Bæjarstjórn

1324. fundur 26. ágúst 2025 kl. 16:00 - 20:31 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson, aðalmaður boðaði forföll og Sigrún Bjarnadóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir aðalmaður
  • Orri Vignir Hlöðversson aðalmaður
  • Björg Baldursdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Önnur mál fundargerðir

1.2508003F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 425. fundur frá 15.08.2025

Fundargerð í fjórum liðum.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerð byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

2.2508004F - Bæjarráð - 3223. fundur frá 21.08.2025

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.
  • 2.2 25031723 Gjaldskrár 2025
    Frá deildarstjóra leikskóladeildar, dags. 18.08.2025, lögð fram tillaga að hækkun systkinafsláttar. Niðurstaða Bæjarráð - 3223 Gestir véku af fundi kl. 8:43

    Umræður.

    Bæjarráð samþykkir að vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar, endurskoðað kostnaðarmat í samræmi við umræðu á fundi bæjarráðs mun liggja fyrir fundi bæjarstjórnar.

    Bókun:
    Frá því að Kópavogsmódelið var innleitt hefur það verið þróað í samræmi við þarfir á hverjum tíma í þeirri viðleitni að sníða það betur að notendum þess. Aukinn systkinaafsláttur er liður í þeirri þróun og léttir undir með þeim foreldrum sem eiga fleiri en eitt barn. Með þessari breytingu er verið að bregðast við og koma til móts við ábendingar og þarfir fjölskyldna í Kópavogi.

    Hjördís Ýr Johnson
    Andri Steinn Hilmarsson
    Björg Baldursdóttir
    Niðurstaða Bæjarstjórn vísar málinu til frekari umfjöllunar í bæjarráði.
  • 2.3 25043169 Silfursmári 1-7. Óveruleg breyting á aðalskipulagi
    Lögð er fram tillaga umhverfissviðs að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040, dags. 3. júlí 2025, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga er unnin af Kópavogsbæ. Breytingin felur í sér að skilmálar fyrir hámarkshæðir húsa við Silfursmára 1-7 eru hækkaðar í allt að 11 hæðir, sú efsta inndregin. Samhliða breytingu á aðalskipulagi er lögð fram breyting á deiliskipulagi fyrir lóðina.
    Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 11
    Fundarhlé kl. 15:34, fundi fram haldið kl. 15:37.

    Samþykkt með vísan til 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða
    Bæjarráð frestar málinu og óskar eftir kynningu frá skipulagsdeild á tillögunni.
    Niðurstaða Bæjarráð - 3223 Gestur vék af fundi kl. 8:51.

    Umræður.

    Bæjarráð samþykkir með 4 atkvæðum og hjásetu Helgu Jónsdóttur að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum gegn atkvæði Kolbeins Reginssonar og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Sigurbjargar E. Egilsdóttur framlagða tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040, dags. 3. júlí 2025, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • 2.4 2411179 Silfursmári 1-7. Breytt deiliskipulag.
    Lögð er fram tillaga Klasa að breytingu á deiliskipulagi fyrir Silfursmára 1-7, dags. 3. júlí 2025, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan felur í sér að byggðir verði allt að 22.970 m2 ofanjarðar af blandaðri byggð íbúða og atvinnuhúsnæðis þar sem verði allt að 80 íbúðir. Einnig er heimild fyrir allt að 20.000 m2 neðanjarðar. Hús eru almennt á bilinu 2-5 hæðir en það hæsta allt að 11 hæðir, sú efsta inndregin. Markmið með tillögunni er m.a. að styrkja enn frekar svæðiskjarnann í Smáranum og tengja saman 201 Smára og Smáralind þannig að miðsvæðin tengist með byggð og torgsvæðum. Hún felur í sér að íbúðum er fjölgað um 62 frá fyrra deiliskipulagi og stuðlar að auknum lífsgæðum með fjölbreyttu mannlífi, verslun og þjónustu. Tillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:000 dags. 2. júlí 2025 og aðskilinni greinargerð dags. 2. júlí 2025. Einnig lagt fram samgöngumat fyrir Silfursmára 1-7 unnið af VSÓ dags. 30. júní 2025 og minnisblað um frumathugun á vindafari unnið af Veðurvaktinni, dags. 11. nóv. 2025.
    Halldór Eiríksson arkitekt frá Tark, Svava Þorleifsdóttir landslagsarkitekt frá Landslagi, Smári Ólafsson umferðar- og samgönguverkfræðingur hjá VSÓ, og Sólveig Jóhannsdóttir frá Klasa gerðu grein fyrir erindinu.
    Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 11
    Guðjón I. Guðmundsson tók sæti á fundinum kl. 15:51.

    Samþykkt með vísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða
    Bæjarráð frestar málinu og óskar eftir kynningu frá skipulagsdeild á tillögunni.
    Niðurstaða Bæjarráð - 3223 Gestur vék af fundi kl. 8:51

    Umræður.

    Bæjarráð samþykkir með 4 atkvæðum og hjásetu Helgu Jónsdóttur að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum gegn atkvæði Kolbeins Reginssonar og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Sigurbjargar E. Egilsdóttur framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Silfursmára 1-7, dags. 3. júlí 2025, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • 2.8 2508362 Breytingar á stofnskjölum Almenningssamgangna ohf.
    Frá SSH, dags. 08.08.2025, lagt fram erindi varðandi breytingar á stofnskjölum Almenningssamgangna ohf. Niðurstaða Bæjarráð - 3223 Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagðar breytingar á stofnskjölum Almenningssamgangna ohf.

Önnur mál fundargerðir

3.2508011F - Forsætisnefnd - 242. fundur frá 21.08.2025

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

4.2506020F - Skipulags- og umhverfisráð - 12. fundur frá 18.08.2025

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.
  • 4.6 2508452 Bakkabraut 9-23. Svæði 8. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga umhverfissviðs dags. 5. ágúst 2025 að breytingu á deiliskipulagi Kársneshafnar fyrir lóðina nr. 9-23 við Bakkabraut, svæði 8 á þróunarsvæðinu á Kársnesi (ÞR-1). Í breytingunni felst breytt aðkoma að lóðinni, breytt fyrirkomulag bílastæða og djúpgáma. Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 12 Samþykkt með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi dags. 5. ágúst 2025 verði auglýst með sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar, Guðjóns Inga Guðmundssonar, Andrésar Péturssonar og Hákonar Gunnarssonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Helga Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 8 atkvæðum og hjásetu Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Sigurbjargar E. Egilsdóttur.
  • 4.8 2506982 Ný lóð milli Vatnsendabletta 509 og 510. Breytt aðal- og deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju erindi Sigurbjörns Þorbergssonar hrl. f.h. landeiganda dags. 26. apríl 2025 um skipulagningu lóðar fyrir einbýlishús á svæðinu milli Vatnsendabletts 509 og 510 með vísan til 2.2.4 gr. í eignarnámssátt Kópavogsbæjar og Þorsteins Hjaltested dags. 30 janúar 2007. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 7. júlí 2025 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa. Þá er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. ágúst 2025. Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 12 Hafnað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. ágúst 2025 með sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Andra Steins Hilmarssonar, Guðjóns Inga Guðmundssonar, Andrésar Péturssonar, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæði Kristins Dags Gissurarsonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

5.2508008F - Menntaráð - 146. fundur frá 19.08.2025

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Fundarhlé hófst kl. 17:15, fundi fram haldið kl. 17:25.
Fundarhlé hófst kl. 18:14, fundi fram haldið kl. 20:18

Bókun undir dagskrárlið nr. 3 í fundargerð ráðsins:
"Málefni grunnskólanna kalla á vandaða málsmeðferð og virðingu fyrir lýðræðislegu stjórnkerfi sveitarfélaga. Af máli bæjarstjóra má ráða að hana skorti skilning á hlutverki kjörinna fulltrúa og ábyrgð sinni sem framkvæmdastjóra sveitarfélagsins. Bæjarstjóri er ekki einn til ákvarðana heldur einn af ellefu fulltrúum sem fara sameiginlega með stjórn Kópavogsbæjar. Menntaráð fer með stefnumótun í skólamálum og bæjarráð fer með fjárheimildir og gerð fjárhagsáætlunar. Hlutverk bæjarstjóra er að tryggja að kjörnir fulltrúar hafi allar upplýsingar til að geta tekið ákvarðanir, ekki að kynna eigin hugmyndir beint fyrir foreldrum eða í fjölmiðlum áður en þær hafa fengið rétta málsmeðferð.

Tillögur að umbótum í grunnskólum hafa hvorki verið kostnaðarmetnar né þeim forgangsraðað í aðgerðaáætlun menntasviðs. Þær hafa ekki hlotið afgreiðslu í samræmi við samráðsferlið sem kynnt var í menntaráði og var grundvöllur stofnunar stýrihópsins. Samkvæmt verklaginu er það stýrihópur sem rýnir tillögur að lokinni vinnu sérfræðingateymis. Sú vinna er rétt að hefjast. Það er því ekki aðeins ótímabært heldur rangt að menntaráð afgreiði tillögurnar og að bæjarstjóri kynni þær opinberlega."

Sigurbjörg E. Egilsdóttir, Pírötum
Kolbeinn Reginsson, Vinum Kópavogs
Helga Jónsdóttir, Vinum Kópavogs
Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Viðreisn
Bergljót Kristinsdóttir, Samfylkingu


Bókun:
"Málsmeðferðin hefur verið vönduð og byggist á víðtæku samráði við skólasamfélagið. Því er það miður að fulltrúar minnihlutans geri lítið úr þeirri vinnu með því að persónugera, leggja ofuráherslu á og tortryggja aðkomu bæjarstjóra að málinu. Tillögurnar fóru sinn eðlilega farveg fyrir menntaráð sem hefur það hlutverk að móta stefnu í málefnum grunnskóla og þessar aðgerðir eru í takti við framtíð og stefnu skólastarfs til ársins 2030.
Lýðræðislegt hlutverk kjörinna fulltrúa er að taka ákvarðanir og koma aðgerðum í framkvæmd. Þessar tillögur hafa verið ræddar ítarlega og fulltrúar allra flokka, bæði í menntaráði og bæjarráði hafa haft fullt tækifæri til að koma sínum ábendingum og athugasemdum að."

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri Hlöðversson
Andri Steinn Hilmarsson
Björg Baldursdóttir
Elísabet Sveinsdóttir
Sigrún Bjarnadóttir


Bókun:
"Undirrituð gera ekki lítið úr þeirri vinnu sem skólasamfélagið hefur lagt í mótun tillagnanna. Hins vegar er ljóst að þær hafa ekki farið sinn eðlilega farveg. Samkvæmt samþykktu verklagi á stýrihópur að rýna tillögurnar þegar þær koma til baka úr sérfræðingateymi. Sú vinna er rétt að fara í gang og því algjörlega ótímabært að menntaráð afgreiði málið eða að bæjarstjóri kynni tillögurnar opinberlega.

Við ítrekum að bæjarstjóri er ráðinn framkvæmdastjóri sveitarfélagsins og á að vinna í umboði allra kjörinna fulltrúa sem bera ábyrgð gagnvart bæjarbúum. Framganga bæjarstjóra í þessu máli grefur undan lýðræðislegri ábyrgð."

Sigurbjörg E. Egilsdóttir, Pírötum
Kolbeinn Reginsson, Vinum Kópavogs
Helga Jónsdóttir, Vinum Kópavogs
Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Viðreisn
Bergljót Kristinsdóttir, Samfylkingu


Bókun:
"Það er ekkert eðlilegra en að bæjarstjóri, sem er forsvarsmaður bæjarins, kynni tillögur sem hafa verið samþykktar af menntaráði og fundargerðin opinber. Innleiðingarferlinu og útfærslum á tillögunum verður að sjálfsögðu fylgt eftir."

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri Hlöðversson
Andri Steinn Hilmarsson
Björg Baldursdóttir
Elísabet Sveinsdóttir
Sigrún Bjarnadóttir


Bókun:
"Í fundarboði menntaráðs voru tillögurnar lagðar fram til kynningar og umræðu en ekki afgreiðslu. Ferlið sem hér var fylgt er ekki í samræmi við það verklag sem kynnt var í menntaráði. Samkvæmt því er hlutverk stýrihópsins að „rýna og samþykkja tillögur sérfræðingateymis um innleiðingu umbótaverkefna, mælikvarða árangurs og tímaramma.“ Sú vinna hefur ekki farið fram og er því ótímabært að kynna tillögurnar sem samþykktar aðgerðir.

Auk þess er ljóst að endurskoðun menntaráðs á stefnum á að fara fram „í samræmi við ferli um mótun og endurmat stefna“ skv. erindisbréfi ráðsins. Hér hefur það ekki verið gert. Ennfremur verður að minna á að ekkert kostnaðarmat liggur fyrir og engar tillögur um fjárheimildir hafa komið fram."

Sigurbjörg E. Egilsdóttir, Pírötum
Kolbeinn Reginsson, Vinum Kópavogs
Helga Jónsdóttir, Vinum Kópavogs
Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Viðreisn
Bergljót Kristinsdóttir, Samfylkingu


Bókun:
"Það er ljóst að meiri- og minnihluti eru ekki sammála um ferlið í tengslum við menntatillögurnar. Mestu máli skiptir er að svo virðist sem samstaða sé efnislega um tillögurnar í bæjarstjórn, sem eru jákvæðar og til bóta fyrir skólastarfið í grunnskólum Kópavogsbæjar."

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri Hlöðversson
Andri Steinn Hilmarsson
Björg Baldursdóttir
Elísabet Sveinsdóttir
Sigrún Bjarnadóttir

Önnur mál fundargerðir

6.2508850 - Fundargerð 272. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 13.06.2025

Fundargerð 272. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 13.06.2025.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 20:31.