Bæjarstjórn

1259. fundur 14. júní 2022 kl. 16:00 - 22:00 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Hannes Steindórsson aðalmaður
  • Orri Vignir Hlöðversson aðalfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá
Við upphaf fundar minntist starfsaldursforseti Kristjáns Helga Guðmundssonar, fyrrum bæjarstjóra, fyrir störf hans í þágu Kópavogsbæjar.


Samkvæmt 6. gr. samþykktar um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar boðar sá fulltrúi í nýkjörinni bæjarstjórn sem á baki lengsta setu í bæjarstjórn til fyrsta fundar og stýrir fundi þar til forseti hefur verið kjörin.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir starfsaldursforseti, setti fundinn, bauð nýkjörna fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs velkomna til starfa og greindi frá dagskrá. Samkvæmt 119. gr. kosninga laga nr. 112/2021 skal yfirkjörstjórn senda nýkjörinni sveitarstjórn greinargerð um úrslit kosninga.

Dagskrármál

1.2202172 - Niðurstöður sveitarstjórnarkosninga 2022

Formaður yfirkjörstjórnar, Snorri Tómasson, tók til máls með leyfi fundarins og flutti skýrslu kjörstjórnar skv. 119. gr. kosningalaga nr. 112/2021. Á kjörskrá í kosningum voru 28.925. Alls kusu 16.846. Kosningaþátttakan var 58.2%.

Atkvæði féllu þannig:

B listi Framsóknarflokks 2.489 atkvæði eða 15,2% og 2 fulltrúa.
C listi Viðreisnar 1.752 atkvæði eða 10,7% og 1 fulltrúa.
D listi Sjálfstæðisflokks 5.472 atkvæði eða 33,3% og 4 fulltrúa.
M listi Miðflokksins og óháðra 430 atkvæði eða 2,6% og engan fulltrúa.
P listi Pírata 1.562 atkvæði eða 9,5% atkvæði og 1 fulltrúa.
S listi Samfylkingarinnar 1.343 atkvæði eða 8,2% og 1 fulltrúa.
V listi Vinstrihreyfingar græns framboðs 866 atkvæði eða 5,3% og engan fulltrúa.
Y listi Vina Kópavogs 2.509 atkvæði eða 15,3% og 2 fulltrúa.

Eftirtaldir hlutu kosningu sem aðal- og varafulltrúar í bæjarstjórn Kópavogs:

Kjörnir aðalfulltrúar:
Ásdís Kristjánsdóttir D listi Sjálfstæðisflokks
Hjördís Ýr Johnson D listi Sjálfstæðisflokks
Andri Steinn Hilmarsson D listi Sjálfstæðisflokks
Hannes Steindórsson D listi Sjálfstæðisflokks
Orri Hlöðversson B listi Framsóknarflokks
Sigrún Hulda Jónsdóttir B listi Framsóknarflokks
Helga Jónsdóttir Y listi Vina Kópavogs
Kolbeinn Reginsson Y listi Vina Kópavogs
Theódóra S. Þorsteinsdóttir C listi BF Viðreisnar
Bergljót Kristinsdóttir S listi Samfylkingarinnar
Sigurbjörg E. Egilsdóttir P listi Pírata

Kjörnir varafulltrúar:
Elísabet Sveinsdóttir D listi Sjálfstæðisflokks
Hanna Carla Jóhannsdóttir D listi Sjálfstæðisflokks
Sigvaldi Egill Lárusson D listi Sjálfstæðisflokks
Bergur Þorri Benjamínsson D listi Sjálfstæðisflokks
Björg Baldursdóttir B listi Framsóknarflokks
Gunnar Sær Ragnarsson B listi Framsóknarflokks
Thelma Bergmann Árnadóttir Y listi Vina Kópavogs
Þórarinn Ævarsson Y listi Vina Kópavogs
Einar Örn Þorvarðarson C listi BF Viðreisnar
Hákon Gunnarsson S listi Samfylkingarinnar
Indriði Ingi Stefánsson P listi Pírata

Lagt fram.

Bókun:
"Kosningaþátttaka í Kópavogi náði sögulegu lágmarki í nýðliðnum sveitarstjórnarkosningum. Fjölda fólks af erlendum uppruna, sem öðlaðist kosningarétt með nýjum kosningalögum í vetur, var ekki kunnugt um réttindi sín. Mikilvægt er að stjórnvöld, þar með talinn Kópavogsbær, leggi sig fram við að upplýsa fólk betur um lýðræðislegan rétt sinn fyrir næstu kosningar. Píratar í Kópavogi kalla eftir aðgerðaáætlun um hvernig auka megi kjörsókn fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar."
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir

Gestir

  • Snorri Tómasson formaður yfirkjörstjórnar - mæting: 16:00

Dagskrármál

2.2206315 - Kosning forseta bæjarstjórnar 2022-2026

Kosning forseta bæjarstjórnar til eins árs.
Sigrún Hulda Jónsdóttir var kosin forseti með 11 atkvæðum.

Dagskrármál

3.22061182 - Tillaga frá bæjarfulltrúum Vina Kópavogs um að starf bæjarstjóra verði auglýst laust til umsóknar

Lögð fram tillaga frá bæjarfulltrúum Vina Kópavogs um að starf bæjarstjóra verði auglýst laust til umsóknar.
Bæjarstjórn hafnar tillögunni með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Bergljótar Kristinsdóttur.

Dagskrármál

4.2206319 - Ráðning bæjarstjóra 2022-2026

Frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, með vísan
til 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr.138/2011, er lögð fram tillaga um að Ásdís Kristjánsdóttir verði ráðin í starf bæjarstjóra Kópavogsbæjar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu um að ráða Ásdísi Kristjánsdóttir í stöðu bæjarstjóra Kópavogs í samræmi við framlagðan ráðningarsamning með sex atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjörgu E. Egilsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Kolbeins Reginssonar.

Bókun:
"Fastur akstursstyrkur fyrir 1.250 kílómetra akstur á mánuði (upphæð 158.750 kr á mánuði) er gamaldags ákvæði sem á ekki heima í ráðningarsamingi bæjarstjóra árið 2022. Í málefnasamningi meirihlutans er fjallað um mikilvægi þess að vanda vel til verka þegar kemur að umhverfismálum, og að vistvænir ferðamátar og virðing gagnvart umhverfinu leiki þar lykilhlutverk. Það að bæjarstjóri Kópavogs fyrirhugi að aka 60.000 kílómetra á kjörtímabilinu setur ekki gott fordæmi."
Sigurbjörg E. Egilsdóttir

Dagskrármál

5.2206406 - Málefnasamningur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Kópavogs 2022-2026

Frá bæjarstjóra, lagður fram málefnasamningur um meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi 2022-2026.
Lagt fram.

Fundarhlé hófst kl. 18:57, fundi fram haldið kl. 20:07.

Dagskrármál

6.22061181 - Tillaga frá bæjarfulltrúum Vina Kópavogs um að bæjarráði sé falið að gera starfslýsingu fyrir starf bæjarstjóra

Lögð fram tillaga frá bæjarfulltrúum Vina Kópavogs um að bæjarráði sé falið að gera starfslýsingu fyrir starf bæjarstjóra.
Bæjarstjórn hafnar tillögunni með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Bergljótar Kristinsdóttur.

Kosningar

7.2206316 - Kosning 1. og 2. varaforseta 2022-2026

Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs.
Helga Jónsdóttir kosin 1. varaforseti með 11 atkvæðum.
Hannes Steindórsson kosinn 2. varaforseti með 11 atkvæðum.

Kosningar

8.2206317 - Kosning skrifara 2022-2026

Kosning tveggja skrifara og jafnmargra til vara úr hópi bæjarfulltrúa til eins árs.
Kjörnir voru:
Aðalskrifarar:
Hannes Steindórsson
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Varaskrifarar:
Andri Steinn Hilmarsson
Sigurbjörg E. Egilsdóttir

Kosningar

9.2206321 - Kosningar í bæjarráð 2022-2026

Kosning fimm fulltrúa í bæjarráð sem aðalmenn til eins árs. Þeir bæjarfulltrúar og varabæjarfulltrúar, sem kosningu hafa hlotið af sama lista og hinn kjörni bæjarráðsmaður eru varamenn í þeirri röð sem þeir skipuðu listann. Kosning formanns og varaformanns bæjarráðs til eins árs.

Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Orri Vignir Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson
Theódóra Þorsteinsdóttir
Helga Jónsdóttir

Varamenn:
Sigrún Hulda Jónsdóttir
Ásdís Kristjánsdóttir
Hannes Steindórsson
Einar Þorvarðarson
Kolbeinn Reginsson

Áheyrnarfulltrúar:
Bergljót Kristinsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir

Varaáheyrnarfulltrúar:
Hákon Gunnarsson
Indriði Ingi Stefánsson

Formaður bæjarráðs kosinn: Orri Vignir Hlöðversson.
Varaformaður: Hjördís Ýr Johnson.

Kosningar

10.2206335 - Kosningar í almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins 2022-2026

Kosning tveggja aðalmanna og jafnmargra til vara í almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins til fjögurra ára.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
Orri V. Hlöðversson
Varamaður:
Þorvaldur J. Sigmarsson


Kosningar

11.2206322 - Kosningar í forsætisnefnd 2022-2026

Aðalmenn eru forseti bæjarstjórnar ásamt varaforsetum, skipað er til eins árs í senn. Kosning þriggja varamanna í forsætisnefnd.
Kosningu sem varamenn hlutu:
Hjördís Ýr Johnson
Orri Hlöðversson
Kolbeinn Reginsson

Kosningar

12.2206348 - Kosningar í hafnarstjórn 2022-2026

Kosning fimm aðalmanna og jafnmargra til vara í hafnarstjórn, auk bæjarstjóra sem gegnir embætti hafnarstjóra. Bæjarstjórn kýs formann úr hópi kjörinna. Kosið er til fjögurra ára.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Jón Guðlaugur Magnússon
Júlíus Hafstein
Bergur Þorri Benjamínsson
Steini Þorvaldsson
Eva Sjöfn Helgadóttir

Varamenn:
Magnús Guðjónsson
Vignir S Halldórsson
Hannes Þórður Þorvaldsson
Sigurður M. Grétarsson
Ögmundur Þorgrímsson

Áheyrnarfulltrúar:
Andrés Pétursson
Jóhann Sigurbjörnsson

Varaáheyrnarfulltrúi:
Auður Sigrúnardóttir

Formaður hafnarstjórnar var kosinn Jón Guðlaugur Magnússon.


Kosningar

13.2206347 - Kosningar í heilbrigðieftirlit 2022-2026

Kosning eins aðalmanns og eins til vara í Heilbrigðiseftirlit Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnessvæðis. Kosið er til fjögurra ára.
Aðalmaður:
Svanur Karl Grjetarsson
Varamaður:
Ívar Atli Sigurjónsson.

Kosningar

14.2206346 - Kosningar í íþróttaráð 2022-2026

Kosning fimm aðalmanna og jafnmargra til vara í íþróttaráð. Kosið er til fjögurra ára.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Sverrir Kári Karlsson
Sunna Guðmundsdóttir
Elísabet Sveinsdóttir
Gunnar Gylfason
Thelma Bergmann Árnadóttir

Varamenn:
Guðmundur Þór Jóhannesson
Hildur Karen Sveinbjarnardóttir
Magnús Þorsteinsson
Daði Rafnsson
Óskar Hákonarson

Áheyrnarfulltrúar
Einar Örn Þorvarðarson
Matthías Hjartarson

Varaáheyrnarfulltrúar
Auður Sigrúnardóttir
Indriði Ingi Stefánsson




Kosningar

15.2206345 - Kosningar í jafnréttis- og mannréttindaráð 2022-2026

Kosning fimm aðalmanna og jafnmargra til vara í jafnréttis- og mannréttindaráð. Kosið er til fjögurra ára.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Heiðdís Geirsdóttir
Signý Skúladóttir
Sigrún Bjarnadóttir
Hildur María Friðriksdóttir
Indriði Ingi Stefánsson

Varamenn:
Sigrún Agnes Einarsdóttir
Guðrún Sigurborg Viggósdóttir
Sólveig Pétursdóttir
Gréta Jónsdóttir
Eva Sjöfn Helgadóttir

Áheyrnarfulltrúi:
María Ellan Steingrímsdóttir
Margrét Pála Ólafsdóttir

Varaáheyrnarfulltrúi:
Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir
Helga G. Halldórsdóttir


Fundarhlé hófst kl. 21:03, fundi fram haldið kl. 21:25

Kosningar

16.2206343 - Kosningar í lista- og menningarráð 2022-2026

Kosning fimm aðalmanna og jafnmargra til vara í lista- og menningarráð. Kosið er til fjögurra ára.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Jónas Skúlason
Helga Hauksdóttir
Elísabet Sveinsdóttir
Elvar Helgason
Ísabella Leifsdóttir

Varamenn:
Kristín Hermannsdóttir
Sigrún Ingólfsdóttir
Hanna Carla Jóhannsdóttir
Soumia I Georgsdóttir
Kolbeinn Reginsson

Áheyrnarfulltrúar
Margrét Tryggvadóttir
Margrét Ásta Arnarsdóttir

Varaáheyrnarfulltrúar
Þóra Marteinsdóttir
Eva Sjöfn Helgadóttir

Kosningar

17.2206344 - Kosningar í leikskólanefnd 2022-2026

Kosning fimm aðalmanna og jafnmargra til vara í leikskólanefnd. Kosið er til fjögurra ára.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Matthías Páll Imsland
Árnína Kristjánsdóttir
Hermann Ármannsson
Jóhanna Pálsdóttir
Hreiðar Oddsson

Varamenn:
Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir
Tinna Rán Sverrisdóttir
Hannes Þórður Þorvaldsson
Leó Pétursson
Thelma Bergman Árnadóttir

Áheyrnarfulltrúar
Guðrún Birna Le Sage de Fontenay
Eva Sjöfn Helgadóttir

Varaáheyrnarfulltrúar
Erla Dóra Magnúsdóttir
Indriði Ingi Stefánsson

Kosningar

18.2206342 - Kosningar í menntaráð 2022-2026

Kosning sjö aðalmanna og jafnmargra til vara í menntaráð. Kosið er til eins árs. Bæjarstjórn kýs formann og varaformann.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Sigrún Hulda Jónsdóttir
Jónas Haukur Thors Einarsson
Sigvaldi Egill Lárusson
Hanna Carla Jóhannsdóttir
Donata Bukowska
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Þórarinn Ævarsson

Varamenn:
Svava Halldóra Friðgeirsdóttir
Ólöf Pálína Úlfarsdóttir
Sóldís Freyja Vignisdóttir
Gunnsteinn Sigurðsson
Þorvar Hafsteinsson
Indriði Ingi Stefánsson
Hreiðar Oddsson

Áheyrnarfulltrúi
Einar Örn Þorvarðarson

Varaáheyrnarfulltrúi
Jóhanna Pálsdóttir

Formaður menntaráðs var kosinn: Sigvaldi Egill Lárusson.
Varaformaður menntaráðs: Frestað

Kosningar

19.2206341 - Kosningar í skipulagsráð 2022-2026

Kosning sjö aðalmanna og jafnmargra til vara í skipulagsráð. Kosið er til eins árs í senn. Bæjarstjórn kýs formann og varaformann.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Gunnar Sær Ragnarsson
Kristinn Dagur Gissurarson
Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson
Hákon Gunnarsson
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Helga Jónsdóttir

Varamenn:
Sveinn Gíslason
Ívar Atli Sigurjónsson
Sveinbjörn Sveinbjörnsson
Axel Þór Eysteinsson
Bergljót Kristinsdóttir
Einar Þorvarðarson
Kolbeinn Reginsson

Áheyrnarfulltrúi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir

Varaáheyrnarfulltrúi
Indriði Ingi Stefánsson

Formaður var kosinn: Hjördís Ýr Johnson.
Varafomaður var kosinn: Kristinn Dagur Gissurarson

Kosningar

20.2206318 - Kosningar í umhverfis- og samgöngunefnd 2022-2026

Kosning fimm aðalmanna og jafnmargra til vara í umhverfis- og samgöngunefnd. Kosið er til fjögurra ára.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Gunnar Sær Ragnarsson
Guðjón Ingi Guðmundsson
Hannes Steindórsson
Indriði Ingi Stefánsson
Jane Appleton

Varamenn:
Kristín Hermannsdóttir
Hjördís Einarsdóttir
Andri Steinn Hilmarsson
Matthías Hjartarson
Tryggvi Felixson

Áheyrnarfulltrúar
Kristín Sævarsdóttir
Leó Pétursson

Varaáheyrnarfulltrúar
Björn Þór Rögnvaldsson
Andrés Pétursson

Kosningar

21.2206320 - Kosningar í velferðarráð 2022-2026

Kosning sjö aðalmanna og jafnmargra til vara í velferðarráð til eins árs. Bæjarstjórn kýs formann og varaformann.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Björg Baldursdóttir
Páll Marís Pálsson
Hjördís Ýr Johnson
Matthías Björnsson
Einar Örn Þorvarðarson
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Hólmfríður Hilmarsdóttir

Varamenn:
Sigurbjörg Vilmundardóttir
Baldur Þór Baldvinsson
Sigrún Bjarnadóttir
Rúnar Ívarsson
Soumia I Georgsdóttir
Indriði Ingi Stefánsson
Helga Þórólfsdóttir

Áheyrnarfulltrúi
Erlendur Geirdal

Varaáheyrnarfulltrúi
Bergljót Kristinsdóttir

Fomaður var kosinn: Björg Baldursdóttir
Varafomaður var kosinn: Hjördís Ýr Johnson

Kosningar

22.2206325 - Kosningar í yfirkjörstjórn vegna sveitarstjórnarkosninga, alþingiskosninga og forsetakosninga 2022-2026

Kosning þriggja aðalmanna og jafnmargra til vara í yfirkjörstjórn vegna sveitarstjórnarkosninga, alþingiskosninga og forsetakosninga. Kosið er til fjögurra ára.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Ingibjörg Ingvadóttir
Helgi Magnússon
Jón Ögmundsson

Varamenn:
Jón Guðlaugur Magnússon
Vignir S Halldórsson
Geir Guðmundsson

Kosningar

23.2206323 - Kosningar í hverfakjörstjórnir 2022-2026

Kosning þriggja manna og jafnmargra til vara í hverfiskjörstjórn í Smáranum.
Kosning þriggja manna og jafnmargra til vara í hverfiskjörstjórn í Kórnum.
Kosið er til fjögurra ára.
Kosningu hlutu:

Smárinn - Aðalmenn:
Guðmundur Birkir Þorkelsson
Magnús Þorsteinsson
Jóhann Sigurbjörnsson

Smárinn - Varamenn:
Hrefna Hilmisdóttir
Skúli Hansen
Gunnar Gylfason

Kórinn - Aðalmenn:
Ágúst Jónatansson
Sóldís Freyja Vignisdóttir
Hans Benjamínsson

Kórinn - Varamenn:
Einar Gunnar Bollason
Karen Kristine Pye
Magnús F. Norðfjörð

Kosningar

24.2206334 - Kosningar í stjórn Markaðsstofu Kópavogs 2022-2026

Tilnefning fjögurra aðalmanna og tveggja til vara í stjórn Markaðsstofu Kópavogs. Skipað er til fjögurra ára.
Tilnefnd voru:

Aðalmenn
Eysteinn Þorri Björgvinsson
Kristín Amy Dyer
Kristján Ingi Gunnarsson
Ólafur Björnsson

Varamenn
Hrefna Hilmisdóttir
Karen Kristine Pye

Kosningar

25.2206337 - Kosningar fulltrúa á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022-2026

Kosning sjö fulltrúa á landsþing Sambandsins og jafn margra til vara. Kosið er til fjögurra ára.
Kosningu hlutu:

Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson
Orri Hlöðversson
Sigrún Hulda Jónsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Helga Jónsdóttir

Kosningu varamanna frestað.

Kosningar

26.2206333 - Kosningar í stjórn Reykjanesfólkvangs 2022-2026

Kosning eins aðalmanns og eins til vara í stjórn Reykjanesfólkvangs. Kosið er til fjögurra ára.
Kosningu hlutu:
Aðalmaður:
Hannes Steindórsson
Varamaður:
Kristín Hermannsdóttir

Kosningar

27.2206331 - Kosningar í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2022-2026

Kosning eins aðalmanna og eins varamanns. Kosið er til fjögurra ára.
Kosningu hlutu:
Aðalamaður:
Ásdís Kristjánsdóttir
Varamaður:
Orri v. Hlöðversson

Kosningar

28.2206329 - Kosningar í stjórn Strætó bs. 2022-2026

Kosning eins aðalmanns og eins til vara í stjórn Strætó bs. Kosið er til tveggja ára.
Kosningu hlutu:
Aðalmaður:
Andri Steinn Hilmarsson
Varamaður:
Sigvaldi Egill Lárusson

Kosningar

29.2206330 - Kosningar í stjórn Sorpu bs. 2022-2026

Kosning eins aðalmanns og eins til vara í stjórn Sorpu bs. Kosið er til tveggja ára.
Kosningu hlutu:
Aðalmaður:
Orri Vignir Hlöðversson
Varamaður:
Sigrún Hulda Jónsdóttir

Kosningar

30.2206339 - Kosningar í samstarfsnefnd um rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 2022-2026

Kosning eins aðalmanns og eins til vara í samstarfsnefnd um rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Kosið er til fjögurra ára.
Kosningu hlutu:
Aðalmaður:
Sigvaldi Egill Lárusson
Varamaður:
Andri Steinn Hilmarsson

Kosningar

31.2206332 - Kosningar í stjórn SSH 2022-2026

Kosning eins aðalmanns og eins til vara í stjórn SSH. Kosið er til fjögurra ára.
Kosningu hlutu:
Aðalmaður:
Ásdís Kristjánsdóttir
Varamaður:
Orri Vignir Hlöðversson

Kosningar

32.2206326 - Kosningar í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins 2022-2026

Kosning tveggja aðalmanna og tveggja til vara í stjórn svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins. Kosið er til fjögurra ára.
Kosningu hlutu:

Aðalmenn:
Hjördís Ýr Johnson
Helga Jónsdóttir

Varamenn:
Andri Steinn Hilmarsson
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir

Kosningar

33.2206355 - Kosningar í skólanefnd MK 2022-2026

Kosning tveggja aðalmanna og jafnmargra til vara í skólanefnd Menntaskólans í Kópavogi. Kosið er til fjögurra ára.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn
Guðmundur Birkir Þorkelsson
Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir
Varamenn
Björg Baldursdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttor

Kosningar

34.2206338 - Kosningar í Brunabótafélag Íslands 2022 - 2026

Kosning eins aðalmanns og eins til vara í fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands. Kosið er til fjögurra ára.
Kosningu hlutu:
Aðalmaður:
Ármann Kr. Ólafsson

Varamaður:
Margrét Friðriksdóttir

Kosningar

35.2206417 - Kosning í stefnuráð áfangastaðarins höfuðborgarsvæðið 2022-2026

Kosning tveggja aðalmanna og jafnmargra til vara í stefnuráð áfangastaðarins höfuðborgarsvæðið 2022-2026. Kosið er til fjögurra ára.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Elísabet Sveinsdóttir
Bergljót Kristindóttir
Varamenn:
Lilja Birgisdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Kosningar

36.2206419 - Kosning í öldungaráð 2022-2026

Kosning þriggja aðalmanna og jafnmargra til vara í öldungaráð til fjögurra ára. Bæjarstjórn kýs formann ráðsins.
Kosningu hlutu:
Aðalmaður:
Sigrún Hulda Jónsdóttir
Unnur B. Friðriksdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir

Varamaður
Orri Vignir Hlöðversson
Jón Atli Kristjánsson
Bergljót Kristinsdóttir

Formaður kosinn Sigrún Hulda Jónsdóttir.

Kosningar

37.2206418 - Kosning í stefnuráð byggðarsamlaganna.

Kosning tveggja aðalmanna, auk bæjarstjóra. Kosið er til fjögurra ára.
Kosningu hlutu:
Aðalmaður:
Orri Vignir Hlöðversson
Theódóra Þorsteinsdóttir

Kosningar

38.2206328 - Kosningar í stjórn Tónlistarskóla Kópavogs 2022-2026

Kosning tveggja aðalmanna og jafnmargra til vara í stjórn Tónlistarskóla Kópavogs. Kosið er til fjögurra ára.
Kosningu hlutu:

Helga Guðrún Jónasdóttir
Ísabella Leifsdóttir

Kosningu varamanna frestað.

Kosningar

39.2206327 - Kosningar í stjórn Tónlistarskólans Tónsala 2022-2026

Kosning eins aðalmanns og eins til vara í stjórn tónlistarskólans Tónsala. Kosið er til fjögurra ára.
Kosningu hlutu:
Aðalamaður: Helga Guðrún Jónasdóttir
Varamaður: Elísabet Sveinsdóttir

Kosningar

40.2206470 - Kosningar í notendaráð í málefnum fatlaðs fólks

Kosning þriggja fulltrúa og jafnmargra til vara. Bæjarstjórn kýs formann. Kosið er til fjögurra ára.
Kosningu hlutu:
Aðalmaður:
Björg Baldursdóttir
Magnús Þorsteinsson
Kolbeinn Reginsson

Varamaður:
Heiðdís Geirsdóttir
Unnur Friðriksdóttir
Helga Jónsdóttir

Kosningar

41.22061179 - Kosningar í ungmennaráð

Kosning tveggja fulltrúa sem starfa sem tengiliðir bæjarstjórnar við ungmennaráð. Kosið er til fjögurra ára.
Kosningu hlutu:
Bergljót Kristinsdóttir
Hannes Steindórsson

Önnur mál fundargerðir

42.2205010F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 343. fundur frá 13.05.2022

Fundargerð í tíu liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 10 atkvæðum og hjásetu Kolbeins Reginssonar.

Önnur mál fundargerðir

43.2205013F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 344. fundur frá 19.05.2022

Fundargerð í einum lið.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 10 atkvæðum og hjásetu Kolbeins Reginssonar.

Önnur mál fundargerðir

44.2205016F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 345. fundur frá 27.05.2022

Fundargerð í fimm liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 10 atkvæðum og hjásetu Kolbeins Reginssonar.

Önnur mál fundargerðir

45.2205008F - Skipulagsráð - 121. fundur frá 30.05.2022

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.
  • 45.4 2011485 Arnarnesvegur frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Tillaga að deiliskipulagi.
    Lögð fram á ný tillaga verkfræðistofunnar Eflu f.h. Kópavogsbæjar og
    Reykjavíkurborgar dags. 13. desember 2021 að deiliskipulagi 3. áfanga Arnarnesvegar. Deiliskipulagstillagan nær til þess hluta Arnarnesvegar sem liggur frá gatnamótum Rjúpnavegar að fyrirhuguðum gatnamótum Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar og er um 1,9 km að lengd. Við gatnamót Rjúpnavegar og Arnarnesvegar er gert ráð fyrir nýju hringtorgi sem og við gatnamót Vatnsendavegar og Arnarnesvegar. Þá er gert ráð fyrir fjögurra akreina brú yfir Breiðholtsbraut og tengingu við Breiðholtsbraut með ljósastýrðum gatnamótum. Hluti veghelgunarsvæðis Arnarnesvegar er innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkur, en stærsti hluti hans liggur innan sveitarfélagsmarka Kópavogs. Samhliða er gert ráð fyrir stofnstíg, aðskilinn hjóla- og göngustíg, frá Rjúpnavegi í Kópavogi og að Elliðaárdal ásamt tengistígum sem og meðfram Breiðholtsbrautinni og undir fyrirhugaða brú yfir Breiðholtsbraut. Jafnframt er gert ráð fyrir göngubrú / vistloki yfir Arnarnesveginn.
    Gert er ráð fyrir undirgöngum eða brú yfir Arnarnesveg við
    gatnamót Rjúpnavegar og undirgöngum undir Vatnsendaveg nálægt fyrirhuguðu hringtorgi. Mörk skipulagssvæðis Arnarnesvegar skarast við skipulagsmörk í gildandi deiliskipulagi Hörðuvalla frá 2003, Vatnsendahvarfs - athafnasvæðis frá 2001 og Vatnsendahvarfs - athafnasvæðis, svæðis 3 frá 2007 og verða gerðar breytingar á umræddum deiliskipulögum samhliða deiliskipulagi Arnarnesvegar. Almennt er gert ráð fyrir að skipulagsmörk liggi nálægt veghelgunarlínu Arnarnesvegar nema við Desjakór og Lymskulág þar sem mörkin eru nær sveitarfélagamörkum. Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:1000 dags. 13. desember 2021 ásamt greinargerð dags. 13. desember 2021.
    Skipulagsráð samþykkti 20. desember 2021 með tilvísun í 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að deiliskipulagi. Á fundi bæjarstjórnar 11. janúar 2022 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
    Kynningartíma lauk 04. mars 2022.
    Á fundi skipulagsráðs 14. mars 2022 voru lagðar fram framkomnar athugasemdir, ábendingar og umsagnir. Afgreiðslu frestað, vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
    Á fundi skipulagsráðs 16. maí 2022 var lögð fram umsögn dags. 13. maí 2022, greinargerð dags. 13. maí 2022 og breyttur uppdráttur dags. 13. maí 2022.
    Ómar Ingþórsson landslagsarkitekt gerði grein fyrir erindinu. Afgreiðslu var frestað.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 121 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum dags. 13. maí 2022 með fimm atkvæðum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir og Kristinn Dagur Gissurarson sátu hjá við afgreiðslu málsins.

    Bókun Kristins Dags Gissurarsonar:
    "Ég sit hjá og vísa í fyrri bókanir mínar um málið."
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 8 atkvæðum og hjásetu Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Kolbeins Reginssonar.

    Bókun:
    "Fyrirliggjandi umhverfismat fyrir framkvæmdina nálgast það að vera 20 ára gamalt. Ýmsar forsendur hafa tekið verulegum breytingum á þeim tíma sem liðinn er frá því umhverfismatið var unnið. Undirrituð ítrekar fyrri athugasemdir við afgreiðslu málsins um að rétt væri að láta gera nýtt umhverfismat í ljósi þess að lagningu þriðja áfanga vegarins hefur seinkað eins mikið og raun ber vitni."
    Sigurbjörg E. Egilsdóttir

    Bókun:
    "Við fulltrúar Vina Kópavogs tökum heilshugar undir bókun fulltrúa Pírata."
    Helga Jónsdóttir
    Kolbeinn Reginsson
  • 45.6 2201276 Nónsmári 1-7 og 9-15, breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju erindi Hrólfs Karls Cela arkitekts, f.h. Nónhæðar ehf. dags. 11. janúar 2022 þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi á lóðunum Nónsmára 1-7 og 9-15. Í breytingunni felst að á lóðinni Nónsmára 1-7 fjölgar íbúðum úr 55 í 60 og á lóðinni Nónsmára 9-15 fjölgar íbúðum úr 45 í 50. Heildarfjölgun íbúða er alls 10 íbúðir. Þá er sótt um hækkun byggingarreita þannig að hús nr. 1 og 9 hækki úr tveimur hæðum í þrjár og hús númer 5, 7, 13 og 15 úr fjórum hæðum í fimm hæðir. Byggingarmagn á lóðunum eykst úr 15.600 m² í 17.300 m² og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,5 í 0,6. Bílastæðum neðanjarðar fjölgar úr 82 í 104 en bílastæðum ofanjarðar fækkar úr 125 í 122. Uppdrættir í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 10. janúar 2022.
    Á fundi skipulagsráðs 17. janúar 2022 var afgreiðslu erindisins frestað.
    Þá lögð fram skuggavarpsgreining dags. 27. janúar 2022.
    Á fundi skipulagsráðs 31. janúar 2022 samþykkti skipulagsráð með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu.
    Á fundi bæjarstjórnar 8. febrúar 2022 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
    Kynningartíma tillögunnar lauk 6. apríl sl. Þá lagðar fram athugasemdir, ábendingar og umsagnir sem bárust á kynningartíma.
    Á fundi skipulagsráðs 2. maí 2022 var athugasemdum, ábendingum og umsögn vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
    Á fundi skipulagsráðs 16. maí 2022 var lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 13. maí 2022, afgreiðslu var frestað. Þá lögð fram uppfærð umsögn skipulagsdeildar dags. 30. maí 2022.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 121 Lögð var fram tillaga Kristins Dags Gissurarsonar um frestun á afgreiðslu málsins. Skipulagsráð hafnaði tillögu um frestun með fimm atkvæðum gegn tveimur atkvæðum Kristins Dags Gissurarsonar og Jóhannesar Júlíusar Hafstein.

    Skipulagsráð hafnar erindinu með fimm atkvæðum gegn tveimur atkvæðum Kristins Dags Gissurarsonar og J. Júlíusar Hafstein. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Bókun Kristins Dags Gissurarsonar og J. Júlíusar Hafstein:
    "Sú afgreiðsla skipulagsráðs að hafna fjölgun íbúða við Nónsmára 1- 7 er athyglisverð. Sýnt hefur verið fram á að hækkun húsanna norðanvert úr tveimur í þrjár hæðir (eins og er í Arnarsmára 36 -40) og inndreginni fimmtu hæð að hluta veldur aðliggjandi byggð nánast engum neikvæðum áhrifum. Skipulag er ekki meitlað í stein og rétt að benda á að nýtt aðalskipulag gengur út á að þétta byggð og nýta innviði þar sem það er hagkvæmt. Því skýtur það skökku við að hafna breytingu á deiliskipulagi sem þjónar markmiðum Aðalskipulagsins. Að vísa í mótmæli og fundi með þeim sem voru andsnúnir þeirri breytingu að skilgreiningu landsins yrði breytt úr stofnanasvæði í íbúabyggð hefur í raun ekkert vægi hvað þessa ósk varðar. Ekkert samkomulag var gert við mótmælendur á sínum tíma eftir fjölda funda. Breyting sú sem kynnt var gerir húsin mun betri en áður og svokallað borgarlandslag enn betra."
    Niðurstaða Bæjarstjórn frestar erindinu með 11 atkvæðum.
  • 45.8 2112233 Hliðarvegur í Lækjarbotnum. Umsókn um framkvæmdaleyfi.
    Lagt fram að nýju erindi Vegagerðarinnar dags. í nóvember 2022 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu hliðarvegar í Lækjarbotnum.
    Um er að ræða hliðarveg frá fyrirhuguðum gatnamótum við Geirland að núverandi vegi að Waldorfskólanum í Lækjarbotnum.
    Framkvæmdin er liður í að tryggja öruggar tengingar við Lækjarbotnaland samhliða breikkun Suðurlandsvegar.
    Fyrir liggur ákvörðun Skipulagsstofnunar um matskyldu dags. 18. nóvember 2021 þar sem fram kemur að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
    Á fundi skipulagsráðs 31. janúar 2022 var samþykkt með tilvísan í 8. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 að grenndarkynna ofangreinda umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir hagsmunaaðilum og umsagnaraðilum.
    Kynningu lauk 28. mars sl. athugasemdir og umsagnir bárust.
    Á fundi skipulagsráðs 4. apríl 2022 var lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 31. mars 2022. Skipulagsráð samþykkti erindið og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 12. apríl 2022 var málinu vísað aftur til afgreiðslu skipulagsráðs.
    Á fundi skipulagsráðs 16. maí 2022 var lögð fram uppfærð umsögn skipulagsdeildar dags. 13. maí 2022, afgreiðslu var frestað.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 121 Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn um framkvæmdaleyfi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 9 atkvæðum og hjásetu Helgu Jónsdóttur og Kolbeins Reginssonar.

  • 45.9 2112582 Brekkuhvarf 5, breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju erindi Kristins Ragnarssonar arkitekts dags. 4. febrúar 2022 fyrir hönd lóðarhafa breytt 27. maí 2022. Sótt er um breytingu á deiliskipulagi, sem felst í að skipta upp lóðinni sem er 4.216 m² í tvær lóðir. Brekkuhvarf 5 (2.799 m²) hús á lóðinni standi áfram, með nýtingarhlutfall 0,04 og Brekkuhvarf 7A og 7B (1.417 m²) þar sem heimilað verði að reisa parhús á tveimur hæðum samtals 380 m² að flatarmáli, nýtingarhlutfall 0,25.
    Á fundi skipulagsráðs 14. mars 2022 var afgreiðslu frestað.
    Meðfylgjandi eru uppdrættir og skýringarmyndir dags. 27. maí 2022 í mkv. 1:1000 og 1:500.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 121 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.
  • 45.11 22021253 Álfhólsvegur 29, kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram á ný erindi byggingarfulltrúa dags. 25. febrúar 2022, vegna umsóknar um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishús, sbr. teikningar Vektors - hönnun og ráðgjöf dags. 9. febrúar 2022.
    Lóðin er 1.063 m², einbýlishús 84,4 m² og bílskúr 42 m², sem lóðarhafi hyggst rífa og byggja í staðin tveggja hæða fjölbýlishús með fjórum íbúðum, tveimur á hvorri hæð. Alls fermetrar nýrrar byggingar 562 m², nýtingarhlutfall 0,529.
    Skýringaruppdrættir dags. 9. febrúar 2022 í mkv. 1:100 og 1:500.
    Á fundi skipulagsráð 14. mars sl. var samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 16, 16A, 18, 18A, 20, 20A, 22A, 22B, 25, 27, 31, 33, Löngubrekku 39, 41, 43, 45 og 47.
    Kynningartíma lauk 22. apríl sl, athugasemdir bárust.
    Á fundi skipulagsráðs 2. maí 2022 var afgreiðslu frestað, vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 25. maí 2022.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 121 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

Önnur mál fundargerðir

46.2205003F - Íþróttaráð - 120. fundur frá 25.05.2022

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

47.2205014F - Velferðarráð - 103. fundur frá 23.05.2022

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.
  • 47.3 2203168 Hækkun á jafnaðartaxta NPA samninga
    Afgreiðslu var frestað á fundi velferðarráðs þann 7.3.2022 og frekari upplýsinga óskað.
    Greinargerð deildarstjóra dags. 19.5.2022 ásamt þar til greindum fylgiskjölum lögð fram til afgreiðslu.
    Niðurstaða Velferðarráð - 103 Velferðarráð samþykkir tillögu um hækkun jafnaðartaxta fyrir sitt leyti.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarráðs.

Önnur mál fundargerðir

48.2205005F - Leikskólanefnd - 141. fundur frá 19.05.2022

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

49.22052114 - Fundargerð 1. fundar stefnuráðs byggðarsamlaganna frá 22.11.2021

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

50.22052115 - Fundargerð 2. fundar stefnuráðs byggðarsamlaganna frá 11.02.2022

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

51.22052116 - Fundargerð 3. fundar stefnuráðs byggðarsamlaganna frá 27.04.2022

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

52.22052811 - Fundargerð 4. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 30.05.2022

Fundargerð 4. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 30.05.2022.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

53.22052124 - Fundargerð 36. eigendafundar stjórnar Strætó frá 23.05.2022

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

54.22052777 - Fundargerð 356. fundar stjórnar Strætó frá 20.05.2022

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 22:00.