Bæjarstjórn

1300. fundur 28. maí 2024 kl. 16:14 - 20:01 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
 • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
 • Elísabet Berglind Sveinsdóttir aðalmaður
 • Orri Vignir Hlöðversson aðalmaður
 • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
 • Helga Jónsdóttir aðalmaður
 • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.24052410 - Hlutverk bæjarráðs og bæjarstjóra við gerð ársreiknings

Málið var tekið fyrir á 3174. fundi bæjarráðs og er nú tekið fyrir að nýju sem dagskrármál í bæjarstjórn að beiðni bæjarstjóra.Afgreiðsla 3174. fundar bæjarráðs:

Frá bæjarstjóra, lagt fram erindi bæjarstjóra varðandi hlutverk bæjarráðs og bæjarstjóra við gerð ársreiknings.

Sigurbjörg Egilsdóttir, Bergljót Kristjánsdóttir, Thelma Bergmann Árnadóttir og Einar Örn Þorvarðarson óska eftir að dagskrárliðnum verði frestað til næsta fundar vegna fjarveru Helgu Jónsdóttur.Tillögunni er hafnað með þrem atkvæðum Orra Hlöðverssonar, Andra Steins Hilmarsson og Hjördísar Ýr Johnson.Málið er lagt fram.,,Á síðasta fundi bæjarstjórnar Kópavogs voru settar fram alvarlegar ásakanir á opinberum vettvangi um verklagið við gerð og samþykkt ársreiknings.

Eðli málsins samkvæmt verður að svara þessum ásökunum á sama vettvangi, strax á næsta fundi bæjarstjórnar. Með því að fallast á tillögu minnihlutans um frestun verður ekki unnt að ræða málið á fundi bæjarstjórnar 28. júní nk. og því getur meirihlutinn ekki orðið við þeirri beiðni.Hjördís Ýr Johnson, Orri Hlöðversson, Ásdís Kristjánsdóttir og Andri Steinn Hilmarsson"

Umræður

Fundarhlé hófst kl. 18:00, fundi fram haldið kl. 18:22

Dagskrármál

2.24052811 - Hlutverk bæjarfulltrúa og bæjarstjóra við stjórnun og eftirlit hjá Kópavogsbæ

Erindi frá bæjarfulltrúum Vina Kópavogs, Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata um hlutverk bæjarfulltrúa og bæjarstjóra við stjórnun og eftirlit hjá Kópavogsbæ.Greinargerð: Umfjöllun beinist að því hvernig lýðræðislegt stjórnskipulag, stjórnarhættir og vinnubrögð í sveitarfélaginu geri kjörnum fulltrúum utan meirihlutasamstarfs kleift að sinna því umboði sem þeir hafa frá kjósendum. Til grundvallar umræðunni er ræða bæjarfulltrúa Helgu Jónsdóttur frá fundi bæjarstjórnar þann 14.maí sl.
Umræður

Önnur mál fundargerðir

3.24031665 - Uppfærsla á sorphirðusamþykkt Kópavogsbæjar

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 11.03.2024, lögð fram uppfærð samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Kópavogsbæ í kjölfar breytinga á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Bæjarráð samþykkti 14.03.2024 með fjórum atkvæðum, gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur framlögð drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Kópavogsbæ í kjölfar breytinga á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Óskað er eftir staðfestingu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur framlagða uppfærða samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Kópavogi.

Önnur mál fundargerðir

4.2405001F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 392. fundur frá 03.05.2024

Fundargerð í 10 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

5.2404017F - Bæjarráð - 3173. fundur frá 16.05.2024

Fundargerð í 21 lið.
Lagt fram.
 • 5.2 24051876 Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024
  Frá fjármálasviði, lagðir fram viðaukar við fjárhagsáætlun 2024. Viðauki nr. 1 er vegna hækkunar launakostnaður frá maí - desember 2024 vegna afleysinga í veikindaleyfi. Viðauki nr. 2 er vegna kostnaðar við breytingar á húsnæði velferðarsviðs að Vallarkór 4 sem velferðarsvið er að flyta í. Niðurstaða Bæjarráð - 3173 Bæjarráð samþykkir viðaukana fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir framlagða viðauka með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

6.2405005F - Bæjarráð - 3174. fundur frá 23.05.2024

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.2405009F - Menntaráð - 128. fundur frá 21.05.2024

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.2405002F - Hafnarstjórn - 135. fundur frá 07.05.2024

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.2403015F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 173. fundur frá 21.05.2024

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.2404010F - Skipulagsráð - 164. fundur frá 21.05.2024

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.
 • 10.2 23101239 Dalvegur 30. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram að nýju umsókn Andra Klausen arkitekts dags. 13. október 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 30 við Dalveg um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst breytt lögun og sameining byggingarreita 30B og 30C í einn reit, 30A. Byggingarmagn ofanjarðar eykst um 55 m². Nýtingarhlutfall ofanjarðar á lóðinni helst óbreytt. Byggingarreitur neðanjarðar stækkar og heildarbyggingarmagn á lóðinni, ofanjarðar og neðanjarðar eykst úr 4.000 m² í 14.600 m². Fyrirkomulag bílastæða á lóðinni breytist, heimilt verður að koma fyrir allt að 250 bílastæðum neðanjarðar, heildarfjöldi bílastæða á lóðinni helst óbreyttur alls 470 stæði. Hæðir byggingarreita verða óbreyttar, 3 hæðir ásamt kjallara. Staðföng bygginga á lóðinni breytast úr 30A, 30B og 30C í 30 og 30A.
  Á fundi skipulagsráðs þann 4. mars 2024 var erindið lagt fram að lokinni kynningu ásamt athugasemdum sem bárust á kynningartíma. Afgreiðslu var frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
  Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 17. maí 2024 ásamt uppfærðum uppdrætti dags. 30. apríl 2024.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 164 Sigurbjörg Erla Egilsdóttir vék af fundi kl. 17:35.

  Skipulagsráð samþykkir með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Hákonar Gunnarssonar framlagða tillögu með áorðnum breytingum dags. 30. apríl 2024 ásamt þeim breytingum á skilmálum sem lagðar eru til í umsögn skipulagsdeildar dags. 17. maí 2024. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
  Gunnar Sær Ragnarsson, Theódóra S. Þorsteinsdóttir og Helga Jónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.

  Bókun:
  „Undirrituð telur ófullnægjandi að notaðar séu gamlar umferðamælingar og tekur undir þær áhyggjur sem koma fram í umsögn Vegagerðarinnar um betri greiningar með tilliti til afkasta og slysahættu.“
  Theódóra Þorsteinsdóttir.

  Bókun:
  „Umferðarspár eru unnar eftir viðurkenndum aðferðum og þeim bestu sem völ er á. Fleiri en ein verkfræðistofa hefur komið að þeirri vinnu. Miðað við umferðarspá, sem m.a. gerir ráð fyrir nýjum tengivegi við Reykjanesbraut og tekur mið af nýrri umferð sem hefur orðið á Dalvegi frá því að mælingar voru gerðar, getur Dalvegur annað þeirri umferðaraukningu sem mun verða á svæðinu. Þetta hefur ítrekað komið fram við skipulagsferlið. Samtal við Vegagerðina um bætt umferðaröryggi er í gangi og tengist það ekki fyrirhugaðri uppbyggingu á Dalvegi 30 og 32 sérstaklega heldur snýr það að almennt bættu umferðaröryggi gatnamóta Dalvegar og Nýbýlavegar.“
  Hjördís Ýr Johnson, Kristinn Dagur Gissurarson, Andri Steinn Hilmarsson og Gunnar Sær Ragnarsson.

  Bókun:
  „Hvað varðar breytingar á skipulagsskilmálum, þá telur undirritaður að hægt hefði verið að leita frekari leiða til að ná málamiðlun og jákvæðri niðurstöðu fyrir bæði nærliggjandi íbúabyggð og framtíðarstarfsemi á Dalvegi 30 og 32.“
  Gunnar Sær Ragnarsson.

  Bókun:
  „Í umferðargreiningu VSÓ er miðað við minna byggingarmagn heldur en verið er að samþykkja hér. Vegagerðin kallar eftir betri greiningu með tilliti til afkasta og slysahættu og tengist beint fyrirhugaðri uppbyggingu fyrir Dalveg 30 og 32. Einnig óskaði Vegagerðin sérstaklega eftir því að betri grein sé gerð fyrir áhrifum þessara breytinga á umferðaröryggi áður en ákvörðun er tekin um breytta útfærslu við tengingar inn á Reykjanesbraut.“
  Theódóra S. Þorsteinsdóttir.

  Bókun:
  „Eins og kemur fram í gögnum málsins hefur VSÓ notast við nýjustu talningar hverju sinni og notast við sömu spálíkön og hafa verið notuð í skipulagsvinnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Umferðargreiningar á Dalvegi 32 gera ráð fyrir 16.000 fermetrum ofanjarðar en þeir eru í raun færri, eða 14.892 fermetrar. Þar er því gert ráð fyrir meira byggingarmagni ofanjarðar en er hér til samþykktar. Á Dalvegi 30 eru aukning fermetra neðanjarðar og hefur aukning byggingarmagns því ekki áhrif á umferðarsköpun samkvæmt umferðarlíkönum. Deiliskipulag er í gildi fyrir tengingar Dalvegar og Reykjanesbrautar við Dalveg 22-28.“
  Hjördís Ýr Johnson, Kristinn Dagur Gissurarson, Andri Steinn Hilmarsson og Gunnar Sær Ragnarsson

  Bókun:
  „Heildarbyggingarmagn á lóð við Dalveg 32 eykst úr 9.300 m² í 18.618 m². Fram kemur að í umferðargreiningu VSÓ að heildarbyggingarmagn fyrir Dalveg 32 sé 16.000 m². Þetta eru upplýsingar sem lagðar eru fyrir fundinn.“
  Theódóra S. Þorsteinsdóttir.
  Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 6 atkvæðum og hjásetu Kolbeins Reginssonar, Helgu Jóndóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Bergljótar Kristinsdóttur.
 • 10.3 22114327 Dalvegur 32 A, B, C. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram að nýju tillaga Arkís arkitekta dags. 7. nóvember 2022 f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Dalvegar 32 A, B og C.
  Í breytingunni felst að byggingarreitur Dalvegar 32B minnkar til austurs, byggingarreitur Dalvegar 32C stækkar og færist til á lóðinni. Byggingarreitur Dalvegar 32C hækkar jafnframt úr 2 hæðum ásamt kjallara í 2-4 hæðir ásamt kjallara og 6 hæðir ásamt kjallara austast á lóðinni. Heildarbyggingarmagn á lóð eykst úr 9.300 m² í 18.618 m². Svæðisnýting eykst úr 0.4 í 0.8. Nýtingarhlutfall lóðar verður 1. Fyrirkomulag og fjöldi bílastæða á lóð breytist. Gert verður ráð fyrir akstursleið til vesturs frá lóðarmörkum Dalvegar 32 inn á lóðina að Dalvegi 30
  Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum. Tillögunni fylgir jafnframt umferðargreining frá VSÓ ráðgjöf dags. í október 2022, mat á áhrifum á hljóðvist frá Hljóðvist Ráðgjöf og Hönnun dags. 3. október 2022, skugga/vind/loftslagsgreiningar frá Reflex Arkitekter dags. 7. nóvember 2022.
  Á fundi skipulagsráðs þann 4. mars 2024 var erindið lagt fram að lokinni kynningu ásamt athugasemdum sem bárust á kynningartíma. Afgreiðslu var frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
  Þá er lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 17. maí 2024 ásamt uppfærðum uppdrætti dags. 14. maí 2024.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 164 Skipulagsráð samþykkir með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur framlagða tillögu með áorðnum breytingum dags. 14. maí 2024 ásamt þeim breytingum á skilmálum sem lagðar eru til í umsögn skipulagsdeildar dags. 17. maí 2024. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
  Gunnar Sær Ragnarsson og Helga Jónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.

  Bókun:
  „Undirrituð telur ófullnægjandi að notaðar séu gamlar umferðamælingar og tekur undir þær áhyggjur sem koma fram í umsögn Vegagerðarinnar um betri greiningar með tilliti til afkasta og slysahættu.“
  Theodóra Þorsteinsdóttir.

  Fundarhlé hófst kl. 18:25, fundi fram haldið kl. 18:38.

  Bókun:
  „Umferðarspár eru unnar eftir viðurkenndum aðferðum og þeim bestu sem völ er á. Fleiri en ein verkfræðistofa hefur komið að þeirri vinnu. Miðað við umferðarspá, sem m.a. gerir ráð fyrir nýjum tengivegi við Reykjanesbraut og tekur mið af nýrri umferð sem hefur orðið á Dalvegi frá því að mælingar voru gerðar, getur Dalvegur annað þeirri umferðaraukningu sem mun verða á svæðinu. Þetta hefur ítrekað komið fram við skipulagsferlið. Samtal við Vegagerðina um bætt umferðaröryggi er í gangi og tengist það ekki fyrirhugaðri uppbyggingu á Dalvegi 30 og 32 sérstaklega heldur snýr það að almennt bættu umferðaröryggi gatnamóta Dalvegar og Nýbýlavegar.“
  Hjördís Ýr Johnson, Kristinn Dagur Gissurarson, Andri Steinn Hilmarsson og Gunnar Sær Ragnarsson

  Bókun:
  „Hvað varðar breytingar á skipulagsskilmálum, þá telur undirritaður að hægt hefði verið að leita frekari leiða til að ná málamiðlun og jákvæðri niðurstöðu fyrir bæði nærliggjandi íbúabyggð og framtíðarstarfsemi á Dalvegi 30 og 32.“
  Gunnar Sær Ragnarsson.

  Bókun:
  „Í umferðargreiningu VSÓ er miðað við minna byggingarmagn heldur en verið er að samþykkja hér. Vegagerðin kallar eftir betri greiningu með tilliti til afkasta og slysahættu og tengist beint fyrirhugaðri uppbyggingu fyrir Dalveg 30 og 32. Einnig óskaði Vegagerðin sérstaklega eftir því að betri grein sé gerð fyrir áhrifum þessara breytinga á umferðaröryggi áður en ákvörðun er tekin um breytta útfærslu við tengingar inn á Reykjanesbraut.“
  Theódóra S. Þorsteinsdóttir.

  Fundarhlé hófst kl. 18:45, fundi fram haldið kl. 18:54.

  Bókun:
  „Eins og kemur fram í gögnum málsins hefur VSÓ notast við nýjustu talningar hverju sinni og notast við sömu spálíkön og hafa verið notuð í skipulagsvinnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Umferðargreiningar á Dalvegi 32 gera ráð fyrir 16.000 fermetrum ofanjarðar en þeir eru í raun færri, eða 14.892 fermetrar. Þar er því gert ráð fyrir meira byggingarmagni ofanjarðar en er hér til samþykktar. Á Dalvegi 30 eru aukning fermetra neðanjarðar og hefur aukning byggingarmagns því ekki áhrif á umferðarsköpun samkvæmt umferðarlíkönum. Deiliskipulag er í gildi fyrir tengingar Dalvegar og Reykjanesbrautar við Dalveg 22-28.“
  Hjördís Ýr Johnson, Kristinn Dagur Gissurarson, Andri Steinn Hilmarsson og Gunnar Sær Ragnarsson

  Bókun:
  „Heildarbyggingarmagn á lóð við Dalveg 32 eykst úr 9.300 m² í 18.618 m². Fram kemur að í umferðargreiningu VSÓ að heildarbyggingarmagn fyrir Dalveg 32 sé 16.000 m². Þetta eru upplýsingar sem lagðar eru fyrir fundinn.“
  Theódóra S. Þorsteinsdóttir.
  Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 6 atkvæðum gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur og hjásetu Kolbeins Reginssonar, Helgu Jóndóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur og Bergljótar Kristinsdóttur.

Önnur mál fundargerðir

11.24042861 - Fundargerð 23. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnaness frá 29.04.2024

Fundargerð 23. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnaness frá 29.04.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.2405075 - Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 18.04.2024

Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 18.04.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.2405056 - Fundargerð 391. fundar stjórnar Strætó frá 02.04.2024

Fundargerð 391. fundar stjórnar Strætó frá 02.04.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.2405196 - Fundargerð 392. fundar stjórnar Strætó frá 29.04.2024

Fundargerð 392. fundar stjórnar Strætó frá 29.04.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.24051486 - Fundargerð 127. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 03.05.2024

Fundargerð 127. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 03.05.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.24051260 - Fundargerð 578. fundar stjórnar SSH frá 06.05.2024

Fundargerð 578. fundar stjórnar SSH frá 06.05.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.24052290 - Fundargerð 260. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 19.04.2024

Fundargerð 260. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 19.04.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.2405012F - Leikskólanefnd - 163. fundur frá 23.05.2024

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 20:01.