Bæjarstjórn

1322. fundur 10. júní 2025 kl. 16:00 - 17:35 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson, aðalmaður boðaði forföll og Hanna Carla Jóhannsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Sigrún Bjarnadóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Orri Vignir Hlöðversson aðalmaður
  • Björg Baldursdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Önnur mál fundargerðir

1.2505023F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 419. fundur frá 23.05.2025

Fundargerð í tíu liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

2.2505021F - Bæjarráð - 3217. fundur frá 05.06.2025

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.
  • 2.3 2506407 Úthlutun lóða Hlíðarhvarf 2-4
    Frá yfirlögfræðingi, tillaga um að lóðunum Hlíðarhvarfi 2 og 4 verði úthlutað til Kópavogsbrautar ehf. Niðurstaða Bæjarráð - 3217 Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur að leggja til við bæjarstjórn að parhúsalóðunum Hlíðarhvarfi 2 og 4 verði úthlutað til Kópavogsbrautar ehf. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum og hjásetu Kolbeins Reginssonar, Helgu Jónsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur og Sigurbjargar E. Egilsdóttur að parhúsalóðunum Heiðarhvarfi 2 og 4 verði úthlutað til Kópavogsbrautar ehf.
  • 2.4 2506404 Úthlutun lóða Heiðarhvarf 5 - 7
    Frá yfirlögfræðingi, tillaga um að lóðuðunum Heiðarhvarfi 5 og 7 verði úthlutað til Fagrahúss ehf. Niðurstaða Bæjarráð - 3217 Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur að leggja til við bæjarstjórn að parhúsalóðunum Heiðarhvarfi 5 og 7 verði úthlutað til Fagrahúss ehf. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum og hjásetu Kolbeins Reginssonar, Helgu Jónsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur og Sigurbjargar E. Egilsdóttur að parhúsalóðunum Heiðarhvarfi 5 og 7 verði úthlutað til Fagrahúss ehf.
  • 2.5 25042590 Úthlutun lóðar Hæðarhvarf 6
    Frá yfirlögfræðingi, umsögn um beiðni lóðarhafa Hæðarhvarfs 6 um framsal lóðarréttinda. Niðurstaða Bæjarráð - 3217 Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur að leggja til við bæjarstjórn að lóðinni Hæðarhvarfi 6 verði úthlutað til BK10 ehf. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum og hjásetu Kolbeins Reginssonar, Helgu Jónsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur og Sigurbjargar E. Egilsdóttur að lóðinni Heiðarhvarfi 6 verði úthlutað til BK10 ehf.

Önnur mál fundargerðir

3.2506007F - Forsætisnefnd - 240. fundur frá 05.06.2025

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

4.2505012F - Lýðheilsu- og íþróttanefnd - 4. fundur frá 22.05.2025

Fundargerð í 35 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

5.2505030F - Menntaráð - 145. fundur frá 03.06.2025

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.2505024F - Ungmennaráð - 53. fundur frá 26.05.2025

Fundargerð tveimur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.2505029F - Innkaupanefnd - 5. fundur frá 02.06.2025

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.2505016F - Skipulags- og umhverfisráð - 9. fundur frá 02.06.2025

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.
  • 8.3 2208454 Kársnes þróunarsvæði. Rammahluti aðalskipulags.
    Lögð fram tillaga umhverfissviðs dags. 29.maí 2025 að rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040 fyrir þróunarsvæðið (ÞR-1) á vestanverðu Kársnesi. Tillagan er unnin af ALTA og Kópavogsbæ. Viðfangsefni tillögunnar snýr einkum að áframhaldandi þróun svæðisins með sérstakri áherslu á gæði byggðar, góðar samgöngutengingar m.a. fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og almenningsrými. Tillagan var kynnt á vinnslustigi frá 16.janúar til 21. febrúar 2025. Tillögunni fylgir greining á áhrifum á stofnvegakerfið í dags. 16. maí 2025, sem VSÓ ráðgjöf vann, ásamt umferðargreiningu dags. 13. desember 2024.
    Þá er einnig lagt fram minnisblað dags. 30. maí 2025 um þróun og breytingar á tillögunni frá kynningu á vinnslustigi.
    Halldóra Hrólfsdóttir skipulagsráðgjafi frá Alta gerði grein fyrir erindinu og Ragnar Þór Þrastarson ráðgjafi frá VSÓ sat fyrir svörum.
    Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri tók sæti á fundinum undir þessum lið.
    Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 9 Samþykkt með sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Andra Steins Hilmarssonar, Guðjóns Inga Guðmundssonar, Leós Snæs Péturssonar, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar að framlögð tillaga verði auglýst með vísan til 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Kristinn Dagur Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 11 atkvæðum.
  • 8.6 2505604 Kársnesbraut 108. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram umsókn Lárusar Kristins Ragnarssonar arkitekts og Hrafnkels Odda Guðjónssonar lögmanns f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 108 við Kársnesbraut dags. 6. maí 2025 um breytingu á deiliskipulaginu „Hafnarbraut 2-10, Kársnesbraut 108-114“ fyrir lóðina nr. 108 við Kársnesbraut. Í breytingunni felst að breyta atvinnuhúsnæði á 2. hæð í íbúðarhúsnæði. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 12. maí 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnisstjóra og var erindið lagt fram að nýju á embættisafgreiðslufundi þann 26. maí 2025 og var því vísað til skpipulags- og umhverfisráðs.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. maí 2025.
    Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 9 Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 30. maí 2025. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 11 atkvæðum.
  • 8.7 24091148 Breiðahvarf 2. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram til afgreiðslu, að lokinni auglýsingu tillaga skipulagsdeildar dags. 3. október 2024 að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2 við Breiðahvarf. Flatarmál lóðarinnar er 4919 m² og á henni er einbýlishús á tveimur hæðum. Í breytingunni felst að skipta lóðinni upp sex lóðir. Lóðin þar sem húsið stendur í dag mun því minnka og vestan við hana er gert ráð fyrir nýrri einbýlishúsalóð með nýtingarhlutfallið 0,23. Til suðurs er gert ráð fyrir fjórum nýjum lóðum fyrir parhús með nýtingarhlutfallið 0,43. Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:500 dags. 3. október 2024. Minnisblaði skipulagsdeildar dags. 4. október 2024.
    Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 7. október 2024 var samþykkt að auglýsa tillöguna. Tillagan var auglýst frá 27. febrúar til 21. maí 2025, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 9 Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

9.25053676 - Fundargerð 34. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness frá 26.05.2025

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.25052599 - Fundargerð 607. fundar stjórnar SSH frá 19.05.2025

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.25053608 - Fundargerð 138. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar frá 16.05.2025

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.25053609 - Fundargerð 427. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 21.05.2025

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Önnur mál fundargerðir

13.25052784 - Fundargerð 407. fundar stjórnar Strætó frá 09.05.2025

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:35.