Frá menntaráði, lagðar fram til samþykktar starfsreglur og inn- og útskriftareglur sérdeilda við grunnskóla Kópavogs. Menntaráð samþykkti með öllum greiddum atkvæðum starfsreglur sérdeilda við grunnskóla Kópavogs, inn- og útskriftarreglur fyrir einhverfudeildir í Álfhóls- og Salaskóla sem og inn- og útskriftarreglur fyrir sérdeild í Kópavogsskóla og inn- og útskriftarreglur í sérdeild Snælandsskóla. Bæjarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum framlagðar starfsreglur og inn- og útskriftarreglur sérdeilda við grunnskóla Kópavogs og vísaði málinu til síðari umræðu í bæjarstjórn.