist parhús á tveimur hæðum. Húsið verður í heildina 356 m2, hvor íbúð um 180 m2. Gert er ráð fyrir fjórum bílastæðum, tvö fyrir hvora íbúð. Nýtingarhlutfall lóðarinnar verður 0,49 eftir breytingu. Uppdrættir í mkv. 1:200 og 1:1000 dags. 11. mars 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 95 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Bergljót Kristinsdóttir greiðir atkvæði gegn tillögunni.

    Kristjana H Kristjánsdóttir, verkefnastjóri á skipulagsdeild, víkur af fundi við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum gegn atkvæði Bergljótar Kristinsdóttur.
  • 12.21 2103900 Kópavogsbraut 71. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi Sigurðar Hallgrímssonar arkitekts fh. lóðarhafa Kópavogsbrautar 71 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að hús sem stendur á lóðinni verður rifið og í stað þess reist parhús á tveimur hæðum. Húsið verður í heildina 356 m2, hvor íbúð um 180 m2. Gert er ráð fyrir fjórum bílastæðum, tvö fyrir hvora íbúð. Nýtingarhlutfall lóðarinnar verður 0,49 eftir breytingu. Uppdrættir í mkv. 1:200 og 1:1000 dags. 11. mars 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 95 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Bergljót Kristinsdóttir greiðir atkvæði gegn tillögunni.

    Kristjana H Kristjánsdóttir, verkefnastjóri á skipulagsdeild, víkur af fundi við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum gegn atkvæði Bergljótar Kristinsdóttur.

Önnur mál fundargerðir

13.2103977 - Fundargerð stjórnar Reykjanesfólksvangs frá 10.03.2021

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.2103736 - Fundargerð 391. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 17.03.2021

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Önnur mál fundargerðir

15.21031085 - Fundargerð 896. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26.03.2021

Fundargerð í 36 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.2103846 - Fundargerð 444. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 26.02.2021

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.21031022 - Fundargerð 337 fundar stjórnar Strætó frá 12.03.2021

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

18.2103006F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 139. fundur frá 16.03.2021

Fundargerð í 8. liðum.
  • 18.3 2103448 Garðlönd - Fyrirkomulag og gjald 2021
    Frá Umhverfissviði lögð fram tillaga að fyrirkomulagi og gjaldi fyrir garðlönd Kópavogs 2021. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 139 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu að fyrirkomulagi og gjaldi fyrir garðlönd árið 2021. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar.

Fundargerð

19.2103017F - Velferðarráð - 81. fundur frá 22.03.2021

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:31.