Bæjarstjórn

1275. fundur 28. mars 2023 kl. 16:00 - 20:25 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Hannes Steindórsson aðalmaður
  • Orri Vignir Hlöðversson aðalmaður
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson varamaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.23032083 - Staða leikskólamála í dag, hvað veldur?

Dagskrármál að beiðni fulltrúa Framsóknarflokks, Sigrúnar Huldu Jónsdóttur.
Umræður.

Dagskrármál

2.23031962 - Samræmd móttaka flóttafólks í Kópavogi

Dagskrármál að beiðni fulltrúa Pírata, Samfylkingar, Viðreisnar og Vina Kópavogs í bæjarstjórn.
Umræður.

Orri V. Hlöðversson vék af fundi kl. 18:18 og tók Gunnar Sær Ragnarsson varamaður sæti í hans stað.

Fundarhlé hófst kl. 18:21, fundi fram haldið kl. 18:38.

Bókun:
"Nú er að verða liðið ár frá því fyrrverandi bæjarstjóri sjálfstæðismanna staðfesti að Kópavogur væri kominn á lista yfir sveitarfélög sem ætluðu að taka þátt í samræmdri móttöku flóttafólks. Enn hefur enginn samningur litið dagsins ljós en flóttafólk sest á sama tíma að í Kópavogi með tilstuðlan Vinnumálastofnunar. Bæjarfélagið fær enga meðgjöf frá ríkinu með þessum einstaklingum. Brýnt er að flýta samningsgerð eins og hægt er til að gæta bæði hagsmuna flóttafólks og bæjarins. Með því að að taka fljótt og vel á móti fólki má styðja það til virkrar þátttöku í samfélaginu."

Bergljót Kristinsdóttir
Helga Jónsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Theódóra Þorsteinsdóttir
Kolbeinn Reginsson


Bókun:
"Rétt er að árétta að Kópavogsbær er að þjónusta fjölda flóttafólks og mun gera það áfram.Gert er ráð fyrir að viðræðum um samræmda móttöku flóttafólks ljúki fljótlega og tillögur þess efnis verða kynntar innan skamms."

Ásdís Kristjánsóttir
Hjördís Ýr Johnson
Andri S. Hilmarsson
Hannes Steindórsson
Sigrún H. Jónsdóttir
Gunnar S. Ragnarsson

Önnur mál fundargerðir

3.2303007F - Bæjarráð - 3122. fundur frá 16.03.2023

Fundargerð í 20 liðum.
Lagt fram.

Fundarhlé hófst kl. 19:48, fundi fram haldið kl. 19:54.
  • 3.1 23031177 Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023
    Frá sviðsstjóra fjármálasviðs, lagður fram viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun 2023. Viðaukinn er vegna borunar rannsóknarborholu í Bláfjöllum, málsnúmer 2207106. Niðurstaða Bæjarráð - 3122 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Sigurbjargar E. Egilsdóttur framlagðan viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun 2023. Viðaukinn er vegna borunar rannsóknarborholu í Bláfjöllum, málsnúmer 2207106.

Önnur mál fundargerðir

4.2303013F - Bæjarráð - 3123. fundur frá 23.03.2023

Fundargerð í 23 liðum.
Lagt fram.
  • 4.5 23031839 Breyting á bæjarmálasamþykkt - valdframsal barnaverndarþjónustu
    Frá lögfræðideild, dags. 21.03.2023, lögð fram breyting á bæjarmálasamþykkt vegna valdframsals barnarverndarþjónustu. Niðurstaða Bæjarráð - 3123 Bæjarráð samþykkir með öllum greiddum atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að vísa framlagðri breytingu á bæjarmálasamþykkt vegna valdframsals barnarverndarþjónustu til síðari umræðu.

Önnur mál fundargerðir

5.2302017F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 363. fundur frá 24.02.2023

Fundargerð í tíu liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

6.2303012F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 364. fundur frá 14.03.2023

Fundargerð í þremur liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

7.2303010F - Ungmennaráð - 36. fundur frá 20.03.2023

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.2303003F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 97. fundur frá 08.03.2023

Fundagerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.2303004F - Velferðarráð - 116. fundur frá 13.03.2023

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.2303015F - Íþróttaráð - 129. fundur frá 16.03.2023

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Fundargerð

11.2303011F - Leikskólanefnd - 150. fundur frá 16.03.2023

Lagt fram.
  • 11.1 2302701 Leikskólinn Kópasteinn
    Lagt fram til samþykktar. Niðurstaða Leikskólanefnd - 150 Leikskólanefnd samþykkir fyrir sitt leiti og vísar málinu áfram til afgreiðslu bæjarráðs. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagða tillögu um sameiningu leikskólans Skólatraðar og leikskólans Kópasteins.

Önnur mál fundargerðir

12.2303005F - Skipulagsráð - 139. fundur frá 20.03.2023

Fundargerð í 20 liðum.
Lagt fram.
  • 12.10 22114380 Vesturvör 22-24 (Hafnarbraut 16-18). Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju umsókn Scala arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 7. nóvember 2022 um breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 22 og 24 við Vesturvör. Í breytingunni felst að heiti lóðanna verði Hafnarbraut 16 (áður Vesturvör 24) og Hafnarbraut 18 (áður Vesturvör 22) þar sem aðkoma er ráðgerð frá Hafnarbraut. Lóðirnar stækki til norðurs samanlagt um 394,8 m², úr 5.135 m² í 5.529,8 m² og að í stað eins byggingarreits verði tveir stakstæðir byggingarreitir á lóðunum, einn á hvorri lóð. Heildarbyggingarmagn á lóðunum eykst um 4.990 m², úr 8.400 m² í 13.390 m² og íbúðum fjölgar um 32, úr 59 í 91 samtals á báðum lóðunum. Nýtingarhlutfall á lóðunum eykst úr 1.6 í 2.4 ofanjarðar og neðanjarðar á báðum lóðunum. Nýtingarhlutfall á Hafnarbraut 16 verður 2,15 og nýtingarhlutfall á Hafnarbraut 18 verður 2,69. Bílastæðum fjölgar um 15, úr 81 í 96 samanlagt á báðum lóðunum. Á fundi skipulagsráðs 14. nóvember 2022 var samþykkt að auglýsa tillöguna. Kynningartíma lauk 2. mars 2023, athugasemd barst. Á fundi skipulagsráðs 6. mars 2023 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 17. mars 2023. Niðurstaða Skipulagsráð - 139 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 17. mars 2023.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Helgu Jónsdóttur og Kolbeins Reginssonar og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur og Bergljótar Kistinsdóttur.
  • 12.11 2109353 Vatnsendablettur 5. Breytt deiliskipulag
    Lögð fram að nýju umsókn Sigurðar Hafsteinssonar byggingartæknifræðings dags. 22. nóvember 2022 f.h. lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 5 við Vatnsendablett. Í breytingu felst að lóðinni verði skipt í tvær lóðir, Vatnsendablettur 5 og 5A, og að reist verði einnar hæðar einbýlishús á nýrri lóð. Á lóðinni er í dag einnar hæðar einbýlishús og hesthús, núverandi byggingarmagn á lóðinni er 335,7m², lóðarstærð er 15.213 m² og núverandi nýtingarhlutfall á lóðinni er 0,02. Eftir breytingu yrði Vatnsendablettur 5, 13.404 m² að stærð með nýtingarhlutfall 0,03 og Vatnsendablettur 5A yrði 1.809 m² að stærð með nýtingarhlutfall 0,17. Gert er ráð fyrir að hámark bygggingarmagns á Vatnsendabletti 5A verði 300 m². Hámarkshæð nýbyggingar yrði 6,5 metrar og byggingarreitur 13x27m. Aðkoma yrði sameiginleg um lóð Vatnsendabletts 5 eftir núverandi heimkeyrslu. Einnig er lagt til að afmörkun lóðar og skipulagssvæðis ásamt legu reið- og göngustíga yrði uppfært í samræmi við gildandi mæliblað og núverandi legu stíga. Að öðru leiti verða skilmálar í gildandi deiliskipulagsáætlun óbreyttir.
    Á fundi skipulagsráðs 28. nóvember 2022 var afgreiðslu frestað. Á fundi skipulagsráðs 19. desember 2022 var lagt fram uppfært skriflegt erindi og kynningaruppdráttur dags. 12. desember 2022, samþykki lóðareiganda dags. 1. september 2022 og minnisblað skipulagsdeildar dags. 13. desember 2022 og samþykkt var að auglýsa tillöguna. Kynningartíma lauk 2. mars 2023, umsögn barst. Á fundi skipulagsráðs 6. mars 2023 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 17. mars 2023 ásamt uppfærðum uppdrætti dags. 17. mars 2023.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 139 Skipulagsráð samþykkir tillöguna með áorðnum breytingum dags. 17. mars 2023 og tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 17. mars 2023.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 12.12 2201817 Hafnarbraut 10, breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju erindi Skala arkitekta fh. lóðarhafa lóðarinnar nr. 10 við Hafnarbraut dags. 26. janúar 2022, þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst að íbúðum fjölgi um 8, verði 48 í stað 40 í sama rými og fyrir er og að bílageymsla verði stækkuð neðanjarðar og fjöldi bílastæða á lóð verði í samræmi við íbúðastærðir.
    Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:2000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 14. janúar 2022. Á fundi skipulagsráðs 28. febrúar 2022 var samþykkt að auglýsa tillöguna. Kynningartíma lauk 2. mars 2023, athugasemdir bárust. Á fundi skipulagsráðs 6. mars 2023 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 17. mars 2023 ásamt uppfærðum uppdrætti dags. 17. mars 2023.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 139 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með fjórum atkvæðum. Kolbeinn Reginsson greiddi atkvæði gegn tillögunni. Theódóra S. Þorsteinsdóttir og Bergljót Kristinsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjastjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur og hjásetu Bergljótar Kistinsdóttur.
  • 12.13 23011596 Þinghólsskóli. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga umhvefissviðs að breyttu deiliskipulagi á lóð Kópavogsbrautar 58. Þinghólsskóli, samþykkt í bæjarstjórn 26. september 2000 og birt í B-deild stjórnartíðinda 20. nóvember 2000. Í breytingunni felst að komið verði fyrir byggingarreit á einni hæð fyrir 2 samtengdar lausar skólastofur á suðvestur hluta lóðarinnar. Hámarks hæð byggingarreits er áætluð 3 metrar og áætluð stærð byggingarreits er um 141m². Skólastofum er ætlað að mæta skammtímaþörf fyrir kennslustofur þar til nýr Kársnesskóli við Skólagerði verður tekinn í notkun. Þær verða síðan fjarlægðar aftur og skólalóð sett í fyrra horf sem malbikað leiksvæði. Svæðið er skilgreint fyrir samfélagsþjónustu í Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2014. Uppdráttur í mkv.1:1000, 1:2000 og 1:200 dags. 6. febrúar 2023.
    Á fundi skipulagsráðs 6. febrúar 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 13. mars 2023, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 139 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 12.14 23011662 Selbrekka 20. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 13. janúar 2023 þar sem umsókn KRark arkitekta f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst að byggt verði við efri hæð hússins, svefnherbergi stækkað um 15,8 m². Byggingarmagn eykst úr 233,1 m² í 248,9 m². Nýtingarhlutfall eykst úr 0,27 í 0,29. Skýringaruppdættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 30. nóvember 2015. Á fundi skipulagsráðs 6. febrúar 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 13. mars 2023, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 139 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

13.2303017F - Menntaráð - 111. fundur frá 21.03.2023

Fundagerð í fjórum liðum.
Lagt fram.
  • 13.3 2303310 Hörðuvallaskóli
    Tillaga um skipulagsbreytingar lögð fram. Niðurstaða Menntaráð - 111 Menntaráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu um skipulagsbreytingar á Hörðuvallaskóla með öllum greiddum atkvæðum og vísar tillögunni til bæjarráðs og bæjarstjórnar til afgreiðslu. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagða tillögu um skipulagsbreytingar á Hörðuvallaskóla.

Önnur mál fundargerðir

14.2303792 - Fundargerð 553. fundar stjórnar SSH frá 06.03.2023

Fundargerð 553. fundar stjórnar SSH frá 06.03.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.2303793 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á skíðasvæðunum frá 17.02.2023

Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á skíðasvæðunum frá 17.02.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.23031373 - Fundargerð 478. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 14.03.2023

Fundargerð 478. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 14.03.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.23031824 - Fundargerð 920. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 17.03.2023

Fundargerð 920. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 17.03.2023.
Lagt fram.

Fundarhlé hófst kl. 20:17, fundi fram haldið kl. 20:25.

Bókun bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Kópavogs sendir hlýjar kveðjur til Fjarðabyggðar í ljósi þeirra hamfara sem hafa dunið þar yfir.
Hugur okkar er hjá íbúum Fjarðabyggðar sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín og standa nú í ströngu við að takast á við afleiðingar atburðanna."

Fundi slitið - kl. 20:25.