Bæjarstjórn

1272. fundur 14. febrúar 2023 kl. 16:00 - 18:26 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
 • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Andri Steinn Hilmarsson, aðalmaður boðaði forföll og Elísabet Berglind Sveinsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
 • Hannes Steindórsson aðalmaður
 • Orri Vignir Hlöðversson aðalmaður
 • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
 • Helga Jónsdóttir aðalmaður
 • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.2208478 - Nónhæð úrskurður umhverfis- og auðlindamála frá 20. janúar 2023 í máli nr. 92/2022

Erindi frá bæjarfulltrúa Viðreisnar.
Umræður.

Önnur mál fundargerðir

2.2301022F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 361. fundur frá 27.01.2023

Fundargerð í sex liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Fundargerð

3.2301016F - Bæjarráð - 3116. fundur frá 26.01.2023

 • 3.6 2301001F Umhverfis- og samgöngunefnd - 160. fundur frá 17.01.2023
  Fundargerð í fimm liðum. Niðurstaða Bæjarráð - 3116 Lagt fram.

  Niðurstaða Mál nr. 3 í fundargerð umhverfis- og samgöngunefndar nr. 160 - Breytingar á umferðarrétti:

  Bæjarráð samþykkir með 11 atkvæðum framlagða tillögu.

Önnur mál fundargerðir

4.2301020F - Bæjarráð - 3117. fundur frá 02.02.2023

Fundargerð í 14 liðum.
Lagt fram.
 • 4.6 22115185 Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar
  Frá BRÚ lífeyrissjóði, lagt fram erindi um Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Lagt er til við sveitarfélagið að endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri í réttindasafni Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar fyrir árið 2023 verði óbreytt frá fyrra ári eða 71%. Niðurstaða Bæjarráð - 3117 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til samþykktar bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum tillögu að endurgreiðsluhlufalli fyrir árið 2023.

Önnur mál fundargerðir

5.2301023F - Bæjarráð - 3118. fundur frá 09.02.2023

Fundargerð í níu liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.2302002F - Menntaráð - 108. fundur frá 07.02.2023

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.2301011F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 95. fundur frá 01.02.2023

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.2301010F - Ungmennaráð - 34. fundur frá 23.01.2023

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.2301014F - Skipulagsráð - 136. fundur frá 06.02.2023

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.
 • 9.5 2112277 Suðurlandsvegur í Kópavogi og Mosfellsbæ, frá Fossvöllum að Hólmsá. Deiliskipulag.
  Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga verkfræðistofunar Eflu f.h. umhverfissviðs Kópavogsbæjar og Mosfellsbæjar að deliskipulagi Suðurlandsvegar í Kópavogi og Mosfellsbæ. Skipulagssvæðið er rúmir 67,3 ha að stærð, um 5,6 km að lengd og liggur frá Geithálsi vestan Hólmsár, í Mosfellsbæ, að tvíbreiðum hluta Suðurlandsvegar, austan Lögbergsbrekku. Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi Suðurlandsvegur verði breikkaður til norðurs og verði samfelldur stofnvegur með tveimur akreinum í hvora akstursstefnu. Gert er ráð fyrir vegamótum við Geirland ásamt hliðarvegum/tengivegum í Lækjarbotnum, Gunnarshólma og Geirlandi. Markmið deiliskipulagsins er að auka þjónustustig samgangna á svæðinu og bæta umferðaröryggi. Uppdrættir og greinargerð dags. 30. júní 2022 í mkv 1:10000.
  Á fundi skipulagsráðs 15. ágúst 2022 samþykkti skipulagsráð með tilvísun í 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að deiliskipulagi yrði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
  Á fundi bæjarstjórnar 23. ágúst 2022 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
  Kynningartíma lauk 14. október 2022, athugasemdir bárust.
  Á fundi skipulagsráðs 17. október 2022 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
  Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð, dags. 30. júní 2022 og uppfærð 2. febrúar 2023.
  Þá lögð fram sameiginleg umsögn Kópavogsbæjar og Mosfellsbæjar ásamt samantekt um málsmeðferð dags. í febrúar 2023.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 136 Skipulagsráð samþykkir með fjórum atkvæðum framlagða tillögu að deiliskipulagi, dags. 30. júní 2022 og uppfærða tillögu, dags. 2. febrúar 2023 með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. í febrúar 2023 með fimm atkvæðum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
  Helga Jónsdóttir, Theódóra S. Þorsteinsdóttir og Bergljót Kristinsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.
  Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 6 atkvæðum og hjásetu Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur og Theódóru S. Þorsteinsdóttur.
 • 9.6 2201623 Bláfjöll. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborholum í Bláfjöllum
  Lagt fram erindi Hauks Einarssonar verkfræðistofunnar Mannvit f.h. Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 17. janúar 2023. Óskað er eftir útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir borun á rannsóknarholum nr. 1 og 3 á Bláfjallasvæðinu. Á fundi skipulagsráðs 31. janúar 2022 var samþykkt framkvæmdaleyfi fyrir fjórar rannsóknarborholur. Nú hefur í samráði við Umhverfisstofnun staðsetningu á holu 1 verið breytt. Veldur því að slóði að holunni verður um 1.100 metrar í stað 1.700 metrar áður og slóði fer ekki yfir viðkvæmt svæði í hrauni. Fyrir liggur samþykki Umhverfisstofnunar, staðfesting á starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits og staðfesting forsætisráðuneytis vegna framkvæmda í Þjóðlendu. Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur dags. 17. janúar 2023 ásamt eldri viðaukum. Niðurstaða Skipulagsráð - 136 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 9.10 2212438 Melgerði 21. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
  Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 9. desember 2022, þar sem umsókn
  Gunnlaugs Ó. Johnson arkitekts um byggingarleyfi f.h. lóðarhafa er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst að stofa íbúðar á neðri hæð í suðvesturhorni hússins, verði stækkuð um 15.3 m². Auk þess verði byggðar svalir á efri hæð, austast á suðurhlið hússins. Byggingarmagn á lóðinni eykst úr 259,8 m² í 275,1 m². Nýtingarhlutfall eykst úr 0,32 í 0,34.
  Meðfylgjandi: Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 19. október 2022.
  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. desember 2022 var samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breytingum á neðri og efri hæð hússins verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Melgerði 19, 23 og Vallargerði 20, 22 og 24.
  Kynnningartíma lauk 27. janúar 2023, engar athugasemdir bárust.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 136 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 9.11 22032545 Sæbólsbraut 34A, breytt deiliskipulag.
  Lögð fram að nýju umsókn lóðarhafa Sæbólsbraut 34A um breytingu á deiliskipulagi, skv. teikningum KJ Hönnun dags. 23. mars 2022. Óskað er eftir heimild til þess að byggja yfir svalir á austurhlið (16 m²), nýta rými undir palli efri hæðar á vesturhlið fyrir útigeymslu (17 m²), lagnarými á neðri hæð verði geymsla (40 m²) og bílgeymsla stækkuð (6 m²). Alls nýtanleg stækkun 79 m². Húsnæðið er 311,1 m² og verður því 390,1 m². Nýtingarhlutfall er 0,4, verði 0,5.
  Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. 5. janúar 2022 í mkv. 1:100 og 1:50.
  Á fundi skipulagsráðs 2. maí 2022 var samþykkt með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skiplagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Sæbólsbrautar 32-40, 41, 43, 45, 47, 49, 51 og 53.
  Kynningartíma lauk 31. janúar 2022, engar athugasemdir bárust.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 136 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

10.2301017F - Velferðarráð - 113. fundur frá 23.01.2023

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.23012170 - Fundargerð 917. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 20.01.2023

Fundargerð 917. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 20.01.202
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.2302184 - Fundargerð 918. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27.01.2023

Fundargerð 918. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27.01.2023
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.23011911 - Fundargerð 409. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 17.01.2023

Fundargerð 409. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 17.01.2023
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Önnur mál fundargerðir

14.23011897 - Fundargerð 101. fundar stjórnar Markaðsstofu Kópavogs frá 12.01.2023

Fundargerð 101. fundar stjórnar Markaðsstofu Kópavogs frá 12.01.2023
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.23011890 - Fundargerð 364.fundar stjórnar Strætó frá 06.01.2023

Fundargerð 364.fundar stjórnar Strætó frá 06.01.2023
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.23012721 - Fundargerð 113. fundar stjórnar svæðisskipulagsnefndar frá 20.01.2023

Fundargerð 113. fundar stjórnar svæðisskipulagsnefndar frá 20.01.2023
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.23012490 - Fundargerð 365. fundar stjórnar Strætó frá 20.01.2023

Fundargerð 365. fundar stjórnar Strætó frá 20.01.2023
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.23012706 - Fundargerð 1. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes frá 30.01.2023

Fundargerð 1. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes frá 30.01.2023
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

19.2302244 - Fundargerð 246. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 27.01.2023

Fundargerð 246. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 27.01.2023
Lagt fram.

Kosningar

20.2206335 - Kosningar í almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins 2022-2026

Kosning varamanns í amannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins.
Teitur Erlingsson er kjörinn varamaður í almannavarnarnefnd.

Fundi slitið - kl. 18:26.