Bæjarstjórn

1277. fundur 25. apríl 2023 kl. 16:00 - 20:15 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
 • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
 • Hannes Steindórsson aðalmaður
 • Orri Vignir Hlöðversson aðalmaður
 • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
 • Helga Jónsdóttir aðalmaður
 • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
 • Bergljót Kristinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Hákon Gunnarsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.22114969 - Ársreikningur Kópavogsbæjar 2022 - fyrri umræða.

Dagskrármál

2.23031728 - Stjórnsýsla - Menningarmál

Á vinnufundi bæjarfulltrúa, þann 21. mars s.l. fór fram kynning á greiningu KPMG á starfsemi menningarhúsanna.

Á 149. fundi lista- og menningarráðs þann 22. mars var lögð fram greining KPMG á starfsemi menningarhúsa Kópavogs. Lista- og menningarráð óskaði á þeim fundi eftir tölulegum upplýsingum um rekstur menningarhúsanna í tengslum við úttekt KPMG.

Á fundi bæjarráðs nr. 3123 þann 23. mars, var umræða um málið og lögð fram skýrsla KPMG.

Á 150. fundi lista- og menningarráðs þann 28. mars kynnti bæjarstjóri tillögur að nýjum sóknarfærum í starfsemi menningarhúsanna, dags. 27. mars 2023.

Gögn sem lögð voru fram á fundinum:

Tillögur bæjarstjóra Kópavogs að nýjum sóknarfærum í starfsemi menningarhúsanna, dagsett 27. mars 2023.

Greining á rekstri og tækifærum til hagræðingar menningarmála Kópavogs frá KPMG, dagsett 27. mars 2023.

Úttekt á húsnæði Héraðsskjala- og bókasafns Fannborg 3-5, dagsett 27. mars 2023.

Á fundi bæjarráðs nr. 3124. þann 30. mars var málið á dagskrá í annað sinn og umræður um það.

Á 151. fundi lista- og menningarráðs þann 30. mars komu forstöðumenn menningarhúsa á fund ráðsins og óskaði ráðið þá eftir skriflegum umsögnum frá forstöðumönnum um úttekt KPMG á þeim menningarstofnunum sem þeir stjórna.

Á 152. fundi lista- og menningarráðs þann 11. apríl voru lagðar fram umsagnir forstöðumanna menningarhúsa. Lista-og menningarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs- og bæjarstjórnar.

Bæjarráð tók málið fyrir á 3125. fundi sínum þann 13. apríl og vísaði tillögum bæjarstjóra til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundarhlé hófst kl. 19:16, fundi fram haldið kl. 19:50

Tillaga:
"Lagt er til að afgreiðslu tillagna bæjarstjóra verði vísað til stefnumarkandi fjárhagsáætlunargerðar."
Sigurbjörg E. Egilsdóttir, Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Hákon Gunnarsson, Helga Jónsdóttir og Kolbeinn Reginsson.

Bæjarstjórn hafnar tillögunni með sex atkvæðum gegn atkvæðum Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Hákons Gunnarssonar, Helgu Jónsdóttur og Kolbeins Reginssonar.

Bókun:
"Allar tillögur bæjarstjóra eru ótækar til ákvörðunar í bæjarstjórn vegna skorts á nauðsynlegum upplýsingum. Engin greining liggur fyrir á þeim kostnaði eða sparnaði sem tillögurnar eiga að leiða til. Margar staðhæfingar í skýrslu KPMG sem tillögurnar byggjast á eru rangar. Þá hefur ekki verið unnt að eiga samráð vegna þeirrar leyndar sem hefur hvílt á tillögunum allt fram að fundi bæjarstjórnar. Ákvarðanir bæjarstjórnar eiga að koma í kjölfarið á samvinnu og stefnumótun, ekki öfugt."
Sigurbjörg E. Egilsdóttir, Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Hákon Gunnarsson, Helga Jónsdóttir og Kolbeinn Reginsson

Fundarhlé hófst kl. 17:52, fundi fram haldið kl. 19:57.

Bókun:
"Fulltrúar meirihlutans eru ósammála þeim fullyrðingum sem fram koma í bókun minnihlutans. Í fyrirliggjandi tillögum um starfsemi menningarhúsanna eru stigin stór skref í að efla enn frekar menningarstarfsemi bæjarins til framtíðar. Með tillögunum er verið að endurhugsa starfsemi menningarhúsa, samþætta betur starfsemi stofnana og bjóða upp á nýja og spennandi valkosti þannig að menning í Kópavogi uppfylli enn frekar þarfir og væntingar bæjarbúa."
Ásdís Kristjánsdóttir, Orri Hlöðversson, Hjördís Ýr Johnson, Sigrún H. Jónsdóttir, Andri S. Hilmarsson og Hannes Steindórsson.

Fundarhlé hófst kl. 19:58, fundi fram haldið kl. 19:59.

Bókun:
"Vinnubrögð bæjarstjóra í þessu máli eru bæði ófagleg og ólýðræðisleg."
Sigurbjörg E. Egilsdóttir, Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Hákon Gunnarsson, Helga Jónsdóttir og Kolbeinn Reginsson

Fyrir fundinum liggja 12 tillögur bæjarstjóra um ný sóknarfæri í starfsemi menningarhúsa Kópavogsbæjar:

Tillaga 1
Lagt er til að gert verði nýtt upplifunarrými sem tengir saman bókmenntir, myndlist, náttúruvísindi og tónlist fyrir börn og fjölskyldur á fyrstu hæð Bókasafnsins og Náttúrufræðistofu.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með sex atkvæðum gegn atkvæðum Hákonar Gunnarssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Kolbeins Reginssonar.


Tillaga 2
Lagt er til að virkja enn frekar samstarf milli menningarhúsanna með sérstöku tengslatorgi starfsmanna þvert á húsin sem sinna fræðslu, viðburðum, skólahópum, kynningar- og markaðsmálum.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með sex atkvæðum gegn atkvæðum Hákonar Gunnarssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Kolbeins Reginssonar.


BÓKASAFN KÓPAVOGS
Tillaga 3
Lagt er til að áhersla verði lögð á aukna sjálfsafgreiðslu í bókasöfnum Kópavogs.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með sex atkvæðum gegn atkvæðum Hákonar Gunnarssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Kolbeins Reginssonar.


Tillaga 4
Lagt er til að starfslýsingum verði breytt og þær aðlagaðar að nýjum áherslum.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með sex atkvæðum gegn atkvæðum Hákonar Gunnarssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Kolbeins Reginssonar.


NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA
Tillaga 5
Lagt er til að safneign Náttúrufræðistofu, fræðsla, miðlun og rannsóknir á henni færist undir forstöðumann Gerðarsafns.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með sex atkvæðum gegn atkvæðum Hákonar Gunnarssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Kolbeins Reginssonar.


Tillaga 6
Lagt er til að rannsóknastarfsemi, önnur en á safneign, og vöktun á vatnalífríki verði lögð niður og færð öðrum í samstarfi við Kópavogsbæ.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með sex atkvæðum gegn atkvæðum Hákonar Gunnarssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Kolbeins Reginssonar.


GERÐARSAFN
Tillaga 7
Lagt er til að opnunartíma verði breytt í takt við breyttar þarfir.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með sex atkvæðum gegn atkvæðum Hákonar Gunnarssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Kolbeins Reginssonar.


Tillaga 8
Lagt er til að boðið verði í auknum mæli upp á námskeið og fræðslu á vegum safnsins, til dæmis kvöldnámskeið sem tengjast menningu og listum.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með sex atkvæðum gegn atkvæðum Hákonar Gunnarssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Kolbeins Reginssonar.


Tillaga 9
Lagt er til að aukin áhersla verði á að sækja nýjar tekjur til safnsins.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með sex atkvæðum gegn atkvæðum Hákonar Gunnarssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Kolbeins Reginssonar.


HÉRAÐSSKJALASAFN
Tillaga 10
Lagt er til að Héraðsskjalasafn Kópavogs verði lagt niður og farið verði í samvinnu við Þjóðskjalasafn Íslands um að taka við safnkostinum og skjölum Kópavogsbæjar verði eftirleiðis skilað til Þjóðskjalasafnsins.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með sex atkvæðum gegn atkvæðum Hákonar Gunnarssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Kolbeins Reginssonar.


Tillaga 11
Lagt er til að einkasöfnum, ljósmyndasafni Kópavogs og Sögufélagi Kópavogs verði tryggð aðstaða og áframhaldandi starfsemi í stofnunum bæjarins.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með sex atkvæðum gegn atkvæðum Hákonar Gunnarssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Kolbeins Reginssonar.


SALURINN
Tillaga 12
Lagt er til að stofnaður verði starfshópur sem komi með tillögur til bæjarstjóra um hvernig unnt sé að fjölga viðburðum og komu gesta. Þá verði meðal verkefna starfshópsins að kortleggja kosti þess og galla við að útvista rekstri Salarins.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með sex atkvæðum gegn atkvæðum Hákonar Gunnarssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Kolbeins Reginssonar.

Önnur mál fundargerðir

3.2303031F - Bæjarráð - 3125. fundur frá 13.04.2023

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

4.2304007F - Bæjarráð - 3126. fundur frá 18.04.2023

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

5.2304015F - Forsætisnefnd - 211. fundur frá 19.04.2023

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.2303018F - Íþróttaráð - 130. fundur frá 30.03.2023

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.2303024F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 98. fundur frá 29.03.2023

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.2303028F - Lista- og menningarráð - 150. fundur frá 28.03.2023

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.2303032F - Lista- og menningarráð - 151. fundur frá 30.03.2023

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.2304002F - Lista- og menningarráð - 152. fundur frá 11.04.2023

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.2303025F - Skipulagsráð - 140. fundur frá 03.04.2023

Fundargerð í tíu liðum.
Lagt fram.
 • 11.6 22114327 Dalvegur 32 A, B, C. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram að nýju tillaga Arkís arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 7. nóvember 2022 að breyttu deiliskipulagi Dalvegar 32 A, B og C.
  Í breytingunni felst að byggingarreitur Dalvegar 32B minnkar til austurs, byggingarreitur Dalvegar 32C stækkar og færist til á lóðinni. Byggingarreitur Dalvegar 32C hækkar jafnframt úr 2 hæðum ásamt kjallara í 2-4 hæðir ásamt kjallara og 6 hæðir ásamt kjallara austast á lóðinni. Heildarbyggingarmagn á lóð eykst úr 9.300 m2 í 18.618 m². Svæðisnýting eykst úr 0.4 í 0.8. Nýtingarhlutfall lóðar verður 1. Fyrirkomulag og fjöldi bílastæða á lóð breytist. Gert verður ráð fyrir akstursleið til vesturs frá lóðarmörkum Dalvegar 32 inn á lóðina að Dalvegi 30
  Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum. Tillögunni fylgir jafnframt umferðargreining frá VSÓ ráðgjöf dags. í október 2022, mat á áhrifum á hljóðvist frá Hljóðvist Ráðgjöf og Hönnun dags. 3. október 2022, skugga/vind/loftslagsgreiningar frá Reflex Arkitekter dags. 7. nóvember 2022.
  Á fundi skipulagsráðs 15. desember 2022 var afgreiðslu málsins frestað.
  Þá er lögð fram rýni á gögn umferðargreininga frá VSB verkfræðistofu dags. 14. mars 2023.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 140 Skipulagsráð samþykkir með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarsonar og Gunnari Sæs Ragnarsonar gegn atvæðum Bergljótar Kristinsdóttur, Kristjáns Inga Gunnarssonar og Helgu Jónsdóttur með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði auglýst.
  Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

  Bókun frá Helgu Jónsdóttur, Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur, Kristjáni Inga Gunnarssyni og Bergljótu Kristinsdóttur:
  „Á fundi skipulagsráðs 5. desember 2022 var samþykkt með sjö atkvæðum eftirfarandi tillaga Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar: „Skipulagsráð samþykkir að efnt verði til fundar með íbúum og hagaðilum vegna skipulagsmála er tengjast Dalvegi. Farið verði yfir heildarmyndina, hljóðvist, ljósmengun, aðgengi o.s.f. Sérstök áhersla verður lögð á kynningu á fyrirhuguðum umferðarlausnum á svæðinu“
  Undirrituð telja nauðsynlegt að slíkur fundur sé haldinn og leiðsögn úr honum verði til hliðsjónar þegar ákvörðun um auglýsingu skipulags verður tekin. “

  Fundarhlé kl. 16:48.
  Fundi fram haldið kl. 16:55.

  Bókun frá Hjördísi Ýr Johnson, Kristni Degi Gissurarsyni, Andra Steini Hilmarssyni og Gunnari Sæ Ragnarssyni:
  „Undirrituð ítreka fyrri bókun um fund með íbúum og hagaðilum. Eðlilegt er að slíkur fundur fari fram á kynningartíma.“
  Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með sex atkvæðum gegn atkvæðum Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Hákons Gunnarssonar.
 • 11.7 2212082 Kríunes. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram að nýju tillaga Nexus arkitekta. dags. 1. desember 2022 fh. lóðarhafa Kríuness að breyttu deiliskipulagi; Vatnsendi - Milli vatns og vegar, samþykkt í bæjarstjórn 8. maí 2001 m.s.br. samþykktar í bæjarstjórn 23. september 2003, 28. júlí 2009, 22. september 2015 og 27. júní 2017. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Fagraholti til norðurs, Elliðavatni til austurs og suðurs og landi Vatnsenda til vesturs og nær aðeins til leigulandsins Kríuness. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir nýrri viðbyggingu hótelsins á neðri hæð hússins á suðurhluta lóðar. Að auki er gert ráð fyrir breytingum á innra fyrirkomulagi hússins með því að breyta hluta núverandi húsnæðis hótelsins í íbúðarhúsnæði. Heildarfjöldi hótelherbergja og íbúða er óbreyttur. Hæð byggingarreits breytist ekki. Við breytinguna eykst fermetrafjöldi á lóð úr 2.875 m² í 3.370 m². Nýtingarhlutfall eftir breytingu verður um 0.22. Á fundi skipulagsráðs 19. desember 2022 var samþykkt að auglýsa tillöguna. Kynningartíma lauk 2. mars 2023, ein umsögn barst. Á fundi skipulagsráðs 6. mars 2023 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Uppfærður uppdráttur dags. 23. mars 2023 ásamt umsögn skipulagsdeildar dags. 30. mars 2023. Niðurstaða Skipulagsráð - 140 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu.
  Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
  Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

12.23032711 - Fundargerð 554. fundar stjórnar SSH frá 27.03.2023

Fundargerð 554. fundar stjórnar SSH frá 27.03.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.23032723 - Fundargerð 41. eigendafundar stjórnar Strætó frá 27.03.2023

Fundargerð 41. eigendafundar stjórnar Strætó frá 27.03.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.2304698 - Fundargerð 921. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30.03.2023

Fundargerð 921. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30.03.2023.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 20:15.