Bæjarstjórn

1257. fundur 10. maí 2022 kl. 16:00 - 20:32 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
 • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
 • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
 • Karen E. Halldórsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Jóhannes Júlíus Hafstein varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
 • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
 • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
 • Birkir Jón Jónsson, aðalmaður boðaði forföll og Helga Hauksdóttir varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
 • Jón Finnbogason aðalfulltrúi
Starfsmenn
 • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.1806736 - Málefnasamningur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Kópavogs 2018-2022

Frá fulltrúum minnihluta bæjarstjórnar, farið yfir málefnasamning um meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi 2018-2022.
Lagt fram.

Fundarhlé hófst kl. 18:21, fundi fram haldið kl. 18:48.

Bókun:
"Undirrituð telja að næsta skref í vinnu bæjarstjórnar sé að breyta vinnubrögðum nefnda og ráða til að tryggja reglubundið árangursmat. Stefnumótun með markmiðum og árangursmælikvörðum þarf að fylgja eftir með markvissum og stafrænum hætti. Okkar mat er að bæjarstjórn sé rétt að hefja þá vegferð að breyta vinnubrögðum í átt að árangursdrifinni stefnumarkandi fjárhagsáætlanagerð. Væntingar okkar eru að vinna bæjarstjórnar og starfsmanna lifi af kosningar og að Kópavogsbær verði með framsæknustu sveitarfélögum landsins."
Theodóra S. Þorsteinsdóttir
Einar Þorvarðarson

Bókun:
Í málefnasamningi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eru 73 verkefni tiltekin. Samkvæmt talningu eru verkefnin sem er ólokið alls 35 talsins eða rétt tæplega helmingur verkefnanna. Einkuninn er námunduð í 5. Það þýðir falleinkunn fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og þó að einkuninn fimm dugi til að skríða í gegn um skólakerfið þá er það alger falleinkunn þegar rætt er um að uppfylla málefnasamning og loforð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks til kjósenda í kópavogi.

Framtaksleysi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á kjörtímabilinu hefur verið algert, enda kannski ekki nema von að flokkarnir séu þreyttir eftir nánast 30 ára setu að völdum.

Kópavogsbúar eiga betra skilið"

Pétur Hrafn Sigurðsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar
Bergljót Kristinsdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir bæjarfulltrúi Pírata

Fundarhlé hófst kl. 19:29, fundi fram haldið kl. 19:42

Bókun:
"Þegar horft er til málefnasamnings 2018-2022 er búið að standa við um 80% af honum ef horft er til þeirra verkefna sem þegar er búið að ráðast í eða er búið að fjármagna og byggir meðal annars á samstarfi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Það mætti ætla að fulltrúar Samfylkingar og Pírata í Kópavogi hafi gleymt því að hér varð Covid sem olli miklu tekjufalli og takmarkar því fjárhagslegt svigrúm. Ekki var ráðist í lántökur til að fjármagna reksturinn eins og í Reykjavík með tilheyrandi rekstratapi. Það sem veldur þó sérstökum vonbrigðum er að fulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata tóku tóku fullan þátt í gerð fjárhagsáætlananna allt kjörtímabilið þannig að í raun er verið að ljúka góðu samstarfi með ómálefnalegri gagnrýni. Bókun Viðreisnar lýsir hins vegar mun betur þeim anda sem verið hefur á milli flokkanna við gerð fjárhagsáætlananna og er þakkað fyrir það samstarf."
Ármann Kr. Ólafsson
Margrét Friðriksdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Jón Finnbogason
Helga Hauksdóttir
Júlíus Hafstein

Fundarhlé hófst kl. 19:44, fundi fram haldið kl. 19:53

Bókun:
"Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata bera ekki ábyrgð á málefnasamningi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks."

Pétur Hrafn Sigurðsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar
Bergljót Kristinsdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir bæjarfulltrúi Pírata

Önnur mál fundargerðir

2.2204013F - Bæjarráð - 3087. fundur frá 28.04.2022

Fundargerð í 20 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

3.2204023F - Bæjarráð - 3088. fundur frá 05.05.2022

Fundargerð í 25 liðum.
Lagt fram.
 • 3.1 2111146 Lýðheilsustefna 2022-2025
  Frá verkefnastjóra lýðheilsumála, dags. 7. apríl 2022, lögð fram til samþykktar lýðheilsustefna Kópavogsbæjar 2022-2025. Niðurstaða Bæjarráð - 3088 Bæjarráð vísar drögum að lýðheilsustefnu Kópavogsbæjar 2022-2025 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

  Bókun:
  "Undirrituð telur mikilvægt að Kópavogsbær kaupi áfram gögn frá Rannsókn og greiningu. Jafnframt að gögn í Mælaborði barna verði uppfærð. Mælaborði fékk alþjóðleg verðlaun Unicef fyrir framúrskarandi lausnir og nýsköpun í nærumhverfi barna. Tel mikilvægt að halda áfram að þróa hugbúnaðinn Nightingale sem upplýsingatæknideild Kópavogs hefur þróað."
  Theódóra S. Þorsteinsdóttir
  Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum lýðheilsustefnu Kópavogs.
 • 3.2 2108635 Menningarstefna Kópavogsbæjar
  Lögð fram drög að menningarstefnu Kópavogs sem lista- og menningarráð Kópavogs samþykkti á fundi sínum þann 6. apríl 2022 til umfjöllunar í ráðum og nefndum Kópavogsbæjar. Niðurstaða Bæjarráð - 3088 Bæjarráð samþykkir að vísa drögum að menningarstefnu Kópavogsbæjar til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum menningarstefnu Kópavogs.
 • 3.3 2110361 Beiðni um endurkaup á íbúðum Sunnuhlíðar
  Frá bæjarlögmanni, dags. 3. maí 2022, lagt fram minnisblað vegna beiðni Sunnuhlíðar um að fá að endurkaupa íbúðir að Kópavogsbraut 18 sem Kópavogsbær keypti af samtökunum árin 2010,2015 og 2016. Niðurstaða Bæjarráð - 3088 Bæjarráð hafnar beiðni um endurkaup eigna með tveim atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur og Hjördísar Ýr Johnson.

  Bókun:
  "Undirrituð telur að nú sé ekki rétti tíminn til að fækka félagslegum úrræðum í Kópavogi."
  Karen E. Halldórsdóttir.
  Niðurstaða Fundarhlé hófst kl. 19:57, fundi fram haldið kl.

  Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum gegn atkvæði Péturs H. Sigurðssonar og hjásetu Sigurbjargar E. Egilsdóttur sölu tilvitnaðra sex fasteignaeigna til Sunnuhlíðarsamtakanna, m.v.t. framlagðs minnisblaðs bæjarlögmanns, dags. 2.maí 2022.

  Bókun:
  "Undirrituð eru ekki andvíg sölu þessara íbúða til til Sunnuhlíðar, sem eru samtök sem eiga sér langa og farsæla sögu í Kópavogi. Mikilvægt er þó að salan fari ekki fram fyrr en Kópaogsbær hefur lokið við að festa kaup á jafnmörgum félagslegum íbúðum í staðinn."
  Pétur Hrafn Sigurðsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar
  Sigurbjörg Erla Egilsdóttir bæjarfulltrúi Pírata
 • 3.6 2202172 Sveitarstjórnarkosningar 2022
  Frá lögfræðideild, lagður fram starfsmannalisti undirkjörstjórna vegna sveitarstjórnarkosninga 2022. Niðurstaða Bæjarráð - 3088 Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagðan lista starfsmanna undirkjörstjórna.

Önnur mál fundargerðir

4.2204027F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 342. fundur frá 29.04.2022

Fundargerð í fjórum liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

5.2204026F - Forsætisnefnd - 198. fundur frá 05.05.2022

Fundagerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.2202006F - Hafnarstjórn - 124. fundur frá 03.03.2022

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.2204002F - Hafnarstjórn - 125. fundur frá 20.04.2022

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.2204011F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 86. fundur frá 13.04.2022

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.2204022F - Lista- og menningarráð - 139. fundur frá 29.04.2022

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.2204004F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 151. fundur frá 19.04.2022

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.2204021F - Ungmennaráð - 31. fundur frá 26.04.2022

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.2203026F - Skipulagsráð - 119. fundur frá 02.05.2022

Fundargerð í 21 lið.
Lagt fram.
 • 12.6 2105939 Breikkun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum að Lögbergsbrekku. Umsókn um framkvæmdarleyfi.
  Lögð fram að nýju umsókn Vegagerðarinnar dags. 27.maí 2021 með breytingum dags. í júlí 2021, um framkvæmdaleyfi fyrir breikkun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum að Lögbergsbrekku. Umsókninni fylgir framkvæmdarlýsing dags. í júlí 2021, uppdrættir í mkv. 1:10.000 dags. 21. apríl 2021, matsskýrsla dags. í júní 2009, áhættumat vatnsverndar dags. í maí 2021, jarðkönnun dags í nóvember 2008 ásamt fylgigögnum.
  Jafnframt er lögð fram að nýju umsögn skipulagsdeildar dags. 1. október 2021 ásamt athugasemdum og ábendingum sem bárust á kynningartíma sem lauk 17. september 2021.
  Þá lögð fram greinargerð dags. 29. apríl 2022 um framkæmdaleyfi í samræmi við 2. mgr. 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Þá lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 28. apríl 2022 um feril málsins.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 119 Skipulagsráð telur að framlögð gögn lýsi framkvæmdinni á fullnægjandi hátt og framkvæmd sú sem lýst er í matsskýrslu dags. í júní 2009. Skipulagsráð hefur jafnframt tekið rökstudda afstöðu til álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum. Sjá nánar í greinargerð framkvæmda-leyfis dags. 29. apríl 2022.

  Skipulagsráð samþykkir umsóknina með tilvísun í 13. og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim takmörkunum að aðeins sé um að ræða lagningu vegarins og að hann verði tekinn í notkun samhliða síðasta hluta áfangans. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
  Niðurstaða Bæjarstjórn hefur kynnt sér framlögð gögn málsins og staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 12.15 2112927 Sunnubraut 43, kynning á byggingarleyfisumsókn.
  Lagt fram að nýju erindi frá Björgvini Snæbjörnssyni arkitekt fyrir hönd lóðarhafa dags. 8. desember 2022. Einbýlishúsið á lóðinni er í dag skráð 216 m². Í dag er kjallari með malargólfi undir húsinu sem og bátaskýli 27 m². Sótt er um leyfi til að byggja við húsið á efri hæða alls 21 m² og að dýpka hluta núverandi kjallara alls 68,7 m² í kóta 2.25 og steypa plötu þar sem áður var moldargólf. Í umsögn siglingarsviðs Vegagerðarinnar er tekið fram að þess sé gætt að ekki flæði inn í kjallara, hvorki í gegnum veggi, botnplötu né um aðkomuleið í rýmin, þ.e. að aðkomuleið sé ekki lægri en lágmarksgólfkóti sem er 4,6 í hæðarkerfi Kópavogsbæjar. Eftir stækkun er því húsið alls 318 m² og nýtingarhlutfall 0.62. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 25. janúar 2022. Á fundi skipulagsráðs 31. janúar sl var afgreiðslu erindisins frestað.
  Á fundi skipulagsráð 14. febrúar 2022 var samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Sunnubrautar 41, 42, 44, 45 og 46.
  Kynningartíma lauk 24. mars sl. og voru athugasemdir lagðar fram á fundi skipulagsráðs 28. mars og vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
  Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 29. apríl 2022 ásamt breyttum teikningum dags. 27. apríl 2022.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 119 Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi með áorðnum breytingum dags. 27. apríl 2022. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 12.16 2201884 Hraunbraut 18, kynning á byggingarleyfisumsókn.
  Lögð fram á ný byggingarleyfisumsókn Trípólí arkitekta dags. 28. janúar 2022 fh. lóðarhafa, þar sem sótt er um heimild til að stækka viðbyggingu sem er í byggingu um 0.7 metra til vesturs og stækka með því alrými hússins um 4 m2.
  Meðfylgjandi skýringaruppdráttur dags. 24. febrúar 2022.
  Á fundi skipulagsráðs 28. febrúar sl. var samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kársnesbraut 25, 27, 29, 31 og Hraunbraut 11, 15, 16, 17, 19, 20 og 22.
  Kynningartíma lauk 7. apríl sl, engar athugasemdir bárust.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 119 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 12.18 2111929 Markavegur 2. Breytt deiliskipulag
  Lagt fram á ný erindi Benjamíns Markússonar lóðarhafa Markavegar 2 þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi. Í gildandi deiliskiplagi er heimild fyrir byggingu hesthúss á einni hæð, byggingarreitur er 240 m² og lóðin 862 m². Í breytingunni felst að lóðinni verði skipt í tvær lóðir og á þeim heimilað að reisa parhús með sameiginlegu gerði. Það er að segja tvö samhangandi hesthús með byggingarreit á stærð 120 m² að flatarmáli hvort um sig. Að öðru leyti gilda áður samþykktir skilmálar.
  Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:200 dags. 9. desember 2021.
  Á fundi skipulagsráðs 20. desember 2021 var samþykkt með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu.
  Á fundi bæjarstjórnar 11. janúar 2022 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
  Kynningartíma lauk 6. apríl sl. Engar athugasemdir bárust.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 119 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

13.2204014F - Velferðarráð - 101. fundur frá 25.04.2022

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.2204024F - Menntaráð - 96. fundur frá 03.05.2022

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.2204654 - Fundargerð 3. fundar Heilbrigðisnefndar Garðarbæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæ og Seltjarnarnes frá 25.04.2022

Lögð fram fundargerð 3. fundar Heilbrigðisnefndar Garðarbæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæ og Seltjarnarnes frá 25.04.2022.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.2205053 - Fundargerð 107. fundar svæðisskipulagsnefndar frá 29.04.2022

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.2205005 - Fundargerð 401. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 27.04.2022

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.2205006 - Fundargerð 909. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27.04.2022

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.

Kosningar

19.1806584 - Kosningar í hverfakjörstjórnir 2018-2022

Bæjarstjórn samþykkir að Ragnar Guðmundsson taki sæti sem varamaður í hverfiskjörstjórn Smárans í stað Kristínar Báru Alfreðsdóttur.

Bæjarstjórn samþykkir að Ágúst Jónatansson taki sæti sem aðalmaður í hverfiskjörstjórn Kór í stað Svövu Gerðar Ingimundardóttur.

Bæjarstjórn samþykkir að Magnús Guðjónsson taki sæti sem varamaður í hverfiskjörstjórn Smárans í stað Guðmundar B. Þorkelssonar.

Fundi slitið - kl. 20:32.