Bæjarstjórn

1242. fundur 14. september 2021 kl. 16:00 - 21:26 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
 • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
 • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
 • Karen E. Halldórsdóttir aðalfulltrúi
 • Jón Finnbogason varafulltrúi
 • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
 • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
 • Helga Hauksdóttir varafulltrúi
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
 • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.2109440 - Beiðni um tímabundna lausn frá störfum bæjarfulltrúa

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að taka málið á dagskrá með afbrigðum.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að veita umbeðna tímabundna heimild frá störfum bæjarfulltrúa.

Dagskrármál

2.1901481 - Aðalskipulag Kópavogs 2019-2040. Fyrri umræða.

Lögð fram að nýju tillaga að nýju Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti 9. mars 2021 að auglýsa tillögu að nýju Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 - dags. 24. nóvember 2020, uppfærð í febrúar 2021 - í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um auglýsingu aðalskipulagstillögu. Tillagan var uppfærð í febrúar 2021 með vísan til athugasemda Skipulagsstofnunar dags. 8. febrúar 2021. Í tillögunni kemur m.a. fram stefna sveitarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál innan lögsögu Kópavogs til næstu 20 ára. Enn fremur er kynnt umhverfismat aðalskipulagsins sem sett er fram í umhverfisskýrslu. Matið er unnið í samræmi við lög nr. 105 frá 2006 en markmið laganna er að stuðla að sjálfbærri þróun og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og jafnframt stuðla að því að við áætlanagerð sé tekið tillit til umhverfissjónarmiða. Kynningartími var framlengdur um þrjár vikur til 27. maí 2021. Kynningartíma lauk þann 27. maí 2021. Athugasemdir, ábendingar og umsagnir bárust á kynningartíma. Á fundi skipulagsráðs 7. júní 2021 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Lögð er fram umsögn skipulagsdeildar dags. 2. júlí 2021 ásamt minnisblaði dags. 2. júlí 2021. Jafnframt er lögð fram uppfærð tillaga að nýju Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 ásamt landnotkunaruppdrætti dags. 2. júlí 2021.
Skipulagsráð samþykkti á fundi sínum 5. júlí 2021, með tilvísan í 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 framlagða tillögu að nýju Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 með áorðnum breytingum dags. 2. júlí 2021 ásamt umsögnum í greinargerð dags. 2. júlí 2021. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Málið fór fyrir bæjarráð 15. júlí og umhverfis-og samgögnunefnd þann 31. ágúst.
Fundarhlé hófst kl. 17:32, fundi fram haldið kl. 17:38.

Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur að vísa málinu til síðari umræðu.

Dagskrármál

3.2101223 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2021

Frá sviðsstjóra fjármálasviðs, lagður fram viðauki 7 við fjárhagsáætlun 2021. Viðaukinn er lagður fram út af málum númer 2106583 og 21005166 sem tekin voru fyrir á 3055. fundi bæjarráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagaðan viðauka kr. 4 milljónir vegna máls númer 2106583, Eftirskólaúrræði, og kr. 6,9 milljónir vegna viðauka við samning við Ás styrktarfélag. Útgjöldin verða fjármögnuð með ádrætti á innstæður/lánalínur bæjarins.

Fundargerð

4.2108007F - Bæjarráð - 3055. fundur frá 26.08.2021

Fundargerð í 14 liðum.
Lagt fram.

Fundarhlé hófst kl. 17:56, fundi fram haldið kl. 18:24.
Fundarhlé hófst kl. 19:33, fundi fram haldið kl. 19:40.
Fundarhlé hófst kl. 19:47, fundi fram haldið kl. 20:24

Fundargerð

5.2108013F - Bæjarráð - 3056. fundur frá 02.09.2021

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.
 • 5.4 2004031 Breyting á hámarkshraða
  Frá deildarstjóra gatnadeidar, dags. 30.08.2021, lögð fram umsögn um breytingu á hámarkshraða á Salavegi. Niðurstaða Bæjarráð - 3056 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum og hjásetu Bergljótar Kristinsdóttur framlagða tillögu að hámarkshraða.

Fundargerð

6.2108018F - Bæjarráð - 3057. fundur frá 09.09.2021

Fundargerð í 20 liðum.
Lagt fram.
 • 6.1 2109164 Reglur Kópavogsbæjar um stofnframlög
  Frá lögfræðideild, dags. 06.09.2021, lögð fram drög að tillögu að reglum um stofnframlög fyrir Kópavogsbæ. Niðurstaða Bæjarráð - 3057 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

  Bókun:
  "Mikilvægt er að uppfæra húsnæðisáætlun bæjarins í kjölfar samþykktar á þessum reglum"
  Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagðar reglur um stofnframlög.
 • 6.2 2109143 Ásakór 5. Sala á húsnæði
  Frá fjármálastjóra, dags. 06.09.2021, lögð fram beiðni um heimild til sölu íbúðar 228-1814 í Ásakór 5. Niðurstaða Bæjarráð - 3057 Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum umbeðna heimild til sölu íbúðar 228-1814 Ásakór 5
 • 6.5 2108643 Alþingiskosningar 25. september 2021
  Frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs, dags. 06.09.2021, lagður fram starfsmannalisti undirkjörstjórna vegna Alþingiskosninga 2021. Niðurstaða Bæjarráð - 3057 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagða tillögu að undirkjörstjórnum vegna Alþingiskosninga 2021

Fundargerð

7.2108004F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 323. fundur frá 13.08.2021

Fundargerð í 6 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Fundargerð

8.2108014F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 324. fundur frá 27.08.2021

Fundargerð í 11 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Fundargerð

9.2109007F - Forsætisnefnd - 183. fundur frá 09.09.2021

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.
 • 9.2 1905485 Tillaga að breytingum á bæjarmálsamþykkt, erindisbréfi lista- og menningarráðs og stofnskrám menningarhúsa
  Frá lögfræðideild, dags. 08.09.2021, lögð fram tillaga að breytingum á bæjarmálsamþykkt, erindisbréfi lista- og menningarráðs og stofnskrám menningarhúsa Niðurstaða Forsætisnefnd - 183 Forsætisnefnd samþykkir framlagðar breytingar fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagða tillögu að breytingum en vísar tillögu að breytingu á bæjarmálasamþykkt til endurskoðunar bæjarmálasamþykktar.

Önnur mál fundargerðir

10.2106010F - Leikskólanefnd - 132. fundur frá 16.06.2021

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.2108008F - Leikskólanefnd - 133. fundur frá 19.08.2021

Fundargerð í 17. liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

12.2108019F - Lista- og menningarráð - 131. fundur frá 02.09.2021

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

13.2109002F - Menntaráð - 83. fundur frá 07.09.2021

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

14.2108005F - Skipulagsráð - 104. fundur frá 06.09.2021

Fundargerð í 19 liðum.
Lagt fram.
 • 14.5 210616547 Suðurlandsvegur, lagning strengja. Beiðni um framkvæmdaleyfi.
  Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Verkís fh. Veitna ohf. um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu á 11 kV rafstrengs, Lögbergslínu, nærri Suðurlandsvegi um Hellisheiði. Strengnum er ætlað að taka við hlutverki núverandi loftlínu sem áætlað er að tekin verði niður í kjölfarið. Framkvæmdin er á um 16,5 km löngum kafla og nær yfir land Kópavogsbæjar og Sveitarfélagsins Ölfus. Þar af er leiðin 10 km löng innan Kópavogsbæjar. Umsókninni fylgir greinargerð og uppdrættir í mkv. 1:35000 og 1:5000 dags. 25. júní 2021. Kynningartíma lauk 18. ágúst. Þá lagðar fram umsagnir sem bárust á kynningartíma. Niðurstaða Skipulagsráð - 104 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 14.6 2108294 Melgerði 17, kynning á byggingarleyfi.
  Lagt fram erindi Gunnars Boga Borgarssonar arkitekt dags. 7. júlí 2021 fyrir hönd lóðarhafa Melgerðis 17 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu á einni hæð, samtals 179 m². Núverandi íbúðarhús er skráð 167,7 m² skv. þjóðskrá. Lóðarstærð er 776 m². Núverandi nýtingarhlutfall er 0,22. Heildarbyggingarmagn á lóð eftir breytingu verður 346,7 m² sem mun gera nýtingarhlutfallið 0,45. Meðaltalsnýtingarhlutfall á lóðum Melgerði 15, 16, 18 og 19 er 0,23 (minnst 0,18 og mest 0,30). Uppdráttur í mkv: 1:100 dags. 7. júlí 2021, skráningartafla dags. 7. júlí 2021, útlit og snið í mkv: 1:100 dags. 7. júlí 2021, byggingarlýsing í mkv: 1:500 dags. 7. júlí 2021 og skýrsla ASK arkitekta dags. 3. júlí 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 104 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
  Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.
 • 14.7 2106563 Álfaheiði 1D, kynning á byggingarleyfi.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Luigis Bartolozzis arkitekts, dags. 9. febrúar 2021 fyrir hönd lóðarhafa að Álfaheiðar 1d. Óskað er eftir að byggja 12.6 m² sólstofu við vesturhlið fjölbýlishúss sem mun verða hluti af 80 m² íbúð á jarðhæð. Samþykki meðeigenda liggur fyrir að hluta. Uppdrættir dags. 8. febrúar 2021 í mkv. 1:100 og 1:500. Kynningartíma líkur 6. september 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 104 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 14.9 210616349 Hvannhólmi 24, kynning á byggingarleyfi.
  Lagt fram að nýju erindi lóðarhafa Hvannhólma 24 dags. 23. júní 2021 þar sem sótt er um leyfi til að breyta íbúðarhúsnæði 1. hæðar (010101) í atvinnuhúsnæði. Um er að ræða starfsemi sem felur í sér nuddmeðferðir, námskeiðahald og litla verslun með smávörur tengdar starfseminni. Breytingar á húsnæðinu hafa í för með sér tilfærslu á eldhúsi og þvottahúsi og uppsetningu á meðferðarrýmum í lokuðum herbergjum. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500. Niðurstaða Skipulagsráð - 104 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum og hjásetu Karenar E. Halldórsdóttur og hafnar erindinu.
 • 14.12 2106157 Skemmuvegur 2A, skrifstofur Byko, breytt deiliskipulag.
  Lögð fram að nýju tillaga Jóhanns Sigurðssonar arkitekts dags. 20. maí 2021 fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi við Skemmuveg 2-4.
  Í breytingunni felst breytt afmörkun byggingarreits og aukning á byggingarmagni skrifstofuhúsnæðisins úr 2.450 m² í 3.450 m².
  Byggingarmagn núverandi vöruafgreiðslu og afgreiðslu á 1. hæð verður óbreytt 6.547 m²
  Við breytinguna verða bílastæði á svæðinu 627 talsins sem er fækkun um 8 stæði frá gildandi deiliskipulagi. Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulagsskilmála. Uppdrættir í mkv. 1:1.000 og 1:500 dags. 20. maí 2021. Á fundi skipulagsráðs 7. júní 2021 var ákveðið að auglýsa framlagða tillögu. Kynningartíma lauk 10. ágúst 2021. Athugasemd barst á kynningartíma. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 3. sept. 2021.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 104 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 14.19 2109065 Breytt lega jarðstrengs frá Vesturvör að Fossvogsbrú.
  Lagt fram erindi Verkís fyrir hönd Veitna þar sem sótt er um leyfi til að breyta legu jarðstrengs frá Vesturvör að fyrirhugaðri brú yfir Fossvog og að sveitarfélagamörkum Kópavogs og Reykjavíkur. Núverandi jarðstrengur liggur meðfram vesturlóðamörkum fjölbýlishússins að Hafnarbraut nr. 14. og að dælustöð við Hafnarbraut nr. 20 og í sjó fram. Ný lega jarðstrengjar mun liggja frá lóðarmörkum Vesturvarar nr. 12, eftir Vesturvör til vesturs og eftir Bakkabraut til norðurs, framhjá Bakkabraut 25 þar sem strengur þverar Bakkabraut og liggur meðfram austurlóðamörkum Vesturvarar nr. 30b, 34 og 38 þar sem strengur beygir til norðvesturs að sjó og áfram að sveitarfélagsmörkum. Gert verður ráð fyrir 3m helgunarsvæði fyrir umræddan streng þar sem sett er fram krafa um graftarrétt á bæjarlandi og innan lóðanna við Bakkabraut 25 og Vesturvör 30, 34 og 38 þó svo að strengur liggi ekki innan umræddra lóða. Uppdráttur í mkv. 1:200. Niðurstaða Skipulagsráð - 104 Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Fundargerð

15.2108012F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 143. fundur frá 26.08.2021

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Fundargerð

16.2108006F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 144. fundur frá 31.08.2021

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.
 • 16.1 1901481 Aðalskipulag Kópavogs 2019-2040
  Lögð fram að nýju tillaga að nýju Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040.
  Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti 9. mars 2021 að auglýsa tillögu að nýju Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 - dags. 24. nóvember 2021, uppfærð í febrúar 2021 - í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um auglýsingu aðalskipulagstillögu. Tillagan var uppfærð í febrúar 2021 með vísan til athugasemda Skipulagsstofnunar dags. 8. febrúar 2021. Í tillögunni kemur m.a. fram stefna sveitarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál innan lögsögu Kópavogs til næstu 20 ára. Enn fremur er kynnt umhverfismat aðalskipulagsins sem sett er fram í umhverfisskýrslu. Matið er unnið í samræmi við lög nr. 105 frá 2006 en markmið laganna er að stuðla að sjálfbærri þróun og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og jafnframt stuðla að því að við áætlanagerð sé tekið tillit til umhverfissjónarmiða. Kynningartími var framlengdur um þrjár vikur til 27. maí 2021.
  Kynningartíma lauk þann 27. maí 2021. Athugasemdir, ábendingar og umsagnir bárust á kynningartíma. Á fundi skipulagsráðs 7. júní 2021 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Lögð er fram umsögn skipulagsdeildar dags. 2. júlí 2021 ásamt minnisblaði dags. 2. júlí 2021. Jafnframt er lögð fram uppfærð tillaga að nýju Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 ásamt landnotkunaruppdrætti dags. 2. júlí 2021. Á 142. fundi Umhverfis- og samgöngunefndar 29. júní var erindið kynnt og lagt fram.
  Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 144 Umhverfis og samgöngunefndar samþykkir fyrir sitt leyti með tilvísan í 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 framlagða tillögu að nýju Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 með áorðnum breytingum dags. 2. júlí 2021 ásamt umsögnum í greinargerð dags. 2. júlí 2021. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Sjá afgreiðslu í máli nr. 2
 • 16.2 2106832 Heilsuhringur við Kópavogstún
  Lögð fram tillaga að útfærslu heilsuhrings við Kópavogstún þar sem gerðar verða tengingar við núverandi stíga svo úr verði um 700 m langur samfelldur hringur umhverfis túnið með æfingaaðstöðu, áningarstöðum, bekkjum, leiktækjum og fræðsluskiltum. Garðlönd við Kópavogstún verða færð til og ræktunarreitum fjölgað. Svæðið fellur undir hverfisvernd. Þá lögð fram skýringarmynd af fyrirhuguðum heilsuhring dags. 9. júní 2021. Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri gerir grein fyrir erindinu. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 144 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagðar tillögur að heilsuhringjum við Kópavogstún. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagt erindi.
 • 16.4 21081290 Álfhólsvegur, breyting á aðkomu á hliðargötu
  Frá gatnadeild lögð fram tillaga að breytingu á þverun og aðkomu á hliðarveg við Álfhólsveg 43 Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 144 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu að útfærslu á hliðargötu við Álfhólsveg. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagt erindi.

Fundargerð

17.2107001F - Lista- og menningarráð - 130. fundur frá 19.08.2021

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

18.2108010F - Velferðarráð - 88. fundur frá 23.08.2021

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.
 • 18.8 2106583 Eftirskólaúrræði fyrir framhaldsskólanema
  Greinargerð deildarstjóra dags. 19.8.21, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu. Niðurstaða Velferðarráð - 88 Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að stofnað verði eftirskólaúrræði til samræmis við tillögu starfsmanna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

  Velferðarráð telur mikilvægt að fyrir árslok 2021 liggi fyrir áætlun til framtíðar um hvernig eftirskólaþjónustu við framhaldsskólanemendur verði háttað í bæjarfélaginu, m.a. m.t.t. staðsetningar og faglegrar stjórnunar. Velferðarráð leggur áherslu á að slík áætlun verði unnin í samstarfi við menntasvið.
  Niðurstaða Fundarhlé hófst kl. 20:40, fundi fram haldið kl. 21:16

  Bæjarstjórn samþykkir erindið með 11 atkvæðum.

  Bókun bæjarstjórnar:
  "Bæjarstjórn leggur áherslu á, í samræmi við réttindi fatlaðs fólks, að ákvörðun verði endurskoðuð um leið og áætlun um eftirskólaþjónustu við framhaldsskólanemendur liggur fyrir en einnig að könnuð verði samþætting þjónustunnar við Hrafninn."
 • 18.9 2105166 Ás styrktarfélag - viðauki við samning um Vinnu og virkni
  Viðauki við samning við Ás styrktarfélag lagður fram til afgreiðslu. Niðurstaða Velferðarráð - 88 Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti viðauka við samning við Ás styrktarfélag. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagðan viðauka við samning við Ás styrktarfélag.

Önnur mál fundargerðir

19.21081498 - Fundargerð 268. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 30.08.2021

Fundargerð í 73 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

20.21081485 - Fundargerð 900. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27.08.2021

Fundargerð í 24 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

21.2108710 - Fundargerð 451. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 16.08.2021

Fundargerð í 6 liðum.
Fundargerð í 24 liðum.

Önnur mál fundargerðir

22.2109217 - Fundargerð 452. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 26.08.2021

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

23.2109218 - Fundargerð 453. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 30.08.2021

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

24.2109037 - Fundargerð 343. fundar stjórnar Strætó frá 13.08.2021

Fundargerð í 7 líðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

25.2109158 - Fundargerð 344. fundar stjórnar Strætó frá 03.09.2021

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Kosningar

26.1806584 - Kosningar í hverfakjörstjórnir 2018-2022

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að Björn Þór Rögnvaldsson og Guðmundur Birkir Þorkelsson komi sem varamenn í í hverfiskjörstjórn.

Fundi slitið - kl. 21:26.