Bæjarstjórn

1243. fundur 28. september 2021 kl. 16:00 - 20:27 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
  • Karen E. Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Andri Steinn Hilmarsson varafulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
  • Helga Hauksdóttir varafulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.1901481 - Aðalskipulag Kópavogs 2019-2040. Síðari umræða.

Lögð fram að nýju tillaga að nýju Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti 9. mars 2021 að auglýsa tillögu að nýju Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 - dags. 24. nóvember 2020, uppfærð í febrúar 2021 - í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um auglýsingu aðalskipulagstillögu. Tillagan var uppfærð í febrúar 2021 með vísan til athugasemda Skipulagsstofnunar dags. 8. febrúar 2021. Í tillögunni kemur m.a. fram stefna sveitarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál innan lögsögu Kópavogs til næstu 20 ára. Enn fremur er kynnt umhverfismat aðalskipulagsins sem sett er fram í umhverfisskýrslu. Matið er unnið í samræmi við lög nr. 105 frá 2006 en markmið laganna er að stuðla að sjálfbærri þróun og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og jafnframt stuðla að því að við áætlanagerð sé tekið tillit til umhverfissjónarmiða. Kynningartími var framlengdur um þrjár vikur til 27. maí 2021. Kynningartíma lauk þann 27. maí 2021. Athugasemdir, ábendingar og umsagnir bárust á kynningartíma. Á fundi skipulagsráðs 7. júní 2021 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Lögð er fram umsögn skipulagsdeildar dags. 2. júlí 2021 ásamt minnisblaði dags. 2. júlí 2021. Jafnframt er lögð fram uppfærð tillaga að nýju Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 ásamt landnotkunaruppdrætti dags. 2. júlí 2021.
Skipulagsráð samþykkti á fundi sínum 5. júlí 2021, með tilvísan í 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 framlagða tillögu að nýju Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 með áorðnum breytingum dags. 2. júlí 2021 ásamt umsögnum í greinargerð dags. 2. júlí 2021. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Málið fór fyrir bæjarráð 15. júlí og umhverfis-og samgögnunefnd þann 31. ágúst.

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 14.09.2021 með 10 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur að vísa málinu til síðari umræðu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir aðalskipulag Kópavogsbæjar 2019-2040 með 10 atkvæðum gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

Dagskrármál

2.2106799 - Stefnumótun og fjárhagsáætlunargerð 2022

Lögð fram drög að stefnum sviða til fyrri umræðu.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að vísa málinu til síðari umræðu.

Fundargerð

3.2109006F - Bæjarráð - 3058. fundur frá 16.09.2021

Fundargerð í 22 liðum.
Lagt fram.
  • 3.2 1903496 Húsnæðisáætlun 2020 - 2027
    Frá sviðsstjóra fjármálasviðs, lögð fram húsnæðisáætlun 2020-2027. Niðurstaða Bæjarráð - 3058 Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Bókun:
    "Um er að ræða húsnæðisáætlun sem er komin til ára sinna og ljóst að ýmislegt vantar í þessa áætlun. Tölur eru allar frá 2019. Í áætluninni er hvorki gert ráð fyrir uppbyggingu á húsnæði fyrir námsmenn né heldur er gert ráð fyrir óhagnaðardrifnum húsnæðisfélögum sem hafa það að markmiði að bjóða leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði, fái tækifæri til uppbyggingu í Kópavogi."
    Ásmundur Alma Guðjónsson varaáheyrnarfulltrúi Pírata
    Pétur Hrafn Sigurðsson bæjarráðsfulltrúi Samfylkingarinnar

    Bókun:
    "Á síðasta fundi bæjarráðs var ákveðið að uppfæra áætlunina fyrir mars n.k. og verða þá fleiri þætti teknir til skoðunar sem lúta að námsmönnum og nýjum úrræðum á húsnæðismarkaði."
    Ármann Kr. Ólafsson

    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagða húsnæðisáætlun 2020-2027.
  • 3.4 2011353 Austurkór 22, byggingarleyfi.
    Frá bæjarlögmanni, dags. 07.09.2021, lögð fram afturköllun á úthlutun lóðarinnar Austurkór 22. Niðurstaða Bæjarráð - 3058 Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að afturkalla úthlutun lóðarinnar Austurkór 22.

Fundargerð

4.2109011F - Bæjarráð - 3059. fundur frá 23.09.2021

Fundagerð 14 liðum.
Lagt fram.
  • 4.2 1905336 Viljayfirlýsing um byggingu hjúkrunarheimilis
    Frá bæjarstjóra, dags. 13.09.2021, lögð fram drög að sameiginlegri viljayfirlýsingu heilbrigðisráðuneytis og Kópavogsbæjar um byggingu nýs hjúkrunarheimilis. Bæjarráð frestaði málinu á fundi sínum þann 16.09.2021. Niðurstaða Bæjarráð - 3059 Bæjarráð samþykkir vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Fundarhlé hófst kl. 10:27, fundi fram haldið kl. 10:41
    Niðurstaða Bæjarstjórn frestar erindinu.
  • 4.4 2109527 Stjórnsýsla byggðarsamlaga
    Frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir því að viðaukar við stofnsamninga Sorpu bs. og Strætó bs. verði teknir til efnislegrar umræðu, afgreiðslu og staðfestingar. Jafnframt er óskað tilnefninga tveggja fulltrúa sveitarfélagsins í stefnuráð byggðarsamlaganna. Niðurstaða Bæjarráð - 3059 Bæjarráð vísar framlögðum viðaukum við stofnsamninga Sorpu bs. og Strætó bs. til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Bæjarráð tilnefnir jafnframt Margréti Friðriksdóttur og Theódóru S. Þorsteinsdóttur í stefnuráð byggðarsamlaganna.
    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagðan viðauka við stofnsamning Sorpu bs.

    Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagðan viðauka við stofnsamning Strætó bs.

    Bæjarstjórn staðfestir tilnefningu Margrétar Friðriksdóttur og Theódóru S. Þorsteinsdóttur í stefnuráð byggðarsamlaganna.

Fundargerð

5.2109001F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 325. fundur frá 09.09.2021

Fundargerð í 12 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Fundargerð

6.2109014F - Forsætisnefnd - 184. fundur frá 23.09.2021

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

7.2108015F - Hafnarstjórn - 121. fundur frá 09.09.2021

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

8.2108017F - Íþróttaráð - 114. fundur frá 02.09.2021

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

9.2109003F - Lista- og menningarráð - 132. fundur frá 16.09.2021

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

10.2109012F - Menntaráð - 84. fundur frá 21.09.2021

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

11.2109025F - Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks - 8. fundur frá 27.09.2021

Fundargerð í 3 liðum.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að taka fundargerðina á dagskrá með afbrigðum.

Lagt fram.

Fundargerð

12.2109005F - Skipulagsráð - 105. fundur frá 20.09.2021

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.
  • 12.3 2002204 Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Tillaga að deiliskipulagi.
    Lögð fram deiliskipulagstillaga Pálmars Kristmundssonar, arkitekts dags. í október 2020 að deiliskipulagi fyrir Fannborgarreit og Traðarreit-vestur á miðbæjarsvæði Hamraborgar. Breytingin nær til svæðis sem afmarkast af Vallartröð til austurs, Digranesvegi til suðurs, Fannborg 8 til vestur og Hamraborg 10-38 til norðurs. (Reitir B1-1 og B1-3 og B4 í rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024). Stærð skipulagssvæðisins er um 4.3 ha að flatarmáli. 1) Á Fannborgarreit (á reit B1-1) standa nú þrjár byggingar fyrir atvinnuhúsnæði á 2, 3 og 4 hæðum (gömlu bæjarskrifstofurnar í Fannborg 2, 4 og 6) alls um 5300 m2 sem byggðar voru á árunum 1973-1979. Í tillögunni er gert ráð fyrir að þessar byggingar verði rifnar og nýtt húsnæði á 1-7 hæðum, með stöku byggingum sem eru 8 og 12 hæðir, rísi á svæðinu fyrir allt að 270 íbúðir ásamt verslun og þjónustu. Á jarðhæðum sem snúa að göngugötu (mannlífsás) sem mun verða milli fyrirhugaðra nýbygginga og núverandi íbúðarhúsa við Hamraborg 30-38 er gert ráð fyrir verslun og þjónustu. Áætlað heildar byggingarmagn verður um 18.000 m2 að samanlögðum gólffleti þar af 2000 m2 fyrir verslun og þjónustu. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað 2.04 án bílakjallara og 3.56 með bílastæðakjallara. Gert er ráð fyrir 1 bílastæði fyrir hverja íbúð og 1 bílastæði fyrir hverja 100 m2 í verslunar- og þjónustuhúsnæðis og að lágmarksfjöldi reiðhjólastæða er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 100 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Gert er ráð fyrir bílastæðum neðanjarðar. Lóðarmörk og aðkoma breytast. 2) Á Traðarreit-vestur standa nú 8 byggingar á einni til þremur hæðum með samtals 13 íbúðum, þar af 2 atvinnuhúsnæði, sem byggð voru á árunum 1952-1958 alls um 3000 m2. Í tillögunni er gert ráð fyrir að þessar byggingar víki fyrir nýrri byggð á 1-7 hæðum fyrir allt að 280 íbúðir auk verslunar- og þjónustuhúsnæðis alls um 22.000 m2 að samanlögðum gólffleti þar af 1.000 m2 fyrir verslun og þjónustu. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað 2.42 án bílakjallara og 3.90 með bílastæða kjallara. Gert er ráð fyrir 1.25 bílastæði fyrir hverja íbúð og 1 bílstæði fyrir hverja 75 m2 verslunar og þjónustuhúsnæðis. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Lágmarksfjöldi reiðhjólastæða á reitnum er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 75 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Lóðarmörk og aðkoma breytast. 3) Gert er ráð fyrir göngugötu (mannlífsás) allt frá Vallartröð að Hálsatorgi fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði.
    Ofangreind tillaga var auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 2. janúar 2021 til 2. mars 2021. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma.
    Á fundi skipulagsráðs 17. maí 2021 var framlögð tillaga að deiliskipulagi ásamt umsögnum í greinargerð dags. 22. apríl 2021 samþykkt með hjásetu Bergljótar Kristinsdóttir og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 25. maí 2021 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest með níu atkvæðum.
    Þá er lagt fram erindi Skipulagstofnunar dags. 26. ágúst 2021 þar sem fram kemur að stofnunin geri athugasemdir við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda. Jafnframt lagt fram erindi skipulagsfulltrúa dags. 17. september 2021 þar sem brugðist er við athugasemdum Skipulagsstofnunar og lagðar eru til lagfæringar á deiliskipulagsgögnum sem koma til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar.
    Meðal leiðréttinga eru afmörkun skipulagssvæðisins sem er samræmd í skipulagsgögnum og skipulagssvæðinu lýst með ítarlegri hætti. Skipulagsákvæði sett fram með skýrari hætti fyrir alla reiti svæðisins B1-1, B1-3, B2 og B4. Skilmálatöflu (2) fyrir svæði B1-3 og B2 bætt við á skipulagsuppdrætti. Öryggi og aðgengi á yfirborði og í bílakjallara gerð frekari skil. Aðkoma að bílakjallara gerð skýrari. Bílastæðafjöldi í skilmálatöflu og greinargerð samræmd.
    Tillagan lögð fram að nýju með áorðnum breytingum dags. 15. september 2021.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 105 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum dags. 15. september 2021 með fjórum atkvæðum. Bergljót Kristinsdóttir greiddi atkvæði gegn tillögunni.
    Einar Örn Þorvarðarson og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Bókun frá Bergljótu Kristinsdóttur „Undirrituð sér sér ekki fært að samþykkja þessa tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Hamraborg, miðbæ þó aðeins sé um uppfærslu á framsetningu að ræða. Undirrituð hefur áður kallað eftir heilstæðri skipulagningu alls miðsvæðisins þ.m.t. reitsins vestan við téðan miðbæjarreit sem telja verður sem hluta miðbæjarsvæðis. Miklar breytingar eru fyrirhugaðar á þeim reit í framtíðinni sem munu hafa veruleg áhrif á allt svæðið, m.a. umferð, tengingar við mannlífsás, uppbyggingu almenningsrýma, samgöngumiðju og verslun svo eitthvað sé nefnt. Skammsýni og þjónkun við lóðarhafa ræður hér för sem er ekki góð blanda. Enn fremur er undirrituð afar ósátt við að ekki þótti ástæða til að ná sátt við næstu nágranna reitanna B1-1 og B4 og enn eru mál óútkljáð vegna aðkomu að eignum sem fyrir eru á svæðinu, bæði á verktíma og til framtíðar.“
    Niðurstaða Fundarhlé hófst kl. 20:02, fundi fram haldið kl. 20:23.

    Bæjarstjórn staðfestir með sex atkvæðum gegn atkvæðum Einars Arnars Þorvarðarsonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Péturs H. Sigurðssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

    Bókun:
    "Það háttalag að kynna ekki nýja útgáfu deiliskipulags fyrir hagsmunaaðilum er ekki góð stjórnsýsla og til þess gerð að auka á sundurlyndi íbúa og bæjaryfirvalda. Sér í lagi þar sem í nýsamþykktu aðalskipulagi er lögð sérstök áhersla á samráð við íbúa. Jafnframt visa ég í bókun mína í skipulagsráði þann 20.9 s.l.
    „Undirrituð sér sér ekki fært að samþykkja þessa tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Hamraborg, miðbæ þó aðeins sé um uppfærslu á framsetningu að ræða. Undirrituð hefur áður kallað eftir heilstæðri skipulagningu alls miðsvæðisins þ.m.t. reitsins vestan við téðan miðbæjarreit sem telja verður sem hluta miðbæjarsvæðis. Miklar breytingar eru fyrirhugaðar á þeim reit í framtíðinni sem munu hafa veruleg áhrif á allt svæðið, m.a. umferð, tengingar við mannlífsás, uppbyggingu almenningsrýma, samgöngumiðju og verslun svo eitthvað sé nefnt. Skammsýni og þjónkun við lóðarhafa ræður hér för sem er ekki góð blanda. Enn fremur er undirrituð afar ósátt við að ekki þótti ástæða til að ná sátt við næstu nágranna reitanna B1-1 og B4 og enn eru mál óútkljáð vegna aðkomu að eignum sem fyrir eru á svæðinu, bæði á verktíma og til framtíðar.“"

    Bergljót Kristinsdóttir
    Pétur Hrafn Sigurðsson
  • 12.6 2109491 Skíðasvæðið í Bláfjöllum. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi Ómars Ívarssonar skipulagsfræðings fyrir hönd Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dags. 15. september 2021 þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að efri hluta byggingarreits nýrrar stólalyftu Gosa við Suðurgil verði hliðrað um 60-70m til suðurs. Vegna færslu byggingarreits til suðurs færist rör- og rafdreifikerfi fyrir snjóframleiðslu samhliða. Neðri hluta byggingarreits nýrrar stólalyftu Drottningar við Kóngsgil verði hliðrað um 10m til suðurs. Staðsetning hættumatslínu C vegna snjóflóða neðan Suðurgils verði uppfærð í samræmi við nýja legu línunnar frá Veðurstofu Íslands. Byggingarreit aðstöðuhúss Ulls verði hliðrað til suðurs um 30 m auk þess sem hann lengist um 15 m til vesturs. Vegna færslu byggingarreits til suðurs lengist bílastæði til suðurs að nýrri legu byggingarreits. Uppdrættir í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð dags. 15. september 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 105 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.
  • 12.7 2109328 Smiðjuvegur 7. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi Rýma akritekta fyrir hönd lóðarhafa dags. 20. ágúst 2021 þar sem sótt eru um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst stækkun á byggingareit til norðurs þar sem fyrirhugað er að reisa einnar hæðar viðbyggingu alls 482 m2 að flatarmáli ásamt því að bílastæðum ofanjarðar er fjölgað um 43. Fyrirhuguð viðbyggingin yrði úr stálgrind og klædd með yleiningum.
    Uppdrættir í mkv. 1:500 ásamt skýringarmyndum dags. 8. júlí 2021.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 105 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.
  • 12.11 2105663 Borgarholtsbraut 3, kynning á byggingarleyfi
    Lagt er fram að nýju að lokinni kynningu erindi Sævars Geirssonar tæknifræðings fyrir hönd lóðarhafa Borgarholtsbrautar 3. Sótt er um að byggja við húsið til suðurs og upp að bílageymslu til austurs, útbúa stærri svalir ofaná og bæta við kvist á 2. hæð til samræmis við kvist á sömu hlið. Í tillögunni er einnig gert ráð fyrir að breyta stigahússglugga og klæða húsið með flísaklæðningu í ljósum lit.
    Sótt er einnig um að fá óskráðan bílskúr samþykktan, 70m², sem byggður hefur verið eftir samþykktum teikningum frá 2008.
    Stærð lóðar skv. fasteignaskrá er 554m². Skv. fasteignaskrá eru 2 íbúðir skráðar - samtals 133.2m².
    Íbúðastærð og bílskúr, samtals núverandi stærð er 226m² samkv. fasteignaskrá.
    Sótt er um að stækka húsið um 45,5m² frá núverandi stærð, eftir breytingu mun húsið verða 271,5m². Núverandi nýtingarhlutfall er 0,40. Eftir breytingu verður nýtingarhlutfallið 0,49. Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 10. maí 2021, afstöðumynd og skráningartafla í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 10. maí 2021, útlit viðbyggingar í mvk. 1:100 dags. 10 maí 2021, götumynd í mkv. 1:200, samþykktar teikningar frá byggingarfulltrúa dags. 16. okt. 2008, byggingarlýsing og athugasemd.
    Kynningartíma lauk 1. september 2021. Athugasemd barst á kynningartíma. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 17. sept. 2021.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 105 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.
  • 12.12 2002554 Umsókn um leyfi fyrir sjálfvirkri veðurstöð í Fossvogsdal.
    Lagt fram að nýju erindi Veðurstofu Íslands, dags. 12. febrúar 2020, þar sem óskað er eftir að setja upp sjálfvirka veðurstöð í austanverðum Fossvogsdal. Veðurstöðinni væri komið fyrir á 10 m. háu mastri auk 1,5 m. háum frístandandi úrkomumæli sbr. skýringamyndir af sambærilegri veðurstöð í Víðidal. Niðurstaða Skipulagsráð - 105 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.

Fundargerð

13.2109008F - Velferðarráð - 89. fundur frá 13.09.2021

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.2109318 - Fundargerð 528. fundar stjórnar SSH frá 06.09.2021

Fundagerð í 18 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.2109322 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 06.07.2021

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.2109323 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 14.07.2021

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.2109324 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðinum frá 06.08.2021

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.2109325 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 24.08.2021

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

19.2109408 - Fundargerð 229. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 20.08.2021

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

20.2109343 - Fundargerð 34. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 30.08.2021

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

21.2109341 - Fundargerð 32. eigendafundar stjórnar Strætó frá 30.08.2021

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 20:27.