Bæjarstjórn

1323. fundur 24. júní 2025 kl. 16:00 - 17:41 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir aðalmaður
  • Orri Vignir Hlöðversson, aðalmaður boðaði forföll og Gunnar Sær Ragnarsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Björg Baldursdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Thelma Bergmann Árnadóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Kolbeinn Reginsson, aðalmaður boðaði forföll og Þórarinn Hjörtur Ævarsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir yfirlögfræðingur
Dagskrá

Önnur mál fundargerðir

1.2506003F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 420. fundur frá 06.06.2025

Fundargerð í 15 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

2.2506008F - Bæjarráð - 3218. fundur frá 12.06.2025

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

3.2506011F - Bæjarráð - 3219. fundur frá 19.06.2025

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.
  • 3.2 25041007 Útboð lóðar undir atvinnuhúsnæði. Urðarhvarf 12
    Frá yfirlögfræðingi, breyttir úthlutunarskilmálar vegna lóðarinnar Urðarhvarfs 12. Niðurstaða Bæjarráð - 3219 Bæjarráð vísar með þremur atkvæðum, gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur og hjásetu Thelmu B. Árnadóttur framlögðum drögum að úthlutunarskilmálum lóðarinnar Urðarhvarfs 12 til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur, Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, Thelmu B. Árnadóttur og Þórarins Ævarssonar framlögðum drög að úthlutunarskilmálum lóðarinnar Urðarhvarfs 12.
  • 3.3 25031774 Úthlutun Vatnsendahvarfs 3. áfangi - einbýlishúsalóðir
    Tillaga dags. 12. júní 2025 að úthlutun einbýlishúsalóða við göturnar Sólarhvarf, Skýjahvarf, Skyggnishvarf og Skírnishvarf í Vatnsendahvarfi. Niðurstaða Bæjarráð - 3219 Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Thelmu B. Árnadóttur tillögu að úthlutun einbýlishúsalóða við Sólarhvarf Skýjahvarf, Skyggnishvarf og Skírnishvarf fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur, Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, Thelmu B. Árnadóttur og Þórarins Ævarssonar að tillögu að úthlutun einbýlishúsalóða við Sólarhvarf Skýjahvarf, Skyggnishvarf og Skírnishvarf.
  • 3.4 25031774 Úthlutun Vatnsendahvarfs 3. áfangi - parhúsalóðir.
    Tillaga dags. 13. júní 2025 að úthlutun parhúsalóða við Stöðvarhvarf og Skírnishvarf í Vatnsendahvarfi. Niðurstaða Bæjarráð - 3219 Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Thelmu B. Árnadóttur tillögu að úthlutun parhúsalóða við Stöðvarhvarf og Skírnishvarf fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur, Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, Thelmu B. Árnadóttur og Þórarins Ævarssonar að tillögu að úthlutun parhúsalóða við Stöðvarhvarf og Skírnishvarf.
  • 3.5 2504549 Erindisbréf skipulags- og umhverfisráðs.
    Lagt fram uppfært erindisbréf skipulags- og umhverfisráðs til samþykktar bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð - 3219 Bæjarráð vísar drögum að erindisbréfi skipulags- og umhverfisráðs til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagt erindisbréf skipulags- og umhverfisráðs.
  • 3.6 25032722 Erindisbréf lýðheilsu- og íþróttanefndar
    Lagt fram uppfært erindisbréf lýðheilsu- og íþróttanefndar til samþykktar bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð - 3219 Bæjarráð vísar drögum að erindisbréfi lýðheilsu- og íþróttanefndar til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Theodóra S. Þorsteinsdóttir leggur til að erindisbréfinu verði vísað til umsagnar lýðheilsufulltrúa bæjarins.

    Tillögunni er hafnað með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur, Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, Thelmu B. Árnadóttur og Þórarins Ævarssonar.


    Hlé er gert á fundi kl. 16:42. Fundi framhaldið kl. 16:49.


    Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum framlagt erindisbréf lýðheilsu- og íþróttanefndar, gegn atkvæðum Theodóru S. Þorsteinsdóttur, Bergljótu Kristinsdóttur og Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, Thelmu B. Árnadóttur og Þórarins Ævarssonar sitja hjá.

    Hlé var gert á fundi kl. 17:00 og fundi framhaldið kl. 17:31


    Undirrituð samþykkja ekki erindisbréf nefndarinnar í fyrirliggjandi mynd. Við teljum óásættanlegt að áheyrnarfulltrúar hafi hvorki tillögurétt né atkvæðisrétt í störfum nefndarinnar, enda dregur það úr lýðræðislegri þátttöku og möguleikum fulltrúa allra framboða til að hafa áhrif á ákvarðanatöku. Lýðræðisleg vinnubrögð krefjast þess að allir kjörnir fulltrúar, hvort sem þeir eiga sæti með atkvæðisrétt eða sem áheyrnarfulltrúar, geti komið sjónarmiðum sínum á framfæri á formlegan hátt. Fulltrúar þeirra flokka sem undirrita þessa bókun lögðu í samráðsferli fram tillögur um að áheyrnarfulltrúar fengju tillögu- og bókunarrétt, en án árangurs. Við hvetjum til endurskoðunar á erindisbréfinu með það að markmiði að tryggja virka og málefnalega þátttöku allra fulltrúa í nefndarstarfi bæjarins.

    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,
    Theodóra S. Þorsteinsdóttir,
    Bergljót Kristinsdóttir,
    Thelma B. Árnadóttir,
    Þórarinn Ævarsson.

    Erindisbréfið er í fullu samræmi við bæjarmálasamþykkt Kópavogsbæjar sem var samþykkt með öllum 11 atkvæðum bæjarstjórnar 26. nóvember 2024, en í 40. gr. bæjarmálasamþykktarinnar segir: „Áheyrnarfulltrúi hefur ekki tillögurétt eða rétt til að leggja fram bókun nema í bæjarráði, skipulagsráði, menntaráði og velferðarráði“.

    Ásdís Kristjánsdóttir
    Hjördís Ýr Johnson
    Andri Steinn Hilmarsson
    Björg Baldursdóttir
    Elísabet Sveinsdóttir
    Gunnar Sær Ragnarsson




  • 3.7 2503189 Erindisbréf innkaupanefndar
    Lagt fram uppfært erindisbréf innkaupanefndar til samþykktar bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð - 3219 Bæjarráð vísar breytingum að erindisbréfi innkaupanefndar til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum framlagt erindibréf innkaupanefndar, gegn atkvæðum Theodóru S. Þorsteinsdóttur, Bergljótu Kristinsdóttur, Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, Thelmu B. Árnadóttir og Þórarinn Ævarsson sitja hjá.


    Undirrituð samþykkja ekki erindisbréf nefndarinnar í fyrirliggjandi mynd. Við teljum óásættanlegt að áheyrnarfulltrúar hafi hvorki tillögurétt né atkvæðisrétt í störfum nefndarinnar, enda dregur það úr lýðræðislegri þátttöku og möguleikum fulltrúa allra framboða til að hafa áhrif á ákvarðanatöku. Lýðræðisleg vinnubrögð krefjast þess að allir kjörnir fulltrúar, hvort sem þeir eiga sæti með atkvæðisrétt eða sem áheyrnarfulltrúar, geti komið sjónarmiðum sínum á framfæri á formlegan hátt. Fulltrúar þeirra flokka sem undirrita þessa bókun lögðu í samráðsferli fram tillögur um að áheyrnarfulltrúar fengju tillögu- og bókunarrétt, en án árangurs. Við hvetjum til endurskoðunar á erindisbréfinu með það að markmiði að tryggja virka og málefnalega þátttöku allra fulltrúa í nefndarstarfi bæjarins.

    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,
    Theodóra S. Þorsteinsdóttir,
    Bergljót Kristinsdóttir,
    Thelma B. Árnadóttir
    Þórarinn Ævarsson.


    Erindisbréfið er í fullu samræmi við bæjarmálasamþykkt Kópavogsbæjar sem var samþykkt með öllum 11 atkvæðum bæjarstjórnar 26. nóvember 2024, en í 40. gr. bæjarmálasamþykktarinnar segir: „Áheyrnarfulltrúi hefur ekki tillögurétt eða rétt til að leggja fram bókun nema í bæjarráði, skipulagsráði, menntaráði og velferðarráði“.

    Ásdís Kristjánsdóttir
    Hjördís Ýr Johnson
    Andri Steinn Hilmarsson
    Björg Baldursdóttir
    Elísabet Sveinsdóttir
    Gunnar Sær Ragnarsson

  • 3.8 2309103 Erindisbréf menntaráðs
    Lagt fram uppfært erindisbréf menntaráðs til samþykktar bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð - 3219 Bæjarráð vísar breytingum að erindisbréfi menntaráðs til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða

    Afgreiðslu frestað með 10 atkvæðum og vísað til fullnaðar afgreiðslu bæjarráðs 3. júlí nk. Þórarinn Ævarsson situr hjá.
  • 3.9 25031854 Erindisbréf menningar- og mannlífsnefndar
    Lagt fram uppfært erindisbréf menningar- og mannlífsnefndar til samþykktar bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð - 3219 Bæjarráð vísar drögum að erindisbréfi menningar- og mannlífsnefndar til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum framlagt erindisbréf menningar- og mannlífsnefndar, gegn atkvæðum Theodóru S. Þorsteinsdóttur, Bergljótu Kristinsdóttur Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, Thelmu B. Árnadóttur og Þórarins Ævarssonar.

    Undirrituð samþykkja ekki erindisbréf nefndarinnar í fyrirliggjandi mynd. Við teljum óásættanlegt að áheyrnarfulltrúar hafi hvorki tillögurétt né atkvæðisrétt í störfum nefndarinnar, enda dregur það úr lýðræðislegri þátttöku og möguleikum fulltrúa allra framboða til að hafa áhrif á ákvarðanatöku. Lýðræðisleg vinnubrögð krefjast þess að allir kjörnir fulltrúar, hvort sem þeir eiga sæti með atkvæðisrétt eða sem áheyrnarfulltrúar, geti komið sjónarmiðum sínum á framfæri á formlegan hátt. Fulltrúar þeirra flokka sem undirrita þessa bókun lögðu í samráðsferli fram tillögur um að áheyrnarfulltrúar fengju tillögu- og bókunarrétt, en án árangurs. Við hvetjum til endurskoðunar á erindisbréfinu með það að markmiði að tryggja virka og málefnalega þátttöku allra fulltrúa í nefndarstarfi bæjarins.

    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,
    Theodóra S. Þorsteinsdóttir,
    Bergljót Kristinsdóttir,
    Thelma B. Árnadóttir,
    Þórarinn Ævarsson.

    Erindisbréfið er í fullu samræmi við bæjarmálasamþykkt Kópavogsbæjar sem var samþykkt með öllum 11 atkvæðum bæjarstjórnar 26. nóvember 2024, en í 40. gr. bæjarmálasamþykktarinnar segir: „Áheyrnarfulltrúi hefur ekki tillögurétt eða rétt til að leggja fram bókun nema í bæjarráði, skipulagsráði, menntaráði og velferðarráði“.

    Ásdís Kristjánsdóttir
    Hjördís Ýr Johnson
    Andri Steinn Hilmarsson
    Björg Baldursdóttir
    Elísabet Sveinsdóttir
    Gunnar Sær Ragnarsson
  • 3.10 25061252 Erindisbréf leikskólanefndar
    Lagt fram uppfært erindisbréf leikskólanefndar til samþykktar bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð - 3219 Bæjarráð vísar breytingum að erindisbréfi leikskólanefndar til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Afgreiðslu frestað með 10 atkvæðum og vísað til fullnaðar afgreiðslu bæjarráðs 3. júlí nk. Þórarinn Ævarsson situr hjá.

Önnur mál fundargerðir

4.2506012F - Forsætisnefnd - 241. fundur frá 19.06.2025

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

5.2506004F - Skipulags- og umhverfisráð - 10. fundur frá 16.06.2025

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.
  • 5.4 25022517 Umhverfisviðurkenningar: Gata ársins 2025
    Lagðar fram tilnefningar til götu ársins í Kópavogi árið 2025.
    Karen Jónasdóttir verkefnastjóri umhverfismála gerði grein fyrir erindinu.
    Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 10 Tillaga að götu ársins í Kópavogi 2025 samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 11 atkvæðum.
  • 5.5 25061031 Vatnsendahlíð, Vatnsvík og Kjóavellir. Skipulagslýsing.
    Lögð fram skipulagslýsing dags. 13. júní 2025, sbr. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna breytingar á Aðalskipulagi Kópavogs 2019 - 2040, breytingar á deiliskipulagi Vatnsendahlíðar Þing, samþykkt. dags. 13. janúar 2009 m.s.br., fyrir nýtt deiliskipulag Vatnsvíkur og breytingar á deiliskipulagi Kjóavalla, samþykkt dags. 8. júlí 2008 m.s.br. Skipulagslýsing er unnin af Kópavogsbæ. Skipulagslýsing fjallar um áform um að breyta skipulagi til að skipuleggja samfellda og vistvæna íbúðabyggð í Vatnsendahlíð og Vatnsvík, í góðum tengslum við núverandi byggð og innviði. Einnig er fjallað um áform um að lagt verði mát á þörf og fyrirkomulag uppbyggingar þjónustumiðstöðvar og hún eftir atvikum skipulögð við Kjóavelli. Einnig lögð fram samráðsáæltun sem er viðauki skipulagslýsingar dags. 10. júní 2025.
    Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 10 Samþykkt með vísan til 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð skipulagslýsing dags. 13. júní 2025 verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

6.2506856 - Fundargerð 608. fundar stjórnar SSH frá 02.06.2025

Fundargerð 608. fundar stjórnar SSH frá 02.06.2025.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.2506497 - Fundargerð 980. fundar stjórnar Samband íslenskra sveitarfélaga frá 27.05.2025

Fundargerð 980. fundar stjórnar Samband íslenskra sveitarfélaga frá 27.05.2025.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.25061220 - Fundargerð 516. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 14.05.2025

Fundargerð 516. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 14.05.2025.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.25061352 - Fundargerð 271. fundar stjórnar frá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisns 25.04.2025

Fundargerð 271. fundar stjórnar frá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisns 25.04.2025.
Lagt fram.

Kosningar

10.2206315 - Kosning forseta bæjarstjórnar 2022-2026

Kosning forseta bæjarstjórnar til eins árs.
Björg Baldursdóttir var kosin forseti bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.

Kosningar

11.2206316 - Kosning 2. varaforseta 2022 - 2026

Kosning 2. varaforseta bæjarstjórnar.
Elísabet Sveinsdóttir var kosin 2. varaforseti með 11 atkvæðum.

Kosningar

12.25061249 - Sumarleyfi bæjarstjórnar 2025 - fundafyrirkomulag bæjarráðs

Tillaga um að sumarleyfi bæjarstjórnar hefjist að loknum yfirstandandi bæjarstjórnarfundi. Sumarleyfið standi til og með 15. ágúst 2024. Bæjarráði er falið umboð bæjarstjórnar á sumarleyfistíma hennar. Fundir bæjarráðs verði 3. júlí, 17. júlí og 7. ágúst. Fyrsti fundur bæjarstjórnar að loknu sumarleyfi verði þriðjudaginn 26. ágúst.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 17:41.