- Íbúar
- Leikskólaaldur - Dagforeldrar
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Okkar Kópavogur
- Íbúasamráð
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Barnvænt sveitarfélag
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Fundarhlé hófst kl. 17:11, fundi fram haldið kl. 20:03
Bókun:
"Undirrituð hafna tillögu um að auglýsa að nýju deiliskipulagsbreytingu fyrir Nónhæð. Málinu á að vera löngu lokið, eftir ítarlegt samráð á sínum tíma átti uppbyggingu að ljúka árið 2022. Engu að síður er henni enn ólokið af hálfu verktakans og nú er farið fram á 16% aukningu á byggingarmagni án þess að fram komi trúverðugar forsendur eða málefnaleg rök fyrir því. Af virðingu við íbúa og til að vernda traust og trúverðugleika stjórnsýslunnar telja undirrituð að afgreiðsla ítrekaðra beiðna um frekari breytingarheimildir grafi undan gildi samráðs og skapi slæmt fordæmi gagnvart öðrum lóðarhöfum."
Theodóra S. Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Þórarinn Ævarsson
Helga Þórólfsdóttir
Bókun:
"Meirihlutinn harmar þær tafir sem orðið hafa á uppbyggingu á Nónhæð. Neikvæð afstaða minnihlutans er hins vegar ekki til þess fallin að flýta framgangi verkefnisins.
Meirihlutinn leggur áherslu á mikilvægi þess að tryggja traust og virðingu fyrir stjórnsýslunni, en fellst ekki á þá túlkun minnihlutans að auglýsing deiliskipulagstillögunnar grafi undan samráði eða setji slæmt fordæmi gagnvart öðrum lóðarhöfum. Ekki er gert ráð fyrir fjölgun íbúða í því skipulagi sem stendur til að auglýsa.
Þvert á móti er auglýsing tillögunnar liður í gagnsæju og lögmætu ferli sem tryggir að íbúar og hagsmunaaðilar fái tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri áður en endanleg ákvörðun er tekin."
Ásdís Kristjánsdóttir
Orri Hlöðversson
Andri Steinn Hilmarsson
Björg Baldursdóttir
Elísabet Sveinsdóttir
Hanna Carla Jóhannsdóttir
Bókun:
"Tafir á uppbyggingu á Nónhæð síðustu ár eru alfarið á ábyrgð meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Fulltrúar þessara sömu flokka áttu fyrir mörgum árum að vera búnir að tryggja eðlilegan og réttan framgang uppbyggingar samkvæmt samþykktu skipulagi.
Íbúar hafa ítrekað komið sínum sjónarmiðum á framfæri, þegar breytingatillögur hafa komið fram af hálfu verktakans, án þess að mark sé tekið á þeim."
Theodóra S. Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Þórarinn Ævarsson
Helga Þórólfsdóttir
Bókun:
"Í upphafi skyldi endinn skoða. Þróunaraðili lóðarinnar ber ábyrgð á uppbyggingu á reitnum og þeim töfum sem hafa orðið á verkinu. Bæinn hefur skort úrræði eða heimildir til að ýta á eftir framkvæmdum umfram það sem hefur verið gert. Þessi bókun minnihlutans um að tafir á uppbyggingu séu á ábyrgð núverandi meirihlutaflokka eru rangar. Halda hefði þurft betur á málum í samskiptum bæjarins við þróunaraðila og íbúa á sínum tíma. Það að málið sé ennþá í hártogi er vísbending um að ekki hafi verið byggt á nægilega sterkum grunni þegar verkefninu var hleypt af stað."
Ásdís Kristjánsdóttir
Orri Hlöðversson
Andri Steinn Hilmarsson
Björg Baldursdóttir
Elísabet Sveinsdóttir
Hanna Carla Jóhannsdóttir
Bókun:
"Undirrituð vísa þeirri fullyrðingu á bug að tafir skýrist af öðru en málsmeðferð meirihlutans: Frá júní 2020 hefur þróunaraðili ítrekað óskað eftir auknu byggingarmagni. Í febrúar 2022 ákvað meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að auglýsa breytingu að nýju þrátt fyrir gildandi skipulag og þar með hófst endalaus vandræðagangur málsins. Nú síðast barst beiðni um endurupptöku í mars 2024 sem ekki var afgreidd fyrr en 16 mánuðum síðar, í sumarleyfi bæjarfulltrúa í júlí 2025. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur auk þess ítrekað fjallað um málið, sem undirstrikar óstöðuga og ófyrirsjáanlega málsmeðferð meirihlutans. Það er þessi endurtekna opnun málsins að nýju af hálfu meirihlutans sem hefur tafið framgang, ekki afstaða minnihlutans."
Theodóra S. Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Þórarinn Ævarsson
Helga Þórólfsdóttir
Bókun:
"Hér fer minnihlutinn með rangt mál. Endurupptökubeiðni var lögð fyrir febrúar 2025, ekki í mars 2024. Tilraunir til að skilgreina hvað hefur orsakað tafir eru ekki í samræmi við staðreyndir málsins, en það er eðlilegt að skipulag taki breytingum á skipulags- og framkvæmdatíma. Að gera slíkar breytingar tortryggilegar er sett fram í pólitískum tilgangi. Ljóst er að betur hefði þurft að halda á málum í upphafi."
Ásdís Kristjánsdóttir
Orri Hlöðversson
Andri Steinn Hilmarsson
Björg Baldursdóttir
Elísabet Sveinsdóttir
Hanna Carla Jóhannsdóttir
Helga Þórólfsdóttir vék af fundi kl. 19:07.
Bókun:
"Sú tillaga sem meirihlutinn samþykkir nú að auglýsa, og felur í sér að taka upp þegar samþykkt deiliskipulag, er dagsett 12.febrúar 2024 og var fyrst tekin fyrir í bæjarstjórn í mars 2024."
Theodóra S. Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Þórarinn Ævarsson
Þórarinn Ævarsson vék af fundi kl. 19:33.
Bókun:
"Beiðni um deiliskipulagsbreytingu sem bæjarfulltrúar minnihlutans kalla hérna „endurupptökubeiðni“ var afgreidd á bæjarstjórnarfundi 12. mars 2024. Endurupptökubeiðnin fór aftur á móti fyrir bæjarráð í febrúar 2025. Að minnihlutinn fullyrði í bókun að endurupptökubeiðnin hafi beðið afgreiðslu í tæpt eitt og hálft ár dregur í dagsljósið hversu langt er hér seilst til að teikna stjórnkerfi bæjarins og meirihlutann upp sem grýlu í þessu máli. Hafa skal það sem sannara reynist!"
Ásdís Kristjánsdóttir
Orri Hlöðversson
Andri Steinn Hilmarsson
Björg Baldursdóttir
Elísabet Sveinsdóttir
Hanna Carla Jóhannsdóttir
Bókun:
"Undirritaðar árétta að beiðni um að taka málið upp að nýju kom fyrir bæjarstjórn 12. mars 2024. Fulltrúar meirihlutans eru hér að rugla saman annars vegar þeirri beiðni og hins vegar síðari beiðni um endurupptöku á höfnun þeirrar beiðnar. Aðalatriðið er að málsmeðferðin hefur verið allt of löng. Nú er verið að afgreiða mál sem fyrst var lagt fram fyrir 19 mánuðum. Tafir málsins tengjast ítrekaðri opnun þess að nýju fyrir tilstuðlan meirihlutans, en hafa ekkert með andstöðu minnihlutans að gera."
Theodóra S. Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Bókun:
"Margur heldur mig sig. Meirihlutinn frábiður sér að vera sakaður um misskilning þegar fulltrúar minnihlutans tala um breytingu á deiliskipulagi sem endurupptökubeiðni."
Ásdís Kristjánsdóttir
Orri Hlöðversson
Andri Steinn Hilmarsson
Björg Baldursdóttir
Elísabet Sveinsdóttir
Hanna Carla Jóhannsdóttir