Bæjarstjórn

1274. fundur 14. mars 2023 kl. 16:00 - 19:17 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
 • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
 • Hannes Steindórsson aðalmaður
 • Orri Vignir Hlöðversson aðalmaður
 • Sigrún Hulda Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Björg Baldursdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
 • Helga Jónsdóttir aðalmaður
 • Kolbeinn Reginsson, aðalmaður boðaði forföll og Thelma Bergmann Árnadóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá
Helga Jónsdóttir tók sæti forseta í fjarveru Sigrúnar Huldu Jónsdóttur.

Dagskrármál

1.2303891 - Stjórnsýsla byggðarsamlaga

Erindi frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur.
Umræður.

Önnur mál fundargerðir

2.2302018F - Bæjarráð - 3120. fundur frá 02.03.2023

Fundargerð í 28 liðum.
Lagt fram.
 • 2.8 23021502 Markavegur 8, lóð skilað.
  Frá bæjarlögmanni, dags. 27.02.2023, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs að samþykkt verði að lóðarréttindum að Markarvegi 8 sé skilað. Niðurstaða Bæjarráð - 3120 Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum skil á lóðinni Markarvegi 8.

Önnur mál fundargerðir

3.2303001F - Bæjarráð - 3121. fundur frá 09.03.2023

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.
 • 3.1 2212466 Lántökur Kópavogsbæjar 2023 - Framhaldsmál
  Frá deildarstjóra hagdeildar, dags. 7. mars 2023, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að taka allt að 1,5 milljarða að láni, í samræmi við fjárhagsáætlun 2023, til að fjármagna
  framkvæmdir og að einhverju leiti endurfjármagna framkvæmdalán bæjarins á árinu
  2023.
  Niðurstaða Bæjarráð - 3121 Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum og hjásetu Helgu Jónsdóttur að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum og hjásetu Helgu Jónsdóttur,Thelmu Árnadóttur, Bergljótar Kristinsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Sigurbjargar E. Egilsdóttur umbeðna lántöku í samræmi við erindi deildarstjóra hagdeildar.

Önnur mál fundargerðir

4.2302011F - Leikskólanefnd - 149. fundur frá 16.02.2023

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

5.2302006F - Forsætisnefnd - 210. fundur frá 09.03.2023

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.2302009F - Skipulagsráð - 137. fundur frá 20.02.2023

Fundargerð í tíu liðum.
Lagt fram.
 • 6.3 2208338 Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Tillaga að breyttu aðalskipulagi.
  Lögð fram tillaga skipulagsdeildar að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 fyrir Vatnsendahvarf /Vatnsendahæð. Breytingin nær til svæðis sem afmarkast af fyrirhuguðum Arnarnesvegi til norðvesturs, íbúðarbyggð í Kórum til suðvesturs, fyrirhuguðu samfélagsþjónustusvæði (s-67) til suðurs, íbúðarbyggð í Hvörfum til austurs og athafnasvæði í Hvörfum til norðurs. Breytingin er gerð í tengslum við vinnu deiliskipulags fyrir svæðið í samræmi við ábendingar og umsagnir sem hafa borist. Í breytingunni felst að afmörkun landnotkunarreita fyrir íbúðarsvæði (ÍB-6), opin svæði og samfélagsþjónustu breytt, fellt er út svæði fyrir verslun og þjónustu í útjaðri íbúðarsvæðisins og sú þjónusta sem þar var fyrirhuguð færð miðsvæðis inn í hverfið nálægt skóla og leikskóla, auk þess sem staðsetning minjasvæðis er leiðrétt. Skilgreiningin „tengibraut“ á Kambavegi að og frá hverfinu (ÍB-6) er felld niður. Tillögunni fylgir m.a. umhverfisskýrsla sem unnin er sameiginlega fyrir tillögu að breytingu á aðalskipulagi og tillögu að deiliskipulagi Vatnsendahvarfs.
  Tillagan er sett fram í greinargerð ásamt umhverfisskýrslu dags. í febrúar 2023.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 137 Skipulagsráð leggur til að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 verði auglýst, sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsráð samþykkir að vísa tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar með vísan til 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga og að tillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. sömu laga.
  Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 6.4 2011714 Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Tillaga að deiliskipulagi.
  Lögð fram tillaga Arkþing/Nordic arkitekta f.h. umhverfissviðs að deiliskipulagi nýs íbúðahverfis í Vatnsendahvarfi. Megintilgangur deiliskipulagsvinnunnar er að móta hverfi með vistvænum áherslum í samræmi við markmið Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040. Deiliskipulagssvæðið er um 29 hektarar og liggur að mörkum Reykjavíkur, Kórahverfis og Hvörfum í Vatnsenda. Gert er ráð fyrir nýju íbúðahverfi með fjölbreyttu formi íbúða, leikskóla/skóla og útivistarsvæðum ásamt möguleika á verslun- og þjónustu. Tillagan gerir ráð fyrir 500 íbúðum alls, þar af um 150 íbúðum í sérbýli, (einbýli, raðhús/parhús). Hámarkshæð bygginga er 3 hæðir auk kjallara. Jóhanna Helgadóttir skipulagsfræðingur kynnir tillöguna. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv.1:2000 dags. 20. febrúar 2023 ásamt skýringaruppdrætti og greinargerð dags. 20. febrúar 2023.

  Niðurstaða Skipulagsráð - 137 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að deiliskipulagi fyrir Vatnsendahvarf dags. 20. febrúar 2023 verði auglýst.
  Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

  Fundarhlé kl. 17:08
  Fundi fram haldið kl. 17:19.

  Bókun frá Hákoni Gunnarssyni, Helgu jónsdóttur, Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur og Theódóru S. Þorsteinsdóttur „Brýn þörf er á framboði íbúða á viðráðanlegu verði í Kópavogi. Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga frá 12 júlí 2022 er góð viðleitni til að móta langtímasýn í þessu mikilvæga úrlausnarefni. Mikilvægt er að Kópavogsbær taki mið af þeim sjónarmiðum sem þar koma fram við úthlutun byggingarlands.“

  Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 6.7 22114856 Digranesvegur 72A. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 11. nóvember 2022, þar sem umsókn Huldu Jónsdóttur arktekts um byggingarleyfi f.h. lóðarhafa er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst að kjallari verði stækkaður um 43 m². Núverandi byggingarmagn á lóðinni er 179,4 m² og verður 222,4 m² eftir breytingu. Nýtingarhlutfall eykst úr 0,29 í 0,36. Á fundi skipulagsráðs 5. desember 2022 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 13. janúar 2023, athugasemdir bárust. Á fundi skipulagsráðs 16. janúar 2023 var afgreiðslu frestað, vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 15. febrúar 2023 ásamt uppfærðum uppdráttum í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 9. febrúar 2023. Niðurstaða Skipulagsráð - 137 Skipulagsráð samþykkir erindið með vísan til umsagnar skipulagsdeildar dags. 15. febrúar 2023. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

7.2302019F - Skipulagsráð - 138. fundur frá 06.03.2023

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.
 • 7.7 22115502 Hrauntunga 91. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 25. nóvember 2022 þar sem umsókn Ellerts Más Jónssonar f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs.
  Á lóðinni er raðhús á tveimur hæðum byggt árið 1966, alls 214,3 m² að flatarmáli. Ekki er í gildi deiliskipulag á lóðinni. Í breytingunni felst að byggt verði við húsið skýli yfir hluta svala á eftir hæð, 24,8 m² að flatarmáli. Byggingarmagn eykst úr 214,3 m² í 239,1 m². Nýtingarhlutfall eykst úr 0,36 í 0,4. Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:100, 1:500 dags. 20. október 2022.
  Á fundi skipulagsráðs 5. desember 2022 var afgreiðslu frestað, vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 8. desember 2022.
  Á fundi skipulagsráðs 19. desember 2022 var afgreiðslu frestað. Þá lagt fram minnisblað lögfræðideildar um höfundarrétt dags. 13. janúar 2023. Á fundi skipulagsráðs 16. janúar 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 24. febrúar 2023, engar athugasemdir bárust.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 138 Skipulagsráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum gegn atkvæðum Helgu Jónsdóttur og Hákons Gunnarssonar í ljósi þeirra fordæma sem eru á svæðinu og að engar athugasemdir hafi borist úr grenndarkynningu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 8 atkvæðum gegn atkvæðum Helgu Jónsdóttur, Telmu Árnadóttur og Bergljótar Kristinsdóttur.
 • 7.9 2212442 Urðarhvarf 10. Breytt deiliskipulag.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Baldurs Ólafs Svavarssonar arkitekts dags. 6. desember 2022 fh. lóðarhafa Urðarhvarfs 10, tillaga að breyttu deiliskipulagi. Almennt er vísað í gildandi deiliskipulag Vatnsenda ? Athafnasvæði samþykkt í bæjarstjórn 25. september 2001 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 15. janúar 2002 með seinni breytingu sem birt var í B- deild Stjórnartíðinda 5. nóvember 2021 gerir ráð fyrir breyttum lóðamörkum og stækkar lóð í 5.915 m².
  Í tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Urðarhvarf 10 felst aukning á byggingarmagni á lóð úr 3.800 m² í 5.900 m² þar af um 2.200 m² í kjallara. Nýtingarhlutfall eykst úr 0.65 í 1.
  Ytri byggingarreitur breytist og færist til vesturs um 3 metra vegna stoðveggjar sem þegar hefur verið byggður á lóðarmörkum Urðarhvarfs 8 og 10. Byggingarreitur kjallara stækkar til suðurs og verður hann að hluta til á tveimur hæðum. Gert verður ráð fyrir 134 stæðum á lóð þar af 34 stæðum í niðurgrafinni bílageymslu. Gert verður ráð fyrir 40 reiðhjólum á lóð og þar af verði helmingur hjóla í lokuðu rými í kjallara eða á lóð. Klæðning og byggingarefni verði umhverfisvottuð. Á fundi skipulagsráðs 19. desember 2022 var samþykkt að auglýsa tillöguna. Kynningartíma lauk 2. mars 2023, engar athugasemdir bárust.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 138 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 7.10 2210266 Urðarhvarf 12. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Ragnars Magnússonar arkitekts fh. lóðarhafa dags. 12. október 2022 að breyttu deiliskipulagi Vatnsenda - Athafnasvæðis. Breytingin nær aðeins til lóðarinnar Urðarhvarfs 12. Í tillögunni felst að byggingarreitur hækkar úr 5 hæðum og kjallara í 6 hæðir og kjallara og byggingarreitur bílageymslu breytist og færist til suðurs að lóðarmörkum.
  Heildarbyggingarmagn eykst úr 3.800 m² í 8.500 m², þar af um 1.500 m² í niðurgrafinni bílageymslu.
  Gert er ráð fyrir einu bílastæði á hverja 50 m² í atvinnuhúsnæði og einu stæði á hverja 100 m² í geymslum í allt 130 stæði þar af um 50 stæðum í niðurgrafinni bílageymslu. Stærð lóðar Urðarhvarfs 12 er skv. fasteignaskrá 4.664 m². Nýtingarhlutfall er 0,9 og verður 1.83. Áður en aðalteikningar verða lagðar fyrir byggingarfulltrúa til afgreiðslu er gerð krafa um að byggingaráform verði lögð fyrir skipulagsráð til afgreiðslu. Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag sem samþykkt var í bæjarstjórn 25. september 2001 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 15. janúar 2001 m.s.br.
  Á fundi skipulagsráðs 17. október 2022 var afgreiðslu frestað. Á fundi skipulagsráðs 28. nóvember 2022 var lagður fram uppfærður uppdráttur dags. 17. nóvember 2022 og samþykkt var að auglýsa tillöguna. Kynningartíma lauk 2. mars 2023, engar athugasemdir bárust.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 138 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

8.2302015F - Menntaráð - 109. fundur frá 21.02.2023

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.2303002F - Menntaráð - 110. fundur frá 07.03.2023

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.2302013F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 96. fundur frá 16.02.2023

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.2302012F - Ungmennaráð - 35. fundur frá 20.02.2023

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.2302007F - Lista- og menningarráð - 148. fundur frá 27.02.2023

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.2302016F - Velferðarráð - 115. fundur frá 27.02.2023

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.2302014F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 161. fundur frá 21.02.2023

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.2303385 - Fundargerð 919. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28.02.2023

Fundargerð 919. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28.02.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.2302689 - Fundargerð 410. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 15.02.2023

Fundargerð 410. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 15.02.2023.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Önnur mál fundargerðir

17.23021423 - Fundargerð 550. fundar stjórnar SSH frá 03.02.2023

Fundargerð 550. fundar stjórnar SSH frá 03.02.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.2303075 - Fundargerð 411. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 28.02.2023

Fundargerð 411. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 28.02.2023.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Önnur mál fundargerðir

19.23021424 - Fundargerð 552. fundar stjórnar SSH frá 20.02.2023

Fundargerð 552. fundar stjórnar SSH frá 20.02.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

20.23021143 - Fundargerð 114. fundar stjórnar svæðisskipulagsnefndar frá 17.02.2023

Fundargerð 114. fundar stjórnar svæðisskipulagsnefndar frá 17.02.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

21.23021311 - Fundargerð 247. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 10.02.2023

Fundargerð 247. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 10.02.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

22.2302695 - Fundargerð 102. fundar Markaðsstofu Kópavogs frá 08.02.2023

Fundargerð 102. fundar Markaðsstofu Kópavogs frá 08.02.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

23.23021551 - Fundargerð 103. fundar Markaðsstofu Kópavogs frá 22.02.2023

Fundargerð 103. fundar Markaðsstofu Kópavogs frá 22.02.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

24.2303206 - Fundargerð 366. fundar stjórnar Strætó frá 24.02.2023

Fundargerð 366. fundar stjórnar Strætó frá 24.02.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

25.2303148 - Fundargerð 476. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 24.01.2023

Fundargerð 476. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 24.01.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

26.2303149 - Fundargerð 477. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 14.02.2023

Fundargerð 477. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 14.02.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

27.2303504 - Fundargerð 11. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes frá 06.03.2023

Fundargerð 11. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes frá 06.03.2023.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:17.