Bæjarstjórn

1268. fundur 13. desember 2022 kl. 16:00 - 18:07 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
 • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
 • Hannes Steindórsson aðalmaður
 • Orri Vignir Hlöðversson aðalmaður
 • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
 • Helga Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Thelma Bergmann Árnadóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
 • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.2212358 - Tillaga bæjarfulltrúa Vina Kópavogs um rannsókn dóma um innviðagjald

Frá Vinum Kópavogs, lögð fram tillaga um að farið verði í að taka saman greinargerð um helstu málsástæður, niðurstöður og lærdóma sem draga má af umfjöllun á öllum dómstigum landsins um álagningu og innheimtu Reykjavíkurborgar á innviðagjaldi. Jafnframt verði gerð grein fyrir reglum og verklagi Kópavogsbæjar þegar lóðarhafar fá aukinn byggingarrétt vegna breytinga á skipulagi.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

2.2211016F - Bæjarráð - 3108. fundur frá 24.11.2022

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

3.2211022F - Bæjarráð - 3109. fundur frá 01.12.2022

Fundargerð í 29 liðum.
Lagt fram.
 • 3.1 22114579 Loftslagsstefna fyrir höfuðborgarsvæðið.
  Kynning. Niðurstaða Bæjarráð - 3109 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum loftlagsstefnu SSH.
 • 3.5 2209687 Erindisbréf velferðarráðs.
  Frá velferðarsviði, dags. 28. nóvember, lögð fram til samþykktar drög að breytingum á erindisbréfi velferðarráðs. Niðurstaða Bæjarráð - 3109 Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur framlögð drög að breytingum á erindisbréfi velferðarráðs.
 • 3.18 22114987 Sameiginlegt umdæmisráð barnaverndarþjónustu í Kraganum
  Frá SSH dags. 23.11.2022, lagt fram erindi um umdæmisráð barnaverndar höfuðborgarsvæðisins. Óskað er eftir því að framkvæmdastjóra sveitarfélagsins verði veitt ótakmarkað umboð til undirritunar eftirfarandi:

  Samnings um rekstur umdæmisráðs barnaverndar.
  Viðauka 1 við samning um rekstur umdæmisráðs barnaverndar.
  Skipunarbréfa ráðsmanna.
  Niðurstaða Bæjarráð - 3109 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagðan samning um rekstur umdæmisráðs barnaverndar, viðauka 1 við samning um rekstur umdæmisráðs barnaverndar og
  skipunarbréf ráðsmanna.

Önnur mál fundargerðir

4.2211029F - Bæjarráð - 3110. fundur frá 08.12.2022

Fundargerð í 22 liðum.
Lagt fram.
 • 4.4 22114511 Menntasvið-Starfshópur um starfsumhverfi leikskóla
  Frá sviðsstjóra menntasviðs og deildarstjóra leikskóladeildar, dags. 15.11.2022, lögð fram tillaga að stofnun starfshóps um skipulag og starfsumhverfi leikskóla Kópavogsbæjar.
  01.12.2022 - Bæjarráð frestar erindinu.
  Niðurstaða Bæjarráð - 3110 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu að stofnum starfshóps um skipulag og starfsumhverfi leikskóla Kópavogsbæjar ásamt framlögðu erindisbréfi. Tilnefningu í starfshópinn vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn tilnefnir Andra Stein Hilmarsson og Hreiðar Oddsson í starfshóp um skipulag og starfsumhverfi leikskóla Kópavogsbæjar.
 • 4.5 2209686 Breytingar á bæjarmálasamþykkt
  Frá bæjarstjóra, dags. 6. desember 2022, lögð fram tillaga um stofnun starfshóps um breytingu á bæjarmálasamþykkt. Niðurstaða Bæjarráð - 3110 Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum og hjásetu Helgu Jónsdóttur stofnun starfshóps um breytingu á bæjarmálasamþykkt og vísar tilnefningum í hópinn til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Fundarhlé hófst kl. 17:39, fundi fram haldið kl. 17:41.

  Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að tilnefna Ásdísi Kristjánsdóttur, Orra V. Hlöðversson og Helgu Jónsdóttur í starfshóp um breytingu á bæjarmálasamþykkt.
 • 4.6 2212125 Samþykkt um valdaframsal til barnaverndarþjónustu
  Drög að samþykkt um valdaframsal frá sveitarstjórn til barnaverndarþjónustu, dags. 06.12.22 lögð fram til samþykktar. Niðurstaða Bæjarráð - 3110 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum drög að samþykkt um valdaframsal frá sveitarstjórn til barnaverndarþjónustu.
 • 4.18 2212032 Starfs- og fjárhagsáætlun SSH 2023
  Frá SSH, dags. 01.12.2022, lögð fram starfs- og fjárhagsáætlun SSH 2023. Óskað er eftir samþykkt bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð - 3110 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum starfs- og fjárhagsáætlun SSH fyrir árið 2023.

Önnur mál fundargerðir

5.2211012F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 356. fundur frá 11.11.2022

Fundargerð í sjö liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

6.2211024F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 357. fundur frá 25.11.2022

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.2212005F - Forsætisnefnd - 206. fundur frá 08.12.2022

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.2211018F - Íþróttaráð - 125. fundur frá 24.11.2022

Fundargerð í 55 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.2211015F - Leikskólanefnd - 146. fundur frá 17.11.2022

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.2211004F - Lista- og menningarráð - 146. fundur frá 17.11.2022

Fundargerð í 56 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.2212003F - Menntaráð - 106. fundur frá 06.12.2022

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.2211019F - Skipulagsráð - 132. fundur frá 28.11.2022

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.
 • 12.6 2210266 Urðarhvarf 12. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram að nýju tillaga Ragnars Magnússonar arkitekts fh. lóðarhafa dags. 12. október 2022 að breyttu deiliskipulagi Vatnsenda - Athafnasvæðis. Breytingin nær aðeins til lóðarinnar Urðarhvarfs 12.
  Í tillögunni felst að byggingarreitur hækkar úr 5 hæðum og kjallara í 6 hæðir og kjallara og byggingarreitur bílageymslu breytist og færist til suðurs að lóðarmörkum.
  Heildarbyggingarmagn eykst úr 3.800 m² í 8.500 m², þar af um 1.500 m² í niðurgrafinni bílageymlsu.
  Gert er ráð fyrir einu bílastæði á hverja 50 m² í atvinnuhúsnæði og einu stæði á hverja 100 m² í geymslum í allt 130 stæði þar af um 50 stæðum í niðurgrafinni bílageymslu. Stærð lóðar Urðarhvarfs 12 er skv. fasteignaskrá 4.664 m². Nýtingarhlutfall er 0,9 og verður 1.83. Áður en aðalteikningar verða lagðar fyrir byggingarfulltrúa til afgreiðslu er gerð krafa um að byggingaráform verði lögð fyrir skipulagsráð til afgreiðslu.
  Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag sem samþykkt var í bæjarstjórn 25. september 2001 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 15. janúar 2001 m.s.br.
  Á fundi skipulagsráðs 17. október 2022 var afgreiðslu frestað.
  Meðfylgjandi: Uppfærður uppdráttur dags. 17. nóvember 2022.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 132 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst.
  Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
  Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 12.13 2209780 Tónahvarf 12. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram að nýju umsókn Gunnars Sigurðssonar arkitekts, ódagsett, f.h. lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 12 við Tónahvarf.
  Í breytingunni felst stækkun byggingarreits um 3 x 6,4 metra á suðausturhluta lóðarinnar, um alls 19 m² þar sem komið verður fyrir inntaks- og lagnarými jarðhæð. Í breytingunni fellst einnig hækkun byggingarreits um 2 metra miðlægt á lóðinni svo tæknibúnaður geti staðið ofan efsta kóta.
  Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 23. júní.
  Á fundi skipulagsráð 3. október 2022 var samþykkt með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Tónahvarfs 7, 9, 10, Turnahvarfs 2 og 4.
  Kynningartíma lauk 18. nóvember 2022, engar athugasemdir bárust.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 132 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi.
  Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
  Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 12.14 2109652 Melgerði 19. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
  Lagt fram að nýju erindi byggingarfulltrúa dags. 13. október 2022, þar sem umsókn
  Trípólí arkitekta fyrir hönd lóðarhafa er vísað til skipulagsráðs.
  Í breytingunni felst stækkun á stakstæðri bílgeymslu á lóðinni um 42,5 m² til suðurs. Í stækkuninn er gert ráð fyrir að komið verði fyrir vinnustofu.
  Núverandi íbúðarhús er skráð 155,1 m² og stakstæð bílgeymsla 43 m², samtals 198,1 m². Lóðarstærð er 791 m². Núverandi nýtingarhlutfall er 0,25. Heildarbyggingarmagn á lóð eftir breytingu verður 240,6 m² sem mun gera nýtingarhlutfallið 0,30.
  Meðaltalsnýtingarhlutfall á lóðum Melgerðis 15, 16, 17, 18, 20, 21, 22, 23, 24, 26 og Vallargerðis 16, 18, 20, 22 og 24 er 0,29 (hæst 0,18 og lægst 0,50).
  Uppdráttur í mkv. 1:500 og 1:100 og skýringar dags. 29. september 2021.
  Samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða, Melgerðis 15 og Vallargerðis 18 liggur fyrir.
  Á fundi skipulagsráðs 17. október 2022 var samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Melgerðis 15, 17, 18, 20, 21 og 22, Vallargerðis 16, 18, 20 og 22.
  Kynningartíma lauk 21. nóvember 2022, engar athugasemdir bárust.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 132 Skipulagsráð samþykkir erindið.
  Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
  Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

13.2211025F - Skipulagsráð - 133. fundur frá 05.12.2022

Fundargerð i 16 liðum.
Lagt fram.

Bókun vegna 3. liðar í fundargerð:
"Undirrituð telur ekki tímabært að kynna framlagða tillögu. Kópavogsbær er með viðurkenningu frá Unicef sem barnvænt sveitarfélag, en það þýðir að nota skuli barnasáttmálann sem viðmið í öllum störfum. Meðal annars tryggja börnum rétt á að fá að tjá skoðun sína, og hafa áhrif á, ákvarðanir sem varða þau ? en hönnun leikvallar er einmitt mjög skýrt dæmi um ákvörðun sem varðar börn. Fullorðnir íbúar hverfisins hafa þegar komið sínum skoðunum varðandi svæðið á framfæri. Í gildandi deiluskipulagi er gert ráð fyrir sparkvöllum og körfuboltavelli, en hvort tveggja hefur nú vikið í tillögunni fyrir púttvelli án þess að leitast hafi verið við að eiga nokkuð samráð við börn. Í þessari tillögu er jafnframt búið að setja leiksvæðinu töluvert fastar skorður og þannig takmarka verulega þau áhrif sem þátttaka barna getur haft á þessu stigi máls. Ef það er ætlunin að börn geti með þátttöku sinni átt möguleika á að hafa raunveruleg áhrif, þá væri eðlilegra að samráð við þau fari fram áður en mótuð tillaga er send í grenndarkynningu."

Sigurbjörg E. Egilsdóttir

Fundarhlé hófst kl. 18:02, fundi fram haldið kl. 18:04

Bókun:
"Á skipulagsráðsfundinum var skipulagsfulltrúa falið að leitast eftir viðbrögðum barna á kynningartímanum. Því er talið að umræddum markmiðum sé fullnægt."

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri V. Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson
Sigrún Hulda Jónsdóttir
Hannes Steindórsson

 • 13.4 22114320 Huldubraut 28. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram að nýju umsókn Páls Hjaltasonar arkitekts f.h. lóðarhafa dags. 9. nóvember 2022, um breytt deiliskipulag lóðarinnar nr. 28 við Huldubraut.
  Í breytingunni felst að heimilt verði að nýta ósamþykktan kjallara undir húsinu alls 155,5 m² að stærð. Gert er ráð fyrir að setja nýjar tröppur á norðurhlið hússins til að tryggja aðra flóttaleið úr kjallaranum. Jafnframt er óskað eftir stækkun á svölum á norðurhlið og að útistigi verði frá svölum niður í garð. Byggingarmagn á lóðinni er 304,9 m², verður 463,6 m². Nýtingarhlutfall er 0,44 m², verður 0,67 m².
  Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur í mkv. 1:500, 1:200 og 1:100 dags. 24. nóv. 2022.
  Á fundi skipulagsráðs 28. nóvember 2022 var afgreiðslu frestað.
  Þá lagt fram minnisblað skipulagsdeildar 28. nóvember 2022.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 133 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst.
  Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
  Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 13.8 22067538 Bakkabraut 9-23, reitur 8. Breytt deiliskipulag og byggingaráform.
  Lögð fram að nýju umsókn Björns Skaptasonar arkitekts fh. lóðarhafa dags. 26. júní 2022 og breytt 29. september 2022 um breytingu á deiliskipulagi Kársneshafnar - Bakkabraut 1-26, Nesvör 1 og Vesturvör 29, 31 og 33 sem samþykkt var í bæjarstjórn 17. október 2017 ásamt skipulagsskilmálum og skýringarhefti B og birt í B- deild Stjórnartíðinda 22. janúar 2018. Breytingin nær aðeins til hluta deiliskipulagssvæðisins nánar til tekið til Bakkabrautar 9-23. Til að auka gæði íbúða í húsinu eru 34 geymslum sem ráðgerðar voru inni í íbúðum færðar í kjallara og þar með er rými sem er undir burðarvirki hússins nýtt betur. Að auki verður gert ráð fyrir 11 sérgeymslum sem fylgja stórum íbúðum. Byggingarmagn A-rýma í kjallara er aukið um 774 m² og byggingarmagn A-rýma ofanjarðar er aukið um 306 m². Heildarbyggingarmagn á lóð eykst um 1.080 m² og verður um 21.730 m². Lóðin er skráð 10.368 m² og nýtingarhlutfall í heild eykst úr 1.99 í 2.09 Byggingaráform koma fram í skýringarhefti dags. í ágúst 2022 og breytt 29. september 2022 þar sem fram kemur að hönnun og frágangur húsa og lóðar fellur að og er í samræmi við lið 2 og viðmið sem tilgreind eru í almennum ákvæðum í gildandi skipulagsskilmálum. Nýtingarhlutfall hækkar úr 1,9 í 2,2. Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag.
  Meðfylgjandi skipulagsuppdráttur í mkv. 1:1000 dags. 10.08.2022 og skýringarhefti B dags. 10. ágúst 2022.
  Á fundi skipulagsráðs þann 15. ágúst 2022 var samþykkt með tilvísun 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að tillagan yrði auglýst og var málinu vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
  Á fundi bæjarráðs þann 18. ágúst 2022 var samþykkt að vísa málinu til frekari rýni skipulagsdeildar.
  Þá lögð fram breytt byggingaráform dags. 29. september 2022 þar sem fermetrafjöldi verslunar- og þjónusturýma á jarðhæð er aukinn í 970 m² í samræmi við markmið gildandi deiliskipulags.
  Á fundi skipulagsráðs 3. október 2022 var samþykkt með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
  Kynningartíma lauk kl. 13:00, 2. desember 2022, engar athugasemdir bárust.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 133 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi með fimm atkvæðum. Uppfærð byggingaráform skulu lögð fyrir skipulagsráð til samþykktar áður en sótt er um byggingarleyfi.
  Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
  Helga Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
  Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 9 atkvæðum gegn atkvæði Kolbeins Reginssonar og hjásetu Thelmu Bergmann.
 • 13.13 22115500 Digranesheiði 45. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
  Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 25. nóvember 2022 þar sem umsókn Teiknistofunnar Óðinstorgi f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs.
  Á lóðinni er einbýlishús byggt árið 1955 ásamt bílskúr byggðum árið 1968, alls 141,8 m². Í breytingunni felst að núverandi íbúðarhús verður rifið og byggt fjögurra íbúða raðhús á tveimur hæðum ásamt stakstæðu skýli fyrir hjól og 2 bíla. Áætlað er að gera upp núverandi bílskúr á lóðinni. Byggingarmagn á lóðinni yrði eftir breytingu 584 m². Nýtingarhlutfall eykst úr 0,13, í 0,52.
  Meðfylgjandi: Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 1. júní 2022 og minnisblað skipulagsdeildar dags. 1. desember 2022.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 133 Skipulagsráð hafnar erindinu.
  Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
  Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

14.2211006F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 158. fundur frá 24.11.2022

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.2211013F - Velferðarráð - 110. fundur frá 21.11.2022

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.22115519 - Fundargerð 9. fundar Heilbrigðisnefndar Garðarbæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes frá 28.11.2022

Fundargerð 9. fundar Heilbrigðisnefndar Garðarbæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes frá 28.11.2022
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.22115569 - Fundargerð 915. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25.11.2022

Fundargerð 915. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25.11.2022
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.22114532 - Fundargerð 111. fundar svæðisskipulagsnefndar frá 11.11.2022

Fundargerð 111. fundar svæðisskipulagsnefndar frá 11.11.2022
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

19.22115396 - Fundargerð ársfundar byggðarsamlaganna frá 18.11.2022

Fundargerð ársfundar byggðarsamlaganna frá 18.11.2022
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

20.22115395 - Fundargerð 46. aðalfundar stjórnar SSH frá 18.11.2022

Fundargerð 46. aðalfundar stjórnar SSH frá 18.11.2022
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

21.22115336 - Fundargerð 40. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 21.11.2022

Fundargerð 40. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 21.11.2022
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

22.22115169 - Fundargerð 407. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 23.11.2022

undargerð 407. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 23.11.2022
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Önnur mál fundargerðir

23.22115335 - Fundargerð 40. eigendafundar stjórnar Strætó frá 21.11.2022

Fundargerð 40. eigendafundar stjórnar Strætó frá 21.11.2022
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

24.22115357 - Fundargerð 362. fundar stjórnar Strætó frá 18.11.2022

Fundargerð 362. fundar stjórnar Strætó frá 18.11.2022
Lagt fram.

Kosningar

25.2206334 - Kosningar í stjórn Markaðsstofu Kópavogs 2022-2026

Tilnefning eins aðalmanns í stjórn Markaðsstofu Kópavogs.
Teitur Erlingsson er tilnefndur í stað Eysteins Þorra Björgvinssonar.
Tillaga:
lagt er til að bæjarstjórn felli niður reglulegan fund sinn þann 27. desember 2022.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:07.