Bæjarstjórn

1246. fundur 09. nóvember 2021 kl. 16:00 - 19:18 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
 • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
 • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
 • Karen E. Halldórsdóttir aðalfulltrúi
 • Andri Steinn Hilmarsson varafulltrúi
 • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
 • Ragnhildur Reynisdóttir varafulltrúi
 • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
 • Helga Hauksdóttir varafulltrúi
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
 • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.2110889 - Fjárhagsáætlun 2022 - fyrri umræða

Frá bæjarstjóra, lögð fram drög að fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar og stofnana fyrir árið 2022 og drög að þriggja ára fjárhagsáætlun 2023-2025.
Fundarhlé hófst kl. 16:08, fundi fram haldið kl. 16:11

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2023-2025 til seinni umræðu.

Fundargerð

2.2110023F - Bæjarráð - 3065. fundur frá 04.11.2021

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.
 • 2.3 2109944 Markavegur 7. Umsókn um lóð undir hesthús
  Frá bæjarlögmanni, dags. 2. nóvember 2021, lagt fram erindi varðandi úthlutun hesthúsalóðar við Markarveg 7. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar Markavegur 7 til umsækjanda. Niðurstaða Bæjarráð - 3065 Bæjarráð samþykktir með fimm atkvæðum úthlutun lóðarinnar Markavegur 7 til umsækjanda. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir ákvörðunina með 11 atkvæðum.

Fundargerð

3.2110016F - Bæjarráð - 3064. fundur frá 28.10.2021

Fundargerð í 22 liðum.
Lagt fram.
 • 3.1 1908269 Urðarhvarf 12. Afturköllun lóðar.
  Frá bæjarlögmanni dags. 19 október 2021, lögð fram beiðni um afturköllun lóðarinnar Urðarhvarf 12. Niðurstaða Bæjarráð - 3064 Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum afturköllun lóðarinnar Urðarhvarf 12.
 • 3.11 2110774 Ósk um tilnefningu fulltrúa sveitarfélags vegna innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
  Frá Félagsmálaráðuneytinu, dags. 25. október 2021, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir því að Kópavogsbær tilnefni fulltrúa vegna vegna innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Óskað er eftir því að tilnefning bersist fyrir 1. nóvember 2021. Niðurstaða Bæjarráð - 3064 Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn tilnefnir Jóhönnu Lilju Ólafsdóttur verkefnastjóra snemmtæks stuðnings og samfelldrar þjónustu sem fulltrúa Kópavogsbæjar vegna undirbúnings að samfelldri þjónustu í þágu farsældar barna

Fundargerð

4.2110019F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 329. fundur frá 22.10.2021

Fundargerð í 7 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Fundargerð

5.2111003F - Forsætisnefnd - 187. fundur frá 04.11.2021

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Fundargerð

6.2110022F - Hafnarstjórn - 122. fundur frá 28.10.2021

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.2110015F - Leikskólanefnd - 135. fundur frá 21.10.2021

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

8.2110021F - Menntaráð - 86. fundur frá 02.11.2021

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

9.2109020F - Skipulagsráð - 108. fundur frá 01.11.2021

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.
 • 9.8 2109354 Holtagerði 20. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
  Lagt fram að nýju erindi Jakobs Emils Líndal arkitekt dags. 1. september 2021 f.h. lóðarhafa Holtagerðis 20. Óskað er eftir leyfi til að byggja 8m² svalir á vesturhlið 2. hæðar. Undirritað samþykki meðeigenda liggur fyrir. Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 1. september 2021. Kynningartíma lauk 27. október 2021. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma. Niðurstaða Skipulagsráð - 108 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.
 • 9.10 2108842 Laufbrekka 28. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Einars Ingimarssonar arkitekts fyrir hönd lóðarhafa Laufbrekku 28, dags. 25. júní 2021. Sótt er um heimild að byggja útitröppur og tröppupall úr timbri að efri hæð íbúðar og setja þar inngangshurð í stað glugga. Uppdráttur í mvk. 1:100 og 1:500 dags. 25. júní 2021. Kynningartíma lauk 18. október 2021. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma. Niðurstaða Skipulagsráð - 108 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.
 • 9.11 2108299 Víðihvammur 26. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi STÁSS Arkitekta fyrir hönd lóðarhafa Víðihvamms 26 dags. 13. ágúst 2021. Sótt er um leyfi til að rífa létta útbyggingu á austurhlið hússins og byggja nýjan inngang. Þak viðbyggingar mun nýtast sem svalir út frá rishæð og viðbótar flóttaleið. Auk þessarar stækkunar er sótt um leyfi fyrir þremur breytingum. Að stækka kvist á rishæð og stækka glugga á salerni. Breyta gluggaopi á austurhlið í hurðaop með svalahurð út á nýjar svalir. Breyta núverandi inngangi á norðurhlið í glugga á stækkuðu salerni á jarðhæð.
  Núverandi íbúðarhús er skráð 173,2 m². Lóðarstærð er 639 m². Núverandi nýtingarhlutfall er 0,27. Heildarbyggingarmagn á lóð eftir breytingu verður 240 m² sem mun gera nýtingarhlutfallið 0,38. Meðaltalsnýtingarhlutfall á lóðum við Víðihvamm 21, 23, 24, 25, 28, 30 og Fífuhvamm 31, 33 og 35 er 0,37 (lægst 0,26 og hæst 0,54). Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 20. janúar 2016. Kynningu lauk 13. október 2021. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 108 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.
 • 9.12 21081453 Reynigrund 23. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Unnsteins Jónssonar byggingarfræðings dags. 3. ágúst 2021 fyrir hönd lóðarhafa Reynigrundar 23-29. Sótt er um leyfi til að byggja fjórar samliggjandi bílageymslur. Um er að ræða breytingar á samþykktum teikningum síðan 1988 en skv. nýju teikningunum verða bílskúrarnir 45cm hærri og 60cm dýpri. Innkeyrsla inn á lóðina er frá norðurhlið. Gert er ráð fyrir hellum á flöt framan og austan við bílageymslur út að lóðamörkum. Undirritað samþykki eigenda Reynigrundar 31 og 33 liggur fyrir. Meðfylgjandi er uppdráttur dags. 3. ágúst 2021, byggingarlýsing dags. 3. ágúst 2021, undirritað samþykki lóðarhafa Reynigrundar 31 og 33 dags. 3. ágúst 2021, skráningartafla dags. 3. ágúst 2021 og stimplaðar teikningar byggingarfulltrúa dags. 30. júní 1988. Kynningartíma lauk 25. október 2021. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma. Niðurstaða Skipulagsráð - 108 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.
 • 9.13 21081454 Reynigrund 25. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Unnsteins Jónssonar byggingarfræðings dags. 3. ágúst 2021 fyrir hönd lóðarhafa Reynigrundar 23-29. Sótt er um leyfi til að byggja fjórar samliggjandi bílageymslur. Um er að ræða breytingar á samþykktum teikningum síðan 1988 en skv. nýju teikningunum verða bílskúrarnir 45cm hærri og 60cm dýpri. Innkeyrsla inn á lóðina er frá norðurhlið. Gert er ráð fyrir hellum á flöt framan og austan við bílageymslur út að lóðamörkum. Undirritað samþykki eigenda Reynigrundar 31 og 33 liggur fyrir. Meðfylgjandi er uppdráttur dags. 3. ágúst 2021, byggingarlýsing dags. 3. ágúst 2021, undirritað samþykki lóðarhafa Reynigrundar 31 og 33 dags. 3. ágúst 2021, skráningartafla dags. 3. ágúst 2021 og stimplaðar teikningar byggingarfulltrúa dags. 30. júní 1988. Kynningartíma lauk 25. október 2021. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma. Niðurstaða Skipulagsráð - 108 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.
 • 9.14 21081455 Reynigrund 27. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Unnsteins Jónssonar byggingarfræðings dags. 3. ágúst 2021 fyrir hönd lóðarhafa Reynigrundar 23-29. Sótt er um leyfi til að byggja fjórar samliggjandi bílageymslur. Um er að ræða breytingar á samþykktum teikningum síðan 1988 en skv. nýju teikningunum verða bílskúrarnir 45cm hærri og 60cm dýpri. Innkeyrsla inn á lóðina er frá norðurhlið. Gert er ráð fyrir hellum á flöt framan og austan við bílageymslur út að lóðamörkum. Undirritað samþykki eigenda Reynigrundar 31 og 33 liggur fyrir. Meðfylgjandi er uppdráttur dags. 3. ágúst 2021, byggingarlýsing dags. 3. ágúst 2021, undirritað samþykki lóðarhafa Reynigrundar 31 og 33 dags. 3. ágúst 2021, skráningartafla dags. 3. ágúst 2021 og stimplaðar teikningar byggingarfulltrúa dags. 30. júní 1988. Kynningartíma lauk 25. október 2021. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma. Niðurstaða Skipulagsráð - 108 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.
 • 9.15 21081456 Reynigrund 29. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Unnsteins Jónssonar byggingarfræðings dags. 3. ágúst 2021 fyrir hönd lóðarhafa Reynigrundar 23-29. Sótt er um leyfi til að byggja fjórar samliggjandi bílageymslur. Um er að ræða breytingar á samþykktum teikningum síðan 1988 en skv. nýju teikningunum verða bílskúrarnir 45cm hærri og 60cm dýpri. Innkeyrsla inn á lóðina er frá norðurhlið. Gert er ráð fyrir hellum á flöt framan og austan við bílageymslur út að lóðamörkum. Undirritað samþykki eigenda Reynigrundar 31 og 33 liggur fyrir. Meðfylgjandi er uppdráttur dags. 3. ágúst 2021, byggingarlýsing dags. 3. ágúst 2021, undirritað samþykki lóðarhafa Reynigrundar 31 og 33 dags. 3. ágúst 2021, skráningartafla dags. 3. ágúst 2021 og stimplaðar teikningar byggingarfulltrúa dags. 30. júní 1988. Kynningartíma lauk 25. október 2021. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma. Niðurstaða Skipulagsráð - 108 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.

Fundargerð

10.2109021F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 146. fundur frá 19.10.2021

Fundargerð í níu liðum.
Lagt fram.
 • 10.7 2110175 Skólagarðar við Kópavogsbraut
  Lagt fram erindi frá gatnadeild varðandi að útbúinn verður nýr skólagarður við Kópavogsbraut. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 146 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagðar tillögu að nýjum skólagarði við Kópavogsbraut.

Fundargerð

11.2109029F - Ungmennaráð - 25. fundur frá 20.10.2021

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

12.2110018F - Velferðarráð - 92. fundur frá 25.10.2021

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.
 • 12.3 1712764 Þjónustusamningur vegna áfangaheimilis
  Núgildandi þjónustusamningur við Samhjálp, drög að áframhaldandi samningi og greinargerð deildarstjóra dags. 20.10.21 lögð fram til afgreiðslu. Niðurstaða Velferðarráð - 92 Velferðarráð samþykkti framlögð samningsdrög fyrir sitt leyti með fyrirvara um uppfærslu samningsupphæðar skv. launavísitölu.
  Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
  Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir framlagðan samning með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

13.2110787 - Fundargerð 270. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 25.10.2021

Fundargerð frá 25. október 2021.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.2111073 - Fundargerð 901. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24.09.2021

Fundargerð í 26 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.2111074 - Fundargerð 902. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 02.11.2021

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.2110528 - Fundargerð 530. fundar stjórnar SSH frá 15.10.2021

Fundargerð í þremur liðum.
Fundargerð í þremur liðum.

Önnur mál fundargerðir

17.2110532 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 05.10.2021

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.2110533 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 14.10.2021

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

19.2110541 - Fundargerð 34. eigendafundar stjórnar Strætó frá 15.10.2021

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

20.2111017 - Fundargerð 346. fundar stjórnar Strætó frá 08.10.2021

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

21.2110490 - Fundargerð 457. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 08.10.2021

Lögð fram fundargerð 457. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 08.10.2021
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

22.2110491 - Fundargerð 458. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 13.10.2021

Lögð fram fundargerð 458. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 13.10.2021.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

23.2110876 - Fundargerð 35. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 22.10.2021

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:18.