Bæjarstjórn

1283. fundur 12. september 2023 kl. 16:00 - 19:39 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
 • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
 • Elísabet Berglind Sveinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Hanna Carla Jóhannsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
 • Orri Vignir Hlöðversson aðalmaður
 • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
 • Helga Jónsdóttir aðalmaður
 • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá
Bergljót Kristinsdóttir varaforseti stýrði fundi í fjarveru Elísabetar B. Sveinsdóttur.

Dagskrármál

1.2309960 - Málefni Sorpu

Dagskrármál að beiðni formanns bæjarráðs.
Umræður.

Önnur mál fundargerðir

2.2308009F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 374. fundur frá 18.08.2023

Fundargerð í níu liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

3.2308007F - Bæjarráð - 3139. fundur frá 24.08.2023

Fundagerð í 14 liðum.
Lagt fram.
 • 3.1 23071020 Reglur um heimgreiðslur
  Frá menntasviði, dags. 21.08.2023, lagðar fram reglur um heimgreiðslur vegna barna sem
  hvorki eru í dvöl hjá dagforeldri né í leikskóla.
  Niðurstaða Bæjarráð - 3139 Theódóra S. Þorsteinsdóttir kom til fundarins kl. 8:26

  Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  Niðurstaða Fundarhlé hófst kl. 18:12, fundi fram haldið kl. 19:19

  Frá minnihluta:
  Breytingartillaga: Undirrituð leggja til að fyrsta grein reglnanna breytist þannig að greiðslur geti hafist við 12 mánaða aldur í stað 15 mánaða.
  Rökin fyrir því eru þau að fæðingarorlof er í dag 12 mánuðir og því myndast óheppilegt þriggja mánaða gat ef heimgreiðslur fást ekki fyrr en við 15 mánaða aldur. Fjölmörg önnur sveitarfélög, til dæmis Hafnarfjörður, Garðabær og Akureyri miða við 12 mánaða aldur.

  Bæjarstjórn hafnar breytingartillögunni með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Kolbeins Reginssonar.


  Bæjarstjórn staðfestir framlagðar reglur um heimgreiðslur vegna barna sem hvorki eru í dvöl hjá dagforeldri né í leikskóla með 8 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur og Bergljótar Kristinsdóttur.

 • 3.2 23081858 Reglur um tekjutengdan afslátt leikskólagjalda
  Frá menntasviði, dags. 21.08.2023, lagðar fram reglur um tekjutengdan afslátt leikskólagjalda. Niðurstaða Bæjarráð - 3139 Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir framlagðar reglur um tekjutengdan afslátt leikskólagjalda með 6 atkvæðum og hjásetu Kolbeins Reginssonar, Helgu Jónsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Bergljótar Kristinsdóttur

Önnur mál fundargerðir

4.2308015F - Bæjarráð - 3140. fundur frá 31.08.2023

Fundargerð í 16 liðum.
Lagt fram.

Vegna máls nr. 9 á dagskrá bæjarráðs:
Bókun:
"Þar sem bæjarstjóri krafði undirritaðar skýringa á því hvers vegna þær hafi ekki tekið undir bókun meirihlutans í bæjarráði þá skal eftirfarandi komið á framfæri: Undirritaðar taka undir mikilvægi þess að ríkið fullfjármagni þjónustu við fatlað fólk. Hins vegar teljum við ósanngjarnt að ræða um fatlað fólk sem bagga og nota það sem bitbein í deilum ríkis og sveitarfélaga. Það er óviðeigandi með öllu að gefa í skyn að sveitarfélögin hafi ekki fjárhagslega burði til að sinna þeirri lögbundnu þjónustu sem fatlað fólk á rétt á. Ef til þess kæmi að skera þyrfti niður einhverja þjónustu sveitarfélagsins myndu lögbundin verkefni að sjálfsögðu alltaf ganga fyrir."

Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg E. Egilsdóttir


Bókun:
"Viðbrögð bæjarfulltrúa Viðreisnar og Pírata við einfaldri fyrirspurn bæjarstjóra koma á óvart. Bókun þeirra lýsir með engum hætti þeirri bókun sem fulltrúar meiri- og minnihluta lögðu fram á bæjaráðsfundi og hljóðaði svo: „Bæjarráð tekur undir bókun stjórnar SSH og telur mikilvægt að viðræður milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun málaflokksins verði leiddar til lykta hið fyrsta. Vanfjármögnun málaflokksins er grafalvarleg og hættan er raunverulega sú að sveitarfélög hafi ekki fjárhagslega burði til að sinna þeirri þjónustu sem fatlaðir eiga rétt á. Ávinningur þess að ljúka viðræðum um fjármögnun er augljós fyrir fatlað fólk, sveitarfélög og ríkið. Ef ekki næst ásættanleg niðurstaða þarf að huga að því að málaflokkurinn verði fluttur aftur til ríkisins.
Mikilvægt er að unnt sé að ræða einstaka málaflokka öðru vísi en með upphrópunum.

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri V. Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Andri S. Hilmarsson
Sigrún Hulda Jónsdóttir
Hanna Carla Jóhannsdóttir


Bókun:
"Undirritaðar taka undir mikilvægi þess að ræða málin án upphrópana. Það sem er óvenjulegt hér er að bæjarstjóri fari upp í pontu og krefji einstaka bæjarfulltrúa svara um hvers vegna þeir tóku ekki undir bókun meirihluta á liðnum fundi."

Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg E. Egilsdóttir


Bókun:
"Fyrirspurn bæjarstjóra var einföld ósk um afstöðu til málsins en ekki krafa."

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri V. Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Andri S. Hilmarsson
Sigrún Hulda Jónsdóttir
Hanna Carla Jóhannsdóttir
 • 4.5 2308849 Ósk um samþykki Kópavogsbæjar á breytingum á samþykktum Markaðsstofunnar
  Á fundi bæjarráðs þann 17. ágúst sl. var lagt fram erindi frá Markaðsstofu Kópavogs þar sem óskað var eftir samþykki Kópavogsbæjar á breytingum á samþykktum Markaðsstofu Kópavogs. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar bæjarlögmanns. Nú lögð fram umsögn lögfræðideildar, dags. 22.08.2023.
  Niðurstaða Bæjarráð - 3140 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir framlagðar breytingar á samþykktum Markaðsstofu Kópavogs með 7 atkvæðum og hjásetu Kolbeins Reginssonar, Helgu Jónsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur og Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

Önnur mál fundargerðir

5.2308018F - Bæjarráð - 3141. fundur frá 07.09.2023

Fundargerð í 16 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.2308004F - Skipulagsráð - 147. fundur frá 21.08.2023

Fundargerð í 19 liðum.
Lagt fram.
 • 6.4 2307584 Vatnsendablettur 1B. Breytt aðalskipulag.
  Lögð fram umsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 1B við Vatnsendablett dags. 15. júní 2023 ásamt fylgiskjölum um breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040. Í breytingunni felst breytt landnotkun á lóðinni úr opnu svæði í íbúðarbyggð. Lóðin er 7.088 m² að flatarmáli. Umsókninni fylgja drög að tillögu að deiliskipulagi þar sem lóðinni er skipt upp í sjö minni lóðir fyrir einbýlishús á tveimur hæðum með sameiginlegri aðkomu úr suðri frá Vatnsendabletti. Á fundi skipulagsráðs þann 17. júlí 2023 var erindið lagt fram ásamt samantekt skipulagsdeildar dags. 14. júlí 2023, afgreiðslu málsins var frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
  Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 11. ágúst 2023.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 147 Bókun skipulagsráðs:
  Skipulagsráð hafnar framlagðri umsókn. Fyrirhuguð breyting á landnotkun fellur ekki að markmiðum Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040 fyrir svæðið.

  Fundarhlé hófst kl. 16:57, fundi framhaldið kl. 16:59.

  Breytingartillaga Kristins Dags Gissurarsonar:
  Skipulagsráð lítur jákvætt á umsókn um byggð á Vatnsendabletti 1B. Vinna þarf málið frekar af hálfu landeiganda svo hægt sé að taka málið til endanlegrar afgreiðslu.

  Skipulagsráð hafnar breytingartillögunni með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæðum Kristins Dags Gissurarsonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar. Andri Steinn Hilmarsson sat hjá við afgreiðslu breytingartillögunnar.

  Skipulagsráð hafnar framlagðri umsókn með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Hákons Gunnarssonar gegn atkvæðum Kristins Dags Gissurarsonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
  Andri Steinn Hilmarsson sat hjá við afgreiðsluna.
  Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 6.5 2308560 Brekkuhvarf 5. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram umsókn Kristins Ragnarssonar arkitekts dags. 27. júlí 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 5 við Brekkuhvarf um breytingu á deiliskipulagi.
  Á lóðinni er í gildi deiliskipulag Vatnsenda, Melahvarf, Grundarhvarf, Brekkuhvarf samþ. 29. október 1992.
  Í breytingunni felst að núverandi einbýlishús, bílskúr og staðstæð geymsla, alls 197.9 m² að flatarmáli verði rifið og að lóðinni sem er 4.217 m² að flatarmáli, verði skipt upp í þrjár minni lóðir, Brekkuhvarf 5A, 5B og 7. Gert ráð fyrir að byggð verði parhús á tveimur hæðum, 350 m² að heildarflatarmáli á hverri lóð og að tvö bílastæði fylgi hverri íbúð. Íbúðum fjölgar úr einni í sex við breytinguna og bílastæðum úr þremur í tólf. Nýtingarhlutfall á lóðinni hækkar úr 0.047 í 0.25.
  Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:000 dags. 27. júlí 2023 ásamt greinargerð og skýringarmyndum.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 147 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 6.6 2307806 Naustavör 52-56. Breytt deiliskipulag
  Lagt fram erindi Ellert Hreinssonar arkitekt dags. 15. júlí 2023 f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 52-58 við Naustavör um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að byggja svalaskýli að hluta á þaksvölum íbúða 0405 og 0406 á 4. hæð í Naustavör 54 og 56. Stærð svalaskýlis íbúðar 0405 verði 2,62 m x 8,77 m, samtals 23 m² og stærð svalaskýlis íbúðar 0406 verði 2,93 m x 8,77 m, samtals 25,7 m². Samþykki meðeigenda liggur fyrir.
  Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:500 dags. 15. júlí 2023
  Niðurstaða Skipulagsráð - 147 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 6.14 23051446 Borgarholtsbraut 69. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 12. maí 2023 þar sem umsókn Einars Ingimarssonar arkitekts dags. 19. apríl 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 69 við Borgarholsbraut dags. 16. janúar 2023 er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst að 25 m² atvinnuhúsnæði á jarðhæð í tveggja hæða fjölbýlishúsi verði breytt í stúdíóíbúð. Uppdrættir í mkv. 1:50, 1:100 og 1:500 dags. 19. apríl og 26. apríl 2023. Á fundi skipulagsráðs þann 19. júní 2023 var erindið lagt fram að nýju ásamt minnisblaði skipulagsdeildar dags. 1. júní 2023 og uppfært 16. júní 2023 og þá var samþykkt að grenndarkynna umsóknina. Kynningartíma lauk 27. júlí 2023, engar athugasemdir bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 147 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 6.15 2304871 Vatnsendi - norðursvæði. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Arkþing Nordic dags. 14. apríl 2023 f.h. skipulagsdeildar Kópavogs að breyttu deiliskipulagi Vatnsenda-Norðursvæði sem samþykkt var í bæjarstjórn 26. júlí 2002. Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Vatnsendahvarf/Vatnsendahæð sem liggur að skipulagssvæðinu. Nauðsynlegt er að aðlaga mörk deiliskipulags Vatnsenda norðursvæðis vegna þess. Umrætt deiliskipulag Vatnsendahvarfs/Vatnsendahæðar er auglýst samhliða þessari breytingu á deiliskipulagi. Í tillögunni felst breyting á mörkum skipulagssvæðis Vatnsenda-norðursvæðis í samræmi við tillögu að deiliskipulagi fyrir Vatnsendahæð/Vatnsendahvarf. Mörk deiliskipulagsins Vatnsenda-norðursvæðis munu flytjast að gönguleiðinni sem aðskilur skipulagssvæðið við nýja deiliskipulagið á Vatnsendahæð.
  Uppdrættir í mælikvarða 1:3000 dags. 14 apríl 2023. Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag Vatnsenda-norðursvæðis með síðari breytingum.
  Á fundi skipulagsráðs þann 17. apríl 2023 var samþykkt að auglýsa tillöguna og kynningartíma lauk 14. júlí 2023. Engar athugasemdir bárust.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 147 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 6.16 2304873 Vatnsendahvarf - athafnasvæði. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Arkþing Nordic dags. 14. apríl 2023 f.h. skipulagsdeildar Kópavogs að breyttu deiliskipulagi Vatnsendahvarfs-athafnasvæðis sem samþykkt var í bæjarstjórn 213.05.2008. Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt að auglýsa tillögu að aðliggjandi deiliskipulagi fyrir Vatnsendahvarf/Vatnsendahæð. Nauðsynlegt er að aðlaga mörk deiliskipulags athafnasvæðisins vegna þess. Umrætt deiliskipulag Vatnsendahvarfs/Vatnsendahæðar er auglýst samhliða þessari breytingu á deiliskipulagi. Í tillögunni felst að breyta mörkum skipulagssvæðis Vatnsenda-athafnasvæðis til samræmis við tillögu að deiliskipulagi fyrir Vatnsendahvarf/Vatnsendahæð. Þar er gert ráð fyrir nýrri 500 íbúða byggð á 29 hektara svæði. Mörk deiliskipulags Vatnsenda-athafnasvæðis færast upp að gönguleið meðfram Turnahvarfi og norðan við gönguleið við Kambaveg. Gatnamót Turnahvarfs og Kambavegar verða innan nýs deiliskipulagssvæðis í Vatnsendahvarfi/Vatnendahæð. Uppdrættir í mælikvarða 1:2000 dags. 14 apríl 2023. Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag Vatnsendahvarfs-athafnasvæðis með síðari breytingum.
  Á fundi skipulagsráðs þann 17. apríl 2023 var samþykkt að auglýsa tillöguna og kynningartíma lauk 14. júlí 2023. Engar athugasemdir bárust.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 147 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 6.17 2304870 Hörðuvellir - Vatnsendi. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram að nýju tillaga Arkþing Nordic dags. 14. apríl 2023 f.h. skipulagsdeildar Kópavogs að breyttu deiliskipulagi Hörðuvalla sem samþykkt var í bæjarstjórn 24. júlí 2003. Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Vatnsendahvarf/Vatnsendahæð sem liggur að skipulagssvæðinu. Nauðsynlegt er að aðlaga mörk deiliskipulags Hörðuvalla vegna þess. Umrætt deiliskipulag Vatnsendahvarfs/Vatnsendahæðar er auglýst samhliða þessari breytingu á deiliskipulagi. Í tillögunni felst að breyta mörkum skipulagssvæðis Hörðuvalla í samræmi við tillögu að deiliskipulagi fyrir Vatnsendahvarf/Vatnsendahæð. Þar er gert ráð fyrir nýrri 500 íbúða byggð á 29 hektara svæði. Mörk deiliskipulags Hörðuvalla breytist austan við Klappakór og Perlukór þar sem mörkin færast nær Andarhvarfi, og við gatnamót Kambavegs og Kleifakórs, en þau gatnamót verða innan nýs deiliskipulagssvæðis. Uppdrættir í mælikvarða 1:2000 dags. 14 apríl 2023. Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag Hörðuvalla með síðari breytingum.
  Á fundi skipulagsráðs þann 17. apríl 2023 var samþykkt að auglýsa tillöguna og kynningartíma lauk 14. júlí 2023. Engar athugasemdir bárust.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 147 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

7.2308005F - Skipulagsráð - 148. fundur frá 04.09.2023

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.
 • 7.2 23083060 Leikskóli við Skólatröð. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram umsókn Guðrúnar Rögnu Yngvadóttur arkitekts dags. 1. september 2023 f.h. umhverfissviðs Kópavogsbæjar vegna lóðarinnar nr. 12A við Vallartröð að breyttu deiliskipulagi. Í breytingunni felst breyting á formi byggingarreits á lóðinni. Byggingarreitur verði breikkaður um tvo metra til suðurs að hluta og færist um tvo metra til vesturs að hluta. Byggingarmagn og mænishæð helst óbreytt.
  Uppdráttur í mkv. 1:1000 dags. 24. ágúst 2023.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 148 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 7.3 23062242 Nónhæð. Nónsmári 1-7 og 9-15. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram umsókn lóðarhafa dags. 29. júní 2023 um breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 1-7 (lóð C) og 9-15 (lóð B) við Nónsmára. Í breytingunni felst að íbúðum fjölgar um 5, úr 55 í 60 á lóð C ásamt því byggingarreitur hækkar úr fjórum hæðum og kjallara í fimm hæðir og kjallara á suðurhluta lóðarinnar og úr tveimur hæðum og kjallara í þrjár hæðir og kjallara á norðurhluta lóðarinnar. Hámark byggingarmagns án kjallara eykst úr 5.960 m² í 7.600 m² og nýtingarhlutfall án kjallara hækkar úr 0,94 í 1,18. Jafnframt er óskað eftir stækkun lóðarinnar um 1 m til austurs að göngustíg samhliða Smárahvammsvegi. Á lóð B fjölgar íbúðum um 2 úr 45 í 47 íbúðir ásamt því að byggingarreitur hækkar úr tveimur hæðum og kjallara í þrjár hæðir og kjallara á norðurhluta lóðarinnar. Hámark byggingarmagns án kjallara eykst úr 4.840 m² í 5.200 m² og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,92 í 0,99. Þá er salarhæð fjórðu hæðar hækkuð úr 2,8 m í 3,2 m á báðum lóðum.
  Uppdráttur í mkv. 1:2000 dags. 29. júní 2023.
  Þá lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 31. ágúst 2023.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 148 Tillaga Kristins Dags Gissurarsonar að afgreiðslu málsins:
  Skipulagsráð lítur jákvætt á framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi. Skipulagsdeildinni falið að vinna að endanlegri útfærslu.

  Skipulagsráð hafnar tillögu Kristins Dags Gissurarsonar með þremur atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur gegn atkvæðum Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar.
  Hákon Gunnarsson sat hjá við afgreiðslu tillögunnar.

  Skipulagsráð hafnar framlagðri tillögu að breyttu deiliskipulagi dags. 29. júní 2023 með þremur atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur gegn atkvæðum Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
  Hákon Gunnarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

  Bókun:
  „Framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi, dags. 29. júní 2023, er í meginatriðum sambærileg fyrri tillögu, dags. 11. janúar 2022, sem hafnað var í skipulagsráði 17. apríl 2023. Þó svo að í ofangreindri tillögu sé óskað eftir færri íbúðum en áður er ennþá verið að leggja til aukið byggingarmagn og hækkun húsa. Tillagan gengur jafnframt gegn fyrri ákvörðun skipulagsráðs, dags. 4. desember 2017, sem byggði á víðtæku samráði við hagsmunaaðila. Íbúar eiga að geta treyst því að ekki sé ráðist í breytingar á skipulagi nema veigamiklar ástæður eða skipulagsrök standi til þess, sbr. markmið skipulagslaga nr. 123/2010. Að mati skipulagsráðs ber sú tillaga sem nú er lögð fyrir ekki slíkar efnislegar breytingar að veigamiklar ástæður né málefnaleg sjónarmið séu til staðar sem kalli á breytingar á gildandi deiliskipulagi."
  Hjördís Ýr Johnson, Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Helga Jónsdóttir og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir.

  Bókun:
  "Það er ótrúlegt að enn á ný skuli „meirihluti" skipulagsráðs leggjast gegn breytingu á deiliskipulagi Nónhæðar. Breytingarnar eru skynsamlegar og að öllu leyti í samræmi við markmið Aðalskipulags Kópavogs. Þar fyrir utan hafa breytingarnar engin áhrif á aðliggjandi byggð. Skylt og rétt er að taka fram að breytingar þessar eru í fullu samræmi við markmið skipulagslaga nr. 123/2010. Hvernig „meirihluti" skipulagsráðs getur notað þessi sömu lög til að réttlæta ákvörðun sína er undirrituðum hulin ráðgáta."
  Kristinn Dagur Gissurarson.
  Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum og hjásetu Andra Steins Hilmarssonar.
 • 7.8 2304668 Vallakór 4. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Helga Más Halldórssonar arkitekts dags. 4. apríl 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 4 við Vallakór að breyttu deiliskipulagi. Í breytingunni felst heimild fyrir 23 bílastæðum á norðvestur horni lóðarinnar. Þá yrði fyrirhuguð grenndarstöð færð nær Vatnsendavegi og stækkuð í samræmi við stefnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar samræmda flokkun á úrgangi. Í Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 er svæðið skilgreint sem hverfiskjarni. Á fundi skipulagsráðs 15. maí 2023 var samþykkt að auglýsa tillöguna. Kynningartíma lauk 22. ágúst. Á kynningartíma barst ábending frá Veitum dags. 11. ágúst 2023 um lagnir undir fyrirhugaðri grenndarstöð.
  Þá er lögð fram breytt tillaga dags. 4. apríl 2023 og uppfærð 31. ágúst 2023 þar sem staðsetning lagna er sýnd á uppdrætti og skilmálum þær varðandi bætt við í greinargerð í samræmi við ofangreinda ábendingu frá Veitum.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 148 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi dags. 4. apríl 2023 með áorðnum breytingum dags. 31. ágúst 2023. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 7.9 23061397 Fornahvarf 10. Breytt deiliskipulag
  Lagt fram að nýju erindi Haraldar Ingvarssonar arkitekts dags. 16. júní 2023 þar sem óskað er eftir f.h. lóðarhafa, breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 10 við Fornahvarf. Á lóðinni í dag er íbúðarhús 144,6 m², geymsla 42,6 m² og hesthús 144 m². Samtals byggingarmagn á lóðinni 331,2 m². Í breytingunni felst að stækka íbúðarhúsið um 467 m² til norðurs á tveimur hæðum og kjallara ásamt úti vaðlaug að sunnanverðu og áorðinna breytinga þar með talið nýtt gufubað og stækkun á sólskála. Áætlað er einnig að byggja 185,5 m² vinnustofu á norð-austur hluta lóðarinnar, tvöfaldan 56,3 m² bílskúr á suð-vestur hluta lóðarinnar og að breyta geymslu að hluta til í gestahús og stækka það um 5,4 m². Byggingarmagn á lóðinni eykst um 714,2 m² og mun því eftir breytinguna verða um 1050 m². Lóðin er 4800 m² mun því nýtingarhlutfall á lóðinni hækka úr 0,07 í 0,22 við breytinguna. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 10. janúar 2023 og 31. mars 2023.
  Á fundi skipulagsráðs 19. júní 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillögu að breyttu deiliskipulagi. Kynningartíma lauk 3. ágúst 2023. Á fundi skipulagsráðs 21. ágúst 2023 voru athugasemdir lagðar fram, skipulagsráð vísaði þeim til umsagnar skipulagsdeildar.
  Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 30. ágúst 2023 ásamt breyttum deiliskipulagsuppdrætti dags. 26. júní 2023 og uppfærður 30. ágúst 2023.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 148 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi dags. 26. júní 2023 með áorðnum breytingum dags. 30. ágúst 2023. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 7.10 23061946 Borgarholtsbraut 34. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 23. júní 2023 þar sem umsókn Pálmars Halldórssonar byggingarfræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 34 við Borgarholtsbraut er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi til að endurnýja þak, stækka kvisti á suður- og norðurhlið hússins ásamt breytingum á innra skipulagi og brunavörnum. Við breytinguna stækkar húsið um 2,7 m².
  Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 15. ágúst 2022 og skráningartafla dags. 9. júní 2022. Á fundi skipulagsráðs 3. júlí 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna, kynningartíma lauk 25. ágúst 2023. Engar athugasemdir bárust.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 148 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 7.11 23052116 Fífuhvammur 45. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 26. maí 2023 þar sem umsókn TAG teiknistofu ehf. um byggingarleyfi f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 45 við Fífuhvamm er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi til að byggja 68 m² bílskúr við lóðarmörk að Fífuhvammi 43. Skv. gildandi mæliblaði er bílastæði á lóðinni Reynihvamms megin. Samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar liggur fyrir.
  Þá lagðir fram uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 17. febrúar 2023. Á fundi skipulagsráðs 16. júní 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna og kynningartíma lauk 25. ágúst 2023. Engar athugasemdir bárust.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 148 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

8.2308012F - Íþróttaráð - 134. fundur frá 30.08.2023

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.2308017F - Menntaráð - 116. fundur frá 29.08.2023

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.2309001F - Menntaráð - 117. fundur frá 05.09.2023

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.2308013F - Leikskólanefnd - 155. fundur frá 24.08.2023

Fundargerð í 16 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.2308010F - Lista- og menningarráð - 156. fundur frá 05.09.2023

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.2308016F - Hafnarstjórn - 132. fundur frá 29.08.2023

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.23082714 - Fundargerð 110. fundar stjórnar Markaðsstofu Kópavogs frá 16.08.2023

Fundargerð 110. fundar stjórnar Markaðsstofu Kópavogs frá 16.08.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.23082848 - Fundargerð 562. fundar stjórnar SSH frá 11.08.2023

Fundargerð 562. fundar stjórnar SSH frá 11.08.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.23082812 - Fundargerð fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnafjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness frá 28.08.2023

Fundargerð fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnafjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness frá 28.08.2023,
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.2309187 - Fundargerð 373. fundar stjórnar Strætó frá 25.08.2023

Fundargerð 373. fundar stjórnar Strætó frá 25.08.2023.
Lagt fram.

Kosningar

18.2206343 - Kosningar í lista- og menningarráð 2022-2026

Árni Pétur Árnason tekur sæti Evu Sjafnar Helgadóttur sem varaáheyrnafulltrúi Pírata í lista-og menningarráði.
Árni Pétur Árnason tekur sæti varaáheyrnarfulltrúi í stað af Evu Sjafnar Helgadóttur.

Kosningar

19.2206339 - Kosningar í samstarfsnefnd um rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 2022-2026

Ragnar Guðmundsson tekur sæti sem aðalmaður í stað Sigvalda E. Lárussonar.
Ragnar Guðmundsson tekur sæti aðalmanns í stað Sigvalda E. Lárussonar.

Fundi slitið - kl. 19:39.