Málið var tekið fyrir á 3174. fundi bæjarráðs og er nú tekið fyrir að nýju sem dagskrármál í bæjarstjórn að beiðni bæjarstjóra.
Afgreiðsla 3174. fundar bæjarráðs:
Frá bæjarstjóra, lagt fram erindi bæjarstjóra varðandi hlutverk bæjarráðs og bæjarstjóra við gerð ársreiknings.
Sigurbjörg Egilsdóttir, Bergljót Kristjánsdóttir, Thelma Bergmann Árnadóttir og Einar Örn Þorvarðarson óska eftir að dagskrárliðnum verði frestað til næsta fundar vegna fjarveru Helgu Jónsdóttur.
Tillögunni er hafnað með þrem atkvæðum Orra Hlöðverssonar, Andra Steins Hilmarsson og Hjördísar Ýr Johnson.
Málið er lagt fram.
,,Á síðasta fundi bæjarstjórnar Kópavogs voru settar fram alvarlegar ásakanir á opinberum vettvangi um verklagið við gerð og samþykkt ársreiknings.
Eðli málsins samkvæmt verður að svara þessum ásökunum á sama vettvangi, strax á næsta fundi bæjarstjórnar. Með því að fallast á tillögu minnihlutans um frestun verður ekki unnt að ræða málið á fundi bæjarstjórnar 28. júní nk. og því getur meirihlutinn ekki orðið við þeirri beiðni.
Hjördís Ýr Johnson, Orri Hlöðversson, Ásdís Kristjánsdóttir og Andri Steinn Hilmarsson"
Fundarhlé hófst kl. 18:00, fundi fram haldið kl. 18:22