Bæjarstjórn

1260. fundur 28. júní 2022 kl. 16:00 - 19:45 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Andri Steinn Hilmarsson, aðalmaður boðaði forföll og Elísabet Berglind Sveinsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Hannes Steindórsson aðalmaður
  • Orri Vignir Hlöðversson aðalmaður
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Önnur mál fundargerðir

1.2205015F - Bæjarráð - 3091. fundur frá 23.06.2022

Fundargerð í 24 liðum.
Lagt fram.

Fundarhlé hófst kl. 17:03, fundi fram haldið kl. 18:39.

Fundarhlé hófst kl. 18:44, fundi fram haldið kl. 18:50

Bókun:
"Undirrituð harma það að meirihlutinn hafi tekið ávörðun um að hafna tillögu um endurskoðun bæjarmálasamþykktar án umræðu. Samkvæmt erindisbréfi forsætisnefndar ber nefndinni að fjalla um tillögur á breytingum á samþykktum um stjórn Kópavogsbæjar. Með því að hafna því að vísa tillögunni til umfjöllunar þar sniðgengur meirihlutinn erindisbréf forsætisnefndar."
Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Helga Jónsdóttir
Kolbeinn Reginsson

Bókun:
"Það er í samræmi við okkar áherslur að endurskoða bæjarmálasamþykktina. Þá stendur orðrétt í bókun frá síðasta bæjarráðsfundi að sú vinna hefjist eigi síðar en í árslok 2023."
Ásdís Kristjánsdóttir
Orri V. Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Elísabet Sveinsdóttir
Hannes Steindórsson
Sigrún Hulda Jónsdóttir
  • 1.3 2203355 Göngu- og hjólastígur meðfram Lindarvegi
    Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 7. júní 2022, lagðar fram niðurstöður útboðs á stígagerð meðfram Lindavegi á milli Fífuhvammsvegar og Arnarnesvegar. Lagt er til við bæjarráð að tilboði Urð og grjót ehf. verði tekið og gerður verði verksamningur við fyrirtækið um verkið. Niðurstaða Bæjarráð - 3091 Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Bókun bæjarráðs:
    "Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að bæjarráðsfulltrúar hafi aðgang að öllum gögnum mála tímanlega fyrir afgreiðslu þeirra. Útboðsgögn höfðu í þessu tilfelli ekki borist með útsendu fundarboði."
    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að vísa málinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til nánari skoðunar.

    Bókun bæjarstjórnar:
    "Bæjarstjórn vill ítreka að heimild til útboðs var ekki borin upp í bæjarráði og þar af leiðandi sáu bæjarráðsfulltrúar ekki gögnin fyrr en að útboðsferli loknu. Þá var ekki tekið mið af hönnunarleiðbeiningum sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins og Vegagerðarinnar fyrir hjólreiðar. Umferðaröryggi á alltaf að vera ráðandi þáttur við skipulag og hönnun hjólaleiða."

  • 1.4 1706264 Austurkór 34, afturköllun lóðar.
    Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 7. júní 2022, lagt fram erindi þar sem lagt er til við bæjarráð að lóðin Austurkór 34 verði afturkölluð. Niðurstaða Bæjarráð - 3091 Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að afturkalla úthlutun lóðarinnar Austurkór 34.

Önnur mál fundargerðir

2.2206001F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 346. fundur frá 13.06.2022

Fundargerð í sjö liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

3.2206009F - Forsætisnefnd - 200. fundur frá 23.06.2022

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

4.2205020F - Skipulagsráð - 122. fundur frá 20.06.2022

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.
  • 4.6 2204674 Skíðasvæðið Bláfjöllum. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga Landslags f.h. Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins dags. 14. júní 2022 að breyttu deiliskipulagi fyrir Bláfjöll skíðasvæði í Kópavogi.
    Í breytingunni fellst að lón vegna 1. áfanga snjóframleiðslu sem staðsett er norðan vélaskemmu færist um 200 m til norðurs að Bláfjallavegi. Ástæða færslunnar er að hæðarlega lónsins er heppilegri á nýjum stað þar sem það er staðsett í náttúrulegri lægð í landi og rammað inn af hlíð til austurs, hraunkanti til norðurs og vegi til vesturs.
    Vegna færslu lónsins er þörf á að færa skilgreint svæði/byggingarreit fyrir borplan og borsvæði og verður svæðið á milli lónsins og núverandi vélaskemmu. Stærð borplansins/borsvæðisins er óbreytt eða um 5.300 m².
    Þá er bætt við í skilmála að spennistöð Veitna megi vera innan byggingarreits fyrir borplan og borholu.
    Ekki er talið að breyting á deiliskipulagi hafi veruleg umhverfisáhrif þar sem aðeins er verið að hliðra staðsetningu lóns og borsvæðis
    Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag samþykkt í bæjarráði 4. nóvember 2004 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 11. apríl 2005.
    Meðfylgjandi: Uppdráttur í mkv. 1:5000 dags. 14. júní 2022.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 122 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 4.8 2111359 Víðigrund 23. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju erindi Sigríðar Arngrímsdóttur arkitekts dags. 21. október 2021 f.h. lóðarhafa Víðigrundar 23. Sótt er um leyfi til að byggja 70,3 m² viðbyggingu við núverandi hús. Viðbyggingin yrði á 1. hæð og kjallara. Núverandi íbúðarhús er skráð 131,1 m². Lóðarstærð er 456 m². Núverandi nýtingarhlutfall er 0,28. Heildarbyggingarmagn á lóð eftir breytingu verður 201,4 m² sem mun gera nýtingarhlutfallið 0,44. Meðaltalsnýtingarhlutfall á lóðum Víðigrundar 9 til 21 og 25 til 35 er 0,37 (minnst 0,27 og mest 0,77).
    Uppdrættir og skýringar dags. 21. október 2021.
    Á fundi skipulagsráðs 31, janúar 2022 var samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Víðigrundar 11, 13, 21, 25, 29 og 31. Kynningartíma lauk 20. maí, athugasemdir bárust.
    Á fundi skipulagsráðs 30. maí 2022 var afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar
    skipulagsdeildar.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 2. júní 2022.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 122 Skipulagsráð hafnar framlagðri tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 9 atkvæðum og hjásetu Sigurbjargar E. Egilsdóttur og Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

    Bókun:
    "Í ljósi upplýsinga sem bárust eftir afgreiðslu skipulagsráðs ítreka undirritaðar mikilvægi þess að skipulagsdeild veiti umsækjendum nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningu varðandi nýja tillögu að viðbyggingu, líkt og leiðbeiningaskylda stjórnsýslulaga kveður á um."
    Theódóra S. Þorsteinsdóttir
    Sigurbjörg E. Egilsdóttir

    Fundarhlé hófst kl. 19:02, fundi fram haldið kl. 19:29.

    Bókun:
    "Engin ný efnisleg gögn eru í málinu önnur en þau sem lágu fyrir í Skipulagsráði þegar ákvörðun var tekin. Eftir að ákvörðun ráðsins var tekin barst tölvupóstur til bæjarfulltrúa sem lögfræðingar Kópavogsbæjar munu svara."
    Ásdís Kristjánsdóttir
    Orri V. Hlöðversson
    Hjördís Ýr Johnson
    Sigrún Hulda Jónsdóttir
    Hannes Steindórsson
    Elísabet Sveinsdóttir

    Bókun:
    "Þetta mál undirstrikar mikilvægi þess að koma á laggirnar embætti umboðsmans bæjarbúa í Kópavogi."
    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
    Theódóra S. Þorsteinsdóttir
  • 4.14 22033171 Álfkonuhvarf 17. Sólhvörf, leikskóli. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram á ný tillaga umhverfissviðs dags. 31. mars 2022 að breyttu deiliskipulagi lóðar leikskólans Sólhvörf. Í breytingunni felst að byggingarreit fyrir lausa kennslustofu er komið fyrir á hluta lóðarinnar austan núverandi leikskólabyggingar. Núverandi byggingarmagn er 841,7 m² og fyrirhuguð breyting er 135 m², nýtingarhlutfall á lóðinni eykst því úr 0,14 í 0,16 við breytinguna.
    Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:1000 dags. 31. mars 2022.
    Skipulagsráð samþykkti 4. apríl 2022 með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Álfkonuhvarfs 7, 9, 11, 13 og 15, Álfahvarfs 10, 12 og 14, Akurhvarfs 16, Asparhvarfs 17-17E og 19-19E.
    Kynningartíma lauk 14. júní 2022, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 122 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 4.15 22033071 Þinghólsbraut 55, kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram á ný erindi byggingarfulltrúa dags. 25. mars 2022, tillaga Davíðs Kr. Pitt arkitekts dags. 31. mars 2022 fh. lóðarhafa um að byggja viðbyggingu við núverandi hús og stakstæða vinnustofu neðst í lóð. Í breytingunni felst viðbygging á jarðhæð til suðurs og austurs, alls 53 m² með svölum ofan á viðbyggingu auk 106 m² vinnustofu á einni hæð neðst í lóð.
    Uppdráttur í mkv. 1:1500 ásamt skýringamyndum dags. 28. mars 2022.
    Á fundi skipulagsráðs 4. apríl 2022 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að tillagan yrði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 53a, 53b, 56, 57 og 58.
    Kynningartíma lauk 15. júní 2022, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 122 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 4.16 2204315 Þinghólsbraut 59, kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram á ný erindi byggingarfulltrúa dags. 8. apríl 2022 vegna umsóknar Albínu Huldu Thordarson arkitekts f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi fyrir bílskúr ásamt bílskýli á norðaustur hluta lóðarinnar. Samtals 56,7 m² að flatarmáli. Samþykki lóðarhafa Þinghólsbrautar 57 liggur fyrir.
    Uppdrættir í mkv. 1:200 og 1:100 dags. 28. mars 2022.
    Á fundi skipulagsráðs 16. maí 2022 var samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 57, 58, 60, 61 og 62.
    Kynningartíma lauk 16. júní, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 122 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 4.17 2204316 Reynigrund 65, kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 8. apríl 2022 vegna umsóknar lóðarhafa um byggingarleyfi fyrir 64 m² bílgeymslu. Lóðarhafar Reynigrund 65 og 67 sækja um stækkun lóðar um 1,0 meter til suðurs.
    Uppdrættir dags. 11. mars 2022 í mkv. 1:100.
    Á fundi skipulagsráðs 2. maí 2022 var samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Reynigrundar 45, 47, 49 og Víðigrundar 45.
    Kynningartíma lauk 8. júní 2022, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 122 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 4.18 2204333 Reynigrund 67, kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram á ný erindi byggingarfulltrúa dags. 8. apríl 2022 vegna umsóknar lóðarhafa um byggingarleyfi fyrir 64 m² bílgeymslu. Lóðarhafar Reynigrund 65 og 67 sækja um stækkun lóðar um 1,0 meter til suðurs.
    Uppdrættir dags. 11. mars 2022 í mkv. 1:100.
    Á fundi skipulagsráðs 2. maí 2022 var samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Reynigrundar 45, 47, 49 og Víðigrundar 45.
    Kynningartíma lauk 8. júní 2022, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 122 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

5.2205009F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 153. fundur frá 31.05.2022

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.22061310 - Fundargerð 467. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 29.04.2022

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.22067333 - Fundargerð 540. fundar stjórnar SSH frá 13.06.22

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Kosningar

8.2206419 - Kosning í öldungaráð 2022-2026

Kosning formanns öldungaráðs.
Unnur B. Friðriksdóttir er kjörin formaður öldungarráðs.

Kosningar

9.2206328 - Kosningar í stjórn Tónlistarskóla Kópavogs 2022-2026

Kosning tveggja varamanna í stjórn Tónlistarskóla Kópavogs. Kosið er til fjögurra ára.
Kosningu varamanna í stjórn Tónlistarskóla Kópavogs hlutu:
Hannes Steindórsson
Kolbeinn Reginsson

Kosningar

10.2206337 - Kosningar fulltrúa á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022-2026

Kosning sjö varafulltrúa á landsþing Sambandsins. Kosið er til fjögurra ára.
Kosningu varamanna á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga hlutu:
Hannes Steindórsson
Elísabet Sveinsdóttir
Sigvaldi Egill Lárusson
Björg Baldursdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Kolbeinn Reginsson
Einar Örn Þorvarðarson

Kosningar

11.22067387 - Tilnefning á nýjum fulltrúa í ráðgjafahóp vegna áfangastaðarins höfðborgarsvæðið

Frá Samtökun sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 07.06.2022, lögð fram ósk um tilnefningu fulltrúa í ráðgjafahópinn.
Tilnefnd í ráðgjafahóp vegna áfangastaðarins höfuðborgarsvæðisins er:
Ásdís Kristjánsdóttir

Önnur mál

12.22067501 - Sumarleyfi bæjarstjórnar - fundafyrirkomulag bæjarráðs

Tillaga forsætisnefndar er um að sumarleyfi bæjarstjórnar hefjist að loknum yfirstandandi bæjarstjórnarfundi. Sumarleyfið standi til og með 15. ágúst 2022. Bæjarráði er falið umboð bæjarstjórnar á sumarleyfistíma hennar. Fundir bæjarráðs verði 1. og 3. fimmtudag í júlí og 1. fimmtudag í ágúst. Fyrsti fundur bæjarstjórnar að loknu sumarleyfi verði þriðjudaginn 23. ágúst.

Samþykkt með 10 atkvæðum og hjásetu Sigurbjargar E. Egilsdóttar.

Fundi slitið - kl. 19:45.