Fundargerð í fjórum liðum.
6.3
24021719
Erindi ráðsmeðlims Pírata um að leiðrétta atkvæðavægi í Suðvesturkjördæmi.
Niðurstaða Jafnréttis- og mannréttindaráð - 105
Jafnréttis- og mannréttindaráð hvetur bæjarstjórn Kópavogs til að taka sjálfsagðan og lýðræðislegan rétt íbúa til jöfnun atkvæðisréttar í alþingiskosningum upp á sínum vettvangi og ræða við Alþingi um nauðsynlegar breytingar á kosningalögum.
Er málinu vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Niðurstaða
Áskorun Bæjarstjórnar:
„Kjördæmakerfið á Íslandi býður upp á allt að tvöfaldan mun á vægi atkvæða eftir búsetu kjósenda og líður Suðvesturkjördæmi hvað mest fyrir misskiptingu atkvæða.
Bæjarstjórn Kópavogs skorar á Alþingi/innviðaráðherra/stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að gera viðeigandi breytingar á kosningalögum nr. 112/2021 í þeim tilgangi að jafna atkvæðavægi á milli kjördæma.“