Bæjarstjórn

1241. fundur 24. ágúst 2021 kl. 16:00 - 18:37 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen E. Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Helga Hauksdóttir varafulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Fundargerð

1.2108001F - Bæjarráð - 3054. fundur frá 19.08.2021

Fundargerð í 21. lið.
Lagt fram.

Fundarhlé hófst kl. 16:03, fundi fram haldið kl. 16:35
  • 1.6 2108482 Markavegur 7. Skil á lóð.
    Frá umhverfissviði, dags. 12.08.2021, lagt fram erindi frá Rafni A. Sigurðssyni, þar sem óskað er eftir því að skila lóðinni Markarvegi 7 sem úthlutað var í bæjarstjórn þann 27.10.2020. Einnig er óskað eftir endurgreiðslu lóðargjalda. Niðurstaða Bæjarráð - 3054 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum heimild til skila á lóðinni Markarvegi 7.
  • 1.7 2108481 Markavegur 8. Skil á lóð.
    Frá umhverfissviði, dags. 12.08.2021, lagt fram erindi frá Hannesi Sigurjónssyni, þar sem óskað er eftir því að skila lóðinni Markarvegi 8 sem úthlutað var í bæjarstjórn þann 27.10.2020. Einnig er óskað eftir endurgreiðslu lóðargjalda. Niðurstaða Bæjarráð - 3054 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum heimild til skila á lóðinni Markarvegi 8.
  • 1.8 2108349 Starfsreglur svæðisskipulagsnefndar og samkomulag sveitarfélaganna um svæðisskipulag. Óskað eftir afgreiðslu aðildarsveitarfélaga.
    Frá SSH, dags. 09.08.2021, lagðar fram starfsreglur svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins ásamt drögum að samkomulagi um svæðisskipulag. Niðurstaða Bæjarráð - 3054 Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir með 11 atkvæðum framlagaðar starfsreglur svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins fyrir sitt leyti.

    Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir með 11 atkvæðum framlagt samkomulag fyrir sitt leyti.
  • 1.9 2108643 Alþingiskosningar 25. september 2021.
    Frá formanni kjörstjórnar Kópavogsbæjar, dags. 18.08.2021, lögð fram tillaga um fjölgun kjörstaða um þrjár kjördeildir. Niðurstaða Bæjarráð - 3054 Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagða tillögu um fjölgun kjördeilda.

Fundargerð

2.2108009F - Forsætisnefnd - 182. fundur frá 19.08.2021

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

3.2108003F - Menntaráð - 82. fundur frá 17.08.2021

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

4.2106026F - Skipulagsráð - 103. fundur frá 16.08.2021

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.
  • 4.2 1905126 Dalaþing 13. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram breytt tillaga Einars Ólafssonar arkitekts fyrir hönd lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi á lóðinni. Í gildandi deiliskipulagi er á lóðinni gert ráð fyrir einbýlishúsi á tveimur hæðum, stakstæðum bílskúr og hesthúsi ásamt gerði. Í breyttri tillögu felst að komið verði fyrir tveimur einbýlishúsum á einni hæð ásamt parhúsi á tveimur hæðum auk þess sem aðkoma að húsunum breytist með vegi og bílastæðum miðlægt á lóðinni. Parhús Dalaþing 13a og 13b er áætlað 400 m2 að flatarmáli á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr og fjórum bílastæðum á lóð. Einbýlishús Dalaþing 13c er áætlað um 220 m2 að flatarmáli á einni hæð með innbyggðum bílskúr og þremur bílastæðum á lóð. Einbýlishús Dalaþing 13d er áætlað um 210 m2 að flatarmáli á einni hæð með þremur bílastæðum á lóð. Lóðin er 3.349 m2 að flatarmáli og verður nýtingarhlutfall eftir breytingu 0,25.
    Rök fyrir breytingunni eru þau að nýtingarhlutfall lóðarinnar samkv. gildandi deiliskipulagi eru langt undir því meðaltali sem er í næsta nágrenni Dalaþings 13. Fordæmi eru fyrir ámóta þéttingu í næsta nágrenni. Ekki er talið að umrædd breyting hafi veruleg neikvæð umhverfisáhrif á útsýni, skuggavarp eða nánd eins og skýringarmyndir í umsögn skipulagsdeildar dags. 16. ágúst 2021 og fylgja deiliskipulagi þessu. Aukning um 33 bíla á sólarhring er hlutfallslega lítil með umferðarrýmd Dalaþings í huga en við Dalaþing eru skráðar 33 íbúðir með um 370 bíla umferð á sólarhring. Ekkert slys er skráð frá 2015 til dagsins í dag og litlar líkur á aukningu þeirra. Áhrif á samfélag og eignir er jákvætt fyrir heildina en getur verið neikvætt fyrir hús í nágrenni Dalaþings 13 miðað við núverandi hús á lóð standi óbreytt en lítil eða engin áhrif á samfélag og eignir miðað við gildandi deiliskipulag með nýjum byggingarreit og hesthúsi ásamt gerði.
    Deiliskipulagstillagan er í samræmi við Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Þá er lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 13. ágúst 2021 um athugasemdir sem bárust á kynningartíma.
    Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag og skipulagsskilmála fyrir Þing samþ. í bæjarstjórn 24. maí 2005. Breytt tillaga er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum dags. 26. mars 2021 og breytt 16. ágúst 2016 þar sem texta greinargerðar er breytt.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 103 Fundarhlé kl. 17:05.
    Fundi framhaldið kl. 17:28.

    Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum dags. 16. ágúst 2021. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 4.6 2103901 Fjallakór 1. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Björgvins Snæbjörnssonar arkitekts dags. 22. mars 2021 f.h. lóðarhafa Fjallakórs 1 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að reisa 41,7 m² viðbyggingu á suðvestur hlið hússins. Við breytinguna stækkar húsið úr 260,4 m² í 302,1 m². Nýtingarhlutfall eykst úr 0,49 í 0,57. Undirritað samþykki lóðarhafa Fjallakórs 1a, 2, 3, 4, 6 og 8 liggur fyrir. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 22. mars 2021. Á fundi skipulagsráðs 29. mars 2021 var samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu. Hvorki athugasemdir né ábendingar bárust á kynningartíma. Niðurstaða Skipulagsráð - 103 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 4.7 2103902 Fjallakór 1A. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Björgvins Snæbjörnssonar arkitekts dags. 22. mars 2021 f.h. lóðarhafa Fjallakórs 1A þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að reisa 29,1 m2 viðbyggingu á suðaustur hlið hússins. Við breytinguna stækkar húsið úr 260,4 m2 í 289,5 m2. Nýtingarhlutfall eykst úr 0,54 í 0,60. Undirritað samþykki lóðarhafa Fjallakórs 1, 2, 3, 4, 6 og 8 liggur fyrir. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 22. mars 2021. Á fundi skipulagsráðs 29. mars 2021 var samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu. Hvorki athugasemdir né ábendingar bárust á kynningartíma. Niðurstaða Skipulagsráð - 103 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 4.8 2104754 Frostaþing 1. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Páls Gunnlaugssonar arkitekts dags. 28. apríl 2021 fh. lóðarhafa Frostaþings 1 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi. Í breytingunni felst að komið er fyrir geymslu og hobbírými undir húsinu, í kjallara, samtals 138,8 m2 og tröppum á milli hæða. Auk þess er komið fyrir aðgengi út í garð um tröppur úr kjallara. Þá er óskað eftir að reisa 15 m2 smáhýsi, að hluta steinsteypt, á lóðinni sem er hugsað fyrir setustofu, saunu og salerni. Við hlið smáhýsinu er gert ráð fyrir heitum potti með niðurgröfnu lagnarými. Fyrir breytingu er húsið 291,1 m2 en verður 429,9 m2, með smáhýsinu meðtöldu 444,9 m2. Samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða liggur fyrir. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 27. janúar 2021. Á fundi skipulagsráðs 3. maí 2021 var samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Kynningartíma lauk 10. ágúst 2021. Hvorki athugasemdir né ábendingar bárust á kynningartíma. Niðurstaða Skipulagsráð - 103 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 4.9 2108277 Gunnarshólmi, kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram erindi Heimis Freys Haukssonar byggingafræðings fyrir hönd lóðarhafa Gunnarshólma dags. 4. júlí 2021. Óskað er eftir að breyta gistiheimili (F2351076) í íbúðarhúsnæði. Engar frekari breytingar eru fyrirhugaðar á byggingunni, hvorki að utan né innan. Uppdráttur í mkv. 1:500 dags. 4. júlí 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 103 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 4.11 2104219 Kópavogsbraut 86. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Ívars Haukssonar byggingarverkfræðings dags. 20. mars 2021 fh. lóðarhafa Kópavogsbrautar 86. Á lóðinni stendur steinsteypt tvíbýli byggt 1950, neðri íbúð ásamt bílskúr 134,5 m2 og ris íbúð ásamt bílskúr 126,1 m2. Í erindinu er óskað eftir að stækka kvist í ris íbúð þannig að 2 eldri kvistir eru sameinaðir í einn, lofthæð og þakhalli breytist, heildarstækkun eru 5,5 m2. Undirritað samþykki meðeigenda liggur fyrir. Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 20. mars 2021. Á fundi skipulagsráðs 19. apríl 2021 var samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu. Kynningartíma lauk 6. ágúst. Hvorki athugasemdir né ábendingar bárust á kynningartíma. Niðurstaða Skipulagsráð - 103 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 4.12 2105199 Mánabraut 5. Kynning á byggingarleyfi
    Lagt fram að nýju erindi Ingólfs Margeirssonar byggingartæknifræðings dags. 10. maí 2021 fh. lóðarhafa Mánabrautar 5. Óskað er eftir leyfi til að byggja 38,2 m² viðbyggingu (stofa og svefnherbergi) við vesturhlið á núverandi íbúðarhúsi. Núverandi íbúðarhús er skráð 158,1 m², samþykkt þann 29. júní 1961. Öll áferð, efni og gerð viðbyggingar mun verða í samræmi við núverandi hús. Mesta hæð þaks og útveggja helst óbreytt. Fjarlægð frá lóðarmörkum 4m.
    Núverandi nýtingarhlutfall er 0,30. Lóðarstærð er 530 m² og heildarbyggingarmagn á lóð eftir breytingu verður 204,5 m² sem mun gefa nýtingarhlutfall 0,39.
    Meðaltalsnýtingarhlutfall annarra lóða í syðri hluta götulínu Mánabrautar er 0,39 (minnst 0,30 og mest 0,44). Á fundi skipulagsráðs 17. maí 2021 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 14. júlí. Hvorki athugasemdir né ábendingar bárust á kynningartíma.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 103 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

5.2108068 - Fundargerð 342. fundar stjórnar Strætó frá 02.06.2021

Fundargerð í 6 liðum.

Önnur mál fundargerðir

6.2107001 - Fundargerð 449. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 28.05.2021

Fundargerð í 5 liðum.

Önnur mál fundargerðir

7.2107002 - Fundargerð 450. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 24.06.2021

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.2107128 - Fundargerð 33. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 29.06.2021

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Bókun bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Kópavogs felur bæjarstjóra að leggja til við stjórn SSH að skipulagður verði sameiginlegur upplýsingafundur um framtíðarsýn er varðar meðhöndlun sorps á höfuðborgarsvæðinu í anda hringrásarhagkerfisins þar sem bæjarfulltrúum, borgarfulltrúum og sérfræðingum í málaflokknum verður boðið til þátttöku".

Önnur mál fundargerðir

9.2107021 - Fundargerð 228. fundar stjórnar Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins frá dags 18.06.2021

Kosningar

10.18051306 - Kosningar í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að tilnefna Hjördísi Ýr Johnson og Einar Örn Þorvarðarson sem varafulltrúa Kópavogsbæjar í Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins

Kosningar

11.1806584 - Kosningar í hverfakjörstjórnir - Kór

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að Anný Berglind Thorstensen komi sem aðalmaður í stað Jóhönnu Heiðdal í hverfiskjörstjórn í Kór.

Kosningar

12.18051287 - Kosningar í yfirkjörstjórn v. sveitarstjórnarkosninga, alþingiskosninga og forsetakosninga

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að Hugrún Brynhildur Haraldsdóttir komi sem varamaður í stað Unu Bjargar Einarsdóttur.

Fundi slitið - kl. 18:37.