Bæjarstjórn

1135. fundur 12. apríl 2016 kl. 16:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Arnþór Sigurðsson
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1604211 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 12. apríl 2016.

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 23. og 31. mars og 7. apríl, afgreiðslna byggingarfulltrúa frá 17. mars og 1. apríl, barnaverndarnefndar frá 21. mars, félagsmálaráðs frá 21. mars og 4. apríl, forsætisnefndar frá 7. apríl, heilbrigðisnefndar frá 7. og 30. mars, lista- og menningarráðs frá 29. mars, skipulagsnefndar frá 21. mars, skólanefndar frá 4. apríl, stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 16. mars, stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 31. mars og stjórnar strætó frá 11. mars.
Lagt fram.

2.1603016 - Bæjarráð, dags. 23. mars 2016.

2814. fundur bæjarráðs í 9. liðum.
Lagt fram.

3.1510046 - Beiðni um viðræður um úthlutun lóðar á Kársnesi fyrir höfuðstöðvar WOW air.

Frá skipulagsstjóra, dags. 21. mars 2016, varðandi erindi WOW air, dags. 17. febrúar, þar sem óskað var eftir viðræðum um úthlutun lóðar við Kársnes fyrir höfuðstöðvar WOW air. Lagt er til að lóðunum nr. 38a og b við Vesturvör verði úthlutað til WOW air undir nýjar höfuðstöðvar. Jafnframt er lagt til að teknar verði upp frekari viðræður við félagið um nánari útfærslu hugmynda þess um staðsetningu hótelbyggingar vestast á Kársnesi. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að úthluta lóðunum Vesturvör 38a og b til WOW air undir nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

4.1603020 - Bæjarráð, dags. 31. mars 2016.

2815. fundur bæjarráðs í 24. liðum.
Lagt fram.

5.1410207 - Askalind 1. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 22. mars, lögð fram að nýju tillaga Jóns Hrafns Hlöðverssonar, byggingafræðings, dags. 24.11.2015 um breytt deiliskipulag Askalindar 1. Athugasemdir bárust við kynnta tillögu. Á fundi skipulags- og byggingardeildar 15.2.2016 var málinu frestað og því vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar. Lagt fram ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21.3.2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu dags. 24.11.2015, ásamt umsögn dags. 21.3.2015, með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

6.1511761 - Álftröð 1. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 22. mars, lagt fram að nýju erindi Hildar Bjarnadóttur, arkitekts, dags. 25.11.2015, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breytingum á Álftröð 1. Tillagan var grenndarkynnt og athugasemdir bárust á kynningartíma. Á fundi skipulagsnefndar 15.2.2016 var málinu frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar. Lagt fram ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21.3.2016. Skipulagsnefnd hafnaði stækkun bílskúrs/bílskúra og fjölgun bílastæða á lóð. Skipulagsnefnd samþykkti hins vegar stiga og anddyri á austurhlið og svalir á suðurhlið með tilvísan í umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21.3.2015 og með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum og hafnar stækkun bílskúrs/bílskúra og fjölgun bílastæða á lóð, og samþykkir stiga og anddyri á austurhlið og svalir á suðurhlið.

7.1603465 - Boðaþing 11-13. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 22. mars, lögð fram tillaga umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Boðaþings 11-13. Í breytingunni felst að hjúkrunarrýmum er fjölgað úr 60 í 64 og heildarbyggingarmagn hjúkrunarheimilis eykst um 200 m2 en hvert hjúkrunarrými minnkar í samræmi við viðmiðunarreglugerð sbr. uppdrætti dags. 15.3.2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingu með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

8.16031145 - Fróðaþing 44. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 22. mars, lagt fram erindi TAG teiknistofu f.h. lóðarhafa, dags. 2.3.2016, þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Fróðaþings 44. Í breytingunni felst að húsið hækkar um 30 cm, götukóti hækkar úr 95,00 í 95,30 sbr. uppdráttum dags. 2.3.2016. Samþykki aðliggjandi lóðarhafa liggur fyrir. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

9.1509372 - Hafnarbraut 9, 13-15 og Bakkabraut 10. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 22. mars, lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar Tröð fh. lóðarhafa, dags. 25.9.2015, að breyttu deiliskipulagi Hafnarbrautar 9 og 13-15 og Bakkabrautar 10. Á fundi skipulagsnefndar 15.2.2015 var málinu frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar. Lagður fram breyttur uppdráttur þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir dags. 19.2.2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi dags. 25.9.2015 með áorðnum breytingum dags. 19.2.2016 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 10 atkvæðum.

Guðmundur Gísli Geirdal vék af fundi undir þessum lið.

10.1511040 - Melgerði 34. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 22. mars, lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Hugsjón arkitekta f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breytingum við Melgerði 34. Á lóðinni í dag stendur íbúðarhús á einni hæð. Í breytingunum felst að byggð verður hæð ofan á núverandi hús, anddyri stækkað og byggð verður sólstofa við suðurhlið hússins. Ný íbúð verður á efri hæð og húsið verður því tvíbýli eftir breytingu. Heildarbyggingarmagn verður 220,1 m2 eftir breytingu sem er aukning um 121,3 m2. Nýtingarhlutfall lóðar hækkar úr 0,12 í 0,275 sbr. uppdráttum dags. 23.10.2015. Á fundi skipulagsnefndar 9.11.2015 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Melgerðis 27, 29, 30, 31, 32, 33, 36, 38; Borgarholtsbrautar 45, 47, 49 og 51. Kynningu lauk 21.12.2015. Athugasemdir bárust frá Stefáni Eydal, Melgerði 32, dags. 12.12.2015; frá Karen Birnu Guðjónsdóttur, Borgarholtsbraut 49, dags. 16.12.2015. Lagt fram ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21.3.2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21.3.2016 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

11.1602066 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2016.

Frá fjármálastjóra, viðauki III við fjárhagsáætlun 2016, vegna kaupa á Digranesvegi 1. Á fundi bæjarstjórnar þann 22. mars sl. samþykkti bæjarstjórn kaup á Digranesvegi 1 undir bæjarskrifstofur og vísaði gerð viðauka til meðferðar bæjarráð með vísan til 35. gr. sveitarstjórnarlaga. Bæjarráð vísaði afgreiðslu viðauka til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum viðauka III vegna kaupa á Digranesvegi 1 undir bæjarskrifstofur.

12.1604003 - Bæjarráð, dags. 7. apríl 2016.

2816. fundur bæjarráðs í 33. liðum.
Lagt fram.

13.1604091 - Þorrasalir 21, lóð skilað.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 4. apríl, lagt fram erindi f.h. lóðarhafa Þorrasala 21, Hannesar Björnssonar og Hafdísar Ólafsdóttur, um heimild til að skila inn lóðarréttindum og fá úthlutaðri lóðinni Þrymsalir 8 í staðinn. Mistök hafi valdið því að sótt var um lóðina Þorrasali 21 í stað Þrymsala 8. Lagt er til við bæjarráð að orðið verði við beiðni lóðarhafa. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að lóðarréttindum vegna Þorrasala 21 verði skilað inn og að lóðarhöfum verði úthlutuð lóðin Þrymsalir 8 í staðinn og vísaði afgreiðslu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

14.1604090 - Þrymsalir 8, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 4. apríl, lagt fram erindi f.h. lóðarhafa Þorrasala 21, Hannesar Björnssonar og Hafdísar Ólafsdóttur, um heimild til að skila inn lóðarréttindum og fá úthlutaðri lóðinni Þrymsalir 8 í staðinn. Mistök hafi valdið því að sótt var um lóðina Þorrasali 21 í stað Þrymsala 8. Lagt er til við bæjarráð að orðið verði við beiðni lóðarhafa. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að gefa Hannesi Björnssyni og Hafdísi Ólafsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Þrymsölum 8 gegn því að lóðarréttindum Þorrasala 21 væri skilað inn og vísaði afgreiðslu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

15.1603013 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 17. mars 2016.

183. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 11. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

16.1603022 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 1. apríl 2016.

184. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 9. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

17.1603012 - Barnaverndarnefnd, dags. 21. mars 2016.

55. fundur barnaverndarnefndar í 3. liðum.
Lagt fram.

18.1603015 - Félagsmálaráð, dags. 21. mars 2016.

1407. fundur félagsmálaráðs í 7. liðum.
Lagt fram.

19.1603023 - Félagsmálaráð, dags. 4. apríl 2015.

1408. fundur félagsmálaráðs í 10. liðum.
Lagt fram.

20.1604006 - Forsætisnefnd, dags. 7. apríl 2016.

68. fundur forsætisnefndar í 2. liðum.
Lagt fram.

21.1604245 - Skráning fjárhagslegra hagsmuna. Tillaga frá Pétri Hrafni Sigurðssyni og Ásu Richardsdóttur.

Frá forsætisnefnd, lögð fram tillaga sem samþykkt var á fundi þann 7. apríl sl. og var vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Tillagan er svohljóðandi: "Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að skrá fjárhagslega hagsmuni bæjarfulltrúa og birta á vef bæjarins. Bæjarritara og bæjarlögmanni verði falið að gera drög að reglum um skráningu fjárhagslegra hagsmuna bæjarfulltrúa og trúnaðarstarfa þeirra, innan og utan bæjarstjórnar."
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu um skráningu fjárhagslegra hagsmuna bæjarfulltrúa með 11 atkvæðum og að drögum að reglum verði vísað til forsætisnefndar.

22.16011137 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 7. mars 2016.

209. fundur heilbrigðisnefndar í 46. liðum.
Lagt fram.

23.16011137 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 30. mars 2016.

210. fundur heilbrigðisnefndar í 49. liðum.
Lagt fram.

24.1603018 - Lista- og menningarráð, dags. 29. mars 2016.

57. fundur lista- og menningarráðs í 2. liðum.
Lagt fram.

25.1602018 - Skipulagsnefnd, dags. 21. mars 2016.

1274. fundur skipulagsnefndar í 22. liðum.
Lagt fram.

26.1604001 - Skólanefnd, dags. 4. apríl 2016.

101. fundur skólanefndar í 5. liðum.
Lagt fram.

27.16011139 - Fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs, dags. 16. mars 2016.

Fundur stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 16. mars 2016.
Lagt fram.

28.16011141 - Fundargerðir stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dags. 31. mars 2016.

351. fundur stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins í 2. liðum.
Lagt fram.

29.16011136 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 11. mars 2016.

240. fundur stjórnar Strætó í 5. liðum.
Lagt fram.

30.1604410 - Lausn frá störfum varabæjarfulltrúa

Lagt fram erindi frá Hannesi Friðbjarnarsyni, varabæjarfulltrúa, dags. 12. apríl, um lausn frá störfum skv. 2. mgr. 30. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Bæjarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að veita Hannesi Friðbjarnarsyni lausn frá störfum bæjarfulltrúa til loka kjörtímabilsins í samræmi við beiðni hans. Ármann Kr. Ólafsson og Theódóra Þorsteinsdóttir greiddu ekki atkvæði.

31.1406249 - Kosningar í lista- og menningarráð

Þórunn Sigurðardóttir kjörin aðalmaður í lista- og menningarráð í stað Hannesar Friðbjarnarsonar.

32.1408320 - Kosningar í forvarna- og frístundanefnd

Jónas Már Torfason kjörinn aðalmaður í forvarnan- og frístundanefnd í stað Sigurðar Inga Haukssonar.

33.1406248 - Kosningar í leikskólanefnd

Margrét Sigmundsdóttir kjörin aðalmaður í leikskólanefnd í stað Helgu Maríu Hallgrímsdóttur. Emil Austman Kristinsson kjörinn varamaður í leikskólanefnd í stað Margrétar Sigmundsdóttur.

34.1406254 - Kosningar í skólanefnd

Sóley Ragnarsdóttir kjörin varamaður í stað Birkis Jóns Jónssonar í skólanefnd.

35.1406247 - Kosningar í hverfakjörstjórnir 2014-2018

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að fela bæjarráði að kjósa í hverfakjörstjórnir á næsta fundi ráðsins.

36.1406255 - Tilnefningar í skólanefnd MK

Bæjarstjórn tilnefnir Önnu Maríu Bjarnadóttur í stað Andrésar Péturssonar í skólanefnd Menntaskólans í Kópavogi.

37.1406267 - Kosningar í svæðisskipulagsnefnd hbsv.

Hreiðar Oddsson kjörinn aðalmaður í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins í stað Sverris Óskarssonar.

Fundi slitið.