Bæjarstjórn

1249. fundur 11. janúar 2022 kl. 16:00 - 19:45 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
  • Karen E. Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Helga Hauksdóttir varafulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.1905336 - Umsókn um lóð fyrir hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð

Frá bæjarstjóra, lögð fram uppfærð drög að viljayfrlýsingu Kópavogsbæjar og Heilbrigðisráðuneytis um byggingu hjúkrunarheimilis
í Kópavogi fyrir allt að 120 rými.
Fundarhlé hófst kl. 16:05, fundi fram haldið kl. 16:08.

Fundarhlé hófst kl. 17:51, fundi fram haldið kl. 18:31

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum tillögu að framlagðri viljayfirlýsingu.

Viðaukatillaga Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Einars A. Þorvarðarsonar, sbr. fyrsta tölulið i. liðar er varðar fundarsköp í 16. gr. bæjarmálasamþykktar Kópavogsbæjar.

Viðaukatillaga 1: Að gerð verði þarfagreining á þjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni í Kópavogi samhliða þeirri vinnu sem nú fer í gang um fýsileika þess að byggja hjúkrunarheimili fyrir allt að 120 rými við Kópavogstún.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum viðaukatillögu 1

Viðaukatillaga 2: Að Kópavogsbær hefji viðræður við ríkið um kaup á fasteignum (landi og mannvirkjum) við Kópavogbraut til að tryggja áfram starfsemi Arnarskóla og heildarskipulagi svæðisins.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum viðaukatillögu 2.

Í Arnarskóla (sem er sjálfseignarstofnun) eru 34 nemendur og rúmlega 60 starfsmenn. Allir nemendurnir eru fatlaðir, einhverfir eða með önnur þroskafrávik og þurfa mikinn stuðning í leik og starfi.
Húsnæðið við Kópavogsbraut 5b hentar fullkomlega, er í góðu standi og nýbúið að byggja það upp fyrir tugi milljóna. Arnarskóli er í dag á lóðarstubb í eigu ríkissins.
Undirrituð hafa fullan skilning á þörf fyrir nýju hjúkrunarheimili en þörfin fyrir fjárfestingum í lífsgæðum fatlaðra barna og ungmenna er líka gríðarleg. Svæðið við Kópavogsbraut er einnig mikilvægt fyrir slíka uppbyggingu. Því þarf að meta þessi tvö erindi samhliða, þ.e að þarna rísi hjúkrunarheimili og frekari uppbygging og þjónusta við fötluð börn og ungmenni.
Mögulega kemst öll þessi starfsemi fyrir á svæðinu, bæði hjúkrunarheimili og bætt þjónusta fyrir fötluð börn og ungmenni.
Sameiginlegt sérhæft leiksvæði, leikskóli fyrir börn sem þurfa stuðning, frístund eftir skóla og húsnæði undir starfsemi Traðar eru dæmi um verkefni sem hægt væri að ráðast í á svæðinu.
Þess vegna er óskað eftir þarfagreiningu á þjónustu við fötluð börn og ungmenni í Kópavogi samhliða þeirri vinnu sem nú fer í gang um fýsileika þess að byggja hjúkrunarheimili fyrir allt að 120 rými við Kópavogstún.

Önnur mál fundargerðir

2.2112009F - Bæjarráð - 3071. fundur frá 16.12.2021

Fundargerð í 25 liðum.
Lagt fram.

Fundarhlé hófst kl. 19:09, fundi fram haldið kl. 19:14
  • 2.8 2104604 Sameining heilbrigðiseftirlita
    Frá bæjarritara dags. 24.08.2021 lögð fram greinargerð með viðbótartillögu við drög að nýjum samþykktum um heilbrigðiseftirlit. Bæjarráð frestaði erindinu á fundi sínum þann 2. september sl. Málið lagt fyrir að nýju til umræðu um stöðu þess. Bæjarráð frestaði málinu í annað sinn á fundi sínum þann 25.11.2021. Lögð fram uppfærð drög að breyttum samþykktum. Niðurstaða Bæjarráð - 3071 Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir framlagðar samþykktir fyrir sameinað heilbrigðiseftirlit með sjö atkvæðum gegn þremur atkvæðum Péturs H. Sigurðssonar, Bergljótar Kristinsdóttur og Theódóru S. Þorsteinsdótur og hjásetu Sigurbjargar E. Egilsdóttur.

    Bókun:
    "Undirrituð telja ekki réttar forsendur fyrir sameiningu Mosfellsbæjar og Seltjarnarness við Heilbrigðiseftirlit Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Ljóst er að hugmyndir um sameiningu koma frá Mosfellbæ þar sem einstaka bæjarfulltrúar voru óánægðir með að fá ekki fleiri nefndarmenn í nefndina um heilbrigðiseftirlitið í krafti þess að Mosfellsbær er með fleiri íbúa en hin sveitarfélögin. Er með ólíkindum að farið sé af stað með sameiningu sem byggist á því að bæjarfulltrúar í Mosfellsbæ fari í fýlu. Ef beita ætti sömu rökum fengi Mosfellsbær ekki neinn fulltrúa í sameinað heilbrigðiseftirlit.
    Enn fremur er engin hagræðing fyrir Kópavog að þessari sameiningu.

    Undirritaður telur eðlilegra að sameina öll heilbrigðiseftirlitin á höfuðborgarsvæðinu í eitt heilbrigðiseftirlit og ná þannig fram eftirsóknarverðri hagræðingu og bættri nýtingu á skattfé borgaranna."

    Pétur Hrafn Sigurðsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar
    Bergljót Kristinsdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar

    Bókun:
    "Það var mat framkvæmdastjóra og fleiri hlutaðeigandi að sameiningin myndi efla stofnunina og gera henni mögulegt að sérhæfa sig meira en nú er."
    Ármann Kr. Ólafsson

  • 2.17 2112504 Bókun 532. fundar stjórnar SSH. Áfanga- og markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins
    Frá SSH, dags. 10. desember 2021, lögð fram bókun um Áfangastaða- og markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins. Bókunin er send til umræðu hjá aðildarsveitarfélögunum.



    Niðurstaða Bæjarráð - 3071 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum og hjásetu Guðmundar G. Geirdal framlagðan samstarfssamning um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið, dags. 2. desember 2021.

    Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum og hjásetu Guðmundar G. Geirdal að vísa tilnefningu tveggja fulltrúa Kópavogsbæjar í stefnuráð til afgreiðslu bæjarráðs.

Önnur mál fundargerðir

3.2112016F - Bæjarráð - 3072. fundur frá 06.01.2022

Fundargerð í 17 liðum.
Lagt fram.
  • 3.4 2201042 Framlenging á lánalínum 2021-2022
    Frá fjármálasviði, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarstjórnar til að endurfjármagna (framlengja) lánum hjá Íslandsbanka annars vegar að fjárhæð 1.600 milljónir króna og hins vegar Arion banka að fjárhæð 1.800 milljónir króna.


    Niðurstaða Bæjarráð - 3072 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Jón Finnbogason vék af fundi vegna vanhæfis undir afgreiðslu málsins.

    Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum að veita fjármálastjóra Ingólfi Arnarsyni kt. 050656-3149, sviðsstjóra fjármálasviðs, Kristínu Egilsdóttur, kt. 030268-5989 eða bæjarstjóra, Ármanni Kr. Ólafssyni, kt. 170766-5049 umboð til þess að semja um og undirrita samning um framlengingu yfirdráttarheimilda á veltureikningum,
    í Íslandsbanka hf. að fjárhæð 1.600.000.000 kr. og í Arion banka hf. að fjárhæð 1.800.000.000 kr. Yfirdráttarheimildir verði framlengdar um eitt ár, en umboð til áframhaldandi framlenginga gildi þar til það verði afturkallað.
  • 3.5 2112303 Markavegur 8. Umsókn um lóð undir hesthús
    Frá bæjarlögmanni dags. 16. desember 2021, lögð fram umsögn um umsókn um lóðina Markavegur 8. Niðurstaða Bæjarráð - 3072 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að úthluta RB-húsum ehf. lóðinni Markavegi 8.
  • 3.7 2112863 Breyting á gjaldskrá Bókasafns Kópavogs 2022
    Frá forstöðumanni Bókasafns Kópavogs, dags. 14. desember 2021, lögð fram gjaldskrá Bókasafns Kópavogs fyrir árið 2022. Niðurstaða Bæjarráð - 3072 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagða gjaldskrá Bókasafns Kópavogs.

Önnur mál fundargerðir

4.2112018F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 333. fundur frá 17.12.2021

Fundargerð í 11 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

5.2112020F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 334. fundur frá 27.12.2021

Fundargerð í átta liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

6.2112021F - Forsætisnefnd - 190. fundur frá 06.01.2022

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.2112005F - Íþróttaráð - 116. fundur frá 09.12.2021

Fundargerð í 58 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.2112019F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 84. fundur frá 16.12.2021

Fundargerð í þrem liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.2111020F - Lista- og menningarráð - 134. fundur frá 09.12.2021

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.2112007F - Leikskólanefnd - 137. fundur frá 09.12.2021

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.2112002F - Skipulagsráð - 111. fundur frá 20.12.2021

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.
  • 11.3 2110128 Smárahvammsvegur. Tillaga að deiliskipulagi.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga að deiliskipulagi fyrir Smárahvammsveg. Markmið tillögunnar eru að aðlaga götuna að umferðarmagni, auka umferðaröryggi, koma fyrir stofnstíg hjólreiða og aðlaga götumyndina og umhverfið að nýju skipulagi nálægra reita. Tillagan sem unnin er af VSÓ ráðgjöf fyrir Kópavogsbæ er dags. 15. október 2021.
    Uppdrættir og greinargerð í mkv. 1:1000 dags. 15. október 2021.
    Á fundi skipulagsráðs 18. október 2021 samþykkti skipulagsráð, með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að deiliskipulagi. Kynningartíma lauk 14. desember 2021. Þá lagðar fram umsagnir og ábendingar sem bárust á kynningartíma ásamt umsögn skipulagsdeildar dags. 17. desember 2021.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 111 Bókun frá Kristni Degi Gissurarsyni: „ég vísa í fyrri bókanir mínar vegna málsins“.

    Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með sex atkvæðum, Kristinn D. Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 11.4 2011485 Arnarnesvegur frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Tillaga að deiliskipulagi.
    Lögð fram tillaga verkfræðistofunnar Eflu f.h. Kópavogsbæjar og
    Reykjavíkurborgar dags. 13. desember 2021 að deiliskipulagi 3. áfanga Arnarnesvegar. Deiliskipulagstillagan nær til þess hluta Arnarnesvegar sem liggur frá gatnamótum Rjúpnavegar að fyrirhuguðum gatnamótum Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar og er um 1,9 km að lengd. Við gatnamót Rjúpnavegar og Arnarnesvegar er gert ráð fyrir nýju hringtorgi sem og við gatnamót Vatnsendavegar og Arnarnesvegar. Þá er gert ráð fyrir fjögurra akreina brú yfir Breiðholtsbraut og tengingu við Breiðholtsbraut með ljósastýrðum gatnamótum. Hluti veghelgunarsvæðis Arnarnesvegar er innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkur, en stærsti hluti hans liggur innan sveitarfélagsmarka Kópavogs. Samhliða er gert ráð fyrir stofnstíg, aðskilinn hjóla- og göngustíg, frá Rjúpnavegi í Kópavogi og að Elliðaárdal ásamt tengistígum sem og meðfram Breiðholtsbrautinni og undir fyrirhugaða brú yfir Breiðholtsbraut. Jafnframt er gert ráð fyrir göngubrú / vistloki yfir Arnarnesveginn.
    Gert er ráð fyrir undirgöngum eða brú yfir Arnarnesveg við
    gatnamót Rjúpnavegar og undirgöngum undir Vatnsendaveg nálægt fyrirhuguðu hringtorgi. Mörk skipulagssvæðis Arnarnesvegar skarast við skipulagsmörk í gildandi deiliskipulagi Hörðuvalla frá 2003, Vatnsendahvarfs - athafnasvæðis frá 2001 og Vatnsendahvarfs - athafnasvæðis, svæðis 3 frá 2007 og verða gerðar breytingar á umræddum deiliskipulögum samhliða deiliskipulagi Arnarnesvegar. Almennt er gert ráð fyrir að skipulagsmörk liggi nálægt veghelgunarlínu Arnarnesvegar nema við Desjakór og Lymskulág þar sem mörkin eru nær sveitarfélagamörkum. Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:1000 dags 13. desember 2021 ásamt greinargerð dags. 13. desember 2021.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 111 Bókun frá Kristni Degi Gissurarsyni: „ég vísa í fyrri bókanir mínar vegna málsins“.

    Bókun frá Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur: „Undirrituð er mótfallin því að deiliskipulag fyrir Arnarnesveg sé unnið án þess framkvæmt verði nýtt umhverfismat, en fyrirliggjandi mat var unnið fyrir 19 árum síðan. Miklar breytingar hafa orðið á umhverfi framkvæmdasvæðisins á þessum tíma og forsendur fyrir mati á umhverfisáhrifum eru breyttar. Í nánasta umhverfi hafa ný hverfi risið í Kópavogi auk þess sem deiliskipulag fyrir nýtt hverfi á Vatnsendahæð er einnig í vinnslu. Framkvæmdasvæðið er því nú umkringt byggð. Þá gerir ný umferðarspá ráð fyrir rúmlega fimmfaldri umferðaraukningu um Breiðholtsbraut frá Jaðarseli að Vatnsendahvarfi, miðað við þá umferðarspá sem stuðst var við árið 2002.“

    Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að deiliskipulagi með fimm atkvæðum. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir kaus gegn tillögunni og Kristinn D. Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum gegn atkvæði Sigurbjargar E. Egilsdóttur.

    Bókun:
    "Undirrituð er mótfallin því að deiliskipulag fyrir Arnarnesveg sé unnið án þess framkvæmt verði nýtt umhverfismat, en fyrirliggjandi mat var unnið fyrir 19 árum síðan. Miklar breytingar hafa orðið á umhverfi framkvæmdasvæðisins á þessum tíma og forsendur fyrir mati á umhverfisáhrifum eru breyttar. Í nánasta umhverfi hafa ný hverfi risið í Kópavogi auk þess sem deiliskipulag fyrir nýtt hverfi á Vatnsendahæð er einnig í vinnslu. Framkvæmdasvæðið er því nú umkringt byggð. Þá gerir ný umferðarspá ráð fyrir rúmlega fimmfaldri umferðaraukningu um Breiðholtsbraut frá Jaðarseli að Vatnsendahvarfi, miðað við þá umferðarspá sem stuðst var við árið 2002."
    Sigurbjörg E. Egilsdóttir

    Bókun:
    "Nú þegar er búið að byggja 2/3 af veginum en hann tafðist í kjölfar efnahagshrunsins fyrir ríflega 13 árum síðan. Engin fordæmi eru fyrir því að gera nýtt umhverfismat eftir að vegaframkvæmdir eru hafnar. Þessi vegur er gríðarlega mikilvæg tenging ekki síst til að létta á umferðina í gegnum íbúðabyggð í Vatnsendahverfi svo bæta megi umferðaröryggi, loft- og hljóðmengun. Þá er vegurinn gríðarlega mikilvægur fyrir viðbragðsaðila, s.s. sjúkra- og slökkvibíla. Framkvæmdin má alls ekki tefjast frekar."
    Ármann Kr. Ólafsson

    Bókun:
    "Undirrituð tekur undir bókun Ármanns Kr. Ólafssonar."
    Helga Hauksdóttir

    Bókun:
    "Undirrituð tekur undir bókun Ármanns Kr. Ólafssonar."
    Hjördís Ýr Johnson.

    Bókun:
    "Undirrituð tekur undir bókun Ármanns Kr. Ólafssonar."
    Karen E. Halldórsdóttir

    Bókun:
    "Undirrituð tekur undir bókun Ármanns Kr. Ólafssonar."
    Jón Finnbogason

    Bókun:
    "Undirrituð tekur undir bókun Ármanns Kr. Ólafssonar."
    Guðmundur G. Geirdal
  • 11.5 21111300 Vesturvör 44-48. Sky Lagoon. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju erindi Halldórs Eiríkssonar arkitekts dags. 23. nóvember 2021 f.h. lóðarhafa Vesturvarar 44-48 þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst að byggingarreitur fyrir gufubaðsskála og nauðsynleg stoðrými stækkar um 28 m til suðurs þ.e. úr 16 m í 44 m. Miðað er við að gufuskálinn verði áfram stakstæð bygging. Byggingarmagn á lóð breytist ekki, verður óbreytt 5500 m² að hámarki. Hámarkshæðir og kótasetningar breytast ekki. Byggignareitur fer úr því að vera 9599 m² í 10626 m² stækkar um 1027 m². Að öðru leyti gilda áður samþykktir skilmálar. Uppdrættir í mkv. 1:1000 dags. 17. desember 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 111 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 11.7 2111929 Markavegur 2. Breytt deiliskipulag
    Lagt fram erindi Benjamíns Markússonar lóðarhafa Markavegar 2 þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi. Í gildandi deiliskiplagi er heimild fyrir byggingu hesthúss á einni hæð, byggingarreitur er 240 m² og lóðin 862 m². Í breytingunni felst að lóðinni verði skipt í tvær lóðir og á þeim heimilað að reisa parhús með sameiginlegu gerði. Það er að segja tvö samhangandi hesthús með byggignarreit á stærð 120 m2 að flatarmáli hvort um sig. Að öðru leyti gilda áður samþykktir skilmálar. Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:200 dags. 9. desember 2021.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 111 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 11.9 2108290 Þinghólsbraut 17. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Bergljótar Jónsdóttur arkitekts fyrir hönd lóðarhafa Þinghólsbrautar 17. Óskað er eftir leyfi fyrir 58,4 m² viðbyggingu á suðurhlið hússins. Einnig er óskað eftir leyfi til að taka niður minni kvistinn á suðurþaki, í hans stað komi stærri kvistur með einhalla þaki. Innra fyrirkomulagi rishæðar verður breytt. Reykháfur verður tekinn niður. Uppdráttur og byggingarlýsing í mkv. 1:500, ódagsett.
    Skipulagsráð samþykkti 18. október 2021 með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 15, 17A, Mánabrautar 16 og 18. Kynningartíma lauk 17. desember 2021. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 111 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

12.2112011F - Ungmennaráð - 27. fundur frá 15.12.2021

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.2112013F - Velferðarráð - 94. fundur frá 13.12.2021

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.2112619 - Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 14.12.2021

Fundargerð í fjóurm liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.2112566 - Fundargerð 904. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 10.12.2021

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.2112483 - Fundargerð 532. fundar stjórnar SSH frá 06.12.2021

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.

Bókun:
"Undirrituð kalla eftir því að yfirvöld í Kópavogi fari strax að huga að breyttri gjaldtöku fyrir sorphirðu þannig að hún fylgi innleiðingu á nýrri högun sorphirðu sem er framundan. Núverandi gjaldskrá sem er eitt fast gjald á fasteignareiningu er í engu samræmi við þjónustuþörf. Fjöldi íbúa á fasteignareiningu fer minnkandi og þar með þörf fyrir svo öra sorphirðu sem er boðið upp á í dag. Gera má ráð fyrir að héðan í frá fari sorphirðugjald hækkandi með flóknari hirðu og að hætt er að urða sorp. Því er það hvati til flokkunar að bjóða heimilum upp á þjónustu sem hentar hverjum og einum."

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar
Bergljót Kristinsdóttir
Pétur Hrafn Sigurðsson

Bókun:
"Undirrituð tekur undir bókun Bergljótar Kristinsdóttur og Péturs H. Sigurðssonar"

Helga Hauksdóttir

Önnur mál fundargerðir

17.2112887 - Fundargerð 533. fundar stjórnar frá 20.12.2021

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.2112308 - Fundargerð 231. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 15.10.2021

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

19.2112309 - Fundargerð 232. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 26.11.2021

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

20.2112479 - Fundargerð 460. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 01.11.2021

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

21.2112539 - Fundargerð 396. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 08.12.2021

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Önnur mál fundargerðir

22.2112680 - Fundargerð 349. fundar stjórnar Strætó frá 03.12.2021

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:45.