Fundargerð í 15 liðum.
3.2
25041007
Útboð lóðar undir atvinnuhúsnæði. Urðarhvarf 12
Niðurstaða Bæjarráð - 3219
Bæjarráð vísar með þremur atkvæðum, gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur og hjásetu Thelmu B. Árnadóttur framlögðum drögum að úthlutunarskilmálum lóðarinnar Urðarhvarfs 12 til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur, Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, Thelmu B. Árnadóttur og Þórarins Ævarssonar framlögðum drög að úthlutunarskilmálum lóðarinnar Urðarhvarfs 12.
3.3
25031774
Úthlutun Vatnsendahvarfs 3. áfangi - einbýlishúsalóðir
Niðurstaða Bæjarráð - 3219
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Thelmu B. Árnadóttur tillögu að úthlutun einbýlishúsalóða við Sólarhvarf Skýjahvarf, Skyggnishvarf og Skírnishvarf fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur, Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, Thelmu B. Árnadóttur og Þórarins Ævarssonar að tillögu að úthlutun einbýlishúsalóða við Sólarhvarf Skýjahvarf, Skyggnishvarf og Skírnishvarf.
3.4
25031774
Úthlutun Vatnsendahvarfs 3. áfangi - parhúsalóðir.
Niðurstaða Bæjarráð - 3219
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Thelmu B. Árnadóttur tillögu að úthlutun parhúsalóða við Stöðvarhvarf og Skírnishvarf fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur, Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, Thelmu B. Árnadóttur og Þórarins Ævarssonar að tillögu að úthlutun parhúsalóða við Stöðvarhvarf og Skírnishvarf.
3.5
2504549
Erindisbréf skipulags- og umhverfisráðs.
Niðurstaða Bæjarráð - 3219
Bæjarráð vísar drögum að erindisbréfi skipulags- og umhverfisráðs til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagt erindisbréf skipulags- og umhverfisráðs.
3.6
25032722
Erindisbréf lýðheilsu- og íþróttanefndar
Niðurstaða Bæjarráð - 3219
Bæjarráð vísar drögum að erindisbréfi lýðheilsu- og íþróttanefndar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Theodóra S. Þorsteinsdóttir leggur til að erindisbréfinu verði vísað til umsagnar lýðheilsufulltrúa bæjarins.
Tillögunni er hafnað með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur, Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, Thelmu B. Árnadóttur og Þórarins Ævarssonar.
Hlé er gert á fundi kl. 16:42. Fundi framhaldið kl. 16:49.
Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum framlagt erindisbréf lýðheilsu- og íþróttanefndar, gegn atkvæðum Theodóru S. Þorsteinsdóttur, Bergljótu Kristinsdóttur og Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, Thelmu B. Árnadóttur og Þórarins Ævarssonar sitja hjá.
Hlé var gert á fundi kl. 17:00 og fundi framhaldið kl. 17:31
Undirrituð samþykkja ekki erindisbréf nefndarinnar í fyrirliggjandi mynd. Við teljum óásættanlegt að áheyrnarfulltrúar hafi hvorki tillögurétt né atkvæðisrétt í störfum nefndarinnar, enda dregur það úr lýðræðislegri þátttöku og möguleikum fulltrúa allra framboða til að hafa áhrif á ákvarðanatöku. Lýðræðisleg vinnubrögð krefjast þess að allir kjörnir fulltrúar, hvort sem þeir eiga sæti með atkvæðisrétt eða sem áheyrnarfulltrúar, geti komið sjónarmiðum sínum á framfæri á formlegan hátt. Fulltrúar þeirra flokka sem undirrita þessa bókun lögðu í samráðsferli fram tillögur um að áheyrnarfulltrúar fengju tillögu- og bókunarrétt, en án árangurs. Við hvetjum til endurskoðunar á erindisbréfinu með það að markmiði að tryggja virka og málefnalega þátttöku allra fulltrúa í nefndarstarfi bæjarins.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,
Theodóra S. Þorsteinsdóttir,
Bergljót Kristinsdóttir,
Thelma B. Árnadóttir,
Þórarinn Ævarsson.
Erindisbréfið er í fullu samræmi við bæjarmálasamþykkt Kópavogsbæjar sem var samþykkt með öllum 11 atkvæðum bæjarstjórnar 26. nóvember 2024, en í 40. gr. bæjarmálasamþykktarinnar segir: „Áheyrnarfulltrúi hefur ekki tillögurétt eða rétt til að leggja fram bókun nema í bæjarráði, skipulagsráði, menntaráði og velferðarráði“.
Ásdís Kristjánsdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson
Björg Baldursdóttir
Elísabet Sveinsdóttir
Gunnar Sær Ragnarsson
3.7
2503189
Erindisbréf innkaupanefndar
Niðurstaða Bæjarráð - 3219
Bæjarráð vísar breytingum að erindisbréfi innkaupanefndar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum framlagt erindibréf innkaupanefndar, gegn atkvæðum Theodóru S. Þorsteinsdóttur, Bergljótu Kristinsdóttur, Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, Thelmu B. Árnadóttir og Þórarinn Ævarsson sitja hjá.
Undirrituð samþykkja ekki erindisbréf nefndarinnar í fyrirliggjandi mynd. Við teljum óásættanlegt að áheyrnarfulltrúar hafi hvorki tillögurétt né atkvæðisrétt í störfum nefndarinnar, enda dregur það úr lýðræðislegri þátttöku og möguleikum fulltrúa allra framboða til að hafa áhrif á ákvarðanatöku. Lýðræðisleg vinnubrögð krefjast þess að allir kjörnir fulltrúar, hvort sem þeir eiga sæti með atkvæðisrétt eða sem áheyrnarfulltrúar, geti komið sjónarmiðum sínum á framfæri á formlegan hátt. Fulltrúar þeirra flokka sem undirrita þessa bókun lögðu í samráðsferli fram tillögur um að áheyrnarfulltrúar fengju tillögu- og bókunarrétt, en án árangurs. Við hvetjum til endurskoðunar á erindisbréfinu með það að markmiði að tryggja virka og málefnalega þátttöku allra fulltrúa í nefndarstarfi bæjarins.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,
Theodóra S. Þorsteinsdóttir,
Bergljót Kristinsdóttir,
Thelma B. Árnadóttir
Þórarinn Ævarsson.
Erindisbréfið er í fullu samræmi við bæjarmálasamþykkt Kópavogsbæjar sem var samþykkt með öllum 11 atkvæðum bæjarstjórnar 26. nóvember 2024, en í 40. gr. bæjarmálasamþykktarinnar segir: „Áheyrnarfulltrúi hefur ekki tillögurétt eða rétt til að leggja fram bókun nema í bæjarráði, skipulagsráði, menntaráði og velferðarráði“.
Ásdís Kristjánsdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson
Björg Baldursdóttir
Elísabet Sveinsdóttir
Gunnar Sær Ragnarsson
3.8
2309103
Erindisbréf menntaráðs
Niðurstaða Bæjarráð - 3219
Bæjarráð vísar breytingum að erindisbréfi menntaráðs til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Afgreiðslu frestað með 10 atkvæðum og vísað til fullnaðar afgreiðslu bæjarráðs 3. júlí nk. Þórarinn Ævarsson situr hjá.
3.9
25031854
Erindisbréf menningar- og mannlífsnefndar
Niðurstaða Bæjarráð - 3219
Bæjarráð vísar drögum að erindisbréfi menningar- og mannlífsnefndar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum framlagt erindisbréf menningar- og mannlífsnefndar, gegn atkvæðum Theodóru S. Þorsteinsdóttur, Bergljótu Kristinsdóttur Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, Thelmu B. Árnadóttur og Þórarins Ævarssonar.
Undirrituð samþykkja ekki erindisbréf nefndarinnar í fyrirliggjandi mynd. Við teljum óásættanlegt að áheyrnarfulltrúar hafi hvorki tillögurétt né atkvæðisrétt í störfum nefndarinnar, enda dregur það úr lýðræðislegri þátttöku og möguleikum fulltrúa allra framboða til að hafa áhrif á ákvarðanatöku. Lýðræðisleg vinnubrögð krefjast þess að allir kjörnir fulltrúar, hvort sem þeir eiga sæti með atkvæðisrétt eða sem áheyrnarfulltrúar, geti komið sjónarmiðum sínum á framfæri á formlegan hátt. Fulltrúar þeirra flokka sem undirrita þessa bókun lögðu í samráðsferli fram tillögur um að áheyrnarfulltrúar fengju tillögu- og bókunarrétt, en án árangurs. Við hvetjum til endurskoðunar á erindisbréfinu með það að markmiði að tryggja virka og málefnalega þátttöku allra fulltrúa í nefndarstarfi bæjarins.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,
Theodóra S. Þorsteinsdóttir,
Bergljót Kristinsdóttir,
Thelma B. Árnadóttir,
Þórarinn Ævarsson.
Erindisbréfið er í fullu samræmi við bæjarmálasamþykkt Kópavogsbæjar sem var samþykkt með öllum 11 atkvæðum bæjarstjórnar 26. nóvember 2024, en í 40. gr. bæjarmálasamþykktarinnar segir: „Áheyrnarfulltrúi hefur ekki tillögurétt eða rétt til að leggja fram bókun nema í bæjarráði, skipulagsráði, menntaráði og velferðarráði“.
Ásdís Kristjánsdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson
Björg Baldursdóttir
Elísabet Sveinsdóttir
Gunnar Sær Ragnarsson
3.10
25061252
Erindisbréf leikskólanefndar
Niðurstaða Bæjarráð - 3219
Bæjarráð vísar breytingum að erindisbréfi leikskólanefndar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Afgreiðslu frestað með 10 atkvæðum og vísað til fullnaðar afgreiðslu bæjarráðs 3. júlí nk. Þórarinn Ævarsson situr hjá.