Bæjarstjórn

1327. fundur 14. október 2025 kl. 16:00 - 20:39 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson, aðalmaður boðaði forföll og Hanna Carla Jóhannsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir aðalmaður
  • Orri Vignir Hlöðversson aðalmaður
  • Björg Baldursdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Helga Þórólfsdóttir varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Kolbeinn Reginsson, aðalmaður boðaði forföll og Þórarinn Hjörtur Ævarsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.2402739 - Nónhæð. Nónsmári 1-17. Breytt deiliskipulag.

Á fundi bæjarráðs þann 17. júlí 2025 var samþykkt beiðni um endurupptöku á synjun bæjarstjórnar frá 12. mars 2024 á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Nónsmára 1-17, en beiðnin byggði m.a. á því að um hafi verið að ræða nýja tillögu sem frábrugðin hafi verið fyrri tillögum. Tillaga á breytingu á deiliskipulagi Nónsmára 1-17, samkvæmt umsókn Hrólfs Carls Cela, arkitekts dags. 12. febrúar 2024 er því til samræmis við framangreinda ákvörðun lögð fram að nýju til auglýsingar.

Bæjarstjórn samþykkir með sex atkvæðum, gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjörgu E. Egilsdóttur, Bergljótu Kristinsdóttur, Helgu Þórólfsdóttur og Þórarins H. Ævarssonar að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Nónsmára 1-17.

Fundarhlé hófst kl. 17:11, fundi fram haldið kl. 20:03


Bókun:
"Undirrituð hafna tillögu um að auglýsa að nýju deiliskipulagsbreytingu fyrir Nónhæð. Málinu á að vera löngu lokið, eftir ítarlegt samráð á sínum tíma átti uppbyggingu að ljúka árið 2022. Engu að síður er henni enn ólokið af hálfu verktakans og nú er farið fram á 16% aukningu á byggingarmagni án þess að fram komi trúverðugar forsendur eða málefnaleg rök fyrir því. Af virðingu við íbúa og til að vernda traust og trúverðugleika stjórnsýslunnar telja undirrituð að afgreiðsla ítrekaðra beiðna um frekari breytingarheimildir grafi undan gildi samráðs og skapi slæmt fordæmi gagnvart öðrum lóðarhöfum."

Theodóra S. Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Þórarinn Ævarsson
Helga Þórólfsdóttir


Bókun:
"Meirihlutinn harmar þær tafir sem orðið hafa á uppbyggingu á Nónhæð. Neikvæð afstaða minnihlutans er hins vegar ekki til þess fallin að flýta framgangi verkefnisins.
Meirihlutinn leggur áherslu á mikilvægi þess að tryggja traust og virðingu fyrir stjórnsýslunni, en fellst ekki á þá túlkun minnihlutans að auglýsing deiliskipulagstillögunnar grafi undan samráði eða setji slæmt fordæmi gagnvart öðrum lóðarhöfum. Ekki er gert ráð fyrir fjölgun íbúða í því skipulagi sem stendur til að auglýsa.
Þvert á móti er auglýsing tillögunnar liður í gagnsæju og lögmætu ferli sem tryggir að íbúar og hagsmunaaðilar fái tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri áður en endanleg ákvörðun er tekin."

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri Hlöðversson
Andri Steinn Hilmarsson
Björg Baldursdóttir
Elísabet Sveinsdóttir
Hanna Carla Jóhannsdóttir


Bókun:
"Tafir á uppbyggingu á Nónhæð síðustu ár eru alfarið á ábyrgð meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Fulltrúar þessara sömu flokka áttu fyrir mörgum árum að vera búnir að tryggja eðlilegan og réttan framgang uppbyggingar samkvæmt samþykktu skipulagi.
Íbúar hafa ítrekað komið sínum sjónarmiðum á framfæri, þegar breytingatillögur hafa komið fram af hálfu verktakans, án þess að mark sé tekið á þeim."

Theodóra S. Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Þórarinn Ævarsson
Helga Þórólfsdóttir


Bókun:
"Í upphafi skyldi endinn skoða. Þróunaraðili lóðarinnar ber ábyrgð á uppbyggingu á reitnum og þeim töfum sem hafa orðið á verkinu. Bæinn hefur skort úrræði eða heimildir til að ýta á eftir framkvæmdum umfram það sem hefur verið gert. Þessi bókun minnihlutans um að tafir á uppbyggingu séu á ábyrgð núverandi meirihlutaflokka eru rangar. Halda hefði þurft betur á málum í samskiptum bæjarins við þróunaraðila og íbúa á sínum tíma. Það að málið sé ennþá í hártogi er vísbending um að ekki hafi verið byggt á nægilega sterkum grunni þegar verkefninu var hleypt af stað."

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri Hlöðversson
Andri Steinn Hilmarsson
Björg Baldursdóttir
Elísabet Sveinsdóttir
Hanna Carla Jóhannsdóttir


Bókun:
"Undirrituð vísa þeirri fullyrðingu á bug að tafir skýrist af öðru en málsmeðferð meirihlutans: Frá júní 2020 hefur þróunaraðili ítrekað óskað eftir auknu byggingarmagni. Í febrúar 2022 ákvað meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að auglýsa breytingu að nýju þrátt fyrir gildandi skipulag og þar með hófst endalaus vandræðagangur málsins. Nú síðast barst beiðni um endurupptöku í mars 2024 sem ekki var afgreidd fyrr en 16 mánuðum síðar, í sumarleyfi bæjarfulltrúa í júlí 2025. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur auk þess ítrekað fjallað um málið, sem undirstrikar óstöðuga og ófyrirsjáanlega málsmeðferð meirihlutans. Það er þessi endurtekna opnun málsins að nýju af hálfu meirihlutans sem hefur tafið framgang, ekki afstaða minnihlutans."

Theodóra S. Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Þórarinn Ævarsson
Helga Þórólfsdóttir


Bókun:
"Hér fer minnihlutinn með rangt mál. Endurupptökubeiðni var lögð fyrir febrúar 2025, ekki í mars 2024. Tilraunir til að skilgreina hvað hefur orsakað tafir eru ekki í samræmi við staðreyndir málsins, en það er eðlilegt að skipulag taki breytingum á skipulags- og framkvæmdatíma. Að gera slíkar breytingar tortryggilegar er sett fram í pólitískum tilgangi. Ljóst er að betur hefði þurft að halda á málum í upphafi."

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri Hlöðversson
Andri Steinn Hilmarsson
Björg Baldursdóttir
Elísabet Sveinsdóttir
Hanna Carla Jóhannsdóttir

Helga Þórólfsdóttir vék af fundi kl. 19:07.


Bókun:
"Sú tillaga sem meirihlutinn samþykkir nú að auglýsa, og felur í sér að taka upp þegar samþykkt deiliskipulag, er dagsett 12.febrúar 2024 og var fyrst tekin fyrir í bæjarstjórn í mars 2024."

Theodóra S. Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Þórarinn Ævarsson

Þórarinn Ævarsson vék af fundi kl. 19:33.


Bókun:
"Beiðni um deiliskipulagsbreytingu sem bæjarfulltrúar minnihlutans kalla hérna „endurupptökubeiðni“ var afgreidd á bæjarstjórnarfundi 12. mars 2024. Endurupptökubeiðnin fór aftur á móti fyrir bæjarráð í febrúar 2025. Að minnihlutinn fullyrði í bókun að endurupptökubeiðnin hafi beðið afgreiðslu í tæpt eitt og hálft ár dregur í dagsljósið hversu langt er hér seilst til að teikna stjórnkerfi bæjarins og meirihlutann upp sem grýlu í þessu máli. Hafa skal það sem sannara reynist!"

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri Hlöðversson
Andri Steinn Hilmarsson
Björg Baldursdóttir
Elísabet Sveinsdóttir
Hanna Carla Jóhannsdóttir


Bókun:
"Undirritaðar árétta að beiðni um að taka málið upp að nýju kom fyrir bæjarstjórn 12. mars 2024. Fulltrúar meirihlutans eru hér að rugla saman annars vegar þeirri beiðni og hins vegar síðari beiðni um endurupptöku á höfnun þeirrar beiðnar. Aðalatriðið er að málsmeðferðin hefur verið allt of löng. Nú er verið að afgreiða mál sem fyrst var lagt fram fyrir 19 mánuðum. Tafir málsins tengjast ítrekaðri opnun þess að nýju fyrir tilstuðlan meirihlutans, en hafa ekkert með andstöðu minnihlutans að gera."

Theodóra S. Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir


Bókun:
"Margur heldur mig sig. Meirihlutinn frábiður sér að vera sakaður um misskilning þegar fulltrúar minnihlutans tala um breytingu á deiliskipulagi sem endurupptökubeiðni."

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri Hlöðversson
Andri Steinn Hilmarsson
Björg Baldursdóttir
Elísabet Sveinsdóttir
Hanna Carla Jóhannsdóttir

Önnur mál fundargerðir

2.2509021F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 428. fundur frá 26.09.2025

Fundargerð í 14 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 9 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

3.2509014F - Bæjarráð - 3228. fundur frá 25.09.2025

Fundargerð í 16 liðum.
Lagt fram.
  • 3.2 22061304 Íbúasamráð í skipulagsmálum. Þróun verklagsreglna.
    Máli frestað á síðasta fundi bæjarráðs og óskað eftir kynningu á drögum að verklagi fyrir íbúasamráð í skipulagsmálum. Niðurstaða Bæjarráð - 3228 Kynning og umræður.

    Gestir véku af fundi kl. 9:01

    Bæjarráð vísar tillögum að verklagi um íbúasamráð í skipulagsmálum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum framlagða tillögu að verklagi um íbúasamráð í skipulagsmálum.
  • 3.3 25092605 Starfs- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar SSH 2026
    Lagðar fram til umræðu og afgreiðslu tillögur að annars vegar fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar fyrir árið 2026 og hins vegar tillaga að starfsáætlun svæðisskipulagsnefndar fyrir tímabilið janúar 2026 til maí 2026. Niðurstaða Bæjarráð - 3228 Bæjarráð vísar starfs- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum starfs- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar fyrir tímabilið janúar 2026 til maí 2026.
  • 3.4 25092601 Ný brunavarnaáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins til staðfestingar
    Ný brunavarnaáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið var samþykkt af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þann 16. september s.l. og af stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þann 19. september s.l.

    Er brunavarnaáætlunin nú lögð fram til umræðu og afgreiðslu í bæjarráði og bæjarstjórn.
    Niðurstaða Bæjarráð - 3228 Bæjarráð vísar nýrri brunavarnaáætlun SHS til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum brunavarnaáætlum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
  • 3.8 25092841 Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar 2025
    Erindi frá Brú lífeyrissjóði, þar sem lögð er fram tillaga um óbreytt endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar 2025. Niðurstaða Bæjarráð - 3228 Umræður.

    Bæjarráð vísar tillögu að endurgreiðsluhlutfalli vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar til afgreiðslu bæjarstjórnar
    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum tillögu um óbreytt endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar.

Önnur mál fundargerðir

4.2509023F - Bæjarráð - 3229. fundur frá 02.10.2025

Fundargerð í 14 liðum.
Lagt fram.
  • 4.6 25093125 Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. 2026 til samþykktar
    Frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, dags. 25.09.2025, lögð fram til samþykktar bæjarráðs og bæjarstjórnar uppfærðar gjaldskrár. Niðurstaða Bæjarráð - 3229 Bæjarráð samþykkir uppfærðar gjaldskrár fyrir sitt leiti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum uppfærðar gjaldskrár Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. fyrir árið 2026.

Önnur mál fundargerðir

5.2510005F - Bæjarráð - 3230. fundur frá 09.10.2025

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.
  • 5.3 25021861 Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025
    Frá deildarstjóra greiningardeildar, dags. 06.10.2025, lagður fram viðauki nr. 4 við fjárhagsáætlun 2025. Viðaukinn er vegna stofnframlags til félagsins Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu ohf. Niðurstaða Bæjarráð - 3230 Umræður.

    Bæjarráð vísar framlögðum viðauka til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2025, vegna stofnframlags til félagsins Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu ohf.
  • 5.5 2510039 Fjárhagsáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2026-2030.
    Frá SHS, dags. 30.09.2025, lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 til samþykktar bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð - 3230 Bæjarráð samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2026 með fimm atkvæðum og vísar til staðsetingar bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum framlagða fjárhagsáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2026.

Önnur mál fundargerðir

6.2510010F - Forsætisnefnd - 244. fundur frá 09.10.2025

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.2510003F - Innkaupanefnd - 7. fundur frá 06.10.2025

Fundargerð í tveimur liðum
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.2510006F - Menntaráð - 149. fundur frá 07.10.2025

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.2509012F - Skipulags- og umhverfisráð - 15. fundur frá 29.09.2025

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.2509013F - Skipulags- og umhverfisráð - 16. fundur frá 06.10.2025

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.
  • 10.4 23111613 Ásbraut. Nýtt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu tillaga umhverfissviðs að deiliskipulagi Ásbrautar dags. 1. október 2025. Í tillögunni er göturými Ásbrautar endurhannað til að bæta stígakerfi og tryggja með samræmdum hætti örugga og greiða umferð gangandi og hjólandi. Tillagan er unnin af VSÓ ráðgjöf og umhverfissviði Kópavogsbæjar. Þá er einnig lagt fram minnisblað um fyrirkomulag hjólainnviða dags. 3. júlí 2025, uppfært 1. október 2025, minnisblað um bílastæði dags. í júlí 2025, uppfært 1. október 2025 og minnisblað um breytingar frá auglýsingu dags. 1. október 2025. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 7. júlí 2025 var samþykkt að auglýsa tillöguna, var hún auglýst til og með 18. september 2025. Þá lagðar fram þær athugasemdir sem bárust á kynningartíma ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. október 2025. Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 16 Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 3. október 2025. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 9 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

11.25093812 - Fundargerð 37. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 29.09.2025

Fundargerð 37. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 29.09.2025.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.25093789 - Fundargerð 985. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitafélaga frá 26.09.2025

Fundargerð 985. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitafélaga frá 26.09.2025.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.25092208 - Fundargerð 613. fundar stjórnar SSH frá 15.09.2025

Fundargerð 613. fundar stjórnar SSH frá 15.09.2025.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.25092970 - Fundargerð 614. fundar stjórnar SSH frá 22.09.2025

Fundargerð 614. fundar stjórnar SSH frá 22.09.2025.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.25092502 - Fundargerð 140. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar frá 12.09.2025

Fundargerð 140. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar frá 12.09.2025.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.25092433 - Fundargerð 110. fundar stjórnar Strætó frá 15.09.2025

Fundargerð 110. fundar stjórnar Strætó frá 15.09.2025.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.2510403 - Fundargerð 54. eigendafundar stjórnar Strætó frá 29.09.2025

Fundargerð 54. eigendafundar stjórnar Strætó frá 29.09.2025.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.25092644 - Fundargerð 428. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 12.06.2025

Fundargerð 428. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 12.06.2025.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Önnur mál fundargerðir

19.25092645 - Fundargerð 429. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 17.09.2025

Fundargerð 429. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 17.09.2025.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Önnur mál fundargerðir

20.25092969 - Fundargerð 54. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 22.09.2025

Fundargerð 430. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 01.10.2025.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

21.25093192 - Fundargerð 274. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 19.09.2025

Fundargerð 274. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 19.09.2025.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 20:39.