Bæjarstjórn

1258. fundur 24. maí 2022 kl. 16:00 - 17:26 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen E. Halldórsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Andri Steinn Hilmarsson varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
  • Jón Finnbogason aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Fundargerð

1.2205001F - Bæjarráð - 3089. fundur frá 12.05.2022

Lagt fram.

Bókun af 3089. fundi bæjarráðs:
"Undirrituð harmar mjög að útboðsmál skuli ekki vera komin í lag hjá Kópavogsbæ árið 2022. Hér er um tvö aðskilin útboð að ræða, enda auglýst í sitthvoru lagi. Þegar erindið um útboð á Smárahvammmsvegi var samþykkt fylgdu engin gögn um útboðið á umferðarljósabúnaði í málinu. Undirrituð lýsir því yfir að það er algjörlega á ábyrgð þeirra sem samþykkja málið, ef til kæru kemur."
Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Bókun:
"Undirrituð telur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins vera í uppnámi vegna ófullburðra stjórnsýslu og vanhæfni við útboðsmál."
Theódóra S. Þorsteinsdóttir.

Fundargerð

2.2205004F - Bæjarráð - 3090. fundur frá 19.05.2022

Lagt fram.

Fundargerð

3.2205010F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 343. fundur frá 13.05.2022

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

4.2205007F - Forsætisnefnd - 199. fundur frá 19.05.2022

Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

5.2205012F - Menntaráð - 97. fundur frá 17.05.2022

Lagt fram.

Fundargerð

6.2204019F - Skipulagsráð - 120. fundur frá 16.05.2022

Lagt fram.
  • 6.8 2109328 Smiðjuvegur 7. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram á ný erindi Rýma akritekta fyrir hönd lóðarhafa dags. 20. ágúst 2021 þar sem sótt eru um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst stækkun á byggingareit til norðurs þar sem fyrirhugað er að reisa einnar hæðar viðbyggingu alls 482 m2 að flatarmáli ásamt því að bílastæðum ofanjarðar er fjölgað um 43. Fyrirhuguð viðbyggingin yrði úr stálgrind og klædd með yleiningum.
    Uppdrættir í mkv. 1:500 ásamt skýringarmyndum dags. 8. júlí 2021.
    Á fundi skipulagsráðs 20. september 2021 var samþykkt með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 28. september 2021 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
    Kynningartíma lauk 13. maí sl. Engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 120 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 6.9 22033070 Skólagerði 46, kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. apríl 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 25. mars 2022 þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir sólstofu á suðurhlið hússins alls 29,1 m² að flatarmáli.
    Samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar, Skólagerði 48 liggur fyrir.
    Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 7. janúar 2022.
    Samþykkt var með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum í Skólagerði 42, 44, 48, 50, 55 og 57.
    Kynningartíma lauk 13. maí sl. Engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 120 Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 6.10 2204318 Hlíðarhvammur 12, kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. apríl 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 8. apríl 2022 þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við austurhlið hússins alls 56,8 m² að flatarmáli.
    Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 1. febrúar 2022.
    Samþykkt var með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hlíðarvegi 4, 6, 8 og Hlíðarhvammi 10.
    Kynningartíma lauk 13. maí sl. Engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 120 Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

7.2205614 - 3. fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 26.04.2022

Önnur mál fundargerðir

8.2205299 - Fundargerð 465. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 11.03.2022

Önnur mál fundargerðir

9.2205300 - Fundargerð 466. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 01.04.2022

Önnur mál fundargerðir

10.2205606 - Fundargerð 539. fundar stjórnar SSH frá 02.05.2022

Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.2205289 - Fundargerð 355. fundar stjórnar Strætó frá 29.04.2022

Önnur mál fundargerðir

12.2205611 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 28.02.2022

Önnur mál fundargerðir

13.2205612 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 21.03.2022

Önnur mál fundargerðir

14.2205613 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 30.03.2022

Fundargerð

15.2205002F - Velferðarráð - 102. fundur frá 09.05.2022

Lagt fram.
Bókun:
"Sem forseti bæjarstjórnar vil ég þakka bæjarstjóra og bæjarfulltrúum fyrir gott samstarf á kjörtímabilinu og óska þeim sem áfram sitja í bæjastjórn, ásamt nýkjörnum bæjarfulltrúum velfarnaðar í starfi. Þá vil ég einnig þakka bæjarritara og starfsfóki bæjarins fyirr góða samvinnu."
Margrét Friðriksdóttir, forseti bæjarstjórnar.

Bókun:
"Ég vil þakka starfsfólki bæjarins og bæjarfulltrúum kærlega fyrir samstarfið í gegnum árin."
Ármann Kr. Ólafsson

Fundi slitið - kl. 17:26.