Bæjarstjórn

1269. fundur 27. desember 2022 kl. 16:00 - 16:13 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Orri Vignir Hlöðversson aðalmaður
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
  • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.2212608 - Samkomulag um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar

Lögð fram tillaga um hækkun útsvarshlutfalls Kópavogsbæjar á árinu 2023 úr 14,48% í 14,70%. Tillagan er lögð fram vegna samkomulags milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og þriggja ráðuneyta um sérstaka viðbótarfjármögnun á þjónustu við fatlað fólk frá 16. desember 2022. Samkomulagið gerir ráð fyrir lækkun tekjuskatts í sama hlutfalli. Hér er því einungis um tilfærslu fjármagns að ræða en ekki eiginlega útsvarshækkun.
Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum að hækka útsvarshlutfall Kópavogsbæjar á árinu 2023 úr 14,48% í 14,70%.

Fundi slitið - kl. 16:13.